Ísfirðingur


Ísfirðingur - 04.10.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 04.10.1975, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Útgefandi: Samband Framsóknarfélaganna i Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiZslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjave|gi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. _-------—~-----——■— ------------------——~------—.—--------i Útfærsla fiskveiðimarkanna Það líður nú óðum að þeim degi þegar útfærsla fiskveiði- markanna í 200 sjómílur tekur gildi, en það verður 15. þ.m. Eðlilegt er að hugur flestra íslendinga sé nú verulega bundinn við þetta mikilsverða hagsmunamál okkar og allir óska þess áreiðanlega, að vel og giftursamlega megi takast til um framkvæmdina. Öllum ætti að vera Ijóst, að fiskstofnarnir á miðum okkar eru grundvöllur efnahags þjóðarinnar og að skynsamleg hagnýting þeirra verði að vera ráðandi í sam- bandi við veiðarnar. Þann 29. f.m. flutti Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, mjög athyglisverða og þróttmikla ræðu á 30. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Kom hann víða við og færði gild og sannfærandi rök fyrir ákvörðun íslendinga um útfærsluna. Meðal þess sem Einar lagði sérstaka áherslu á var, að fram færu sívaxandi veiðar á ókynþroska fiski á fslandsmiðum af hálfu erlendra fiskimanna og að af þeim sökum væri endur- nýjun fiskstofnanna í bráðri og sívaxandi hættu. Þýðingar- mesti fiskstofninn á íslandsmiöum, þorskurinn, næði nú aðeins að hrygna einu sinni. Sóknin á miðin væri nú tvisvar sinnum meiri en hún var fyrir tuttugu árum, en aflinn jafnvel minni nú. Hann lagði sérstaklega áherslu á, að íslenski fiskiskipaflotinn væri „fullfær um að hagnýta leyfilegan hámarksafla á svæðinu”. Utanríkisráðherrann sagði, að nú væri unnið að áætlun um vísindalega stjórnun á veiðum íslenskra fiskiskipa, og mun hún fela í sér miklar veiðitak- markanir, jafnvel eftir að lokið er veiðum erlendra skipa á fiskimiðum íslendinga. Á nýlega afstöðnu Fjórðungsþingi Vestfirðinga, en það var haldið 13. og 14. f.m., var útfærsla landhelginnar að sjálf- sögðu rædd, enda er útfærslan Vestfirðingum mikið áhuga- og hagsmunamál. í ræðu sem framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins, Jóhann T. Bjarnason, flutti á þinginu sagði hann m.a.: „Ég vil hér síðast en ekki síst minnast á þann merka áfanga, sem framundan er, þ.e. útfærslu fiskveiðimarkanna í 200 sjómílur. Vestfirðingar allir hljóta að fagna þessari ákvörðun sérstaklega, og binda miklar framtíðarvonir við að takast megi að koma í veg fyrir veiðar útlendinga á fiskimiðum þeirra út af Vestfjörðum. Vestfirðingar hljóta að leggja á það höfuðáherslu, að ekki verði um sýndarútfærslu að ræða, þ.e. að ekki verði samið um meiri eða minni veiðiheimildir erlendra skipa innan fiskveiðimarkanna. Ótti Vestfirðinga við slíka samningagerð byggist á því, að fiskveiðilögsagan verður í reynd ekki 200 sjómílur út frá landi á Vestfjörðum vegna miðlínureglunnar og hins vegar vegna þess, að útlendingar munu öllu öðru fremur sækjast eftir veiðiheimildum á Vestfjarðamiðum, vegna þess hve gjöful þau eru. Megin krafa Vestfirðinga hlýtur að vera sú, að alls engar veiðiheimildir verði veittar erlendum aðilum innan fiskveiði- markanna á Vestfjarðamiðum. Verði Vestfjarðamið lokuð erlendum veiðiskipum og miðin að öðru leyti skynsamlega nýtt af innlendum veiðiskipum, mun það mjög treysta byggð á Vestfjörðum, vegna eflingar fiskveiða og fiskiðnaðar”. Undir þessi orð framkvæmdastjórans getur ísfirðingur tekið og svo mun vera um flesta eða alla Vestfirðinga. J.