Ísfirðingur - 15.12.1982, Page 15
ÍSFIRÐINGUR
15
stjórnina að breyta héraðs-
skólalögunum og auka þá
ríkisstyrkinn til skólastofn-
unar og efla verklegt nám í
skólunum. Flutningsmenn
tillögunnar voru Jónas Jóns-
son og Bjarni Bjarnason. Ar-
ið 1939 samþykkti þingið ný
lög um héraðsskóla, en
frumvarpið var borið fram
af Jónasi Jónssyni. Þar segir
m.a. að skólarnir skuli veita
æskumönnum landsins fjöl-
breytta fræðslu á þjóðlegum
grundvelli, og miða starfið
við að búa nemendur undir
athafnalíf við íslensk lífskjör
með verklegri kennslu, bók-
námi og íþróttum. í lögun-
um er rætt um rekstur sum-
argistihúsa í skólunum.
Kveðið er á um það að
stefnt skuli að því að verk-
lega námið verði 12 stundir
á viku að minnsta kosti. Þá
er gert ráð fyrir því að stofn-
kostnaður skóla skuli greidd-
ur að 3á hlutum úr ríkissjóði.
Niðurlagsorð
Segja má að á þriðja og
fjórða áratug 20. aldar hafi
alþýðuskóla- og héraðsskóla-
starfið í islenskum sveitum
fengið á sig svipmót sér-
stakrar félagshreyfingar sem
tók til flestra landshluta.
Hreyfingin var m.a. reist á
hugmyndafræðilegum
grundvelli, sem kemur lík-
lega einna skýrast fram í
Skinfaxagreinum Jónasar
Jónssonar á öðrum tug ald-
arinnar. Samstarf héraðs-
skólanna á fjórða tug aldar-
innar varð svo náið að stofn-
að var sérstakt Félag héraðs-
skólakennara og forsvars-
menn skólanna bundust
samtökum um útgáfu Við-
ars, ársrits íslenskra héraðs-
skóla, sem út kom á Akur-
eyri og síðar í Reykjavík
1936—1942. Áður höfðu
a.m.k. Laugaskóli og Laug-
arvatnsskóli gefið út ársrit
eða skýrslur sem þá lögðust
niður.
Segja má að straumar úr
þremur áttum haFi einkum
stuðlað að uppgangi héraðs-
skólanna í fyrstu:
1. Innlend þjóðernishyggja
sveitafólks og leit að mót-
vægi gegn kaupstaða-
skólum og flótta úr sveit-
um í kaupstaði skipti hér
miklu máli. Hér er í raun
um pólitískan tilgang-eða
viðleitni að ræða.
2. Hugmyndir Grundtvigs-
skólans danska og áhrif
norrænna lýðháskóla,
einkum danska Askov-
skólans, settu sitt mark í
ríkum mæli á íslensku
skólana, sem hér um ræð-
ir.
3. Hefðbundið fræðsluhlul-
verk íslenskra presta kom
við sögu, enda voru furðu
margir af fyrstu skóla-
stjórum alþýðu- og hér-
aðsskólanna prestlærðir.
Hér má minna á að
Grundtvig var einnig
prestur. Athyglisvert er
þó að trúfræðsla fór lítt
eða ekki fram í íslensku
skólunum.
Um tilgang skólanna má
vitna til orða Þóris Stein-
þórssonar í Viðari 1938.
Hann segir:
,,Hitt er aðstandendum hér-
aðsskólanna ekki ljúft, að
margir nemenda þaðan
haldi áfram námi og hverfi
úr sveitunum og að störfum
annarsstaðar, hvorki þeir
sem miður eru til þess fallnir
að þeirra dómi né allir hinir
sem einhverra sérstakra af-
reka er að vænta af. En það
er skoðun þeirra að í héraðs-
skólunum eigi æskulýður
sveitanna að finna sjálfan
sig við fjölbreytt störf og
nám og það sé einmitt engu
síður hlutverk skólanna að
fá þá sem einhverja óljósa
iöngun hafa til þess að
halda menntabrautina, eins
og það er nefnt, til þess að
hugsa sig vandlega um og
athuga hvort þeir geta ekki
eins fullnægt þrám sínum og
þörfum í starfi heima.“
Af þessu má ljóslega sjá
að skólarnir áttu ekki að
stuðla að flótta æskufólks úr
sveitunum, þvert á móti
áttu þeir að gera sveitaæsk-
una vel færa um að byggja
lltgerðar-
og verkunar vörur
Höfum fyrirliggjandi fiskumbúðir, veiðarfæri til línu-, neta- og togveiða. Loðnu-,
rækju- og síldarflokkunarvélar. Fiskþvottavélar, slægingarvélar, sjálfvirkar bindi-
vélar og fjölbreytt úrval tækja og áhalda til fiskverkunar.
Erum innflytjendur á salti, striga, hjallaefni o.fi. Leitið nánari upplýsinga.
Kynnist viöskiptunum af eigin raun.
sveitirnar áfram. Þetta
markmið kemur greinilega
fram í þeirri áherslu sem
lögð var á verklegt nám í
skólunum og best sást e.t.v. í
smíðadeildinni á Laugum.
Um 1940 voru héraðsskól-
arnir að þróast í þá átt að
verða bóknámsskólar hlið-
stæðir gagnfræðaskólunum í
kaupstöðunum. Með
fræðslulögunum 1946 voru
þeir loks að fullu formlega
felldir inn í hið íslenska
skólakerfi.
Þá var ársritið Viðar fyrir
skömmu hætt að koma út,
enda höfðu miklar breyting-
ar átt sér stað í þjóðfélaginu.
(Helstu heimildir: Hall-
dór Kristjánsson: Sigtryggur
Guðlaugsson. Aldarminn-
ing. Rvík 1964. — Gunnar
M. Magnúss: Saga alþýðu-
fræðslunnar á íslandi. Rvík
1939. — Guðmundur
Hjaltason: Ævisaga. Rvik
1923. — Magnús Sveinsson:
Hvítárbakkaskólinn. Rvík
1974. — Skinfaxi, II. árg.,
Rvík 1911. — Jónas Jóns-
son: Vordagar, 3. bindi
Rvík 1939. — Réttur, tíma-
rit, III. árg. Rvík 1917. -
Ársrit Sögufélags ísfirðinga
1980. — Ársrit Nemenda-
sambands Laugaskóla,
I.—VI. árg. Akureyri 1926-
31. — Jóhann Hjaltason:
Strandasýsla. Árbók Ferða-
félags íslands 1952. — Guð-
mundur Finnbogason: Al-
þingi og menntamálin. Rvík
1947 (Saga Alþingis, V.
bindi). —JónasJónsson frá
Hriflu: Æfi hans og störf.
Rvík 1965. — Viðar, ársrit
íslenskra héraðsskóla,
I. — III. árg. Akureyri
1936 — 38).
Við óskum öllu starfs-
fólki okkar á sjó og
landi, viðskiptavinum,
svo og öllum Vestfirð-
ingum, gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs
og þökkum viðskiptin á
líðandi ári.
Fiskvinnslan
Bíldudal hf.