Ísfirðingur


Ísfirðingur - 28.06.1983, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 28.06.1983, Blaðsíða 1
SIAÐ rKAMSÓKNAHMANNA ÍI/CS7 rjARÐAKJÓRDÆMI 9. tbl. 28. júní1983. 33. árgangur. FYRIRLIGGJANDI: HAMPIÐJUTÓG PATENTLÁSAR flestir gildleikar 3/4” 5/8” 1/2” 3/8” D — LÁSAR 3/4” 5/8” 1/2” 3/8” NETAGERÐ VESTFJARÐA H/F SÍMI3413 ÍSAFIRÐI Guðrún Vigfúsdóttir og Vigdfs framan við veggteppið sem fsfirð- ingar gáfu forsetanum. Ræktum skóg á Vestfjörðum Forseti íslands heim- sækir Vestfirðinga „Menningin vex i lundi nýrra skóga”,, sagði iskáldið Hannes Hafstein í alda- mótakvæði sínu. Þetta má til sanns vegar færa. Hér á Vestfjörðum hefur skóg- ræktin löngum átt erfitt uppdráttar, og þetta er eini landshlutinn, þar sem engin ræktunarstöð er á vegum Skógræktar ríkisins. Um þetta mun mestu valda, að of lítið hefur verið unnið að framgangi málsins. Segja má, að hér þyrfti að koma á fót hópi áhugafólks, sem væri reiðubúið að sýna að hér má rækta skóg engu að síður en í öðrum landshlut- um. Skógarlundurinn, sem M. Simson kom upp í Tungu- dal í Skutulsfirði ber vitni um að hér getur skógrækt heppnast vel, ef alúð er við hana lögð.í hinum skjólsælu fjörðum hér um slóðir væri víða hægt að finna hentuga staði fyrir skógarreiti, og plönturnar má fá úr gróðar- stöð Simsons. Reyndar hefur verið byrj- að að planta skógi hér og þar á Vestfjörðum eins og sjá má, þegar ferðast er um sveitirnar, en umhirða reit- anna hefur sums staðar farið út um þúfur. Ástæða fyrir vanhirðunni er oftast sú að fólki hefur fækkað eða það flutt burt, og þar með hefur verið hætt að halda girðing- unum við og einnig hætt að bæta inn í þau skörð sem myndast þegar einstakar plöntur misfarast. Á mörgum stöðum á Vestfjörðum eru stórar og miklar fiskvinnslustöðvar, þar sem fjöldi fólks vinnur. Á laugardögum og sunnu- dögum er ekki unnið, og gæti verið tilvalið fyrir ein- staka, samvalda vinnuhópa að taka sig til einhvern laug- ar- eða sunnudaginn að vor- lagi, velja sér heppilegan stað til að girða af og hefja síðan gróðursetningu trjá- plantna þar. Séu skógrækt- argirðingar til fyrir, væri á sama hátt upplagt að vinna að viðhaldi þeirra. Þetta myndi ekki taka langa stund fyrir hvern og einn í hvert skipti, en fólkið hefði eftir á ánægju af að sjá trén vaxa, þorpinu sínu til prýði. Tilvalið er einnig að hvetja ung börn til að gróð- ursetja fáeinar trjáplöntur, og láta þau síðan fylgjast með vexti þeirra ár frá ári. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, kom í opin- bera heimsókn til Vestfjarða í síðastliðinni viku. Forsetinn kom akandi, á- samt fylgdarliði að sýslu- mörkum í Gilsfirði þriðju- dag 21. júní, og þar tók Stefán Skarphéðinsson sýslumaður Barðstrendinga ásamt sýslunefnd Austur- Barðastrandarsýslu á móti Vigdísi. Hádegisverður var snæddur í Bjarkarlundi. í Barmahlíð gróðursetti for- setinn þrjár birkihríslur, eina fyrir uppvaxandi drengi, eina fyrir uppvax- andi stúlkur og eina fyrir ófæddar kynslóðir. Á öllum helstu viðkomustöðum siðar í ferðinni gróðursetti forset- inn