Monitor - 25.11.2010, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Monitor náði tali af nokkrum námshestum og fékk að vita
hvað er best að gera til að komast lifandi í gegnum prófa-
törnina og jafnvel hafa gaman af.
Heillaráð
fyrir jólaprófin
Lög til að
hlusta á
Robert Plant & Allison Krauss -
Killing the Blues. Rólegt og fallegt lag.
Florence & the Machine - Dog Days
are over
Uppáhalds! Skemmtilegt og flott lag.
Sigurrós – hoppípolla
Besta slökunarlagið!
Tonight will be fine - Teddy Thomp-
son (Leonard Cohen Tribute)
Fallegt lag og texti. Þægilegt að hlusta á
þetta við hvaða tækifæri sem er.
Fm Belfast - Par Avion
Búin að vera að lesa of lengi? Blasta
þessu og taka nokkur dansspor. Works
everytime.
The party - Justice feat Uffie
Gott til að peppa sig upp og halda
áfram að læra!
Don’t stop believin’ – Journey
Klassískt og skemmtilegt. Maður má
ekki hætta að hafa trú á sér, þótt það
gangi ekki vel að læra / í seinasta prófi.
Purple rain – Prince
Uppáhalds! Það er alltaf hægt að hlusta
á þetta lag.
Little Drummer boy - David Bowie
& Bing Crosby. Af því það eru nú einu
sinni að koma jól...
David – gusgus
Klassískt partílag. Hugsaðu bara um
próflok og þá lifirðu þetta af!
Týndur sími
Þegar einbeitingin er í lágmarki er þessi hrekkur
mjög fyndinn og auðveldur að framkvæma. Á
fjölmennum stöðum, svo sem Háskólatorgi eða
Þjóðarbókhlöðunni þar sem þögn er æskileg, þarf
að nýta fjarveru einstaklinga úr leshópnum. Til
dæmis ef skotmarkið fer á salernið væri hægt að
teipa farsíma viðkomandi fastan undir lesborð
hans. Stilla þarf símann fyrir fram á hæstu og
leiðinlegustu hringinguna. Þegar skotmarkið kemur
til baka er svo auðvitað hringt í farsíma hans,
honum og nærstöddum lærdómshestum til mikilar
óánægju en gerendum hrekksins til hláturs og
yndisauka.
Skóladót
Þegar líða fer á kvöldin fækkar nemendum á
lesstofum töluvert. Í slíkum tilfellum er hægt að
gera ýmislegt fyndið. Á þeim tímapunkti þegar
fáir eru eftir í lesstofunni er hægt að færa skóladót
einstaklinga til þegar þeir þurfa að skjótast frá. Ef
kaffisjúkur guðfræðinemi færi frá til að ná sér í
meira kaffi, væri hægt að taka allt hans skóladót
og færa það um eina röð í lesstofunni. Passa þarf
að færslan á dóti hans sé ekki of mikil. Við slíkt
misheppnast hrekkurinn og skotmarkið fattar að
þið hafið átt við dótið hans. Markmið hrekksins er
að fá skotmarkið til að efast um eigin geðheilsu.
Aukatímar
Í öllum lærdómshópum er alltaf einn sem
telur sig betri, færari og klárari en aðrir meðlimir
hópsins. Til að hrekkja slíka námsmenn má hanna
auglýsingu um skotmarkið þar sem það býður
fram krafta sína til einkakennslu. Mikilvægt er
að gefa upp símanúmer viðkomandi, hvað hann
kennir (helst það sem þið eruð að læra) og hvað
hann rukkar fyrir það (því minni upphæð, því fleiri
hringja).
Vekjaraklukkur
Þessi hrekkur svipar til týnda símans, en
skotmörkin eru ókunnugir aðilar. Hægt er að kaupa
vekjaraklukkur mjög ódýrt. Þegar þú hefur fjárfest
í 2-3 slíkum samstillirðu tímann á þeim og stillir
vekjaraklukkuna. Þegar þú ert kominn á það les-
svæði þar sem þú hyggst læra á þann dag, tekurðu
smá göngutúr og reynir að koma vekjaraklukkun-
um fyrir í eigum ókunnugra, svo sem töskum og
úlpum. Ef allt heppnast vel ættu 2-3 vekjaraklukkur
að byrja að hringja hátt þegar þú ert löngu sestur
brosandi við þitt lesborð.
