Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1982, Síða 18

Ísfirðingur - 15.12.1982, Síða 18
18 TSFIRÐINGUR Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli: Gömul ferðasaga Sagan byrjar á Grishóli í Helgafellssveit mánudaginn 24. janúar 1940, kl. 10:20 að kvöldi. Ég er háttaður. Ég er einn i herberginu og er að stilla stóra vekjaraklukku sem Hallur bóndi lánaði mér. Ég ætla að láta hana hringja litlu eftir 3, þvi að ég á fyrir höndum að ganga suður yfir Kerlingarskarð og þarf að koma svo snemma til byggða að ég nái í bíl, sem fer áætlunarferð til Borgarness. Ég ætla mér að sofna á Hvammstanga næsta kvöld. Nú leggst ég útaf ánægður yfir stillingu vekjarans og þó hálfhrædd- ur um að ég kunni ekki nægilega vel á þessa mask- ínu. Og ég sofna fljótt. Mig dreymir stóra drauma um hervirki og hryðjuverk Þjóðverja og Rússa. Og ég er að tala um það við einhverja, að þegar bölvaður Rússinn sé búinn að flytja okkur til Síberíu, þá skuli ekki líða langt á milli hermdarverka í ríkjum hans. Loksins vakna ég við og sé ekki betur en sé orðið hálf- bjart af degi. Ég tek við- bragð mikið og hleyp í loft upp, þríf eldspýturnar og kveiki á lampa og fer að skoða klukkurnar. Þær eru hvor um sig gengin 20 mín- útur i 3. Það var gott. Tunglið hafði þá gert mig svona hræddan að óþörfu. Það er ekki laust við smá- striðni og hrekki. Mér er horfinn allur svefn, svo að ég fer að klæða mig. Svo geng ég í næstu stofu og þar að matborði því, sem Hallur bóndi hefur látið tilreiða mér. Ég drekk mjólk og ét brauð og kökur eftir þvi sem ég þoli og síðan fylli ég vasa mína af leifunum og þó er eftir. Heimasætan hefur borið vel fram. Það er rausnarkvenmaður. Mettur og nestaður geng ég svo út í nóttina. Þegar ég er rétt kominn á veginn rekur yfir sótsvarta þoku, svo að eftir það þori ég ekki að sleppa götunni en rek mig áfram í alla hennar króka. Það er bara ruddur vegur norðan til í skarðinu og hann er allt annað en beinn. Og það gengur allt tíðindalaust í þokunni og í miðju skarðinu fer henni að létta. Sunnan til er þoku- laust. Á dálitlum kafla er gaddur á veginum, en ann- ars er hann auður. Skarðið er undarlega lágt í gegnum svo mikinn fjall- garð. Að vissu leyti minnir það á Gemlufallsheiði, a.m.k. mig í þokunni. Og þó er það ekki eins sviphreint. Við því er heldur ekki að búast, því að vestfirsku fjöll- in eru stílhreinni en önnur fjöll. Það sýnist mér og það segir Skúli Guðmundsson al- þingismaður. Það er reimt í Kerlingar- skarði. Svo mikil brögð eru að því að sumir bílstjórar vilja ekki fara þar einir í rnyrkri. Einu sinni lá líka við bílslysi af reimleikum þar. Bílstjórinn sá skyndilega mann á upplýstum veginum rétt fyrir framan bílinn. Auðvitað vildi hann ekki aka á manninn og í ofboði ók hann út af veginum. Hann athugaði ekki fyrr en seinna að þetta var aðeins svipur. En hvað sem öllum reim- leikum líður þá heiðra mig hvorki svipir né draugar með sýnilegri nærveru. Það er e.t.v. mín sök meira en þeirra. Ég kem að Eyðihúsum klukkan hálf átta en þar kemur áætlunarbíllinn frá Gröf. Venjulega er hann þar 8:30. Bóndi býður mér til stofu og ég hef ekki verið þar lengi þegar Guðbjartur á Hjarðarfelli kemur