Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.03.1976, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 11.03.1976, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Chrisfina Rossefti ensk skáldkona fædd 1830 dáin 1894, talin ein af Bret- lands mestu kvenskáldum, sérstaklega á sviði trúar, en nokkuð gætir þunglyndis í verkum hiennar. Af skáld- ritum hennar má nefna: GOBLIN MARKET 1862, THE PRINCES PROGRESS 1869, A PAGEANT 1881, og safn NEW POEIVIS 1895, ári eftir dauða hennar. Bergmál Kom til mín í þögn næturinnar, kom í talandi þögn draumsins. Kom með þína fögru vanga, anganbjört eins og ljós sólarinnar. Kom til mín í tárum. Ó, minning, von og ást liðinna ára. Ó yndis draumur, bitur-sæti draumur, sem átti að enda í Paradís. Þar áttu sálir okkar að mætast í ást. Þar mændu löngunarfull augu á dyrnar. Þær dyr sem opnast fyrir okkur, og lokast að fullu. Kom enn til mín í draumum, svo ég megi lifa upp líf mitt í kaldri gröfinni. Kom aftur til mín í draumum, svo ég megi finna andardrátt þinn. Talaðu lágt, hvíl hóglega eins og .áður fyrr, ástin mín. Sem áður fyrr. Söngur Syng þú mér engan sorgaróð, er sækir dauðinn mig. Og enga rós á leiði lágt þú lætur festa sig. En gras á leiði grænka má af gróðrar léttum eim. Og ef þú vilt; þá mundu mig, og ef þú vilt; mér gleym. Ég enga skugga skynja má né skúr á leiði mitt. Ei næturgalans sæta söng við sorgarstefið þitt. Draumur um hulið bjarmabál, sem bæði sezt og rís. Máské ég geti munað þig, en máske er gleymskan vís. Þýð: ANONYMUS. tV TÍMINN er fjölbreytt og læsilegt blað. ☆ Kaupið og lesið TÍMANN Rækfu- veiðurnur RÆKJUAFLINN á Vestfjörð- um varð 543 lestir í febrúar, en var 808 lestir á sama tíma i fyrra. Nú tófeu Jþátt í veið- unum 63 bátar, en voru 83 á síðasta ári. Frá Eíldudal réru nú 10 bátar og öfluðu 55 lestir, en í fyrra var aflinn í febrúar 75 lestir hjá 14 bátum. AfLa- hæst var Dröfn með 9,7 lest- ir í 18 róðrum. . Við Isafjarðardjúp stund- uðu nú 38 bátar veiðar og öfluðu þeir 265 lestir, en x fyrra voru 55 bátar að veið- um í Isafjarðardjúpi og öfl- uðu 532 lestir í febrúar. Frá Steingrímsfirði voru gerðir út 15 bátar til rækju- veiða, og öfluðu þeir 223 lest- ir, en í fyrra var afli 14 báta 201 lest. Bátamir voru al.lir með 15,6 lestir í mánuðinum. Þess ber að geta, að rækju- bátar frá Isafirði hættu veið- mn vegna verkfallsins 14. fe- brúar, en á Bíldudal, Hólma- vík og Drangsnesi var ekkert verkfall. ÍÞRÓTTA- VÖLLURINN ÞANN 24. febrúar si. komu fulltrúar frá ÍBÍ og KRÍ þeir Sigurður J. Jóhannsson, Gest- ur HaMdórsson, Pétur Geir Helgason og Sævar Gestsson, til viðræðna við bæjarráð um málefni knattspymuráðsins og um íþróttavölMnn, ástand hans og hugsanlegar endur- bætur. Fulltrúamir lögðu á- herslu á að hraðað yrði fram- kvæmdum við malarvöliMnn, sem fyrirhugaðin- er innan við núverandi íþróttavöll, en núverandi vöilur er hugsaður sem grasvöllur samkvæmt upphaflegum teikningum. Þá var lögð áhersla á, að