Monitor - 02.09.2010, Side 10

Monitor - 02.09.2010, Side 10
vera að hlusta á Gufuna í unglingavinnunni. Þá var ég alltaf að hlusta á útvarpsleikhúsið sem mér finnst alveg geggjað dæmi. En mönnum fannst ég algjör fáviti að vera að hlusta á Ríkisútvarpið en ekki FM957 eða eitthvað svoleiðis. Þú hefur áður talað um að þú hafir lent í einelti á þínum yngri árum í Austurbæjarskóla og verið tekinn fyrir af því að pabbi þinn er prestur. Já, ég var kallaður „prestadjöfull“ og svona. Ég veit samt ekki hvort ég á að þora út í þessa umræðu. Ég opnaði mig um þetta í viðtali um daginn og fékk í kjölfarið símtal frá skólastjóranum sem var ekki sáttur við þá frásögn mína. En einelti er auðvitað mál sem má aldrei þagga niður, það á alltaf að tala um það. Það má samt koma fram að mér finnst Austurbæjarskóli frábær skóli, ég var heppinn með kennara og á mjög góðar minningar yfir það heila, þó að það hafi verið erfið tímabil inn á milli. Var þetta alvarlegt? Þetta var voða mikið í orðum, en ég var alveg tekinn fyrir og það var setið fyrir mér eftir skóla. Þetta fór leynt. Þeir náðu mér einum, kannski þegar ég var að labba heim úr skólanum og ég var látinn biðja fyrir mér fyrst að ég var svona vel tengdur. En ég náði alveg að hrista þetta af mér. Ég vorkenndi þeim bara hvað þeir voru hallærislegir að gera þetta. En það gleymist oft í umræðunni um einelti að bæði gerandinn og þolandinn eru fórnarlömb. Manneskjau sem leggur aðra manneskju í einelti hlýtur að líða mjög illa. Þú ert mikill fjölskyldumaður og nýlega kvæntur, ekki satt? Jú. Ég giftist konunni minni í fyrrasumar og við eigum saman strák sem verður tveggja ára núna í september. Mér finnst allt sem hann gerir skemmtilegt og ég hlakka til á hverjum morgni að vakna með honum og heyra snilldina sem hann kemur með. Konan mín er hjúkrunarfræðingur og er að læra að verða ljósmóðir, sem mér finnst einhver flottasti starfstitill sem til er. Ég held að þú finnir ekki magnaðara starf en þetta, að verða vitni að kraftaverkum hvern einasta dag. Á meðan er ég bara að segja brandara eða að syngja eitthvað lag og maður bara skammast sín við hliðina á henni. Hvernig baðstu konunnar þinnar? Ég klúðraði því svolítið. Þetta var þegar við bjuggum á Akureyri. Hún var að koma heim frá Bandaríkjunum og ég sótti hana á flugvöllinn. Við fengum okkur að borða og svo fór ég með hana í bíltúr. Við keyrðum um Akureyri og fórum svo hinum megin við Pollinn upp í Vaðlaheiði. Ég var alveg búinn að plana þetta maður, með hringinn í vasanum og svakalegur gæi. Svo stoppa ég bílinn og ætlaði að fá hana með mér út úr bílnum, þar sem við vorum með útsýni yfir Akureyri og ég ætlaði að biðja hennar þar. Ég spurði hvort við ættum ekki að kíkja aðeins út, en hún sagði: „Nei, það er svo kalt úti.“ Byrjaði ekki vel, en ég sannfærði hana um að koma út úr bílnum. Svo sný ég að henni og þá fer hún með höndina í átt að jakkanum og ég stressast allur upp, sný mér hratt undan og bara: „Hvað ertu að gera?“ Því ég var með hringinn í jakkavasanum. Þannig að hún spurði: „Bíddu hvað ertu með þarna?“ Þá dró ég fram hringinn. Ég var ekki alveg eins kúl og ég hafði hugsað mér. En engu að síður sagði hún já, við giftum okkur og erum voða hamingjusöm í dag. Þannig að allt fór vel að lokum. 10 Monitor FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Þeir náðu mér einum, kannski þegar ég var að labba heim úr skólanum og ég var látinn biðja fyrir mér fyrst að ég var svona vel tengdur.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.