Monitor - 02.09.2010, Side 9

Monitor - 02.09.2010, Side 9
G U Ð J Ó N D A V ÍÐ K A R L S S O N Guðjón Davíð Karlsson, sem ævinlega er nefndur Gói, hefur átt viðburðaríkt ár. Nú á föstudag hefjast sýningar á hinni geysivinsælu leiksýningu Gauragangi að nýju eftir sumarfrí, en þar fer hann með hlutverk aðalpersónunnar Orms Óðinssonar. Viku síðar verður kvikmyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið frumsýnd, en þar er um að ræða fyrstu íslensku þrívíddarmyndina og fer Gói með eitt af aðalhlutverkunum. Þá hefur hann tekið að sér að stýra skemmtiþættinum Hringekjan, sem sýndur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöldum í vetur, og fer fyrsti þátturinn í loftið eftir réttan mánuð. Gói er þó fyrst og síðast fjölskyldumaður og eyðir naumt skömmtuðum frítíma með eiginkonu sinni og ungum syni. Gói útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2005, starfaði þrjú ár hjá Leikfélagi Akureyrar og hefur síðan verið í Borgarleikhúsinu. Hingað til hefur varla verið skrifað um Góa án þess að minnast á þá staðreynd að hann er sonur biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar, og þar af leiðandi barnabarn annars fyrrum biskups, Sigurbjörns Einarssonar. Miðað við sigra Góa að undanförnu er þó stutt í að taflið snúist við og menn faria að tala um biskupinn sem pabba leikarans. Hversu líklegt fannst þér að ég myndi byrja viðtalið á því að spyrja þig hvort þú ætlaðir aldrei að verða prestur eins og pabbi þinn og afi? Ég taldi yfirgnæfandi líkur á að sú spurning myndi poppa upp. Það er kannski ekkert skrýtið að ég fái alltaf þessa spurningu, en henni hefur auðvitað verið svarað óvenju oft. Ég hafði samt trú á Monitor og hugsaði með mér: „Ætli þetta verði fyrsta viðtalið sem ég verð ekki spurður? Það skyldi þó ekki verða.“ Voru gömlu mennirnir aldrei að pressa á þig að feta þeirra braut? Nei, það var aldrei nein pressa á mig. Ég ákvað líka svo snemma að verða leikari, ég var örugglega fimm ára og fjölskyldan bara studdi mig í því. Ég held að þau hafi játað sig sigruð strax, enda kom ekkert annað til greina hjá mér. Þetta eru kannski ekki svo ólík störf, presturinn og leikarinn. Báðir þurfa að koma fram, tala til fólks og reyna að kalla fram einhverjar tilfinningar. Einmitt, þetta er mjög líkt. Helsti munurinn er sá að ég losna við að skrifa leikritin á meðan þeir þurfa alltaf að skrifa ræðurnar sínar. Ég fæ þetta bara tilbúið. Að vera leikari er prestsstarf fyrir þá sem eru latir. Þú ert búinn að taka að þér að stýra þættinum sem kemur í stað Spaugstofunnar í Sjónvarpinu. Hvað erum við að tala um? Þetta verður skemmtiþáttur strax á eftir fréttum á laugardagskvöldum. Fyrsti þátturinn fer í loftið 2. október. Þetta á að vera „alls konar“ þáttur, ef svo má að orði komast. Við ætlum að heimsækja landsbyggðina - Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona er með mér í þessu og ætlar að vera dugleg að fara út á land. Við ætlum að leita að hæfileikaríkasta Íslendingnum. Við verðum líka með grínatriði sem við erum á fullu að skrifa núna og Ari Eldjárn verður með uppistand í hverjum þætti. Svo verða auðvitað viðtöl og spjall. Markmiðið er fyrst og fremst að gera sprúðlandi skemmtilegan þátt. Engir stælar og engin tilgerð, bara skemmtilegt laugardagskvöld. Þátturinn hefur fengið nafnið Hringekjan. Hefði ekki verið betra að nota nafnið Guðsstofan, svona í ljósi nafns þíns, bakgrunns og þeirrar staðreyndar að þú ert að taka við slottinu af Spaugstofunni? Guðsstofan? Heyrðu já, ég ætla að hugsa þetta. Þú tékkar svo bara á Textavarpinu hvort nafnið varð fyrir valinu. (Þetta svar fær 9 kaldhæðnisstig af 10 mögulegum.) Markhópur Spaugstofunnar var kannski frekar í eldri kantinum en yngri. Fyrir hverja verður Hringekjan? Þetta er þannig tími að ég held að þetta verði að höfða til allra, þannig að við erum að leggja upp með að amma og afi geti horft á þetta með barnabörnunum og allir þar á milli. Svo bara vonar maður að það heppnist. Gauragangur er að fara aftur af stað. Þegar leikritið var frumsýnt síðasta vetur talaðir þú um að það væri pressa að leika sama hlutverk og Ingvar E. Sigurðsson gerði upphaflega. Er Ingvar búinn að sjá leikritið? Já, það var pressa að fara að leika sama hlutverk og hann gjörsamlega tók í nefið. Ég sá sýninguna með honum fimm sinnum og fannst hann alveg geðveikur. En Ingvar mætti á frumsýninguna okkar og hann var bara voðalega ánægður. Það var mjög uppörvandi að tala við hann. Hann er náttúrulega svo yndislega kurteis og ljúfur maður og laus við allan hroka. Hann er ekki beint týpan sem myndi segja: „Gói hvað er að þér? Ertu fáviti að klúðra þessu hlutverki?