Ísfirðingur - 22.03.1978, Blaðsíða 2
ÍSFIRÐINGUR
ÍMfJÍf'
SíAÐ TRAMSÓKNAKMANNA f' I/€STFJARÐAI£JÖJICMÍMI
Utgefandi:
Kjördœmissamb. Framsóknarmanna i Vestfjarðakjördœmi.
Rilstjórar:
Halldór Kristjánsson ogfón A. Jóhannsson, áb.
Afgreiðslumaður:
Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, simi 3332.
Verð árgangsins kr. 600.
Kjarasamning-
arnir — Efna-
hagsaðgerðirnar
f framsöguræðu sinni á nýlega afstöönu flokks-
þingi Framsóknarmanna ræddi Ólafur
Jóhannesson, formaöur flokksins, að sjálfsögöu
um síöustu efnahagsaögerðir og kjarasamninga.
Hann sagði m. a.:
„Ástand í efnahagsmálum er á ýmsan hátt
óráðið um þessar mundir. Eins og eðlilegt er hefur
lögin um efnahagsráðstafanir sem sett voru í
síðasta mánuði borið einna hæst í umræðum að
undanförnu.
Þar er um að ræða viðkvæm mál eins og
kjaramál yfirleitt. Þar hættir mönnum til að láta
tilfinningar fremur en röksemdir og rólega yfir-
vegun ráða. í lögum felst auðvitað nokkur kjara-
skerðing miðað við óbreytta kjarasamninga og sé
gengið út frá öruggri atvinnu. Reynt er því að
milda hana fyrir þá sem lakast eru settir. Auðvitað
er ætíð neyðarúrræði að grípa inn í kjarasamn-
inga.
Engin ríkisstjórn og enginn þingmeirihluti gerir
slíkar ráðstafanir að gamni sínu eða af illfýsi.
Mergur málsins er sá að án aðgerða var rekstrar-
stöðvun fyrirsjáanleg og þar af leiðandi atvinnu-
leysi. Gengislækkun án hliðarráðstafana hefði
magnað verðbólguna úr hófi.
Að mínu mati stóö valið á milli efnahagsað-
gerða annars vegar og rekstrarstöðvunar og at-
vinnuleysis hins vegar. Auðvitað geta menn lengi
deilt um leiðir og úrræði þegar svo stendur á, en
ég held að allar slíkar efnahagsaðgerðir hefðu í
einu eða öðru formi orðið að fela í sér kjaraskeró-
ingu miðað við að unnt hefði verið að sigla áfram
fullum seglum. En miðað við aðstæður og verð-
bólguhættu er sennilega um alls enga raunveru-
lega kjaraskerðingu að ræða. Þessar staðreyndir
þurfa menn að íhuga og meta.
Ég hygg að flestir já e.t.v. allir, játi að eitthvað
varð að gera. Ríkisstjórnin hefur mest og lengst
verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmál-
um. Þær raddir hafa verið býsna háværar sem
hafa krafizt ákveðinna aðgerða. Þess ættu menn
að minnast þegar mál þessi eru íhuguð.
Að sjálfsögðu veita ráðstafanirnar rétt til upp-
sagnar kaupliða og endurskoðunar. Ég skal engu
spá um það á þessu stigi, hver endir verður hér á.
Ég held að farsælast verði að fara að öllu með gát
í þessum efnum."
SÍMAR
8 31 55
8 33 54
POST BOX
5190
SIMNEFNI
ICE
IDNVAL
BYGGINGAÞJÓNUSTA BOLHOLTI 4
Tilboð—Samningar—Þjónusta
húsbyggjendum oð
kostnaöarlausu
— Megin-
markmið
Framhaldad. síðu
og hér sem kalla á úrlausn á
næsta kjörtímabili vafalaust
mörg og margvísleg. Sum
sem þegar eru fyrirsjáanleg,
önnur, sem koma til án þess
að gera boð á undan sér.
Ég tel að efnahagsmálin,
og þá ekki hvað sízt verð-
lagsþróunin eða verðbólgan
hljóti að verða meginvið-
fangsefni Alþingis og ríkis-
stjórnar, hver sem hún verð-
ur, á næsta kjörtímabili svo
og það að tryggja rekstrar-
grundvöll atvinnuveganna.
Ég held., að á næstunni
verði að leggja aðaláherslu á
lausn þeirra mála bæði með
tímabundnum ráðstöfunum
og varanlegri úrræðum, er
hafi það markmið að treysta
grundvöll atvinnuveganna
og tryggja afkomu- og at-
vinnuskilyrði allra lands-
manna.
Eins og ég hef áður gert
grein fyrir hafa nokkur byrj-
unarskref í þá átt verið
stigin af núverandi ríkis-
stjórn. Sumum hættir við að
gera lítið úr þeim og deila á
ríkisstjórnina og stjórnar-
flokkana fyrir aðgerðarleysi
í þeim efnum. Ég held að
það sé ekki réttmætt að líta
það of smáum augum, sem
gert hefur verið og vafasamt
i ljósi staðreynda, að nægur
vilji hefði verið fyrir hendi
til stærri átaka.
En ég fyrir mitt leyti
legg á það áherslu eins og ég
hef áður gert, að mál þessi
verði að taka fastari tökum
hér eftir en hingað til. Ég
held að til þess ættu að vera
skilyrði,þar sem verðbólgan
Biðjið verslun yðar
um vörur frá:
Efnagerðinni FLÓRU
BrauSgerð K E A
Kjötiðnaðarstöð K E A
Smjörlíkisgerð K E A
Reykhúsi KEA
Efnaverksmiðjunni S J ö F N
Kaffibrennslu Akureyrar
SENDUM beint til verzlana, gistihúsa
og matarfélaga.
FLJÖT og ÖRUGG afgreiðsla.
VERKSMIÐJUAFGBEIÐSLA
AKUREYRI — SÍMI: (96)21400
Vélsmiðjan Þór hf.
auglýsir:
Eigum til nú á lager Torneycroft bátavél 40
hestafla. Mjög hagstætt verð.
VÉLSMIÐJAN ÞÓR HF.
ÍSAFJÖRDUR
nú er runnin meir af inn-
lendri rót en áður. Ég tel
nauðsyniegt að stefna að
meiri stöðugleika í efna-
hagslífinu."
Auglýsið í
ísfirðingi
: