Ísfirðingur - 24.01.1989, Side 2

Ísfirðingur - 24.01.1989, Side 2
2 ÍSFIRÐINGUR Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vestfjörðum. Blaðstjórn: Pétur Bjarnason, ritstjóri, (ábyrgðarmaður), Geir Sigurðsson, aðstoðarritstjóri, (ábyrgðarmaður), Anna Lind Ragnarsdóttir, Baldur Hreinsson, Björn Teitsson, Guðmundur Jónas Kristjánsson. Pósthólf 253, ísafirði. Prentvinnsla: Grafíktækni hf. Verðbólgu og vöxtum verður að halda niðri Frá því á haustdögum 1987 hafa verið miklir erfiðleikar í útflutn- ingsgreinum, svo miklir að á þessum skamma tíma hefur afkoma og skuldastaða margra fyrirtækja, sem stóðu tiltölulega vel gjör- breyst. Þessi fyrirtæki hafa þurrausið sjóði sína og síðan stóraukið skuldir. Verðfall á Bandaríkjamarkaði að viðbættri hrakandi stöðu dollars hafa valdið hér miklu og síðan hefur bæst við það gegndar- laust vaxtaokur hér innanlands. Gengisfellingar skila ekki þeim árangri sem áður var og veldur þar einkum tvennt; stór hluti skulda útflutningsfyrirtækja er í dollurum eða tengt við gengi hans og gengisfelling eykur því á fjármagnskost- naðinn. Síðan er hitt, að við hverja gengisfellingu hafa verið boð- aðar hliðarráðstafanir, sem að mestu hafa brugðist. Afleiðingarnar eru þær að gengislækkanir hafa valdið víxlhækkun- um og engan vanda leyst í raun. Sú lækkun verðbólgu sem svokölluð verðstöðvun hefur þó náð fram, ásamt verulegri vaxtalækkun eru óneitanlega skref í rétta átt. Það væri því stórt óheillaspor, ef bankavaldið næði þeirri kröfu sinni fram nú að stórhækka vexti. Síðustu ákvarðanir benda til þess, að vilji bankamanna standi til meiri hækkana. Fjármagns- kostnaður hefur verið að sliga bæði fyrirtæki og almenning og er mál að linni. Bankarnir hafa ekki þurft eins og útflutningsatvinnugreinarnar, að sæta þeim kjörum sem stjórnvöld skammta hverju sinni með skipt- ingu þjóðartekna. Bankakerfið hefur að mestu getað skammtað sér starfskjör, vaxtamun og þar með afkomu alla. Hver og einn getur litið í kring um sig og athugað hvernig sú afkoma er. Fátt virðist skorta í bönkum landsins, hvort sem rætt er um húsakost, búnað eða starfsfólk. Þegar þrengir að þeim fyrirtækjum sem skapa okkur gjaldeyristekjur og lífsafkomu er það sjálfsögð krafa að þess gæti einnig hjá þeim sem þjónustu inna af hendi fyrir þessi fyrirtæki og þiggja tekjur sínar úr sjóðum þeirra. Sú ríkisstjórn sem nú situr virðist hafa vilja til að tryggja útflutn- ingsgreinum afkomumöguleika. Stundum er sagt að vilji sé allt sem þarf, en hér þarf þó meira. Það má ekki dragast lengur að aðgerðir komi í stað orða. Verðbólguna verður að hefta á ný og vöxtum verður að halda innan skynsamlegra marka. Bifreiðaskoðun og próf ökumanna Um áramót gengu í gildi nýjar reglur um skoðun bifreiða og próf ökumanna. Vel kann að vera að stofnun Bifreiðaskoðunar Islands sé spor fram á við. Þó er hætt við því, að upphaflegar tillögur um fækkun skoðunarstaða bifreiða verði til mikils óhagræðis og kostn- aðar fyrir bifreiðaeigendur á landsbyggðinni. Reynslan mun skera úr þessu þegar á sumri komandi. Hvað snertir próf ökumanna er núverandi fyrirkomulag ólíðandi og verður að gera þá kröfu til þeirra sem þessum málum ráða, að þegar verði þessu kippt í lag. Svo viröist, sem einn maður, búsettur á Akranesi eigi að annast prófdæmingu á Vesturlandi og Vestfjörðum. Heyrst hefur að hann muni koma vestur einu sinni í manuði og þá geti menn þreytt prófið, séu þeir viðlátnir. Hvers eiga sjómenn að gjalda, sem ekki geta hlaupið til hvenær sem er? Þeir verða að ð kosta til ferðar suður á Akranes til þess eins að hitta þennan embættismann og þreyta prófið hjá honum. Vonandi sjá menn fáránleikann í þessum breyttu reglum og sníða þær betur að þörfum þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta. ísafjarðarkaupstaður Styrkir frá Menningarráði Aðilar sem óska eftir styrkjnm frá Menning- arráði ísafjarðar 1989 eru vinsamlega beðnir að senda umsóknir til formanns ráðsins, Bjöms Teitssonar Túngötu 20, fyrir 1. febrúar næstkomandi. Menningarráð. Flestir