Ísfirðingur - 11.03.1983, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 11.03.1983, Blaðsíða 4
Kröftug mótmæli Önfirðinga Flateyri 6. mars 1983 er á Vestfirðinga og dreif- Stjórnir félaga allra stjórnmálaflokka í Önund- arfirði gera svofellda álykt- un: Hafna ber framlögðu frumvarpi til stjórnskipun- arlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, í núverandi formi. Mótmælt er hugmyndum um jafnvægi atkvæða, þar sem ennfremur ber að líta á jafnvægi byggða. Benda verður á, að misvægi at- kvæða réttlætist m.a. af því að stefnumörkun og undir- búningur lagasetningar fer iðulega fram utan þingsala, þar sem áhrifavald íbúanna í nágrenni Alþingis er sterk- ur þáttur. Telja verður for- sendur fyrir aukinni vald- dreifingu óundirbúnar og ó- mótaðar, og aðeins settar fram til að reyna að sætta dreifbýlisfólk við réttinda- skerðingu. Fallast má á breyttar reglur við úthlutun þingsæta í kjördæmum, en telja verður höfuðatriði, að hvert kjördæmi ráði að fullu kjöri sinna fulltrúa. Vara ber við því, að þessi sam- þjöppun valds á suðvestur horninu gæti leitt til óein- ingar, sem valda mundi ó- bætanlegum skaða. Skorað býlisfólk um allt land að snúast til varnar gegn frek- ari réttindaskerðingu með fundarsamþykktum og fleiri aðgerðum. Skorað er á alla þingmenn að fella frum- varpið. STÖNDUM VÖRÐ UM ÞJÓÐRÍKIÐ ÍSLAND! Eiríkur F. Greipsson, Kristján Jóhannesson, Hin- rik Kristjánsson, Hrafn Björnsson og Gunnar Ásgeir Benediktsson. Stjórn Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar Ægir E. Hafberg, Böðvar Gíslason og Björn Ingibjarn- arson. Áhrifavald íbúanna í nágrenni Alþingis er sterkur þáttur í stefnu mörkun og undirbúningi lagasetningar Stjórn Alþýðubandalags- ins í Önundarfirði, Jón Guðjónsson, Guð- mundur Björgvinsson og Guðvarður Kjartansson. Stjórn Alþýðuflokksfélags Önundarfjarðar Stjórn Framsóknarfélags Önfirðinga Guðmundur Jónas Krist- jánsson, Gunnlaugur Finns- son og Björgmundur Guð- mundsson. Dýrfirðingar álykta um brúargerð og stjórnarskrána Blaðinu hafa borist eftir- farandi samþykktir Fram- sóknarfélaganna við Dýr- fjörð: „Aðalfundur framsóknar- félags Þingeyrarhrepps, sem haldinn var 23/2 1983 í fé- lagsheimilinu á Þingeyri, skorar á þingmenn Vest- fjarðakjördæmis að þeir beiti sér af alefli fyrir bygg- ingu brúar yfir Dýrafjörð úr Digranesi í Lambadalsodda. Jafnframt verði tafarlaust 'iætt við óhóflega kostnaðar- iama framkvæmd við mæl- ingar og aðra könnun á hugsanlegu vegarstæði fyrir Dýrafjarðarbotn, sem fyrir- sjáanlega getur aldrei leyst þann samgönguvanda sem við nú búum við og brýnt er að leysa og það sem fyrst." „Fundur haldinn í Fram- sóknarfélagi Mýrahrepps, haldinn að Núpi 1. mars 1983, skorar á þingmenn kjördæmisins að fylgja fast eftir að hraðað verði rann- sóknum og undirbúningi að byggingu brúar yfir Dýra- fjörð." Eftirfarandi ályktun var gerð á fundi höldnum að Núpi nýlega: „Fundur haldinn í Fram- sóknarfélagi Mýrahrepps 1. mars 1983, átelur harðlega þá umfjöllun, sem frumvarp til laga um nýja stjórnarskrá og kosningar til Alþingis hefur fengið hjá þingmönn- um. Telur fundurinn það alls ekki einkamál þingmanna, hvernig fjallað er um frum- varp til laga um nýja stjórn- arskrá." nrvf, ¦•%, i* i '/^&sty 'JJ < í •'.