Ísfirðingur


Ísfirðingur - 23.04.1980, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 23.04.1980, Blaðsíða 5
ÍSFIRÐINGUR 5 Útvegsbanki íslands 50 ára Þann 12. apríl 1930 tók Útvegsbanki Islands h.f. til starfa samkvæmt 1. nr. 7 frá 11. mars 1930. Árið 1957 var Útvegsbankanum breytt úr hlutafélagsbanka í ríkis- banka. Þann 12. apríl s.l. voru þannig 50 ár liðin frá stofnun Útvegsbankans. Raunverulega á stofnunin sér þó lengri sögu, því að sem kunnugt er tók Útvegs- bankinn við af íslandsbanka h.f. er tók til starfa í júní 1904, en sá banki var seðla- banki landsins um rúmlega tveggja áratuga skeið. Bankaráð og bankastjórn Útvegsbankans hafa ákveð- ið að minnast þessarra tíma- móta í sögu bankans á eftir- farandi hátt: í fyrsta lagi mun bankinn leggja fram fé til laupa á orlofshúsi fyrir starfsfólk bankans. I öðru lagi mun síðar á árinu koma út saga Út- vegsbankans og fslands- banka. Próf. Ólafur Björnsson sér um handrit að þeirri útgáfu. í þriðja lagi hefir Pétur Pétursson útvarpsþulur tekið á segulbönd viðtöl við þá starfsmenn fs- landsbanka, sem enn eru á lífi og nokkra elstu fyrr- verandi starfsmenn bank- ans. Breytingartillögur Framsóknarflokks við Fjárhagsáætlun Bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins, Guðmundur Sveinsson, flutti við af- greiðslu fjárhagsáætlunar ísafjarðarkaupstaðar breyt- ingartillögur á þá leið að framlag til vallarhúss við í þróttasvæðið á Torfnesi yrði fellt niður og varið til hækk- unar á framlagi til nýs í- þróttahúss. Það verður að teljast brýnni framkvæmd að koma sem fyrst af stað byggingu nýs og myndar- legs íþróttahúss. Guðmundur Sveinsson flutti einnig tillögu um að 25 milljón króna framlag til girðinga yrði fellt niður, þar sem að slíkar girðingar munu ekki koma í veg fyrir ágang sauðfjár í görðum bæjarbúa. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins vildi þar að auki lækka aðkeypta þjónustu frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens úr 25 milljónum niður í 10 mill- jónir króna, því óhæft er að bæjarsjóður skuli kaupa tækniþjónustu frá aðilum utanbæjar fyrir milljóntugi á hverju ári. Því fé, sem þarna skapað- annað sinn, þá Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Brekku, og hafa þau búið í Fagrahvammi í rúm þrjátíu ár. Hafa þau eignast þrjú börn. Guðrún átti þrjá sonu frá fyrra hjónabandi. Barnahópurinn frá Fagra- hvammi sem þar hefur alist upp er því stór og vel sam- stæður. Mikið afbragsfólk, sem axlað hefur sinn hluta af skyldum þjóðfélagsins og farnast vel. Auk sinna barna og stjúp- barna hafa þau Fagra- hvammshjón alið upp fjög- ur systkini frá ungum aldri, til manndómsára, auk fjölda barna sem vart verð- ur komið tölu á, sem dvalið hafa þar, nokkur misseri og ár. Einhver tímann hefur nú vinnudagurinn verið þar langur, ekki síst hjá hús- móðurinni. Við Fagrahvamm liggja ist, vildi Guðmundur verja til þess að gera stoðvegg meðfram Seljalandsvegi (30 milljónum króna) og 10 milljónum króna til gróður- reita í bænum. Stoðveggur meðfram Seljalandsvegi frá Spennistöð og innfyrir íbúð- ir aldraðra er nauðsynleg framkvæmd af tveimur á- stæðum, í fyrsta lagi til að forða trjágarðinum frá frek- ari skemmdum og í öðru lagi til þess að hægt sé að ganga frá lóðinni við íbúðir aldraðra og hún verði tilbú- in um leið og húsið verður tekið í notkun á næsta ári. Myndarlegt framlag til gróðurreita innan bæjarins væri vel viðeigandi á ári trésins. Framangreindar tillögur Guðmundar Sveinssonar voru felldar. í tengslum við fjárhagsá- ætlun bæjarsjóðs voru eftir- farandi tillögur frá Guð- mundi Sveinssyni sam- þykktar: 1. Framtalsnefnd verði falið að taka sýnishorn og úr- tak af framtölum nokk- urra framteljenda til að vegir til allra átta. Og ég held, að krossgöturnar hjá mörgum séu nákvæmlega þar á eldhúsgólfinu. Það gefur því auga leið, að margir doka við áður en braut er valin. Það er í bókstaflegri merkingu reist- ur skáli um þjóðbraut þvera. En merkilegt nokkuð. Þar er aldrei þröngt, alltaf nóg pláss fyrir alla, sem þurfa að fá gistingu eða koma inn og taka af sér gust. Oft virðist eldhúsborð- ið hafa þá náttúru að stækka, eftir því hvað marg- ir þurfa að matast í það og það skiptið. Oft veitir ekki af hlaðinu þar þó rúmt