Á.J. Sjálísálit - Sjálfsánægja SÁ FÁHEYRÐI og furðulegi atburður átti sér stað á fundi bæjarstjórnar ísafjarðar 25. september s.l., þegar að því var komið að kjósa í nefndir, að forseti bæjarstjórnar, Jón Baldvin Hannibalsson og Jens Kristmannsson, sem gegndi störfum varaforseta á um- ræddum .fundi, báru fram tillögu þess efnds, að fresta kosningu á Byggingarnefnd elliheimilis og fela bæjarráði störf nefndarinnar. Með þessu fela þeir sjálfum sér störf nefndarinnar, treysta sér með öðrum orðum betur en nefnd- inni sem kjósa átti, sem þeir sjálfir gátu ráðið meirihluta í. Hvað er vanmat á fólki ef þetta er það ekki? Og hvaða fólk fæst í nefndina eftir þessa traiustsyfirlýsingu, ef hún verður þá nokkru sinni kosin? Það er út af fyrir sig undr- unarefni að flutningsmönnum tillögunnar skyldi koma til hugar að bera hana fram, en ennþá furðulegra er þó, að meirihluti bæjarfulltrúa sam- þykktu hana athugasemda- laust. Byggingarnefnd elliheimilis hefur um árabil verið ein af fastanefndum bæjarins og kosin um leið og aðrar nefndir Ef flutningsmönnum tillög- unnar hefur þótt nauðsyn bera tdi þess, að fresta kosn ingu nefndarinnar, hefði verið eðlilegast að fela fráfarandi nefnd að gegna störfum þar til kosning á nýrri nefnd færi fram. En með samþykkt til- lögu þeirra Jóns og Jems er Byggingarnefnd elliheimils á ísafirði raunverulega lögð niður. Er sú ráðstöfun í sam- ræmi við gildandi samþykktir bæjarins? Það er sjálfsagt gott að hafa hóflegt mat á eigin ágæti, en ofmat á sjálfum sér verður tíðum broslegt. Hvaða nefnd bæjarins hyggjast þeir félagar leggja niður næst? J.Á.J. Sjötugur Jóhann S. H. Guðmundsson, Smiðjugötu 2 ísafirði, átti sjötugs afmæli 1. október s.l. Hann er fæddur á ísafirði, sonur hjónanna Guðrúnar Friðriksdóttur og Guðmundar Halldórssonar. Jóhann hefur alltaf átt heima á ísafirði. Ungur hóf hann sjómennsku á bát föður síns og síðar var hann árum saman formaður á eigin bát. í mörg ár var hann starfsmaður sjúkrahúss- ins á Isafirði, en síðustu árin hefur hann unnið almenna verkamannavinnu, aðallega hjá Ísafjarðarkaupstað. Jóhann er kvæntur Ásdísi Ásgeirsdóttur og eiga þau sjö mannvænleg börn. Hann er maður samviskusamur, ið- inn og ötull við öll verk sem honum er trúað fyrir. Tilkynning um útivistortímn bmrnu og unglingu í kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa og fleiri mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 (8 á kvöldin) tímab. 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22 (10 á kvöldin) 1. maí til 1. sept., nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum eða um- sjónarmönnum. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir M. 22 (10 á kvöldin) tímabilið 1. september til 1. maí og eftir kl. 23 (11 á kvöldin) 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtun, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æskulýðs- starfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir lög- legan útivistunartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur að dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20, öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. For- stöðumönnum dansieikja er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Þeir sem hafa forsjá eða foreldraráð barna og ung- menna skulu að viðlögðum sektum gæta þess, að ákvæði þessi séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ung- menni viðurlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Barnaverndarnefnd ísafjarðar (Útdráttur úr 44. gr. reglugerðar um vernd barna og ungmenna nr. 45/1970) fifð/ið verslun yðar um vörur frá: Efnagerðinni F L Ó R U Brauðgerð K E A Kjötiðnaðarstöð K E A Smjörlíkisgerð K E A Reykhúsi K E A Efnaverksmiðjunni S J ö F N Kaffibrennslu Akureyrar SENDUM beint til verzlana, gistihúsa og matarfélaga. FLJÓT og ÖRUGG afgreiðsla. VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA AKUREYRI — SÍMI: (96)21400

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.