Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.11.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 13.11.1976, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR & jmttpr SCAC fgAMSÓKNAVMANNA / 1/ÍSirjARDAKJÓPUtMI Otgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Rilstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón k. Jóhannsson, áb. Afgreióslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. VINSTRI - HÆCRI Orðin vinstri og hægri hafa löngum verið notuð í stjórn- málaumræðum. Sumum virðist vera höfuðatriði hvort menn séu hægra eða vinstra megin. En við hvað ier miðað? Hvað er hvað? Vinstri stefna í stjórnimálum hefur alltaf einkennst af því að hún miðar að jöfnuði. Hún er viðlditni þess að jafna kjör manna og aðstöðu. Hún er barátta gegn forréttindum. Þetta er kjarni málsins. Svo leiðir það af eðli mála og þróun, að það er ekki víst að sama aðfierð eigi alltaf við til að þjóna þessum tilgangi. Tökum skattamál til dæmis. Það var emu sinni einkenni á vinstri stefnu að vilja afla ríkistekna með beinum sköttum. Þá voru engar álmannatryggingar og rfkistekjur hlutfalls- lega miklu minni en nú. Það var vinstri stefna að auka ríkistekjurnar til jöfnunar, — færa milli man.na til að útrýma skorti og neyð. Sumir halda að það séu til einhverjar al- mennar reglur um það hvað ríkistekjur mega nema miklum hluta af þjóðartekjum. Ætli það fari þó ekki eitthvað eftir því hvað gert er við tekjur ríkisins? Skyldi það engu breyta hvort t.d. póstur og sími er ríkisfyrirtæki eða ekki? Skyldi það engu breyta hvort tekjur sjúkratrygginga fara allar gegnum ríkissjóðinn eða eru in.nheimtar sem nefskattur og sveitarútsvar? Og hverju skyldi það breyta í þeim efnum þegar einn eða tveir milljarðar eru færðir af fjárlögum og lagðir ofan á útsvar til sveitarsjóðs? Sumir virðast trúa því að þær aðferðir sem einhverntíma voru notaðir til að ná réttri og jafnari kjörum séu alltaf og ævinlega einkenni á vinstri pólitík. Svo er t.d. um verkfalls- réttinn. Enda þótt ýmsir forréttindahópar í þjóðfélaginu, að því er fjárhag snertir, noti þennan rétt til raunverulegrar fjárkúgunar, telur Alþýðusamband íslands að engu megi breyta, því að óskertur og óbreyttur verkfallsréttur sé einn af hornsteinum hins frjálsa samfélags. Vitanlega verða menn sífellt að hafa allar aðferðir undir endurskoðun. Aðferðir verða úreltar. Þjóðfélagið breytist og þá þarf líka að breyta aðfierðum til þess að vel sé stjórnað. Það er hægt að telja upp mörg dæmi um virka vinstri stefnu hér á landi á seinni árum. Byggðastefna er vinstri stefna. Hún miðar að því að jafna lífskjörin í landinu. Og láglaunabætur eru vinstri stefna. Hitt er aftur á móti hægri stefna, að vilja ekki fallast á, að tekjur bænda séu miðaðar við hvað aðrar starfsstéttir bera úr býtum. Sú hægri villa sæmir illa þeim sem kenna sig við jöfnuð og alþýðu. Að síðustu þetta: Það verður aldrei brýnt um of fyrir mönnum að til þess að vinstri stefna njóti sín í reynd þarf þegnlegar, almennar dyggðir. Auðgunarbrellur eins og skattsvik og smygl eru ósamboðin sönnum vinstri mönnum, rétt eins