Ísfirðingur - 17.09.1976, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 17.09.1976, Blaðsíða 3
ISFIRDINGUR Viðlegu- kantur Á fundi hafnarnefndar ísafjarða 8. september s.l- lá fyrir erindi M. Bern- harðssonar, dagsett 21. júlí 1976 par sem óskað er eftir viðræðum við hafnarmefnd um gerð viðlegukants eða bryggju- aðstöðu við skipasmíða- stöðina á Suðurtanga. Marsellíus gerði grein fyrir þessari ósk sinni og skýrði afstöðumynd. Hann leggur áherslu á nauðsyn þessa máls, vegna núverandi nýsmíði. Vegna erindis M. Bern- harðssonar h.f. skipa- smíðastöð um gerð við- legukants í Suðurtanga, samþykkir Hafnarnefnd, að óska eftir sérteikning- um stöðvarinnar af við- legukantinum. Jafnframt samþykkir nefndin að kanna frekar möguleika á gerð viðlegu- kantsins, og þátttöku ríkissjóðs í slíkri fram- kvæmd. Hafnarnefnd frestaði frekari umræðum til næsta fundar. Alyktun um íjölmiðla Fjórðungsþing Vestfirðinga 1976 telur fjölmiðla svo ríkan þátt í menninganlífi inanna að tryggja verði öllum lands- mönnurn aðgang að þjónustu fjölmiöla. Þingið vekur athygli á þeirri staðreynd að sjónvarp- íð nær ekki til allra vestfirð- inga. Það á bæði við um þá sem stunda sjó út af Vest- fjörðum og mörg bændabýli. Á þessu þarf að verða breyt- ing og hvetur þingið til skjótra aðgerða á þessu sviði. Þingið feltur stjórn sam- bandsins að fylgja máli þessu sérstaklega eftir, og gera könnun á því hversu margir vestfirðingar sjá ekki sjón- varp. Fusteipir til sölu Hef trl sölumeðferðar fast- eignir á ísafirði, Hnífsdal, Bolungarvík og Flateyri. Ennfremur fæ ég margar fyrirspurnir frá mönnum, sem hafa bátakaup í huga. Arnar G. Hinrikss., hdl. Aðalstræti 13, ísafirði. Sími 3214. Samkeppni um prjónaðar og heklaðar flíkur 40 verðlaun íboði Ullarverksmiðjan Gefjun auglýsir eftir tillögum að prjónuðum og hekluðum flíkum fyrir næsta hefti af prjónabókinni Élínu. GREIÐSLA: Um 40 uppskriftir verða keyptar til birtingar. Greiddar verða allt aö 25 þúsund krónur fyrir meiri háttar uppskrift og allt að 15 þúsund krónur fyrir minni háttar uppskrift. SAMKEPPNISREGLUR: Flíkurnar eiga að vera á börn, unglinga og fullorðna. Handprjóhaðar, vélprjónaðar eða heklaðar. Einnig hvers konar prjón eða hekl til heimilisnota eða heimilisprýði. í bókinni verða flíkur úr öllum tegundum Gefj unargarns. Eftirtaldar tegundir eru framleiddar: Grilon Merino, fínt - , gróft , eingirni Golfgarn Dralon Baby garn Sportgarn S • Kambgarn Grilon - garn Gefjunar ullin Super Wash Grettisgarn Loðband, einfalt, tvöfaít, þrefalt. Hespulopi Plötulopi. Senda skal tillögur greinilega merktar dulnefni til Auglýsinga- deildar Sambandsins, Sambandshúsinu Reykjavík, fyrir 31. jan. 1977. Tillögum fylgi nafn og heimilisfang sendanda í. lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni. I sama umslagi skal fylgja uppskrift af flíkinni í þremur stærðum. Æskilegt er að uppskriftir séu útfærðar samkvæmt sérstökum leiðbeiningum sem fást á öllum helstu útsölustööum Gefjunargarns. Allar nánari upplýsingar gefur Gunnsteinn Karlsson, sími 28200. Dómnefnd lýkur störfum þ. 15. feb. 1977. Þær flíkur, sem ekki verða keyptar verða endursendar. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN PRJÓNABÓKIN ELÍN Biðjiö verslun yðar um vörur frá: Efnagerðinni F L Ó R U Brauðgerð K E A Kjötiðnaðarstöð K E A SmjörlíkisgerS K E A Reykhúsi K E A Efnaverksmiðjunni S J ö F N Kaffibrennslu Akureyrar SENDUM beint til verzlana, gistihúsa og matarfélaga. FLJÖT og ÖRUGG af greiðsla. VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA AKUREYRI — SÍMI: (96)21400 AEG - heimilistæki Eldavélar margar gerðir Uppþvottavélar ísskápar Þeytivindur Eldhúsviftur Kaffivélar AEG - rafmagnsverkfæri Borvélar margar gerðir Slípirokkar Heflar Stingsagir Járnklippur Margskonar fylgihlutir við borvélar Verzlunin Kjartan R. Guðmundsson ísafirði - Sími 3507 Skólafólk! Skólafólk! Commodore vasareikni-vélarnar eru komnar. Póllinn hf. fsafirði, sími 3792. PÓLLINN HF Opinbert uppboð Þriggja herbergja íbúð á efri hæð hússins Hlíðar- vegur 33, fsafirði, sem auglýst var í 55., 56. og 57. tölublaði Lögbirtingarblaðsins, verður seld á opinberu uppboði á eigninni sjálfri, ef viðunandi boð fæst, mánudaginn 20. s,ept. 1976, kl. 14,00. BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.