Ísfirðingur


Ísfirðingur - 23.04.1980, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 23.04.1980, Blaðsíða 4
4 ÍSFIRÐINGUR '1SÓKNAKMANNA Í VESTFJAKDAKJÓRMMI Utgefandi: Kjördœmissamb. Framsóknarmanna i Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og-Jón A. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, simi 3332. A sumarmálum Enn ber aö höndum þau tímamót sem öldum saman hafa verið mikil hátíö meö íslendingum. Sumarmál eru komin. Sumariö er í nánd. Viö kveðjum nú liðinn vetur, sem var gjöfull og mildur yfirleitt, en ekki laus viö óveöur og áföll. Vestfiröingum eru ofarlega í huga svipleg sjóslys þegar horft er um öxl. Þó er vert aö muna aö umferöin á landi hér er nú orðin meiri slysavaldur en sjósóknin. Þaðan er margra sára aö minnast frá þessum vetri eins og öörum árstíðum. Skammt líöur milli sárra áminninga um þaö aö slysavarna- starf er aökallandi. Á þessum sumarmálum vofir yfir óvenjulega mikil óvissa um atvinnulíf og bjargræðisvegi. Hug- sanlegt væri aö komandi sumar einkenndist ööru fremur af almennum vinnudeilum og langvinnum verkföllum. Ekki þarf aö eyöa orðum aö afleiöing- um þess ef til kæmi. Nú eiga flestir ósamiö um kjör sín og ýmsir orðnir langeygir eftir lausn þeirrar óvissu. Hér veröur ekki rætt um kjaramálin í heild aöeins minnt á þá staöreynd aö þar eru mestu áhyggjuefnin. Þaö er býsna margt ósamræmi í launakjörum. Vafalaust er unnt aö benda á ýmis- konar ósamræmi og ójöfnuö. Það verður ekki lagaö fyrr en þessi mál eru tekin sem ein heild, algildur samanburöur og mat fer fram og byggt er á því. Ekki er vikið aö þessum málum hér til aö deila á nokkurn ákveðinn hóp eöa flokk eöa sérstaka stétt. Þar er svo nærri því aö allir eigi óskiliö mál aö slíkt ætti ekki viö. En þaö er naumast hægt aö skrifa sumarmálahugleiöingu án þess aö víkja að þessu mesta áhyggjuefni. Þær launabætur sem menn eru aö tala um og gerðar eru kröfur um skipta menn áreiðanlega í langflestum tilfellum miklu minna en hitt hvort vinnufriður helst eöa öll lífsbarátta þjóöarinnar og bjargræöisvegir lamast langtímum saman. Þetta er alvarleg áminning um aö taka kjaramál- in öörum tökum en gert hefur verið og gert er, skipa þeim meö meiri yfirsýn og jafnvægi. Þetta ár er kallað ár trésins. Áhugamenn vilja leiöa huga þjóðarinnar aö skógræktarmálum. Þessi árin eru tímamót aö því leyti aö reynsla er aö leiða í Ijós aö skógrækt gæti verið arövænleg aukabúgrein á ýmsum stööum á Islandi eins og t.d. í Noregi og Svíþjóö. Trjáviöurinn er til margra hluta nytsamlegur og eitt hiö merkasta hráefni. margskonar iðnaðar. Nú eru til hér á landi nokkrir skógarteigar sem gefa eigendum sínum tekjur. Þar fá þeir til sölu jólatré eöa girðingastaura er þeir grisja teiginn. Síöar veröa svo trén sem eftir standa hentug í raflínustaura eöa ýmiskonar efni- viöur. En þetta allt tekur sinn tíma. Þaö sem gert er í skógrækt gefur yfirleitt ekki arö fyrr en eftir tugi ára. En sem betur fer eru til menn sem hugsa fram í tímann. Þegar talaö er um ár trésins má minnast þess aö síðasta ár var kallað ár barnsins. Sameinuöu þjóðirnar vildu vekja menn um allan heim til hugsunar um þarfir barnsins, uppeldismálin og þaö sem vangert væri þar. Ekki er vitaö hver áhrif þetta hefur haft hér á landi. Hitt er víst aö sú lausung er víöa gætir í heimilishaldi hefur slæm áhrif á nokkurn hluta íslenska barna. Sú slökun sem oröiö hefur á fjölskylduböndum