-,-" **......u:^: ^-------M------mr—r S^U- \ '.,1 'ií VEOAGFRC RIKISINS M6LIK__ /te^:* ¦7tf%$ TgZ} DY3AFJ0ROUR I stuttu máli Fylgiskjal I A afstöoumyndinni sést hvaoa kosti er um aoræoa, fylllng eoa vegurinn fyrir fjiirn. eins og hann er nú, en endurbyggbur. Ef fylling og/e'oa brii verour fyrir valinu styttist leioin til Þingeyrar um 14 kfldinetra, lengd fyilingar er 1.5 km. Tannréttíngar Tannlækningar eru orðnar mikilvægur þáttur í fjármálum margra fjöl- skyldna. Þáttur, sem fyrir nokkrum árum var lítt þekktur, enda var látið nægja að rífa úr mönnum tönn ef í hana kom tann- verkur. Nú er sjálfsagt að koma í veg fyrir þetta, enda er það mikilvægt að menn haldi sínum tönn- um fram til elli. Við ísfírðingar erum sæmilega settir með tann- viðgerðir og þurfum lítið að leita út fyrir bæinn þeirra vegna. Hér starfa ágætir tannlæknar, sem fá nú bráðlega góða vinnuaðstöðu, er þeir flytja í nýju heilsugæslu- stöðina. Fjöldi barna er með skakkar tennur, sem þarf sérfræðiaðstoð við til rétt- ingar. Þau verður að senda suður til sérfræð- inga á öllum árstímum, stundum margar ferðir. Dæmi eru til þess, að um vetrartímann hafi þau orðið að bíða dögum sam- an eftir flugfari heim. Er þetta bagalegt vegna skólastarfsins. Hér þarf betra skipu- lag. Væri ekki hægt að fá einhvern af þessum rétt- ingarsérfræðingum til að koma hingað vestur og framkvæma þessi verk með vissu millibili? Þann- ig mætti létta byrðar margra heimila hvað fjár- útlát snertir, að ekki sé talað um þá röskun sem af þessum ferðum hlýst. Vantar ekki svolítinn vilja og skipulag hér? Hvenær fer rútan? Vilmundur Gylfason, alþingismaður Bandalags jafnaðarmanna hélt fund í Gagnfræðaskólanum á fsafirði nú fyrir skömmu. Fundurinn var fjölmenn- ur og bar mest á krötum á fundinum, en þeir munu hafa svikið lit hjá Sighvati sem hafði boðað þá til fundar á sama tíma niður í Þór í kaffistofunni. Ósköp var nú ömurlegt að heyra Vilmund lýsa því yflr á fundinum að hann hefði nú ekki sett sig inn í hitt og þetta "smámálið" eins og t.d. hvað það þyrfti að borga fyrir orkuna til kyndingar og ljósa hér úti á lands- byggðinni. Það má þó Vilmundur eiga að hann sagði skýrt og skorinort að hann hefði ekkert sett sig inn í þau mál. Og eins var með ýmis önnur smá- mál, sem varða okkur landsbyggðafólk, hann hafði ekki sett sig inn í þau. Og svona í lokin. Þegar þingmaðurinn beið eftir flugi til Reykjavíkur á ísafjarðarflugvelli, sem síðar var svo aflýst, eins og gerst hefur í 20 daga frá áramótum, þá spurði hann viðstadda: Hvenær fer rútan til Reykjavíkur? Stella Hjaltadóttir \ Iþróttamaður ísafjarðar Þann 24. febrúar s.l. stóð bæjarstjórn Isafjarð- ar fyrir hófi á Hótel Isá- firði, þar sem fram fór útnefning íþróttamanns Isafjarðar fyrir árið 1982. Titilinn hlaut að þessu sinni Stella Hjaltadóttir. Blaðið Isfirðingur óskar Stellu til hamingju með þennan heiður og vonar að hún eigi enn eftir að bæta við afrekslista sinn. Sofið á verðinum Þannig er staðið að málum gagnvart bæjarfé- lögum í sambandi við byggingar og lán frá stofnunum, að þær skulu teiknaðar af viðurkennd- um arkitekt eða húsa- meistara og áritaðar af byggingarhafa. Þá eru hafðir einn eða fleiri eftir- litsmenn til þess að sjá um, að framkvæmd verksins fari fram eftir settum reglum. Á vegum Isafjarðar- kaupstaðar eru margar byggingar í smíðum, sem falla undir ýmis bygging- arákvæði, og er í öllu far- ið þar eftir settum regl- um. Þrátt fyrir það, hafa margháttaðir gallar kom- ið fram í mörgum bygg- ingum. I Hlíf, íbúðum aldraðra, eru niðurföll í mörgum baðherbergjum hærri en gólfið umhverfis. Fruinh'áUi n /'/v- i

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.