Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.05.1976, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 15.05.1976, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 Vestfirðingar - Vestfirðingar Höfum á boðstólum mjög ffjölbreytt úrvajl áf |lis|tum, im.a. líslenska, norska, enska og kínverska. Einnig sporöskjulaga og hringlaga raimma |í imörgum stærðum. Auk linnrömmunar Ihöfum við á boðstölum ihinar geysivinsælu skipamyndir af iflestum skipum í iflotanum, málverkaieftirprentanir og 'lit- myndir af þorpum og kauptúnum lá Vestfjörðum. Umboðsmenn okkar eru: ísafjörður: HÚSGAGNAVERZLUN ÍSAFJARÐAR Bolungarvík: VERZLUNIN VIRKINN Suðureyri: GUÐMUNDUR Ó. HERMANNSSON Þingeyri: VERZL. GUNNARS SIGURÐSSONAR Sýnishorn eru hjá umboðsmönmum FLJÓT OG GÖÐ ÍÞJÓNUSTA RAMMAGERÐ VESTFJARÐA HF. Flateyri — Símar: 94-7784-7684 ISAFJARÐARKAUPSTAÐUR Yorhreinsun Húsráðendur og aðrir umráðamenn lóða hér í bæ eru áminntir um að hreinsa rækilega lóðir sínar og hafa lokið því í síðasta lagi í vikulokin 22. maí n.k. Rusl ber að láta í poka við götur, þar sem hreinsunarmenn bæjarins eiga greiðan aðgang að því til brottflutnings. ísfirðingar. Sameinumst um að gera bæinn eins snyrtilegan og kostur er. Isafirði, 7. maí 1976 Bæjarstjórinn á Isafirði Lausar stöður Staða næturvarðar við landssímann á ísafirði frá 1. júlí 1976. Staða póstafgreiðslumanns við pósthúsið á ísafirði frá 1. ágúst 1976. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast fyrir 29. maí n.k. Póstur og sími, Isafirði Þóróltur Brœkir sökk og einn maður drukknaði ÞriðjudagÍTin 4. þ.m. varð það siys á Isafjarðardjúpi að m/b Þórólfur Brækir ÍS-28 sökk og með honum fórst einn maður, Leifur Jónasson, Fjarðarstræti 4 hér í bænum. Atvik munu hafa verið þau að rækjuvarpan festisit í botni og við að reyna að losa hana hvolfdi bátnum, sem svo sökk stuttu síðar. Þrír menn voru á bátnum, þeir Sigurður R. Ólafsson, skipstjóri, Leifur Jónasson, háseti, sem fórst, og sonur hans Ágúst 14 ára gamall, sem fengið hafði að fara í þessa sjóferð. Það má Sjávar- fréttir Frá upphafi hefur tímaritið Sjávarfréttir notið mikilla vinsælda og fengið mjög góða útbreiðslu og undirtektir og þá sérstaklega hjá þeim sem að sjávarútvegsmálum starfa. Ber það ótvárætt vitni um þörfina fyrir slíkt sérrit sem Sjávarfréttir eru. Ritið hefur lagt áherslu á að flytja fréttir af sjávarútvegs- málum sem og tækninýjung- um á sviði sjávarútvegsins. Ritið er opið til skoðanaskipta um sjávarútvegsmálin. Nýlega er komið út 4. tbl. þessa árgangs. Þar er m.a. rætt við þá Sigurð Markús- son, framkvæmdastjóra Sjáv- arafurðadeildar S.Í.S. og Braga Eiríksson, framkv,- stjóra Samlags Skreiðarfram- leiðenda, en báðir þessir menn stjórna umfangsmiklum útflutningsfyrirtækjum. Rætt er við fólk sem vinnur að sjávarútvegi á Suðurnesjum. Grein er eftir Svenri Jóhann- esson, netafræðing, um til- raunir með vængjalausa rækjuvörpu. Margt fleira ágætt lesefni er í blaðinu. og sundfimi skipstjórans að hann cg Ágúst björguðust, þvi Sigurður þurfti að kafa niður að mastri bátsins til að losa björgunarbátinn sem festur var við mastrið. Þetta tókst og eftir að Sigurði hafði tekist að blása bátinn upp komust þeir Ágúst í hann, en Leifur ekki. Stuttu síðar kom þarna að m/b Finnbjörn frá Hnífsdai, skipstjóri Björn Elías Ingi- tnarsson, og flutti þá Sigurð og Ágúst ásamt liíki Leifs til Tsafjarðar. Leifur Jónason var fæddur 3. júní 1924. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Öldu Guð- mundsidóttur, og 9 börn. áreiðanlega þakka snarræði Steiniðjan h.f. Byggir í sumar fimm einbýlishús nr. 5-7-9-11 og 13 við Fagraholt á FjarÖarsvæðinu. Húsin verða seld með: Tvöföldu gleri Tveim útihurðum fullfrágengnu þaki með bárujárni, rennum og klæddum þakkanti. Allar leiðslur tengdar bæjarkerfi. Fullmálað að utan Lóð skipulögð og frágengin. Allar frekari upplýsingar veitir Jón Þórðarson sími 3472 ÍSAFJARÐARKAUPSTADUR Sorpílát Þeir húseigendur, sem óska milligöngu bæjarins um útvegun sorpíláta vegna sorppokakerfisins, sem tekur við af gamla kerfinu, eru vinsamlega beðnir um að ljúka pöntunum sínum eigi síðar en 20. maí n.k. Ef tir þann tíma verða hús- eigendur að útvega sér sorpílát á eigin vegum. Sorpkassar og sorpgrindur eru til sýnis á skrifstofu bæjarins og nánari upplýsingar veittar þar. Isafirði, 7. maí 1976 Bæjarstjórinn á Isafirði Gleðilegt sumar Framhald af 1. síðu Allt þetta færir sumarið okk- ur og margt flleifra, sem hér verður ekki talið. Næsta sumardaginn fyrsta tökum við öll í spottan og drögum fliögg að hún. Og að lökum tökum við undir með skáldinu í einum kór, og tök- um vonglöð mót komandi sumri. Gleðilegt sumar. P. Jt.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.