“ Það er góð smokkasena í Gauragangi... Það er sena þar sem ég skít smokk út í sal og hún hefur verið svolítið skrautleg. Smokkurinn hefur bæði lent í andlitinu á gamalli konu og svo hefur hann lent í andlitinu á barni. Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. En ég get með engu móti stjórnað því hvert smokkurinn fer og sé náttúrulega ekkert út í sal. Þú ert nýbúinn að leika í kvikmyndinni Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Áttu einhverja góða sögu frá upptökunum? Myndin er náttúrulega ekki tekin upp í réttri tímaröð og maður er svolítið að flakka um í tíma. Einn daginn kom Bragi (Þór Hinriksson, leikstjóri) alveg sveittur eftir að hafa verið að skoða upptökurnar, því þá var alveg mismunandi hvort Sveppi var í úlpu eða ekki í ákveðnu atriði. Sveppi er svo mikill snillingur að hann kom bara með lausnina á þessu. Hann lét Braga stilla upp myndavélinni og sagði Villa að koma og ýta honum á einhverju þríhjóli. Atriðið byrjaði þar sem hann var í úlpunni, en síðan reif hann sig úr henni og henti henni frá sér. Svo var bara hægt að bæta þessari senu við þegar hann var ekki í úlpunni og það þurfti ekkert að hugsa meira um það. Þetta var eitt af mörgum skemmtilegum atvikum sem komu upp. Það var ótrúlega gaman að gera þessa mynd og endalaust stuð við upptökurnar. Hvaðan kemur Góa-nafnið? Þetta er eiginlega komið frá systur minni. Ég veit ekki hvort það var af því að hún gat ekki sagt Guðjón, en hún allavega byrjaði á þessu. Það bara festist við mig og ég er alltaf kallaður Gói. Meira að segja í skóla var ég lesinn upp sem Gói. Þetta nafn var nýlega samþykkt hjá Mannanafnanefnd. Það hringdi einhver blaðamaður í mig af því tilefni, en þá voru margir sem misskildu þetta eitthvað og héldu að ég hefði beðið um að láta breyta nafninu mínu í Gói. Það er nú ekki ætlunin. Gói er líklega betra viðurnefni en Gaui Dabbi? Miklu betra. Gaui Dabbi væri alls ekki gott. Er ekki tímaspursmál hvenær sælgætisgerðin Góa biður þig um að vera andlit í herferð hjá sér? Um hverja einustu páska bíð ég eftir símtalinu. Ég gæti jafnvel verið fígúra ofan á páskaeggjunum þeirra. Það væri draumur. Góa fyrir Góa? Já. Þeir hljóta að minnsta kosti að fara að markaðssetja Góa-rúsínur með mynd af mér á umbúðunum. Hvernig týpa varstu þegar þú varst yngri? Ég var rosalega venjulegur og örugglega nettur lúði. Ég hafði mikinn áhuga á leiklist og þegar ég var 10 ára tók ég upp á því sjálfur að kaupa mér áskriftarkort í Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið. Ég mætti jafnvel einn á sýningar og fannst alltaf gaman. Sýningar sem öllum fannst leiðinlegar, meira að segja fólkinu sem lék í þeim, fannst mér bara skemmtilegar. Ég elskaði að fara í leikhús. Þannig að ég held að ég myndi alveg flokkast sem lúði, en það er bara gott. Voru menn eitthvað að bögga þig út af þessu? Ég var einu sinni laminn í unglingavinnunni fyrir að vera að hlusta á Ríkisútvarpið. Ég átti stafrænt vasaútvarp sem sýndi stórum stöfum hvaða útvarpsstöð maður var að hlusta á. Þannig að það stóð bara RÚV1 á vasaútvarpinu og ég var alveg úthrópaður fyrir það að Texti: Björn Bragi Arnarsson bjornbragi@monitor.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Gói leikur aðalhlutverkið í einni vinsælustu leiksýningu landsins, fer með stórt hlutverk í fyrstu íslensku 3D-myndinni og hefur tekið að sér að stýra skemmtiþættinum sem tekur við af Spaugstofunni í vetur. Geri aðrir betur! HRAÐASPURNINGAR Besta leikrit allra tíma? Gauragangur. Draumahlutverkið? Ormur Óðinsson. (Gói fær strax tvö refsistig fyrir ofurplögg.) Uppáhaldsgosdrykkur sem hætt er að selja á Íslandi? Póló Uppáhaldsútrásarvíkingur? Þessi er erfið. Íþróttaálfurinn. Uppáhaldspersóna í Biblíunni? Davíð úr sögunni um Davíð og Golíat. Það sjúkasta sem þú hefur séð á netinu? Það sem mér finnst sjúkast eru Facebook-pör sem eru alltaf að tala saman í gegnum Facebook. Maður sér að þau eru saman í sitt hvorri tölvunni að „læka“ hjá hvort öðru. Bloggarar finnst mér líka sjúkir. Ég hata bloggara. Hvaða bíómynd sástu síðast? The Blind Side með Söndru Bullock. Mér fannst hún alveg ógeðslega væmin. Edward eða Jacob? Ég veit ekkert um Twilight-myndirnar, en ég segi Edward. Uppáhaldsstaður á jörðinni? Ísland eins og það leggur sig. n fyrir að hlusta á 9FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Monitor útvarpsleikhúsið í unglingavinnunni Sýningar sem öllum fannst leiðinlegar, meira að segja fólkinu sem lék í þeim, fannst mér bara skemmtilegar.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.