bæj- aryfirvöld létu sjá um merk- ingu vallarins, eins og áður, og jafníramt að reynt yrði að bæta aðstöðuna til sölu á aðgöngumiðum á knattspymu- leiki. Heilbrigðis- fulltrúi endurráðinn Á FUNDI bæjarráðs ísafjarð- arar 23. febrúar sl. mætti Bárður Guðmundsson, ' dýra- læknir, til viðræðna við bæj- arráð um starf heilbrigðis- fuiltrúa, en svo sem kunnugt er hefur hann gegnt því að undanfömu. Bárður ræddi um samskipti sín við bæjar- yfirvöld og ýmsa erfiðleika varðandi starfið. Hann hafði áður sagt starfinu lausu. Að beiðni bæjarráðs féllst Bárður á að gegna starfinu áfram til næstu áramóta, til reynslu, ef takast mætti að koma á betra samstarfi á milii heilbrigðisfulltrúa og heilbrigðisnefndar við bæjar- yfirvöldin. . Sjónvorpstæki PHIL.IPS og NORDMENDE Kaupið þar sem varahluta- og viðgerðaþjónustan er. Vestfirðingar! Allar byggingavörur á sama stað. Jón Fr. Einarsson Byggingaþjónustan - Bolungarvík Símar: 7351 og 7353 Frá Sóknarnefnd ísafjarðar: Sóknarnefnd ísafjarðar vill góðfúslega benda á að þar sem ekki er lengur rúm fyrir fleiri legstaði í gamla kirkjugarð- inum, nema í fráteknum fjölskyldugraf- reitum, verður eftirleiðis einungis um greftrun að ræða í nýja kirkjugarðinum á Réttarholti. Sóknarnefnd Útlón Bæjor- og héraisbókasofnsins BÓKAV ÖRÐUR Bæjar- og héraðsbókasafnsins á tsafirði, Jóhann Hinriksson, hefur sam ið mjög greinargott yfirlit yfir bókaútlán safnsins og aðra starfsemi. Hér er ekki unnt að birta yfirlitið í heild, en sagt verður frá útlánum bóka. Yfirlitið tekur til útíiána á bókum safnsms síðastliðin 20 ár, eða frá 1956 til 1976. Ber yfirlitið með sér að mjög mikil aukning hefur orðið á útlánum, sérstaklega síðustu árin. Samtals voru útlánin á þessu 20 ára tímabili 266.200 bækur, eða . að meðaltali 13.310 á ári. Útíán í Hnífs- dalssafni eru talin með frá og með árinu 1972. Á árinu 1975 voru samtals lánaðar út 27.247 (18.966) bækur, og er aukningin frá 1974 8.281 bók, eða 44%. Á fundinum lagði bæjarráð til að ráðinn verði sérstakur starfsmaður til að gegna starfi meindýraeyðis. í aðalsafni voru útíán 23.358 (15.279) og í Hnífsdalssafni 3.852 (3.687) bækur. Tölurn- ar innan sviga er útlán bofea 1974. Svara útíánin til þess að 8,9 (6,1) bækur hafi verið lánaðar hverjum íbúa ísa- fjarðar á árinu. Mest lesnu íslensku höfund- arnir reyndust 1975: Ingi- björg Sigurðardóttir 168, Ár- mann Kr. Einarsson 153, Snjó laug Bragadóttir 139, Indriði Úlfsson 117, Guðrún frá Lundi 100, Jenna og Hreiðar 95, Jón H. Guðmundsson 85, Stefán Jónsson 85, Herdis Egilsdóttir 73, Þórir S. Guð- bergsson 72, Ingibjörg Jón- asdóttir 63 og Halldór Lax- ness 61. Allt bama- og ungl- ingabókahöfundar nema Snjó- laug, Guðrún og Hailldór. Bamabækur vom um það bil 40% af útíánum safnsins. Auk hinna venjulega út- lána hefur töluvert verið lán- að til skipa og einnig til sjúkrahússins. Nokkuð hefur verið lánað einstaklingum í Djúp-hreppunum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.