Ísfirðingur - 11.03.1983, Blaðsíða 3
fSFIRÐINGUR
í stuttu máli
Framhald af hls. 4
Þarna er um stóran galla
að ræða og engu líkara en
að menn hafi ekki kunn-
að á hallamæli. Tillaga
hefur komið fram um að
kaupa sturtuklefa í bað-
herbergin. Þeir kosta um
200 þús. og hefur bæjar-
ráð neitað að fallast á
þessa tillögu. Ráðið vill fá
fram könnun á því, hver
beri ábyrgð á þessum
mistökum og verður sá að
borga.
Mikill þakleki hefur
komið fram á íbuðum við
Garðaveg í Hnífsdal. í
húsi leikskólans í Hnífsdal
er mikill raki í vesturgafli,
sem verður erfitt að losna
við. Þá vekur það furðu,
að við byggingu leikskól-
anna í Hnífsdal, við Tún-
götu og einnig dagheimil-
ið, er ekki gert ráð fyrir
húsrými til geymslu á úti-
áhöldum. Nú skal reisa
sérstaka geymsluskúra
svipaða þeim sem menn
höfðu áður fyrr við hús
sín undir kol.
Öll þessi mistök munu
kosta bæjarfélagið mikla
fjármuni og fyrirhöfn. Þó
er hér aðeins minnst á
það helsta af löngum
lista. Hér þarf svo sannar-
lega að breyta til í þá
veru, að hönnuðir, verk-
takar og eftirlitsmenn, at-
hugi sín verk betur en nú
er.
Ár þingflokksformanna
Þótt ekki liggi fyrir enn
úrslit úr prófkjöri krata
hér á Vestfjörðum þegar
þetta er skrifað, þá virðist
ljóst að þetta einvígi ald-
arinnar, eins og sumir
hafa kallað slaginn, hefur
gengið mjög nærri þeim
köppunum Sighvati og
Karvel. Þaannig mun
Sighvatur hafa fengið
taugaáfall, þegar hann
heyrði að Ólafur G. Ein-
arsson, formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins,
hefði lent í fjórða sæti í
Reykjaneskjördæmi. En
eins og flestir rhuna þá
hafði annar þingflokksfor-
maður, Ólafur Ragnar
Grímsson, áður verið úti-
lokaður frá þingmennsku
á næsta þingi, með því að
vera settur í fjórða sæti
hja kommum í Reykja-
vík. Hjá Ólafi munaði að-
eins einu atkvæði og hefði
Ólafur sjálfur haft at-
kvæðisrétt í Reykjavík þá
hefði kona hans, Guðrún
Þorbergsdóttir, getað ráð-
ið úrslitum um hvort Ól-
afur hefði haft Guðrúnu
Helgadóttur undir. Það
er þó talið alls óvíst að
Guðrún Þorbergsdóttir
hefði kosið bónda sinn.
En Sighvatur sá nú við
því að svona mistök
hentu ekki hér vestra.
Hann flutti lögheimili sitt
hingað á Herinn, þar sem
hann er skráður með sína
sex manna fjölskyldu.
Mun ætlunin að setja inn
þrefaldar kojur í þessu
eina herbergi á Hernum
svo fjölskyldan geti sofið
þar öll saman, ef til kem-
ur. Heldur mun þó verða
þröngt um fjölskylduna,
þar sem hún er heldur
ekki smávaxin. Þá hefur
verið sagt að Karvel og
lið hans og þar með vega-
málastjórinn í Bolungar-
vík, hafi gengið berserks-
gang fyrir prófkjörið og
smalað saman fólki úr öll-
um flokkum og auk þess
flokksleysingjum. Þannig
mun Tausen frá Flateyri
hafa útvegað tvo fulla
frystigáma af atkvæðum
úr Reykjavík og sent
hingað vestur, sem þakk-
lætisvott við Karvel fyrir
dyggan stuðning á liðn-
um árum. Þá mun odd-
vitinn á Patreksfirði hafa
gengið þar fram fyrir
skjöldu í öflun atkvæða
fyrir Karvel. Hér á ísa-
firði mun Karvel hafa
fengið rúmlega 100 at-
kvæði og komu þar við
sögu m.a. yfirlýstir sjálf-
stæðismenn og kommar,
sem ekki munu sérlega
vinveittir Sighvati.
Nú er bara að sjá hvort
þriðji þingflokksformað-
urinn fellur út af þingi í
prófkjörsslagnum hér
vestra, en það virðist ekki
ára vel hjá þingflokksfor-
mönnum þetta árið.
Kaupfélag V-Barðstrendinga
Erum með mikið úrval af hátíðamat frá
okkar eigin kjötvinnslu
Svínakjöt — Nautakjöt
Dilkakjöt reykt og nýtt
Kjúklingar og margt fleira
Sérstakt Páskatilboð
á Londonlömbum og hangikjöti
MIKIÐ ÚRVAL AFPÁSKAEGGJUM
KVB
Örlygshöfn
Krossholti
Bíldudal
Patreksfirði
Nýtt Vestfjarðaumboð
Höfum tekið að okkur söluumboð fyrir
SÆLGÆTISGERÐINA FREYJU, KÓPAVOGI,
og NORSKU FREIU
Stærstu sælgætisgerð Noregs
>Freyju sœlgœti“ fyrirliggjandi
„Freiu sœlgœtP*
vœntanlegt í marz
, í . > .... ■ , <Mc X' - 'K 'M MtePsr:*
SANDFELL HF
SUÐURGÖTU - SÍMAR 3500 & 3570
Hleðslugler
utanhúss sem innan
Jupiter
24x24x8 cm.
Oríon
24x 24 x 8 cm.
Malta
19x 19x8 cm.
Wolke
19 x 19x8 cm.
og 24x24x8 cm.
Sýningarbás hjá Byggingaþjónustunni
Hallveigarstíg 1, Reykjavík.
GLERVERKSMIÐJAN
Samverk hf.
Síml 99-5888 — 850 Hellu