og hnupl úr búðum. Án félagshyggju og þegndyggða verða fegurstu draumar sem bundnir hafa verið við vinstri stefnu, aldnei að veruleika. H. Kr. Fjórðungsþing Fiski- deildanna á Vestfjörðum Á Fjórðungsþingi Fiski- deildanna á Vestfjörðum, sem haldið var á Þingeyri 10. f.m. voru samþyfcktar eftirfarandi ályktanir: SJÓNVARPSMÁL: 36. fjórðungsþing Fiski- deildanna á Vestfjörðum minnir á samþykktir sínar um nauðsyn þess, að sköpuð verði sikilyrði til móttöfcu sjónvarps um borð í fiski- skipum, er veiðar stunda um- hverfis landið. Sérstafclega viil þingið benda á, að endur- varpsstöð á Barða gæti náð til meginhluta fiskimdða úti fyrir Vestfjörðum og myndi þar með þjóna stórurn hluta ísilenskra fiiskiskipa. LÍNUVEIÐAR: 36. fjórðungsþing Fiski- deildanna á Vestíjörðum vek- ur athygli á, að línuveiðar hafa verið meginuppistaðan við fisköflun í fjórðungnum og eru enn mikilvægar. Kostn- aður við þessar veiðar hefir aukist mun meira, en al- mennri verðlagshækkun nem- ur. Hefir það m.a. mjög dreg- ið úr línuútgerð. Þingið teiur nauðsyn á, að hagur línuútgerðar verði bættur og bendir á, að við- bótarverð það, sem ríkissjóð- ur greiðir á iínufisk verði fært til sama hlutfalls við fisikverð og það var, þegar þessar greiðslur hófust. Ég get ekki orða bundist útaf þeim gífuriega ógæti- lega akstri ökutækja, sem maður aliitof oft verður vitni að hér í bænum. Þetta má þó ekki skilja svo, að allir eða flestiæ ökumenn aki ógætilega, svo er sem betur fer ekki. Langflestir ökumenn aka af fyllstu varúð .og gætilega og gera sér augljóslega fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir. En samt sem áður eru það alltof margir sem ógætilega og ég vil segja kæruleysislega aka sínum farartækjum og virðast jafn- vel efcki fcunna skil á almenn- um umferðarreglum, hvað þá að þeir sýni öðrum þá tillits- semi, sem góðir ökumenn að jafnaði gera. Þeir sem áberandi ógæti- lega aka farartækjum sínum, bifhjólum og bitfreiðum, eru ungir menn, jafnvel ungling- ar, sem líklega hafa nýlega aflað sér réttinda til aksturs. Nú verður enginn æfður og góður ötoumaður með því einu saman að fá í hendur öku- sfcírteini, og því er mjög áríð- andi, að viðvaningar séu ekki að gera tilraunir með það að HAFNARMÁL: 36. fjórðungsþing Fiski- deildanna á Vestíjörðum mininir á fynri samþykktir sínar varðandi hafnarmál og samþykktir 34. Fiskiþings um sama efni. Þingið leggur áherslu á: 1. Að Hafnarmálastofnuninni verði sett sérstök stjórn. 2. Að hafnir eru aðalsamgöngu- æðar hinna ýmsu fiskveiði- staða umhveríis landið. Vega- kerfi er þar fábrotið og teppt verulegan hluta úr árinu, því berd Aipingi og ríkisstjórn að létta útgjöidum af viðkomandi stoöum vegna haínaframkv., með því að taka í giidi nú þegar ákvæði hafnariaga, um að rikissjóður greiði ekki minna en 90% af stofnkostn- aði við hafnarframkvæmdir. RANNSÓKNASTOFNANIR SJÁVARÚTVEGSINS: 36. fjórðungsþing Fiski- deildanna á Vestíjörðum fagnar því að Rannsókna- stoínun fiskiðnaðarins og Hafrannsóknastofnunin hafa nú opnað útibú á ísafirði. Skorar þingið á stjórnir stofnananna að setja útibúun- um sérstakar