með sama hætti þrjár hríslur. Þennan fyrsta dag var m.a. skoðuð þörungavinnsl- an á Reykhólum. í barna- skólanum þar var samsæti. Frá Stað á Reykjanesi fór forseti og fylgdarlið með flóabátnum Baldri til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Borðhald var um kvöldið í Flókalundi á veg- Þannig yxi hvort upp við annars hlið, barn og tré. Á ársfundi Skógræktarfél- ags íslands á Egilsstöðum 1981 var því hreyft að æski- legt væri að Skógrækt ríkis- ins sendi vinnuflokk til Vest- fjarða til að leiðbeina skóg- ræktarfólki hér um slóðir og um sýslunefndar Vestur- Barðastrandarsýslu. Næsta dag var haldið til Hvallátra og m.a. skoðaður Bjargtangaviti. í Fagra- hvammi í Örlygshöfn héldu íbúar Rauðasandshrepps Vigdísi samsæti, og Össur Guðbjartsson oddviti bauð hana velkomna á slóðir afa hennar og ömmu, sem lengi bjuggu í Sauðlauksdal. Forsetinn opnaði minja- safn að Hnjóti. Um kvöldið var snætt á Patreksfirði. Fimmtudaginn 23. júní var haldið um Tálknafjörð og Bíldudal, og síðan yfir til ísafjarðarsýslu, og tók hinn nýi sýslumaður, Pétur Haf- stein, á móti Vigdísi á sýslu- mörkum. I samsæti á Hrafnseyri tilkynnti Vigdís stofnun bókmenntaverð- launa forseta íslands. Um kvöldið var matarboð á Þingeyri, og þar gist. Næsta dag var fyrst hald- ið til Flateyrar og Suðureyr- ar. Nokkru eftir miðjan dag kom forsetinn til ísafjarðar, og var fyrst dálítil móttaka í Neðstakaupstað, síðan á- varpaði Vigdís mannfjölda grisja þá reiti, sem fyrir eru. Þessi flokkur mun í sumar koma hingað, og er nauð- synlegt að hann njóti að- stoðar og fyrirgreiðslu á við- komustöðum sínum. Við- staðan mun á hverjum stað einkum ráðast af því, hvern- ig heimamenn hafa undir- á Austurvelli og lagði blóm- sveig að minnisvarðanum um drukknaða sjómenn á sjúkrahústúninu. Um kvöld- ið hélt bæjarstjórnin henni samsæti i hátíðasal Mennta- skólans á ísafirði. Jónas Tómasson, Sigríður Ragn- arsdóttir og Hlíf Sigurjóns- dóttir fluttu þar tónlist, en Hallur Páll Jónsson forseti bæjarstjórnar ávarpaði for- setann og Vigdís svaraði. Sem hvarvetna annars stað- ar var henni færð gjöf frá heimamönnum. Hér var um að ræða veggteppi eftir Guðrúnu Vigfúsdóttur. Síðasti dagur ferðarinnar var laugardagur 25. júní, og var þá komið í Súðavík og síðan siglt inn ísafjarðar- djúp til Reykjaness, þar sem forsetanum var haldið sam- sæti. Síðan var komið við í Vigur, en um kvöldið var farið til Bolungarvíkur, þar sem mikill mannfjöldi fagn- aði Vigdísi á brimbrjótnum. Henni var síðan haldið sam- sæti í íþróttahúsinu. Næsta morgun fór forset- inn áleiðis til Reykjavíkur með flugvél frá ísafirði. búið móttökurnar. Vestfirðingar eru hér með hvattir til að sinna skóg- ræktinni. Á því sviði getur lítið erfiði skilað miklum ár- angri síðar, því að skógurinn vex á meðan við sofum. G.Sv. Ásthildur Þórðardóttlr stóð ásamt íbúum Sætúns og Miðtúns á ísafirði fyrir gróðursetningu trjáplantna meðfram húsum sem snúa að Skutulsfjarðarbraut. Unnið var í sjálfboðavinnu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.