Ísfirðingur


Ísfirðingur - 05.07.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 05.07.1975, Blaðsíða 4
— Skólaslit — Flateyri í BARNA- og unglingaskól- anum á Flateyri voru á síð- ast liðnu skólaári 68 nemend- ur. Þar af voru 20 nemendur í unglingaskólanum en 48 nemendur í barnaskólanum. Auk skólastjóra störfuðu þrír fastráðnir kennarar og þrír stundakennarar við skólann í vetur. Tón- skálda- kvöld Tónskáldakvöld kennara Tónlistarsk. ísafjarðar var haldið í Alþýðuhúsinu á ísafirði föstudaginn 20. fm. klukkan 9 síðdegis. Flutt voru tónverk eftir kenn- arana Jakob Hallgrímsson, Hjálmar Helga Ragnarsson og Jónas Tómasson. Flytjendur tónverkanna voru: Sigríður E. Magnús- dóttir, mezzósópran, Gunn- ar Egilsson, klarinett, Stefán Þ. Stephensen, horn, Sigríður Ragnarsd. píanó, svo og höfundar tónverk- anna þeir Jónas Tómasson, alt-flauta, Jakob allgríms- son, lágfiðla og Hjálmar Helgi Ragnarsson, píanó. Áheyrendur ,sem voru margir, sátu við borð í salnum og drukku kaffi í hléi. Efnisskráin var mjög fjölbreytt og skemmtileg. Höfundum tónverkanna' og öðrum flytjendum var ákaflega vel tekið. Hæstu einkunn á unglinga- prófi hlaut Birna Gunnlaugs- dóttir 8,8. Barnaprófið er nú ekki lengur til með því nafni, en hæstu einkunn í 12 ára bekk hlaut Hulda Jónsdóttir 8,0. Stúikum í unglingaskólan- um var gefinn kostur á að velja miili þess að stunda smíðar með drengjum eða hina venjuiegu stúlkna handa- vinnu. Kusu þær allar nema ein að vera við smíðar. Skólastjóri við Bama- og ungiingaskólann á Flateyri er Emil R. Hjartarson. Hnífsdalur BARNASKÓLA Hnífsdals var sagt upp 29. maí s.l. í skól- anum í vetur voru alls 52 nemendur. Ráðnir kennarar voru tveir auk skólastjóra. Vorprófum lauk 22. maí. Hæstu aðaleinkunn á 6. bekkjar prófi hlaut Aðcd- steinn Óskarsson 8,89. Aðra hæstu einkunn hlaut Óli Vernharður Antonsson 8,38 og þriðju hæstu Kristján Guð- mundsson 8,16. Meðaltal allra aðaleinkunna nemenda skólans var 6,67. Tveir elstu bekkir skólans fóru í Iþriggja daga skóla- ferðalag 6.—8. júní s.l. Farið var um sunnanvert Djúp inn í Isaf jörð, til baka sömu leið, suður Dynjandisheiði og eins og leið liggur að Reykhólum. Þar var gist næturlangt í heimavist skólans, og svo haldið heim sömu leið. Var ferð þessi hin ánægjulegasta. Skólastj. Barnask. Hnífs- dals er Bernharður Guðmunds- son. Vestfirðingar! Leitið til okkar ef yður vantar húsgögn. Við munum gera það sem hægt er til að útvega yður góða vöru d sanngjörnu verði. Frá Iðnskóla ísafjarðar IÐNSKÓLI ísafjarðar hóf skólaárið 22. september. Þá voru innritaðir nemendur 73 er skiptust þannig. í fyrsta bekk iðnskóla 21 nemandi, í 1. stigi vélskóla 10 nemendur, í 1. stigi stýri- mannaskóla 4 nemendur, í tækniteiknun 8 nemendur, í 2. stigi vélskóla 10 nemendur, í 3. bekk iðnskóla 12 nem- endur, í undirbúningsdeild tækniskóla 7 nemendur og í raungreinadeild 1 nemandi. 1. og 3. bekkur iðnskóla luku prófum um áramótin en eftir áramót hófst kennsla í 2. og 4. bekk iðnskóla. Var fjöldi nemenda við skólann þá 62 nemendur, en auk þess stunduðu 11 nemendur úr Menntaskólanum á ísafirði valgreinar við skólann er skiptust á vélskóla 1. stig, stýrimannaskóla 1. stig og tækniteiknun. Almennum iðnskóla og stýrimannaskóla lauk lun mánaðarmót apríl og maí, en vélskóla, tækniskóla og tækni- teiknun í lok maí. Prófi luku: í tækniteiknun 5 nemendur, í 1. stigi vélskóla með 500 hestafla réttindi 5 nemendur iðnskólans og 2 nemendur menntaskólans, úr 2. stigi með 1000 hestafla