stjórnarnefndir, sem geri starfsáætlanir fyrir þau og fyl'gist með starfsem- inni. Telur þingið eðlilegt, að F j ór ðungsisamböndin tilnefni I HM—I fTIIIIT—.. . m H IHI sýnasit meiri en þeir eru í þessum efnum. Það hefur oft orðið dýrt gaman og endað með skelfingu. Það tekur nef nilega langan tíma að sam. hæfast ökutæki og að kunna skil á réttum viðbrögðum við hinum ýmsu og fjölbreyttu aðstæðum í umferðinni. Það er of seint að sjá að sér eftir að slys hefur orðið. Það hefur orðið mörgum dýrkeypt reynsla, að verða valdur að slysd fyrir of hraðan akstur eða aðra ógætni. Það er ekkert nýtt að sjá menn aka bifreiðum, og þá ekki síður bifhjólum, á það miklum hraða um götur hér í bænum að næstum óhugs- andi er, að þeir gætu forðað slysum ef eitthvað óvænt kæmi fyrir. Það er heldur ekkert nýtt að sjá menn aka rétt framan við tæmar á fólki, sem er á leið yfir götu og á því fullan rétt. Fyrir fáeinum dögum mátti sjá tvo unga pilta aka fremur litlum bifhjólum á mjög ógætilegum hraða, miðað við aðstæður, hringinn í kring um gamla og nýja barnaskólann. Þeir fulltrúa fjórðunganna í þær nefndir. Þingið væntir þess, að úti- bú Hafrannsóknastofnunar- innar leggi áherslu á að fylgj- ast með uppvexti seiða, svo að komist verði hjá veiðum á þeim svæðum, sem ungviði nytjafiska halda sig hverju sinni. REGLUGERÐIR UM MÖSKVASTÆRÐIR: 36. fjóröungsþing Fiski- deildanna á Vestíjörðum telur að reynslan hafi sýnt, að þær breytingar á möskvastærð botnvörpu og flotvörpu, sem ákveðnar voru með regiugerð nr. 104/1974, þegar möskv- anum var breytt í 135 m/m hafi borði jákvæðan árangur. Hins vegar teiur þingið, að reynslan af þessari möskva- stærð sé ekki orðin svo löng, að hún réttlæti að breyta möskvastærðinni alfarið í 155 m/m um n.k. áramót og telur æskilegt að lemgja aðlögunar- tima þeirrar breytingar. Einnig vill þingið benda á, að þeir, sem fcunnugir eru staðháttum og veiðum með dragnót, telja að möskvastærð í dragnót á Vestíjörðum eigi að vera 155 m/m í aldri nót- inni og muni sú möskvastærð koma í veg fyrir veiðar á smáfiski. Allar þessar ályktanir voru samþykktar samhljóða. bundist óku úr Aðalstræti inní hið þrönga sund milli gamla skólans og Aðalstrætis 32, yíir leikvöl barnanna og eftir örstutta stund komu þeir úr Austurvegi í Aðalstræti og endurtóku margoft þennan hringaikstur. Sá sem þetta ritar hefur oft séð pilta aka bifhjólum eftir hinni breiðu og fjölfömu gangstétt með- fram gagnfræðaskólanum og barnaskólanum, og komið hefur fyrir að bifreiðum hafi verið ekið eftir gangstéttinni. Undanfarna vetur hefur oft mátt sjá, að bifreiðum hefur verið snögghemlað á götum í hálifcu, t.d. í Austurvegi milli gagnfræðaskólans og hús- mæðraskólans, svo að bifreið- arnar hafa snúist í hálfhring eða meira. Hér haifa aðeins verið nefnd örfá atriði, sem ber að forðast við akstur öfcutækja. Þeir sem öfcutækjum stjóma, og þá hvað helst byrjendur, ættu að muna vel gömlu og góðu ráð- legginguna „að flýta sér hægt”. Og öllum ætti að vera það kappsmál „að aka heilum vagni heim”. J. Á. J. Ég get ekki orða

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.