Ísfirðingur - 11.03.1983, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 11.03.1983, Blaðsíða 1
fiiáiitojittf' BIAO TKAMSOKNAKMANNA / 1/ES7FJARDAICJ0RMMI 3. tbl. 11. mars 1983 33.árgangur Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins hefur verið opnuð að Hafnarstræti 8, ísafirði. Verður hún opin daglega Kosningastjóri er Örnólfur Guðmunds- son Steingrímur Hermannsson Ólafur Þ. Þórðarson Magnús R. Guflmundsson Magdalena Siguröardóttir össur Guðbjartsson Karl Loftsson Magnús Björnsson Benedlkt Kristjánsson Sigurgeir Magnússon Guðm. Ingi Krístjánsson Framboðslisti framsóknarmanna á Vestfjörðum ákveðinn Aukakjördæmisþing Framsóknarmanna í Vest- fjarðakjördæmi var haldið á Isafirði föstudaginn 4. mars 1983. Þingið hófst kl. 15 síðdegis að Hótel fsafirði. Formaður kjördæmissam- bandsins, Guðmundur Hagalínsson á Hrauni, setti þingið og bauð menn vel- komna. Þingforseti var kjör- inn Björn Teitsson, ísafirði, en ritarar Valdemar Guð- mundsson, Bolungarvík, og Bragi Björgmundsson, Bol- ungarvík. Eðvarð Sturluson, Suður- eyri, hafði orð fyrir kjör- bréfanefnd, en hún lagði til að tekin yrðu gild kjörbréf 37 fulltrúa, en auk þess sátu tíu aðrir þingið með fullum réttindum samkvæmt lögum sambandsins. Sex Stranda- menn voru í sífelldu síma- sambandi við fundinn frá Hólmavík. Aðalverkefni þessa auka- kjördæmisþings var að ganga til fulls frá framboðs- lista Framsóknarflokksins í kjördæminu við væntanleg- ar kosningar. Kristinn J. Jónsson, ísafirði, formaður undirbúningsnefndar skoð- anakönnunar, skýrði frá úr- slitum í könnuninni, en þau höfðu reyndar áður birst í fjölmiðlum. Gunnlaugur Finnsson, fyrrverandi alþingismaður, skýrði frá því, að hann ósk- aði ekki eftir að taka sæti á listanum, en hann hafði hlotið 3. sæti í skoðanakönn- uninni. Nú var tekið til við að raða á listann, og ríkti alger eining um efstu sætin. List- inn er þannig skipaður: 1. Steingrímur Her- mannsson, ráðherra, Garða- bæ. 2. Ólafur Þ. Þórðarson, alþingismaður, Kópavogi. 3. Magnús Reynir Guð- mundsson, bæjarritari, ísa- firði. 4. Magdalena Sigurðar- dóttir, húsmóðir, ísafirði. 5. Össur Guðbjartsson, bóndi Láganúpi. 6. Karl Loftsson, Hólma- vík. 7. Magnús Björnsson, Bíldudal. 8. Benedikt Kristjánsson, Bolungarvík. 9. Sigurgeir Magnússon, Patreksfirði. 10. Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli. Að uppstillingu lokinni tók Steingrímur Hermanns- son til máls og þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt. Steingrímur benti á að efnahagsmálin yrðu mál málanna í komandi kosning- um. Hann minntist á vanda útgerðar og fiskvinnslu, upphitunarkostnað og fleira. Steingrímur taldi að ekki ætti að sóa kröftunum í bar- áttu um kjördæmamálið, þar eð mest áríðandi væri að halda atvinnuvegunum gangandi. Loks sagði hann að kosningabaráttan yrði væntanlega stutt en hörð. Aðrir sem til máls tóku voru Ólafur Þ. Þórðarson, sem þakkaði fyrir traust það sem honum hefði verið sýnt, Guðmundur Hagalínsson, Magnús R. Guðmundsson, Ólafur V. Þórðarson, Ben- edikt Kristjánsson, Magda- lena Sigurðardóttir og Ragnar Guðmundsson. Á þinginu var samþykkt svofelld tillaga frá Ólafi V. Þórðarsyni: „Aukakjördæmisþing Framsóknarmanna í Vest- fjarðakjördæmi haldið á ísa- firði 4. mars 1983 skorar á Framsóknarmenn í öllum kjördæmum landsins að standa einhuga saman að einum flokkslista. Á þann hátt einan tryggja þeir best framgang mála Framsókn- arflokksins. Þegar fram hafa farið skoðanakannanir eða prófkjör eru allir tilburðir til sérframboða aðför að lýð- ræðinu í landinu og ekki sæmandi sönnum Fram- sóknarmönnum." Jón Á.Jóhannsson: Hjörleifur ætti að fá sér eitthvað annað að fást við Alveg nýlega barst mér í hendur blaðið Vestfirðing- ur, sem út kom 17. janúar s.l. Þar skrifar Finnbogi Hermannsson, kennari, nú- verandi Aðþýðubandalags- maður, frambjóðandi þess flokks og ritstjóri blaðsins grein sem hann nefnir „Vit- uð þér enn ...?" I grein sinni Guðm. G. Þórarinsson lepur ritstjórinn upp úr Þjóðviljanum skæting og á- róður gegn Guðmundi G. Þórarinssyni, alþingismanni, fyrir það eitt, að Guðmund- ur sá sér ekki fært að sitja lengur í viðræðunefndinni við Alusuisse undir forsæti Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, en störf nefndarinnar höfðu samtals engan árangur borið í um það bil fjögur ár. Umrædd ritsmíð Finn- boga er að mínu mati þung- lamaleg, og er því sennilega ekki nema eðlilegt, að hon- um hafi verið um og ó, að bera slíkt oflof á iðnaðarráð- herrann um afrek hans í hinni svokölluðu álviðræðu- nefnd, sem raunverulega hafa engin verið, svo sem sagt er hér að ofan. Hrósyrði F.H. um afrek Hjörleifs verka því sem naprasta háð. Það mun vera mat flestra sem til þekkja, að Guð- mundur G. Þórarinsson, al- þingismaður, þurfi enga þekkingu að sækja til Hjör- leifs Guttormssonar eða Finnboga Hermannssonar í einu eða neinu. Hann er þekktur og vel metinn verk- fræðingur, ágætlega vel máli farinn og löngu þekktur fyr- ir að fylgja fast eftir þeim verkefnum sem hann tekur að sér. Það munu því fáir lá honum þó hann sætti sig ekki við það algjöra árang- ursleysi sem átt hefur sér stað hjá áviðræðunefndinni undir stjórn Hjörleifs Gutt- ormssonar. Ritstjóri Vestfirðings hlýtur að hafa fylgst með því, að flestir eða allir al- / ramlwiil á hls. 2

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.