Call of Duty - Black Ops
Það er hefð hjá mér eftir hvert
einasta próf að fara heim í PS3 og
slátra nokkrum pappakössum sem
eru bara byssufóður fyrir mann
eins og mig. Í erfiðri prófatörn
er mikilvægt að slappa af á milli
prófa og hvað er betra en að taka
sniperinn, leggjast í grasið og salla
nokkra niður.
Robot Unicorn Attack
Þessi leikur er á Facebook og er
mjög einfaldur. Ef þið hafið lítinn
sjálfsaga mæli ég ekki með honum.
Ég held líka að allir sem spila þenn-
an leik fái lagið sem er í honum á
heilann.
Football Manager
Ég byrjaði að spila þessa leiki
á síðustu öld og þeir eru ennþá
jafngóðir. Það er hrikalega gott eftir
próf að leggjast upp í sófa með
laptoppinn og taka nokkra leiki með
Newcastle.
Sims
Ef þú vilt virkilega gleyma
prófunum aðeins og flýja raunveru-
leikann þá er ekkert eins gott og að
sinna Sims kallinum þínum aðeins.
Mesta actionið er ef Sims kallinn
þinn verður svangur. Þá þarftu að
gefa honum að borða og þá verður
hann aftur illa sáttur með þig.
Bubbles
Það er engin tilviljun að þessi
leikur sé alltaf sá vinsælasti á
leikjanet.is. Hann virkar alltaf og
manni leiðist aldrei í Bubbles. Passið
ykkur að festast ekki í honum.
Hrekkir til að framkvæma
STEFÁN JÖKULL STEFÁNSSON,
VIÐSKIPTAFRÆÐINEMI Í HÍ
HILDUR RAGNARSDÓTTIR,
NEMI Í FÁ
Matur til að borða
Eina vitið er að byrja daginn á hafragraut og þá jafnvel með
smá ab-mjólk útí. Þannig flýgur maður af stað í lestrinum
og getur haldið út fram til hádegis, þó að sjálfsögðu með
hefðbundinni grænmetis- og ávaxtapásu klukkan tíu.
Epli eða agúrkubiti ásamt kaffibolla er undarlega góð sam-
setning! Í hádeginu er svo um að gera að hita upp kvöldmat-
arafganga og ná sér síðan í smá aukaorku í kaffipásunni
með jólalagi og einni smáköku.
Loksins þegar klukkan er orðin nógu margt til að
leyfilegt sé að loka bókunum þá er það besta sem
ég veit að labba út í ísbúð og enda daginn á einum
góðum bragðaref! LILJA DÖGG JÓNSDÓTTIR,
HAGFRÆÐINEMI Í HÍ
Aðferðir
til að
muna
1Gerðu eitthvað skemmtilegt íkringum lærdóminn, búðu til
sögu, leikrit, lag eða hvað sem er
sem getur hjálpað þér að muna
stærðfræðireglur eða hvernig
Versalasamningarnir komu til.
2Reyndu að tengja lærdóminnvið eitthvað sem þú þekkir vel,
getur verið hvað sem er, persónur úr
sjónvarpsþáttum, mataruppskriftir
eða hvað eina. Ef þú hefur eitthvað
sem þú getur vísað til í lærdómnum
ertu mun líklegri til að muna það
sem þú lest.
3Lærðu fyrir svefninn og þegarþú klárar að læra, beint að sofa!
Ef þú lest Vogue eða horfir á einn
þátt af Arrested Development mun
hugurinn mjög líklega hverfa frá
eðlisfræðilögmálunum sem þú varst
að lesa.
4Síðast en 100% ekki síst. Lesaupphátt! Ef þú ætlar að lesa
100 blaðsíður nóttina fyrir próf er
þetta besta leiðin til þess að ná upp
þessum aukapunktum sem þú hefur
aldrei almennilega pikkað upp.
ELÍAS KARL GUÐMUNDSSON,
ÞÝSKUNEMI Í HÍ
TÓMAS LEIFSSON,
SÁLFRÆÐINEMI Í HR
OG KNATTSPYRNU-
MAÐUR Í FRAM
Leikir til að spila
Mynd/Árni Sæberg
Mynd/Árni Sæberg
Mynd/Kristinn
Mynd/Golli