Ísfirðingur - 14.11.1984, Síða 4
UlfurGunnarsson, fyrrverandi
yfirlæknjr, kjörinn heiðurs-
borgari ísafjarðarkaupstaðar
Úlfur Gunnarsson tekur við heiðursborgaraskjalinu úr hendi Guðmundar Sveinssonar.
Á bæjarstjórnarfundi s.l.
mánudag, 12. nóvember, lagði
forseti bæjarstjórnar, Guð-
mundur Sveinsson, fram svo-
fellda tillögu: „Legg til að Úlfur
Gunnarsson, fyrrverandi yfir-
læknir við Fjórðungssjúkrahús-
ið á ísafirði, verði kjörinn heið-
ursborgari ísafjarðarkaupstað-
ar.
Úlfur Gunnarsson á í dag 65
ára afrnæli og 30 ára starfsaf-
mæli sem læknir við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á ísafirði.
Með þessu kjöri vill bæjar-
stjómin votta honum virðingu
sína og þökk fyrir ómetanleg og
fómfús störf að heilbrigðismál-
um kaupstaðarins um 30 ára
skeið.“
Var tillagan samþykkt með 9
samhljóða atkvæðum og hrifn-
ingu bæjarfulltrúa.
Síðar um daginn var Úlfi
haldið hóf í nýbyggingu Fjórð-
ungssjúkrahússins að Torfnesi.
Kom þar saman fjöldi fólks,
m.a. bæjarfulltrúar, bæjarstjóri,
læknar, hjúkrunarlið og annað
starfsfólk Sjúkrahússins, til að
samfagna Úlfi og fjölskyldu
hans.
Mörg ávörp voru flutt og hér
á eftir fer ávarp forseta bæjar-
stjórnar ísafjarðar, Guðmundar
Sveinssonar.
„Úlfur Gunnarsson, fyrrver-
andi yfirlæknir, og frú Bene-
dikta. Fyrir hönd okkar bæjar-
fulltrúa vildi ég mega ávarpa
ykkur með nokkrum orðum.
Hinn 1. október, 1954, kom
Úlfur Gunnarsson að Sjúkra-
húsi ísafjarðar, sem sérfræð-
ingur í handlækningum. Með
honum kom kona hans, Bene-
dikte, ásamt þrem börnum
þeirra, en það yngsta fæddist
hér á ísafirði.
Úlfur hafði numið fræði sín í
Þýskalandi, Frakklandi og
Danmörku og var starfandi við
sjúkrahús þar. Við erum vissir
um, að það var mikið happ fyrir
okkur og Sjúkrahúsið að fá
hingað mann með svo mikla
starfsreynslu sem Úlfur hafði.
Hér hefur hann starfað óslitið
í 30 ár sem yfirlæknir, en hefur
nýlátið af því starfi. Þó vinnur
Úlfur hvern dag við Sjúkrahús-
ið. Og í dag á hann 65 ára af-
mæli. Hvar skal byrja og hvar
skal standa?.
Það fer ekki á milli mála, að
margt hefur borið við á 30 ára
ferli Úlfs í læknastarfi hér á
ísafirði, sem ekki verður tíund-
að hér. Það var margt erfitt á
fyrstu árum starfs hans, við-
horfin allt önnur en nú. Þá var
ekki hægt að koma sjúklingi í
flýti til Reykjavíkur, verkefnið
varð að leysa á staðnum við þær
aðstæður sem hér voru. Mun
það líka hafa hent, að hann var
oft einn í starfi um tíma og oft
mun hafa verið ónæðissamt á
heimili hans vegna útkaila,
jafnt á nóttu sem degi. Mun það
ekki síst hafa mætt á hans ágætu
konu, Benediktu.
Ein erfiðasta læknisferð, sem
Úlfur mun hafa farið, var þegar
togarinn Egill rauði strandaði
við Teista undir Grænuhlíð. Þá
var honum kippt með eins og
hann stóð. Farið var til Hest-
eyrar, hann klæddur í klofstíg-
vél og sjóstakk. Gerðu svo vel,
hérna er skotlínan, hana átt þú
að bera. Annar tók læknistösk-
una með því sem hann bar. Þeir
sem gengið hafa fjöruna frá
Hesteyri út að Sléttu að sum-
arlagi finnst hún hrikaleg, hvað
þá um vetur í klaka og snjó. En
þetta gekk allt mjög vel.
Sjúkrahús Isafjarðar hefur á-
valit haft völdu starfsfólki á að
skipa og hefur haldist vel á
læknum, sem veitt hafa því for-
stöðu. Úlfur Gunnarsson er
einn þessara mætu lækna. Því
erum við hér komin til virðingar
og þakklætis að þakka honum
störfin í þessi 30 ár. Ég vil einnig
þakka frú Benediktu hennar
hlut. Það hefur verið vandasamt
og erfitt sérstaklega fyrstu árin
meðan börnin voru ung. Ekki
má gleyma þeim, því tvö þeirra
störfuðu hjá mér í Netagerðinni
í nokkur ár. Og þar fór saman
hjá þeim, sem er einkenni i fari
þeirra hjóna, Úlfs og Bene-
diktu, léttleiki, fyndin tilsvör,
vinnuáhugi og virðing fyrir
störfum.
Þetta tvöfala afmæli Úlfs
Gunnarssonar hefur borist
víða. Þessi vísa barst mér í gær-
kveldi:
Þrjátíu ár með hönd á hnífi,
holdsins mein í burtu skar.
Bjargaði margra lim og lífi,
lítur nú á þakkirnar.
