Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1982, Blaðsíða 10

Ísfirðingur - 15.12.1982, Blaðsíða 10
10 ÍSFIRÐINGUR Þrjú kvæði norsk Höfundur: Arne Paasche Aasen Þýðandi: Guðmundur Ingi Kristjánsson Moldarlausir menn Guðmundur Ingi Kristjánsson Ljósin merla Mammons búðir, malbiksflöt og veggjagler. Brautarryki og bílasvækju borgin slær að vitum þér. Steinhúsraðir himinháar hafa þungan kuldabrag, yfir götulífið leggja langa skugga um hæstan dag. Aðeins farandfólk við erum flutt í óðan borgarstraum og í dýrri byrði berum bæði þrá og óskadraum. Hvar er okkar upphafsgróður? Andinn þráir vorsins brag. Ekki finnur augað heldur aftanroðans sólarlag. Hart er okkur hér að búa, hvergi finnum gróðursvörð, við sem fengum ekki að eiga agnarblett af frjórri jörð. Erum börn sem alltaf vonum enn um sinn að fáum við skógarþytinn frjálsan finna, fuglasöng og lækjanið. Sumar í verksmiðjunni Allt í einu stóð hún á gólfinu í stórum og rökkurlegum vélasalnum. — í bláum kjól og slitnum léreftsskóm.----- Enginn hafði heyrt hana koma. Á handleggnum bar hún körfu með litlum blómvöndum. Skógarstjörnur, fjólur og lækjablóm, ljónsmunnur og linnea. Hún hafði tínt þessi blóm með sínum barnshöndum á góðviðrisdegi í skógunum umhverfis bæinn. Enginn hafði heyrt hana koma inn í vélaskröltið. Um höfuðið hafði hún knýtt eldrauðum klút — eins og vefjarhetti. Höfuð hennar var að sjá eins og draumsóley að springa út. „Hún verður að fara“, sagði verkstjórinn. „Reglurnar banna----------“ „En hún er með blóm“, sagði ungur piltur og þerraði svitann af enninu. „Hún er með alls konar blóm í körfunni sinni, — komið og sjáið“. Sótugar lúkurnar fóru feimnislega niður í körfuna og lyftu varlega litlum, ilmandi blómvöndum upp í grátt hálfrökkrið — með varúð og umhyggju eins og helgum dómum. Hlýleg bros komu á harðleg andlitin. Verkstjórinn brosti líka og tók sér blómvönd. Vélarnar gengu og glömruðu. — En gegnum svækjuhitann í salnum, gegnum þef af olíugufum, sýrum og málmum var eins og fyndist ljúfur ilmur af lifandi blómum. Þöglir stóðu þessir verkamenn með verksmiðjusót á enni en undir ötuðum samfestingum vaknaði vaggandi draumur með gleymdu leikandi lagi. Þeir minntust grænna gangstíga í skógunum, glitrandi daggardropa í grasinu og ánna sem spegluðu skýjafarið í tæru, rennandi vatni sínu. Þeir minntust kyrrlátra stöðuvatna og trjánna með þytinn af óþrjótandi löngun lífsins á ljósum sumarkvöldum. Svo fór hún eins og hún kom — í léreftsskónum og bláa kjólnum og með eldrauðan vefjarhöttinn sem gaf henni svip af draumsóley sem er að springa út. Þeir stóðu og horfðu á eftir henni, stóðu og störðu á eftir sumrinu. „Já, sjáið þið — það er sumar“, sagði einn þeirra. „Falleg voru blómin hennar“, sagði annar, „Þriðju rennivél á fulla ferð“, sagði verkstjórinn.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.