Ísfirðingur


Ísfirðingur - 23.04.1980, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 23.04.1980, Blaðsíða 1
__________BLAÐ TRAMSÓKNAKMANNA / MSTFMRMMÖM&V 30. árg. ísafjörður, 23. apríl 1980 7 . tbl. Kristján Jóhannsson, viðskiptafræðingur: Fyrirsögnin og spurningamerkið Opið bréf tilGuðmundar H. Ingólfssonar Vorkoma Úr gilsfjarðabotnum að bjargtöngum út fer blærinn á vordagsins morgni, og lófanum strýkur um straumnes og djúp, um strandir, frá bitrum að horni. Þá gróa þau kalsár er veturinn veitti, og vakna í moldinni langsofin fræ, en hesteyrar, kúvíkur, kirkjuból, auðnir þar koma í Ijós, undan hjaðnandi snæ. Eysteinn G. Gíslason (í vísunni ritar höfundur staða- nöfnin með litlum stöfum. til að gefa þeim táknrænan svip.) Ritstj. Ágæti Guðmundur. Við síðari umræ'ðu um fjárhagsáætlun ísafjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1980. sem fram fór í bæjarstjórn 10. apríl síðastliðinn, lýstir þú fjálglega hneykslun þinni á því að Framsóknar- flokkurinn skyldi birta í blaðinu ísftrðingi, greinar- gerð sína um frumvarp og Kristján Jóhannsson fjárhagsáætlun og dreifa henni í þokkabót um land allt undir fyrirsögninni „Marklaust plagg“. Að sjálfsögðu dreg ég ekki í efa þá fullyrðingu þína, að ísfirðingur sé útbreitt blað meðal landsmanna og mark sé tekið á því, sem þar er skrifað. Aftur á móti veit ég ekki hvernig þér getur dott- ið í hug að grein mín, sem birtist fyrir nokkru hér í blaðinu undir áðurnefndri fyrirsögn, haft verið greinar- gerð Framsóknarflokksins um frumvarpið. Þar að auki vil ég vekja athygli þína á einu atriði og það er að fyrirsögninni fylgdi spurn- ingamerki, sem breytir merkingunni að sjálfsögðu mikið. Greinin bvggðist að miklu leyti upp á vangavelt- um um hvort frumvarpið' væri raunhæft eða hvort það margir óvissir þættir leynd- ust í því að búast mætti við, að það þyrfti fljótlega end- urskoðunar við. Af gefnu tilefni og sér- staklega vegna þess að þú virðist ekki hafa lesið áður- nefnda grein mína, heldur einungis fyrirsögnina og hana þó tæplega til enda, vil ég benda þér á nokkur atriði í þessu sambandi. Tökum sem dæmi fyrir- hugaðar framkvæmdir við bundið slitlag hér á kom- andi sumri. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að til þessara framkvæmda verði varið á annað hundrað milljónum króna á þessu ári. Nú spyr ég: Verður þetta fram- kvæmanlegt nú í sumar? Svarið við þessari spurningu veit enginn með nokkurri vissu nú og ástæður þess eru ýmsar. I fyrsta lagi er það að nefna, að framtíð Olíumalar h.f. er í mikilli óvissu ennþá og engin trygging fvrir því að það fvrirtæki starfi á þessu ári. Önnur fyrirtæki hafa ekki yfir að ráða tækj- um til þessa verkefnis. I öðru lagi má benda á í þessu sambandi að enn hef- ur ekki verið hugað að öflun malarefnis fyrir þessa fyrir- huguðu slitlagsframkvæmd. í þriðja lagi er til að nefna að enginn veit enn hversu háar skaðabætur Orkubús. Vestfjarða, vegna fjar- varmaveituframkvæmda, verða. Um það atriði hefur ekki verið samið ennþá. Framkvæmdir þcssar verða að hefjast í júlí og það eru því tveir til þrír mánuð- ir til stefnu og málin í þetta mikilli óvissu. Það þarf ör- ugglega ekki mikið að koma til þannig að meiriháttar raskanir verði á þessum fyr- irhuguðu framkýæmdum. Meirihluti bæjarstjórnar viðurkennir að mikil óvissa er í þessum málum, því að lýst var yfir að fyrirhugað væri að verja 65 milljónum króna til viðhalds malbik- aðra gatna, en afgangurinn færi í nýjar götur. Jafnframt var skýrt tekið fram að hér væri um ágiskanir að ræða og gætu þessar tölur tekið breytingum. Við getum einnig tekið dæmi um fleiri mál, til dæmis framlög ríkissjóðs til sameiginlegra framkvæmda. Þótt búið væri að afgreiða fjárlög þegar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs var afgreidd. höfðu ekki borist enn hing- að vestur upplýsingar um þessi framlög ríkissjóðs. Fjárhagsáætlunin var því afgrcidd án þess að hægt væri að athuga samræmið á milli hcnnar og fjárlaga varðandi ríkisframlögin. Ég hcf hér á undan bent þér á nokkur dæmi þess að líklegt sé að endurskoða þurfi stóra liði í fjárhagsá- ætluninni. áður en aðal- framkvæmdatímabilið hefst. Þetta var kjarninn í títtnefndri grein minni hér í blaðinu 21. mars síðastlið- inn, og var ástæðan fyrir því að ég valdi þessa umtöluðu fyrirsögn. Eftir að þú viðhafðir þau ummæli, sem ég vitnaði til hér í upphafi bréfsins, átti ég ekki vona á því að þú tækir undir ábendingar þær, sem fólust í fyrirsögn- inni. Ég hélt að hnevkslun þín risti dýpra en það. En maður skvldi aldrei segja aldrei, því undir lok um- ræðnanna um frumvarp að fjárhagsáætluninni fluttir þú breytingartillögu (við til- lögu Guðmundar Sveinsson- ar), sem hljóðar þannig: „Bæjarstjórn felur bæjarráði að endurskoða fjárhagsáætl- un ársins þegar fullnægj- andi upplýsingar um tekju- stofna bæjarsjóðs, um fram- lög frá ríkissjóði og fram- kvæmdagetu * bæjarsjóðs í veigamestu málum liggur fyrir.“ Ég sé ekki betur en, að með flutningi þessarar til- lögu, viðurkennir þú, að nú frekar en oft áður sé sérstök nauðsyn á því að fjárhagsá- ætlunin verði endurskoðuð þegar málin skýrist betur. Það er ánægjulegt til þess að vita að fyrirsögnin „Mark- laust plagg?“ skuli hafa vak- ið þig til umhugsunar um þessi mál. ísafirði 16. apríl 1980 Kristján Jóhannsson Aðalfundur miðstjórnar Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn í samkomusal Hót- els Heklu í Reykjavík 25.-27. apríl n.k. Fundurinn hefst föstudaginn 25. april kl. 13.30 með yfirlitsræðu for- manns flokksins og skýrslum ritara og gjaldkera. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnum hætti, en orkumál verða tekin til ítarlegrar umfjöllunar. Guð- mundur G. Þórarinsson hef- ur framsögu um orkumálin. Á laugardag fara fram kosn- ingar, svo sem formanr.s, varaformanns, ritara og gjaldkera. Miðstjórnarmenn eru beðnir að láta flokksskrif- stofuna (sími 24480) vita sem allra fyrst hvort þeir geti mætt á fundinum, svo unnt sé að boða varamenn, ef forföll verða. Tónleikar Önnu Júlíönu Sveinsdóttir og Láru Rafnsdóttir Anna Júlíana Sveinsdóttir Síðastliðið föstudagskvöld efndu þær Anna Júlíana Sveinsdóttir, mezzósópran og Lára Rafnsdóttir píanó- leikari til ljóða og aríutón- lcika í Alþýðuhúsinu á Isa- firði, á vegum Tónlistarfé- lags ísafjarðar. Ég fullyrði hiklaust að hér var á ferðinni stórmerk- ur listaviðburður, sem því miður allt of fáir urðu að- Lára Rafnsdóttir njótandi. Anna Júlíana Sveinsdótt- ir er hámenntuð söngkona og hefur þegar náð ótrúleg- um þroska í list sinni. Túlk- unarhæfileikar hennar komu skýrt fram og sjaldan hafa tónleikagestir orðið vitni að annari eins innlifun og hjá þessari frábæru lista- konu, sem þegar hefur skipað sér á bekk meðal okk- fremstu listamanna. Undirleikur Láru Rafns- dóttur var í fullu samræmi við þennan stórkostlega söng, en slíkur undirleikur er aðeins á færi mjög agaðra listamanna. Jafngott samræmi og var milli þessara tveggja flytj- enda er fáheyrt. Efnisskráin var fjölbreytt og smekkleg, fyrir hlé söng hún lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Jóhannes Brahms og Hugo Wolf en eftir hlé lög eftir Richard Strauss, Mozart og Verdi. Hafi þessir ágætu lista- menn og þeir sem að þess- um tónleikum stóðu kæra þökk fyrir að okkur gafst tækifæri til að hrífast af flutningi fagurra verka, svo ágætum sem hér um ræðir. Jafnframt vildi ég mega óska hinum ungu listakon- um áframhaldandi sigra á listabrautinni. Kj. Sig.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.