Ísfirðingur - 15.05.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 15.05.1976, Blaðsíða 1
ftjéhiMf BLAD 7RAMS0KNAKMANNA / l/ESTFJAUDAMORMMI 26. árgangur. ísafirði, 15. maí 1976. 11. tölublað. Endurkjörinn form. Framsóknarfl. Skugfirskir bændur í kynnis ferð í Strandusýslu Ólafur Jóhannesson var endurkjörinn formaður Fram- sóknarflokksins á aðalfundi miðstjórnar sunnudaginn 9. þ.m., en þann dag lauk mið- stjórnarfundinum, sem hófst föstudaginn 7. maí. Endur- kjörnir voru og Steingrímur Hermannsson, ritari og Tóm- as Árnason, gialdkeri. Einar Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Ragnheiður Sveinbiörnsdóttir, vara-ritari, en Guðmundur G. Þórarins- son var kosinn varagjaldkeri í stað Halldórs E. Sigurðs- sonar, .sem baðst undan endurkosningu. I upphafi aðallfundar mið- stjórnar Framsóknarflokksins flutti Ólafur Jóhannesson gagnmerka ræðu um þjóðmál- in og fjallaði þá m.a. um efnahagsmálin, landhelgis- málið, atvinnumálin, byggða- málin, orkumálin og verð- lagsmálin. Að þessu sinni er ekki unnt að birta rseðu Ólu afs, eða kafla úr henni, hér í blaðinu, en öllum þessum málum gerði hann mjög góð skil. í ræðu sinni dáðist Ól- afur mjög að vinnubrögðum skipherra og áhafna varð- skipanna. Kaflar úr stjórnmálaálykt- un aðalfundarins verða birtir síðar hér í blaðinu. Pétur Jónatansson: Sumardagurinn fyrsti „Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefir sagt mór, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka nú sumrinu mót". (P. Ól.) Sumardagurinn fyrsti hefur frá alda öðli verið hátíð í hugum íslendiinga. ÖU viljum við fagna sumri og dást að fegurð náttúrunnar. Má þó oft og einatt segja sem svo, að ekki sé sjálft sumarið komið með sínum fyrsta degi, því oft getur sá dagur verið með vetrarblæ. Sumardagur- inn fyrsti boðar umskipti veðráttunnar fyrr eða síðar, og þess eigum við svo sannar- lega að minnast. Yfirleitt kunna allir góðir íslendingar skil á sumri og vetri, sem vonlegt er. Vetur- inn með stormi og kulda, en sumarið með sól og hita. Þeir sem hvern morgun reka nefið LAUGARDAGINN 13. mars síðastliðinn lögðu um 60 bændur úr Skagaf jarðarsýslu leið sína vestur í Stranda- sýslu. Má gjarnan geta þess að með í förinni var ein kona, Margrét Viggósdóttir á Skef- ilsstöðum. Tilgangurinn með ferð þess- ari var einkum sá að kynn- ast voitheysverkun, gerð vot- heysgeymslna, rejmislu bænda af fóðrun á votheyi og tækni í sambandi við heyöflunina cg- við gjöf á því, en eins og alkunna er hafa bændur í Strandasýslu langa og mikla reynslu a(f votheysgerð og hafa á síðari árum byggt mikið af stórum nýtískuleg- um fjárhúsum og votheys- hlöðum sem teiknaðar hafa verið á Byggingastofnun landbúnaðarins. Fyrsti áfangi ferðarinnar var Glaumbær í Langadal og voru þar skoðuð ný fjárhús yfir 600 fjár með tilheyrandi vélfærum áburðarkjallara og votheyshlöðu sem er 10 m breið cg 35 m löng. I Staðarskála í Hrútafirði mættu skagfirðingum þeir Jónas R. Jónsson bóndi á Melum 2, í Hrútafirði, for- maður Búnaðarsambands Strandamanna, og Brynjólfur Sæmundsson héraðsráðunaut- ur Búnaðarsambandsins, var hann eftir það leiðsögumaður hópsins. Lengst var farið að Kirkju- bóli í Steingrímsfirði og kom- ið við á mörgum býlum á þeirri leið. Var alsstaðar eitt- hvað markvert og lærdóms- ríkt að sjá og gilti einu hvort um var að ræða byggingar, fóðrun búfjár og ræktun þess, og