og viröingar- leysi fyrir þeim hefur gert ýmsum ómælda bölvun. Ábyrgöarlausar frelsiskröfur hafa stundum komið fram sem vanræksla gegnvart eigin börnum. Hjörtur Sturlaugsson, Fagrahvammi, 75 ára 7. apríl 1980 Það var kuldagrár apríl- dagur. Hríðarjagandi og gúlpur til hafs. Hafísjakar voru á reki út á Húnaflóa og stefndu til lands. Vögguðu sér á digurri haföldunni, sem var vakin einhvers stað- ar langt norður í Dumbshafi þar, sem konungar vatna og vinda háðu einvígi í trvllt- um leik. Strandafjöllin stóðu fannbarin og úrg haf- ísþokan huldi gneypta núpa þeirra. Brimgnýr frá vstu skerjum heyrðist til innstu dala. Það var ekkert vorhljóð í náttúrinni enda kannske ekki von, því meir en seil- ingarfjarlægð var til sumar- mála þennan dag 7. apríl 1905. En það var að fæðast lítill drengur á einum bæ þarna. vúð einn fjörðinn. Nánar til* tekið í Snartartungu í Bitru. Þetta var hann Hjörtur í Fagrahvammi. Og ef rétt er reiknað þá virðist útkoman úr dæminu vera sú, að hann sé 75 ára í dag. En því eiga nú margir bágt með að trúa þegar á allt er litið. En hvað um það. Foreldrar Hjartar voru Guðbjörg Jónsdóttir og Sturlaugur Einarsson, sem lengi bjuggu mvndarbúi á þessari kostajörð. Heiðurs- hjón og vel þekkt í sínu héraði. Þarna ólst Hjörtur upp og átti sín bernsku og æskuár þangað til ungfull- orðinn fluttist hann burt. Þá með konu og tveggja barna faðir. Alla tíð hefur Hjörtur unnað þessari fæðingar- og fóstursvcit sinni og héraði heitum huga og verið henni góður sonur, og borið hróð- ur hennar með sér alla tíð hvert sem hann hefur farið. Enda á þessi sveit og hérað mildari sv'ip en hér að fram- an er brugðið upp. En and- stæður miklar. Hregg í hríð- ar harðar, en angan úr grænkandi jörð, kannski hvergi meiri og gróður stendur þar djúpuni rótum í rauðri mold. Ungur að árum fór Hjört- ur að taka til hendi við bústörfin og hefur alla tíð haft yndi af þeirri iðju. Hann er frábær skepnuhirð- ir og snyrtimenni í allri um- gengni. Engan veit ég hon- um snjallari að halda fé í góðum holdum á mikilli beit. Hann veit alltaf ná- kvæmlega hvað mikið þarf að gefa. Hann hefði sómt sér vel á mikilli beitarjörð. Með vaxandi þroska fór hann að sinna ýmsum mál- um fyrir sveit sína og hérað. Jafn ágætur maður var ekki látinn sitja hjá þegar kallað var til starfa á félags- legum vettvangi. Á því sviði hefur hann ekki látið deig- ann síga. Frá unglingsárum og til dagsins í dag hefur hann staðið í fylkingar- brjósti margra félagssam- taka og hafa þau mál verið þar í góðum höndum og vel leyst, enda haft mikla tiltrú samferðamanna sinna. Hjörtur var stofnandi og stjórnarmaður U.F.M. í Bitru og skrifaði mikið í félagsblað þess. Einn af að- alhvatamönnum og stofn- andi Kaupf. Óspakseyrar. Hann hefur verið formaður Búnaðarfélags Eyrarhrepps í 33 ár. Stéttarfundarmaður um 6 ár. Forðagæslumaður í Hólshreppi og Eyrarhreppi í mörg ár og trúnaðarmaður Búnaðarfélags íslands í 10 ár. Hann átti sæti í hrepps- nefnd Eyrarhrepps í átta ár. Hann hefur setið aðal- fundi Búnaðarsambands Vestfjarða í 36 ár fyrir öll búnaðarfélögin sem hann hefur verið í og endurskoð- andi reikninga sambandsins í mörg ár og er enn. Á aðalfundi Búnaðarsam- bands Vestfjarða 1977 sem haldinn var í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi var Hjörtur á ferðalagi vestur í Kanada þegar fundurinn var haldinn. Sagði þá einn fundarmanna við mig, að það væri