og seg- ir að ég hafi ekki viljað koma við hjá sér. Ég hefði þá fengið reiðslu niður eftir. Þetta fannst mér honum líkt, þeim góða manni, en segi honum að ég hafi vitað mig hafa nógan tíma og verið ragur að yfirgefa veg- inn. Fleiri menn koma þarna og allir fá kaffi eða mjólk með kökum. Þarna eru óð- ara orðnar hinar fjörugustu umræður. Guðbjartur ætlar með bílnum inn í Eyjahrepp og koma svo með honum aftur um kvöldið. Svo kem- ur bíllinn. Ég sit fram í hjá bílstjóranum og hann lætur unga konu setjast við hliðina á mér. Ég hef orð á því að þetta sé góður bíl- stjóri. Hann láti mig alltaf hafa kvenmann við hliðina, því að þótt hún hafi verið reifuð og í sárum um daginn þá hafi hann ekki getað bet- ur. —Það var stúlka sem var að koma frá tannlækni. — Bílstjórinn gengst upp við skjallið, finnst mér. Og það er gleðskapur góður í bíln- um meðan þetta fólk er þar allt. Ýkjusögur ber á góma og þau segja mér af storm- unum þarna. Einu sinni hafði maður lagt af sér skeifu úti við af vangá, og hún fauk. En þó held ég að öllum finnist meira til um það þegar stormurinn sleit fram úr lykkjunum á reip- taglinu í hendi Björns Torfasonar, svo að ég stend með sigurpálmann í hönd- unum. Fólkið smátínist úr bíln- um og við erum bara tveir farþegar yfir sýslumörkin. Svo er það nokkru fyrir ofan Borgarnes að hinn farþeg- inn spyr: Hvað er það sem slettist á gluggann í böggla- geymslunni? Bílstjórinn lítur um öxl og segir eitthvað um bölvaðan mjólkurbrúsann. Svo stöðvar hann bílinn og þeir fara báðir út og aftur fyrir. Ég kem á eftir og þá er bílstjórinn að þurrka mestu mjólkursletturnar af bak- pokanum mínum. — Er nú ekki búið að eyðileggja fyrir mér öll fínu fötin og bók- menntirnar? spyr ég. Svo lít ég inn í skottið og sannar- lega er ekki laust við að mér finnist þetta spaugileg sjón. Geymslan er öll löðrandi í mjólk, sem þó er sumstaðar hálffrosin. Pokinn minn hefur orðið best úti því að hann er bara slettóttur. En mennirnir eru báðir vand- ræðalegir. Ég fer að skelli- hlæja og þeir taka undir það. Svo spyr ég hvort ekki megi reita mosa í skóginum og þurrka mestu óþrifin. Og við hjálpumst að við björg- unarstarfið og eftir 15 mín- útna viðdvöl er haldið á- fram í Borgarnes. Ég lít inn í Kaupfélagið og Halldór Sigurðsson sem af tilviljun er staddur frammi í búðinni býður mér að borða hjá sér miðdegis- mat áður en ég fari norður. Það muni verða tími til þess. Ég þakka með ánægju það góða boð og svo fer ég heim til konu hans. Halldór kem- ur kl. 12 og svo borðum við eins og lög standa til. Fólkið tínist inn í bílinn. Ég lendi aftarlega í honum. Öðrumegin við mig er mað- ur, sem ætlar upp að Dals- mynni en hinum megin er 15 ára stelpa, dóttir Hjálm- ars á Hofi á Kjalarnesi og á leið til frænda sinna á Blönduósi. Hún heitir Anna. En nú kemur stór maður með snöggt alskegg. Hann er i svörtum vetrar- frakka með svartan harðan hatt á höfði. Hann sest milli mín og stúlkunnar og brýtur upp á frakkann með mikilli umhyggju. Fóðrið á frakk- anum er fínt og glæsilegt. Þessi maður er sr. Sigurður Norland í Hindisvík á Vatnsnesi. Prestur reykir vindil, púar og hlær og spyr Önnu hvort hann sé henni til óþæginda. Hún neitar