Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.07.1976, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 15.07.1976, Blaðsíða 4
Bæjarritarinn skrifar firitnniir BLAÐ TRAMSÓKN/WMANNA / !/£STFJA2ÐA&JÖPDÆMI Formonnaiundur Kvenfélugu- sumbunds íslunds námsefni í jþeinri grein, sem í blaði yðar 30. júní s.l. er grein á forsíðu undir fyrir- sögninni „Óafsakantegt kæru- leysi” og er þar átalið að ekki skyldi flaggað á húsi Kaupfélags ísfirðinga 17. júní sJ., en bæjarskrifstofurnar eru einmitt í umræddu húsi og hafa verið allt frá árinu 1932. Frá þvi að undirritaður hóf störf hjá bæjarsjóði og að því er starfsmenn með lengst- an starfsaldur á skrifstofun- um telja, þá hefur kaupfélagið alla tíð séð um að flagga á sínu eigin húsi, þegar tilefni hefur verið. Hvað viðvíkur umræddu „kæruleysi‘‘ á þjóðhátíðar- daginn skal þess getið, að seinni partinn í vetur mun hafa siitnað lína í flaggstöng- inni og hefur ekki enn verið bætt úr af hálifu húseigenda. Mætti það e.t.v. teljast kæru- leysi, en þess ber að geta, að þó ekki sé annað en taka nið- ur flaggstöng af eins háu húsi og kaupfélagshúsinu, þá getur hagað þannig til að bíða þurfi nokkurn tíma, þar til tæki- færi gefst. 1 von um að þér séuð ekki jafn hneykslaður og áður í garð bæjaryfirvalda að fengn- um þassum upplýsingum biðj- um við yður að birta þessa litlu athugasemd í biaði yðar. Með sífellt vaxandi virð- ingu og bestu kveðjum. Magnús Rieynir Guðmunds- son, bæjarritari. BROSLEGT YFIRKLÓR Bréf bæjarritarans, sem birt er hér að ofan, er nánast ekkert annað en broslegt yfir- kiór útaf efni greinarinnar „Óafsakanlegt kæruleysi” sem birtist í þessu blaði 30. f.m. Hér verður því ekkert dregið úr þeirn réttmætu aðfinnslum sem þar voru fram bomar. Rökin sem bæjarritarinn ber fram fyrir því að efcki var flaggað á umræddu húsi þann 17. júní eru vægast sagt ákaftega léttvæg. J. Á.J. Fyrr í vor var haldinn að Hallveigarstöðum 12. for- mannafundur Kvenfélagasam- bands íslands. í K.í. eru 21 héraðssamband og Kvenfélag- ið Líton í Vestmannaeyjum. Mættu formenn allra héraðs- sambandanna nema eins. Alls eru rösk 23 þúsund kvenma félagsibundin innan K.í. Eftirfarandi samþyfcktir voru gerðar á fuindinum: Fundurinn skorar á ríkis- stjórn íslands að framtengja starfstíma hinnar ríkisskip- uðu kvennaársnefndar, en hann hefur verið bundinn við lok þessa árs. Telur fundur- inn eðlitegt að nefndinni verði faiið að starfa þann ára. tug, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að helga barátt- unni fyrir réttindamálum kvenna og að árlega verði veitt fé á fjárlögum til starfs nefndarinnar. Fundurinn fagnar hinu merfca framtaki meðal 12 ára skólabarna í baráttunni gegn tóbafcsreikingum, sem efnt hefur verið til fyrir atbeina Krabbameinsfélags íslands. Skorar fundurinn á allar félagskonur innan K.í. að vinna ötultega að því að draga úr tóbaksreikingum og stuðla eftir megni að því, að börn um land alt fái fræðslu og aðstöðu, er geri þau að virkum þátttakendum í bar- áttumni gegn þesisum heilsu- spillandi ávana. Um leið þakkar fundurinn Krabba- meinsfélagi íslands og deild- um þess mikið og merkt starf i heilsuvernd. Fundurinn beinir þeirri ósk til menntamálaráðherra, að sérstök aðgát verði höfð við gerð námsskrár gnmn- skóla varðandi verklegar greinar. svo að æsfcufólk fái ekki síður trausta undirstöðu í því námi en bóknámi. Vih fundurinn minna á heimilis- fræði sem mikilvægan þátt í verknáml Þá vil‘1 fuindurinn benda á nauðsyn þess, að aufcán áhersla sé lögð á neytendafræðslu og minnir á verið er að semja fyrir grunn- skóla á Norðurlöndum í Kenmaraháskólanum í Málmey í Svíþjóð. Jafnframt þakkar fundurinn menntamálaráð- herra margháttaða vinsemd í garð sambandsins. Fundurinn skorar eindregið á Búnaðarfélag íslands að stuðla að aukinni grænmetis- rækt í landinu, svo að lands- menn verði sjálfum sér nógir um vörur eins og t.d. kart- öflur og gulrófur. Einnig skorar fundurinn á kvenfélög innan K.í. að stuðla eftir megni að aukinni heimils- garðrækt. Telur fundurinn framleiðslu grænmetis mjög mifcilvæga, bæði tíl að spara gjaldeyri og til þess að fólk eigi kost á hollum og fjöl- breyttum fæðutegundum. Minna má á, að þótt innflutt matvæli kunni að vera ódýr- ari í krónutölu en innlend framleiðsla, þá ber einnig að athuga hvort okkur sé ekki skylt 1 sveltandi heimi að hagnýta sem best alla mögu- leika til eigin matvælafram- leiðslu. Fundurinn fagnar því, að hæli fyrir áfengissjúklinga skuli nú vera að taka til starfa að • Vífilisstöðum. Fimdurinn skorr eindregið á heilbrigðisyfirvöld að leggja aukna áherslu á viðtækari lækningaaðstöðu, fræðslu og félagslega aðstoð, er verða megi til að draga úr áfengis- , sýkingu. Auglýsingasími ísfirðings er 3104 Það nýjasta til orkusparnaðar Eigum fyrirliggjandi loftkælda eimsvala til að nýta varmaflutn- ing kælivélanna til upphitunar í vinnusölum og með því móti að Iækka stórlega upphitunarkostnað. FRYSTIYÉLAR uppsetning og eftirlit. Höfum fyrirliggjandi varahluti í margar tegundir kælivéla. — Byggjum upp sjálfgæslukerfi, sniðin eftir þörfum á aifkastamöguleikum, í bjóðageymslur og fisklestar. Byggjum laus frystikerfi fyrir rækju og skelfisk. Höfum fyrirliggjandi reimdrifnar skiptivélar fyrir R-12, 22 og 502 kælimiðla, allt að 53.000 kg/cal við -r 10 + 25° C. — Getum ennfremur útvegað með stuttum fyrirvara hraðfrystitæki í mörgum stærðum. LEITIÐ TÆKNILEGRA UPPLÝSINGA - LEITIÐ TILBOÐA. Syeinn Jónsson Verkstæði: Breiðagerði 7 - Reykjavík. Símar: 82730 - 32632 (2 Mnur). Vestfirðingar Gistið á hinu nýja, glæsilega Eddu-hóteli, er þér eigið erindi til ísafjarðar. Pantið í síma 94-3876. ísfirðingar Gerið yður dagamun og borðið á nýja Eddu-hótelinu í heimavist Mennta- skólans. A ER DBÍMM ' OG ^LJÚFFENGUR OSTA-OG SMJORSALAN SNORRABRAUT 54.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.