Vísuna sendi Guðmundur Ingi
Kristjánsson, skáld, á
Kirkjubóli.“
Þegar Guðmundur Sveinsson
hafði flutt ávarpið afhenti hann
Úlfi heiðursborgaraskjalið.
Úlfur og frú Benedikta.
í stuttu máli
VERÐBÓLGUSAMNINGAR, SEGIR PÉTUR.
NT átti nýlega viðtal við Pétur Sigurðsson, forseta ASV, og
spurði hann álits á nýgerðum samningum. „Það er lítið að finn-
ast. Það er ekki verið að semja þarna um raunhæfar kjarabætur
— það eru hreinar línur. Þetta eru alveg hreinir og klárir verð-
bólgusamningar — það fer ekki fram hjá neinum og mér finnst
ábyrgðarleysi hjá mönnum að kalla þá eitthvað annað. Þjóðfé-
lagið er byggt upp á ákveðnum stoðum sem verða auðvitað að
standa undir eyðslunni og laununum þá um leið. Það verður að
vera grundvöllur til að reka þetta og það er ekki hægt með þessu
gengi. Það eru því hreinar línur að gengið verður lagfært og —
eftir venjulegum formúlum — þá þýðir það bara verðbólgu,
hækkun á nauðþurftum og kaupið til baka á ný. Þessi kaup-
hækkun verður búin í mars,“ sagði Pétur.
FRAMKVÆMDIR Á SUNDAHAFNARSVÆÐINU
Hafnarframkvæmdir hér á næstu árum hafa verið nokkuð til
umræðu og sýnist sitt hverjum. Hér er vissuiega þörf úrbóta,
sérstaklega hvað varðar minni bátana í Sundahöfn. Þar hefur
örtröðin verið svo hrikaleg, að ekki er hægt að una því öllu
lengur. Hefur engin breyting orðið þar á síðan höfnin var byggð,
1968, nema ein stutt gatabryggja við múlann. Hefur hún ekki
komið að neinum notum, því ekki er hægt að taka upp litla
rækjuvörpu úr bát vegna gatanna. Mönnum hér er það hrein
ráðgáta, til hvers verið var að fleygja peningum í þessa fram-
kvæmd, sem veitir enga lausn.
Verkefnið sem framundan er og ráðast verður í, er að breikka
löndunarbryggjuna í Sundahöfn eins og fremsti endi hennar segir
til um og upp að landi. Síðan kæmi hún meðfram götunni og að
uppfyllingunni, sem gámaskipin eiga að athafna sig við, en þar
kemur að sjálfsögðu stálþil.
Að breikka löndunarbryggjuna er mikil nauðsyn, svo smá-
bátafjöldinn sem þar þarf að athafna sig alla daga vikunnar, verði
ekki fyrir óþarfa töfum. Breytt viðhorf í sambandi við löndun og
frí valda því. Allir vilja eiga frí á laugardögum og sunnudögum,
því þarf allri löndun að vera lokið fyrir miðjan föstudag, svo allir
verði ánægðir. Síðar mun koma að því, að skipafélögin reisi í
sameiningu vöruhús til sinna nota á stórskipauppfyllingunni.
KRISTJÁN TOLLI VILL FÆKKA TOGURUM
Þá er lokið verkfalli opinberra starfsmanna hjá ríki og bæjum.
Eitt einkenndi þetta verkfall, en það var hinn mikli fjöldi spá-
manna sem fram kom með ýmsar lausnir á efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Var sérstaklega áberandi, að þetta átti ekki að hafa nein
áhrif á gengi, verðbólgu eða vexti. Aðeins ef stjórnin færi frá, þá
myndu öll vandræði leysast af sjálfu sér. Kristján Tolli sagði, að
ráð væri að fækka togurum um helming. Þá hefur hann vafalítið
haft í huga fækkun opinberra starfsmanna á sama máta.
ÞÚ FÆRÐ KRÓNU, EN ÉG FÆ TÍKALL.
„Það þarf að bæta lægstu launin!“ er ávallt hrópað þegar fara á
í verkfall. Hvernig var þetta gert núna? Jú, 23% launahækkun var
látin haldast í gegnum allt kerfið. Þetta þýðir, að fyrir hverja
krónu sem sá lægst launaði fékk, fékk sá hæstlaunaði 6 til 8 .
Þetta kalla forráðamenn launþegasamtakanna að bæta kjör
hinna lægstlaunuðu. Aðrir vilja meina, að hér sé verið að gera
hina fátæku fátækari og þá ríku ríkari. Hvað er verið að rembast
við þetta fyrst prósentuhækkunin er stefnan sem skal „blíva“?
FRELSI, FRELSI!
Hvaða orð skyldi vera eins oft misnotað? Þá eiga menn víst að
fá að haga sér eins og þeim sýnist. Sérstaklega hafa stórblöðin,
Mogginn og DV, öskrað hátt um frelsi handa öllu mögulegu;
verslun, innflutningi, vöxtum og frjálsri álagningu. T.d. var af
Framleiðsluráði leyfð frjáls álagning á kindakjöti í smásölu.
Síðan hefur það stöðugt farið hækkandi og undrun vekur, að
forráðamenn neytendasamtaka voru hvað æstastir í að fá þetta
frjálst. Hver var tilgangurinn? T.d. lækkaði Framleiðsluráð verð
á lambalifur um 20 kr., en enginn varð þess var að þetta kæmi
fram í smásöluinni. Svona mætti halda áfram. Frelsi, eins og
margt annað, verður að vera innan ákveðinna marka, svo vel fari.