Monitor - 02.09.2010, Síða 4

Monitor - 02.09.2010, Síða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Komdu í klúbbinn sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er Verð frá 489.000 kr. Viltu komast í útvalinn hóp fólks sem velur ekta hönnun og varast eftirlíkingar? Þá er ekta Vespa frá Piaggio eitthvað fyrir þig. Komdu og skoðaðu glæsilegt úrval í sýningarsal Heklu eða á vespur.is og vertu með í MC Vespa hópnum á Facebook. F í t o n / S Í A Fóstbróðir í forsetann? Orðið á götunni er að hópur fólks vilji að leikarinn Benedikt Erlingsson bjóði sig fram í embætti forseta Ísland þegar kosið verður árið 2012. Benedikt yrði ekki fyrsti meðlimur Fóstbræðra til að taka að sér valdastöðu á Íslandi, því Jón Gnarr varð auðvitað borgarstjóri í maí. Þá er bara spurning hvort annað hvort Sigurjón Kjartansson eða Þorsteinn Guðmundsson gæti orðið forsætisráðherra þjóðarinnar. Níu vikur í röð á toppnum Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna gáfu fyrr í sumar út plötuna Þú komst í hlaðið og hefur hún svo sannarlega malað gull. Platan hefur verið sú mest selda á Íslandi síðan hún kom út - í heilar níu vikur - og hefur selst í um fjögur þúsund eintökum. Þú komst í hlaðið verður því vafalaust á meðal mest seldu platna ársins í hópi með Diktu-plötunni Get It Together og fleiri góðum gripum. „Ég þurfti bara að fá pásu frá brjál- æðinu og áreitinu í bænum,“ segir glamúrpían Vala Grand, sem flutti í vikunni frá Reykjavík á heimaslóðir sínar í Keflavík. Þar býr hún nú ein með foreldrum sínum og segir það mikið dekurlíf. „Það er bara geðveikt meganæs að vera komin aftur á hótel mamma og pabbi. Ég er yngsta barnið og þau hafa gaman af því að dekra við mig,“ segir Vala. Hún gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð í byrjun sumars, en hefur að eigin sögn fengið lítinn tíma til þess að jafna sig og stöðugt verið í kastljósi fjölmiðla. „Ég gat varla farið niður í bæ. Hérna í Keflavík er miklu rólegra og það er þægilegt að vera hér á meðan ég er að reyna að ná mér aftur í jafnvægi. Ég þurfti mikið á þessu að halda,“ segir Vala. Hún segist sjaldan hafa verið hamingjusamari, enda byrjuð að jafna sig eftir aðgerðina sem hún þráði svo lengi að gangast undir. „Að fara frá því að vera með typpi yfir í að vera með píku er klikkað,“ segir Vala og þegar hún er beðin um að nefna dæmi um það sem er skrítnast við umskiptin segir hún hlæjandi: „Maður þarf að þrífa svo mikið. Klósettpappírinn klárast bara einn, tveir og þrír.“ Voru hætt saman fyrir aðgerðina Vala hefur undanfarin tvö ár búið með unnusta sínum, blikksmiðnum Baldvin Vigfússyni, en nýlega bárust fréttir af því að þau hefðu hætt saman. Vala segir að sambandsslitin hafi í raun átt sér stað miklu fyrr en almenningur hélt. „Við vorum alveg hætt saman fyrir aðgerðina, en við vildum ekki segja neinum þá og létum eins og við værum bara hamingjusöm saman. Við ætluðum okkur að bíða með að tilkynna þetta í alveg hálft ár því þjóðin var geðveikt að styðja okkur saman. En svo gátum við ekki verið að þykjast lengur,“ segir Vala. Hún tekur fram að þau Baldvin séu enn mjög góðir vinir. „Við tölum reglulega saman, en það er ekkert á milli okkar lengur,“ segir hún. Baldvin og Vala sáust saman í Smirnoff-partíinu sem haldið var í Saltfélaginu á dögunum og þá spruttu upp sögur um að þau væru byrjuð aftur saman, en Vala þvertekur fyrir það. „Það er bara rugl. Hann er að deita á fullu. Hann var úti í Frakklandi um daginn að missa sig yfir einhverjum frönskum gellum,“ segir Vala. Myndarlegur en nautheimskur Vala hefur síður en svo setið auðum höndum sjálf og nýtur þess í botn að vera á lausu. „Ég er búin að vera að deita og er með nokkra í takinu, en nú er ég bara að leita að hinum eina rétta. Það er einn sem ég er ógeðslega hrifin af, en ég vil ekki segja hver það er strax,“ segir Vala. Stefnumótin hafa þó ekki öll verið jafn góð. „Um daginn fór ég í bíó með gaur og hann vildi hafa autt sæti á milli okkar og geymdi poppkornið þar. Hann vildi ekki að neinn sæi að við værum saman,“ segir Vala sem var að sjálfsögðu ekki sátt við uppátækið. „Mér líður eins og sumir gaurar komi fram Deitið vildi hafa autt sæti á milli í bíóinu Maður þarf að þrífa svo mikið. Klósettpappírinn klárast bara einn, tveir og þrír. Vala Grand er flutt til foreldra sinna í Keflavík þar sem hún ætlar að taka því rólega. Hún nýtur þess að vera á lausu og er byrjuð að deita. VALA GRAND ER MEÐ NOKKRA GAURA Í TAKINU, ENDA EFTIRSÓTT PÍA M yn d /E rn ir Þrjú í sömu sæng Vala hefur mikið verið með söngvaranum Haffa Haff síðustu vikur og segir erfitt að vera svona langt fjarri honum. „Ég sakna Haffa Haff ógeðslega mikið núna. Við erum alveg BFF. En ég sagði við Haffa að á meðan ég er í Keflavík hangi ég bara með Óla Geir í staðinn,“ segir Vala.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.