sé, fyrir alla þá bíla, sem erindi eiga þar í garð, og oft má sjá bílum skákað út á tún. Fagrahvammshjón eru mikið ágætisfólk í orðsins fyllstu merkingu. Hjálpsöm, greiðvikin, vinmörg og virt Nýr skuttogari Sölvi Bjarnason Sölvi Bjarnason BA 65 Þann 8. febrúar s.l. var nýjum og glæsilegum skut- togara, Sölva Bjarnasyni BA 65, hleypt af stokkunum hjá skipasmíðastöðinni Þorgeir og Ellert h.f. á Akranesi. Skipið er 404.5 brúttólestir og það lestar um 200 tonn af fiski í kössum, en það getur borið um 750 tonn af loðnu. Aðalaflvél skipsins er af Wichmann gerð og er útbúin fyrir svartolíu auk venjulegrar dieselolíu. f því eru tvær Cummins ljósavél- ar og framan við aðalvélina er 1200 hestafla aflúttak með háþrystivökvadælum fyrir spil og hliðarskrúfur, sem eru tvær. Fiskilestar í skipinu eru einangraðar og kældar og í því eru tvær ísvélar, sem geta framleitt um sex og hálfa lest af ís á sólarhring. Skipið er útbúið Ijar- skipta-, siglinga- og fiskileit- artækjum af fullkomnustu gerð. Allar vistarverur á- hafnar eru mjög þægilegar og til þeirra vandað. Benedikt E. Guðmunds- son frá Patreksfirði, nú skipaverkfræðingur hjá Þor- geir og Ellert h.f., teiknaði skipið, en það er að öllu leyti hannað og smíðað af starfsmönnum fyrirtækisins. Tálkni h.f. á Tálknafirði er eigandi skipsins. Skip- stjóri er hinn kunni afla- maður Ársæll Egilsson og fyrsti vélstjóri er Már Jóns- son. Framkvæmdastjóri er Bjarni Andrésson. Skipið mun aðallega leggja upp afla sinn á Bíldudal. Þegar þetta er ritað er skipið í annari. veiðiferð sinni. Þess skal að lokum getið að hinn nýji skuttogari ber nafn afa skipstjórans, Sölva Bjarnasonar, sem á sinni tíð var þekktur afla- og happa- maður við sjósókn og veiði- skap. Það var eiginkona Ár- sæls, Jóhanna Guðmunds- dóttir, sem gaf skipinu nafn. Megi hinu nýja skipi og áhöfn þess jafnan vel farn- ast. sannprófa raungildi úts- varsáætlunarinnar. 2. Leitað verði samkomu- lags við Vegagerð ríkis- ins, um rekstrarkostnað af lýsingu á Hnífsdalsvegi. 3. Athugað verði hvort ekki væri hægt að fá garð- yrkjumann til sumar- starfa hér, t.d. haft sam- ráð við Reykjavíkurborg af öllum sem til þekkja. Þar líður öllum vel, sem þar dvelja, og koma. Þar fer margur bitinn og sopinn í gest og gangandi og ekki talið eftir. Þau eru glöðust allra á góðri stund - líka vinir þeg- ar syrtir í álinn. Þangað munu margra hugir leita nú, þegar húsbóndinn stcnd- ur við þennan áfanga æfi sinnar. Margur viljað rétta honum hönd. Þakka fyrir ágæt kynni og góða fyrir- greiðslu á marga lund. Dísir þær, sem vöktu við vöggu Hjartar á ungum vor- dögum norður í Bitru hafa ekki skilið við hann. Hamingjusól hans er enn í hádegisstað. 7, apríl 1980 Kristján Guðmundsson, Brekku. um þetta mál. Guðmundur Sveinsson flutti einnig tillögu þess cfn- is að fjárhagsáætlun bæjar- ins yrði endurskoðuð og sett í raunhæfara mót í júní-júlí. Breytingartillaga Guð- mundar H. Ingólfssonar við þessa tillögu var samþykkt, en hún hljóðaði þannig: „Bæjarstjórn felur bæjarráði að endurskoða fjárhagsáætl- un ársins þegar fullnægj- andi upplýsingar um tekju- stofna bæjarsjóðs, um frant- lög frá ríkissjóði og fram- kvæmdagetu bæjarsjóðs í veigamestu málum liggur fyrir.“ FERMINGAR- BÖRN Framhald af bls. 8 12. María Sigurlatig Arnórsdóttir. Miðtúni 3 I 13. Rúnar Már Jónatansson. Brautarholti 9 14. Sigríður Guðfinna Ásgcirs- dóttir. Smiðjugötu 9 15. Sigríður Jóna Sigurjónsdóttir. Miðtúni 19 16. Sigurður Sverrir Árnason. Brunngötu 10 17. Sigurður Kristján Ásgeirsson. Seljaiandsvegi 76 18. Sigurmar Davíð Gislason. Að- alstræti 20 19. Skúli Hermannsson. Urðar- vegi 19 20. Steinþór Bjarnason. Pólgötu 6 21. Steinþór Gunnarsson. Mið- túni 14 22. Svanhildur Ósk Garðarsdóttir. Urðarvegi 49 23. Sveinfríður Olga Veturliða- dóttir. Fagraholti 1 24. Valdimar Steinþórsson. Skipagötu 6 25. Veigar Sigurður Jónsson. Seljalandsvegi 70 26. Þorbjörg Erla Jensdóttir. Tún- götu 21 27. Þórður Viðir Jónsson. Sund- stræti 14 TIL SÖLU er Bedford - diesel sendibifreið árgerð 1975. Bifreiðin er með mæli og skoðuð 1980. Einnig er til sölu tæplega 30 ferm. skúr. Hentugur sem bíl eða vinnuskúr. Upplýsingar í síma 3720 og 3036, eftir kl. 7 á kvöldin.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.