kannast vlð það þegar gránar í fjöll á haustin. Það byrjar venjulega þannig að fjöll verða hvít, þaL sem hæst eru, en grá um ákveðin hæðarmörk og ekki verður vart við snjó á láglendi. Þetta á sér að sjálfsögðu þær skýringar, að hitastig lækkar eftir því sem ofar dregur. Það sem sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru á ísafirði 10. desember s.l. er hins vegar óvenju- legra. þar má sjá snjó í hlíðum en snjólétt ofan við ákveðin hæðarmörk, e.t.v. 250 metra eða því sem næst. Skýringanna ber þó að leita í sömu lögmálum og að framan greinir. Daginn áður en þessar myndir var teknar hafði snjóað nokkuð og hvesst síðan verulega. Neðst í hlíðum blotnaði snjórinn og því náði vindur ekki að hreyfa hann svo nokkru næmi. Ofar, þar sem kaldara var festi snjóinn ekki og því náði vindur að feykja honum burt. Þetta er birt hér til gamans, þar sem þetta er óvenjulegra en það sem fyrst frá greindi. Utför Ragnheiðar frá Dröngum Lóðaúthlutun 1989 Lausar til umsóknar eru lóðir í Seljalands- hverfi. Lóðimar eru einbýlishúsalóðir og er gert ráð fyrir að á hverri lóð rísi allt að 230m2 hús á IV2 - 2 hæðum. Lóðimar verða afhentar í vor sem byggingarhæfar, þannig að gata verður komin grófjöfnuð og lagnir verða komnar inn fyrir lóðamörk. Þá er laus til um- sóknar ein lóð undir fjölbýkishús við C-götu. Þeim aðilum sem hefur verið gefinn kostur á lóð en ekki greitt staðfestingargjald er bent á að endumýja umsóknir sínar. Umsóknar- frestur er til 3. febrúar n.k. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi hjá undirrituðum, sem veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. Þá er jafnframt óskað eftir tillögum að götu- nöfnum fyrir hverfið, sbr. teikningu hér að ofan. Um er að ræða Tengigötu, sem tengir Skutulsfjarðarbraut við Tunguskóg, og A- B- og C- götur sem em íbúðarhúsagötur. Til- lögum verði skilað til byggingarfulltrúa fyrir 3. febrúar n.k. Byggingarfulltrúmn á ísafirði. Sunnudaginn 8. þ.m. fór fram að Árnesi jarðarför Ragnheið- ar Pétursdóttir Söebeck, frá Dröngum. - Ragnheiður var fædd 11. september 1892 að Veiðileysu í Árneshreppi. Hún giftist Eiríki Guðmundssyni bónda á Dröngum og eignuðust þau átta börn. Sjö þeirra eru enn á lífi, tveir synir og fimm dætur. Þau Ragnheiður og Eiríkur fluttust alfarin frá Dröngum sumarið 1953 og áttu heima í Kópavogi þar til Eiríkur lést, 25. júní 1976. Mörg síðustu árin hefur Ragnheiður dvalist á Hrafnistu í Reykjavík. Hún andaðist þar á nýársdag á 97. aldursári. Ragnheiður var ern fram undir það síðasta og fylgd- ist með því sem fram fór. Hún var í för með börnum sínum og öðrum afkomendum og ven- slafólki á ættingjamóti, sem þau héldu hér að Árnesi á síð- asta sumri. Nokkru áður hafði hún farið til ísafjarðar á af- mælishátíð Húsmæðraskólans Óskar, þar sem hún hafði aflað sér menntunar til undirbúnings lífsstarfs síns. Ragnheiður var myndvirk og hög í höndum. í Árneskirkju hefur til skamms tíma verið til altarisdúkur saumaður af henni ungri, fork- unnarlega vel gerður. Ákveðið var að flytja lík Ragn- heiðar norður og jarðsetja hana við hlið bónda síns og sonar, sem þau höfðu misst áður en þau fluttu suður. Kveðjuathöfn fór fram í Reykjavík að viðstöddu miklu fjölmenni. Ætlunin var að flytja líkið norður á laugardag og jarðsetja það samdægurs, en það tókst ekki vegna veðurs. Á sunnudag var flogið norður þrátt fyrir tvísýnt veður og jarðað þann sama dag. Öll börn hennar, makar þeirra og nokk- ur barnabörn fylgdu líki hennar til grafar, alls 17 manns, þrátt fyrir þá erfiðleika, sem það hafði í för með sér á þessum árstíma. Miðað við aðstæður mátti segja að fjölmennt væri við útför hennar. Hún hafði um áratugi verið húsmóðir á einu mesta menn- ingarheimili sveitarinnar og áunnið sér vináttu og virðingu meðal sveitunga sinna, sem sýndu henni það með því að fylgja henni hinsta spölinn til grafar, þrátt fyrir erfiðar að- stæður. Fylgdarlið hennar að sunnan komst giftusamlega heim til sín samdægurs. G.P.V.

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.