réttindi 9 nemendur, úr undirbúningsdeild tækniskóla 2 nemendur, úr raungreina- deild 1 tæknistúdent, úr 1. stigi stýrimannaskólans með 120 tonna réttindi 3 nemendur og úr iðnskóla 19 nemendur. Auk þess eru 9 nemendur, sem taka þurfa upp próf í haust til þess að öðlast rétt- indi. Eins og sjá má af skipt- ingu innritaðra nemenda, þá er Iðnskóli ísafjarðar ekki lengur almennur iðnskóli, heldur samsettur fagskóli og er sóttur víða að af Vest- fjörðum. Skólinn hefur í ail mörg ár verið að þróast og aðlaga sig að því athafnalífi sem hann á að þjóna varðandi nauðsynlega fagkennslu. Að tvennu leyti sker skólinn sig frá öllum öðrum skólum hér- lendis. Skólinn er mótaður i því lifandi umhverfi sem hann er í, en ekki mótaður í þétt- býlinu eins og allir aðrir skólar sem síðan er troðið upp á dreifbýlið ásamt alls konar bannforskriftum um starfrækslu ef ekki náist til- tekinn fjöldi nemenda. Skólinn er *liður 1 starf- semi í þá átt að flytja heirn í hérað stofnanir og starfsemi, sem þarf sérmenntað starfs- lið og þjóna á atvinnulífi fjórðungsins. Skólastjóri Iðnskóla ísa- f jarðar er Aage Steinsson. Hólmavík BARNA- og unglingaskóla Hólmavíkur var slitið 27. maí si. Við skólann störfuðu í vetur ásamt skólastjóra 6 fastráðnir kennarar. Nemendafjöldi í bama- deildum var alls 56 nemendur. í unglingadeildum voru 14 nemendur og í miðskóladeild voru 14 nemendur-. Þar af þreyttu 7 nemendur lands- próf miðskóla og náðu 6 þeirra framhaldseinkunn. Hæstu einkunn við mið- skólapróf hlaut Sigurþór Jónsson 7,85. 1 landsprófi miðskóla hlaut Elsa B. Sig- urðardóttir hæstu einkunn 7,3, en jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Jónína H. Páls- dóttir og Sif Vígþórsdóttir með eimkunnina 7,0. Við unglingapróf varð NÝ KJÖRBÚÐ í SÚÐAVÍK NÝLEGA opnaði Kaupfélag Ísfirðinga kjörbúð í Súðavík. Kjörbúðin er í sama húsi sem útibú K.í. hefur verslað í, en húsnæðinu hefur verið breytt í nýtískulegt horf og versl- unarrýmið stækkað. Aðallega var unnið að þessinn breyt- ingum á kvöldin og um helgar og gat útibúið því haft verslun sína opna meðan á breytingunum stóð. Súðvíkingar eru mjög ánægðir með þessa stórlega bættu verslunaraðstöðu. Frosti Gunnarsson er úti- bússtjóri K.Í. í Súðavík. Sverrir V. Lýðsson hæstur með eirikunnina 8,14. Hæstu einkunn í efsta bekk barnaskólans og jafnframt hæsitu einkunn yfir skólann í vor hlaut Börkur Vígþórsson, einkunnina 9,55. Skólinn starfaði sem fyrr í 8 mánuði með 5 daga kennsluviku. Þriðji 'bekkur gagnfræða- stigs hefur ekki verið starf- ræktur við skólann nema einu sinni áður þ.e. veturinn 1951- 1952. Skólastjóri Barna- og ungl- ingaskóla Hólmavíkur er Vígþór H. JörundsSon. ALLAR ALMENNAR MYNDATÖKUR LJÓSMYNDASTOFA ÍSAFJARÐAR Mánagötu 2 sími 3776 Tíl bœjar- stjórnar Ísaíjarðar TIL áréttingar áður fram- komnum óskum mikils hluta kjósenda kaupstaðar- ins, minni ég yður á nauðsyn þess að eitthvað verði aðhafst til bóta á neysluvatni bæjarbúa. Jafnframt óska ég eftir greinagóðri fræðslu um hvað gert hefur verið, eða gert verður í þeim málum, og vonast til að geta lesið um það í bæjarblöðunum. Virðingarfyllst Matthías Kristinsson. (Blaðið mim birta, ef óskað verður, stutt og greinagott svar útaf efni þessa bréfs). Isafjarðarkaupstaður Stnrf slökhvlliðsstjóro Laust er starf slökkviliðsstjóra hjá ísafjarðarbæ Bæjarstjóri veitir nánari upplýsingar Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. ísafirði, 1. júlí 1975 Bæjarstjóri

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.