umgengni alla, sem allt var til fyrirmyndar. Skagfirðingar þurftu margs að spyrja um votheysverkun- ina o.ffl. henni viðkomandi og gerðu heimamenn ferðahópn- um glögga grein fyrir því. Er heitm var haidið um kveldið bauð búnaðarsam- bandið og bændur og hús- freyjur úr Bæjarhreppi skag- firðingum til höfðinglegrar veislu í hinu nýbyggða skóla- húsi á Borðeyri. Jónas á Mel- um bauð skagfirðinga vel- komna fyrir hönd Búnaðar- sambandsins, en Jósef Rósin- karsson bóndi Fjarðarhorni hafði orð fyrir hönd búnaðar- félags Bæjarhrepps. í ræðum sínum lögðu þeir meðal annars ríka áherslu á það gagn sem bændur gætu haft af gagnkvæmum heim- sóknum og þeim kynnum sem við þær sköpuðust. Myndu eðlilega fá dæmi slíkra ferða sem þessarar að vetri til, en einmitt á þeim tíma einum væri þó unnt að kynna sér fóðrun búíjárins, meðferð þess í húsi, vdnnuaðstöðu í byggingunum og hvernig byggingarnar reynast að öðru leitd, á þeim tíma sem þær eru í notkun (vetrinum). Fleiri ræður voru fkittar og að sjálfsögðu „tekið lagið" enda veitingar með þeim hætti að þær örfuðu orðræð- ur og söng. Rómuðu skagfirðingar mjög rausn Strandamanna og fyrir- greiðslu alla og er ferðahóp- urinn á einu máli um, að heimsókn þessi hafi verið hvortveggja í senn, mjög ánægjuleg og gagnleg. Ingvar Gýgjar Jónsson út úr gáttinni finna best mun. inn. Hríðarkóf með frosti og funa að vetrinum, svo að stundum sér ekki út úr aug- unum, sem kallað er. En að sumrinu dúnalogn og sólskin, sem breiðir sig niður fjalls- hlíðarnar. Já mikill er munur- inn. Að sönnu er allt þetta breytilegt að vissu marki, þannig að ekki er ætíð blind- hríð að vetri til, en sól og hiti að sumri, en mikill er þó munurinn á okkar kalda landi. En svo kemur spurningin. Á hvern hátt fögnum við sumri hér um slóðir, t.d. á Vestfj? Fer nú ekki bara frekar Itið fyrir því? Það mætti þó sannarlega draga fiögg að hún, já, ég segi bara á hverri einustu flagg- stöng sem tiltæk er, það er þó það allra minnsta. En var það nú viðhaft í þetta sinn? Nei, því er nú verr. Sá er þetta párar var á ferð um plássið cg 3 flögg sáust við hún í sjálfum ísafjarðarkaup- stað og 2—3 fflögg í Hnífs- dal. Finnst ekki öllum tilval- ið heiðursmerki að draga flagg að hún mót sól og sumri, eða hvað er að? 17. júní á hugi fólksins. Þann dag er flagg á hverri stöng, og ekki kemur neinum til hugar að hafa á móti því. Það er vitanlega alveg sjálf- sagt, en því þá ekki að láta komandi sumar njóta þess sama? En það er fleira umitals- vert. Þegar rifið var af daga- talinu þá blasti við 22. apriil, sumardagurinn fyrsti. Harpa byrjar, en viti menn, tölu- stafirnir eru kolsvartir. Mér lá við að taka rautt bllek og mála ofaní. Er ekki sannarleg hátíð að fá boðaða sumar- komuna? Hvernig er þetta að verða? Með sumankomunni lifnar allt hið ljúfa líf, grösin gróa, blómin anga, liitffiu fuglarnir þjóta til landsins okkar, þessa óra leið og syngja sína sumarisöngva og hoppa grein af grein. Þetta með mörgu fleiru ber fyrir augu okkar og við dáumst að því. Við njótum sumarsins á marga lund. Fólk í ikaupstöðum leggur land undir fót upp um hlíðar, fjöll og firnindi, þakk- látt í huga fyrir að fá að rétta úr sér eftir vetrar set- urnar og sækja í sig nýjain þrótt og frjálsræði. Sveita- fólkið nýtur gróðurs ag grósku við sinn atvinnuveg. Framhald á 3. síSu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.