því. Og prestur segist geta gert litið úr sér, þó að hann sé stór. Það sé gott að geta gert lítið úr sér. Bílstjórinn segir að nú vanti engan nema Harald Guðmundsson, Síðar vissi ég að Haraldur sá er frá Há- eyri, bróðir Þorleifs, sem einu sinni var alþingismað- ur. Haraldur er starfsmaður Halldór Kristjánsson. kreppulánasjóðs og kirkju- jarðasjóðs. í næsta sæti fyrir framan mig situr maður á miðjum aldri, breiður í sæti. Það er Pétur Sigfússon kaupfélagsstjóri á Borðeyri. Fremst, við hlið bílstjórans situr stúlka, sem ég veiti annars engan gaum í fyrstu. Og nú kemur Haraldur. Það er miðaldra maður með svart yfirskegg og allur dökkur ásýndum. Hann er settur í fremsta sæti milli bílstjórans sem heitir Páll og stúlkunnar, sem vill vera við gluggann. Svo er haldið af stað. Við höfum ekki farið lengi þegar mér sýnist á háttum Haraldar að hann muni vera drukkinn. Og ég finn vínlykt af Pétri Sigfús- syni, sem nú er farinn að tala við sr. Sigurð. Pétur segist hafa þekkt bróður hans, Jón Norland lækni. Og hann spyr prest hvað eftir annað þegar bíllinn nemur staðar, hvort þeir eigi ekki að bregða sér út. Prest- ur þiggur alltaf boð hans og við vitum það, að Pétur gef- ur honum alltaf sopa af víni í hvert sinn. Farþegar fara úr bílnum á leiðinni upp Borgarfjörðinn, svo að smám saman verður rýmra í honum. En nú er á leið okkar í Norðurárdalnum dálítil tor- færa. Þar er á sem heitir Bjarnardalsá og er líklega álíka vatnsmikil og nafna hennar hjá okkur. Hún hef- ur nýlega rifið skarð í veginn bak við brúarstólpana og verið komin vel á veg að rífa veginn í sundur. Jafnframt því hefur hún rifið svo und- an efri stöpulvængnum að hann hefur sprungið frá. Nú er verið að gera við þetta. Við förum út úr bílnum og göngum yfir brúna enbíllinn fer á vaði rétt fyrir ofan. Svo er haldið áfram að Forna- hvammi. Rétt neðan við Fornahvamm fer Haraldur að faðma bílstjórann. Þykir mér það ljót sjón, því að vegurinn liggur tæpt í brattri brekku meðfram ánni. Ég lít svo á að svona menn séu ekki flytjandi í bíl. Páli fatast samt hvergi og bíllinn rennur í hlað í Fornahvammi. Þar er farið inn til að fá hressingu. Haraldur fer gagngert inn til húsbóndans og þvi sjáum við hann ekki meðan staðið er við. Ég stend fram á ganginum, þar sem Pétur fer að tala við stúlkuna, sem er fram í sal og spyr hana hvort hún sé frá Óspakseyri, en hún segist vera frá Þambárvöllum. Jú, segir Pétur og fer að tala um það að nú sé Kristján á Þambár- völlum dáinn og mikill á- gætismaður hafi það verið. Svo snýr Pétur frá og heldur inn til húsráðenda en ég fer að tala við stúlkuna, — spyr hana hvort ég hafi heyrt rétt að hún væri frá Þambárvöll- um og hvort hún væri skyld Ólafi. Hún segist vera fóst- ursystir hans og spyr hvort ég þekki Ólaf. Og svo fer ég að spyrja eftir ungmennafé- lögum í sveitum hennar og samtalið gengur liðugt. Þegar við erum að fara frá Fornahvammi segir bíl- stjórinn við aðstoðarmann sinn, sem Ari heitir, að hann vilji ekki hafa Harald við hlið sér lengur. Því taka þeir það ráð að flytja Önnu þangað áður en karlinn kemur út og koma honum svo fyrir í aftasta sæti. Þar er

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.