skrýtið, að vera á Búnaðarsamþandsfundi sem Hjörtur væri ekki með. Og á þeim fundi, þegar við höfðum lokið störfum í þeirri nefnd, sem hann Þó að skógrækt sé skynsamleg og trjárækt sé falleg og kemmtileg er þó mannræktin fyrir mestu. Og mannræktin byggist að miklu leyti á því að börn eigi foreldra, að menn lifi fjölskyldulífi. Hug- myndir um upplausn fjölskyldunnar hafa enn sem komið er ekki skilað neinu í staðinn. Þar er ekki um annað að ræða en hugmyndir og e.t.v. tilraunir sem engan jákvæðan árangur hafa borið. Hvað sem menn kalla árin hvert fyrir sig í auglýsingaskyni eða til umhugsunargildir það enn og alltaf að mannræktin er fyrir mestu. Þess er gott að minnast hvenær sem er og ekki síst þegar menn ráðstafa tómstundum sínum, sumarfríum og orlofi. Það verður ekki nánar rætt nú en þess eins óskað að okkur takist almennt að haga því svo að það gefi sem flestum gleðilegt sumar. H.Kr. hafði lengi setið með okkur, fórum við út á Látrabjarg, því það ku vera vestasti tangi Evrópu, og ekki vera hægt að komast nær Kan- ada og vera staddur í þeirri álfu. Minntumst við þar Hjartar á kyrru vorkvöldi undir hnígandi sól. Hjörtur er samvinnu og félagsmálamaður af lífi og sál og hefur fórnað þeim málum ómældum tíma úr sinni æfi. Snjall maður í ræðustól, og kann að haga orðum sínum svo, að eftir sé tekið. Fylgir áhugamálum sínum eftir af festu, þó sanngjarn, drengur hinn besti, hlýr og heill. Ungur að árum fór Hjörtur í ung- lingaskólann á Hvítárbakka og seinna í bændaskólann á Hvanneyri. Rómar hann mjög þá dvöl sem hann átti þar í hópi góðra félaga, af- bragðs kennara og skóla- stjóra, sem hann sem aðrir minnast ætíð með virðingu og þökk. Þar með var lífsstarf hans ráðið. Hefur hann æ síðan helgað sig bústörfum. Hann hóf búskap í Snart- artungu móti föður sínum og bróður. Hann yfirgaf fæðingarsveit sína 1933 og fluttist þá að Hanhóli í Bol- ungarvík. Sú jörð var þá í eyði, og byggði Hjörtur upp öll hús frá grunni og ræktaði mikið. Þaðan fluttist fjöl- skyldan að Hafrafelli í Skut- ulsfirði og var þar eitt ár, fluttist þá útfyrir hálsinn að Fagrahvammi. Hófst þar enn uppbyggingarstarf og hafa öll hús þar risið af grunni í búskapartíð Hjart- ar. Fagrihvammur gat ekki státað af víðlendum töðu- völium, ekki gátu þeir heill- að Hjört að setjast þar að. Það hefði kannski mátt segja eins og í stendur í vísunni: „Þar reisti hann sér bæ á þeim blásna mel, svo byggðinni lá við að hlæja.“ En hann fann til með óræktinni. Hún hrópaði á hug hans og hendur. Hann hlýddi kallinu, gekk til starfa með hug ræktunar- mannsins. Stakk spaða í mel og óræktarmó, bylti og breytti í græna jörð. Árang- urinn lét ekki á sér standa. Það er óhætt að segja að rúmlega tvö strá vaxi þar sem áður óx eitt, eða réttara sagt ekkert. Hjörtur hlaut mikinn manndóm í vöggugjöf. Hann hefur verið hamingju- maður í lífi sínu, þrátt fyrir allt, þótt stundum hafi hann fengið ágjöf á lífsins siglingu, sem er orðin nokk- uð löng og stundum brotsjó. Hann hefur átt tvær konur, afbragsmanneskjur báðar tvær. 1930 giftist Hjörtur Arn- dísi Jónasdóttur frá Reyk- hólum. Með henni eignaðist hann fjögur börn. Hún stóð við hlið hans í blíðu og stríðu, sem ekki mun hafa verið neinn dans á rósum fremur en hjá öðrum á þeim árum. Hann missti hana mjög um aldur fram eftir sautján ára sambúð. Árið 1950 giftist Hjörtur í

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.