Ísfirðingur - 24.01.1989, Blaðsíða 7
ÍSFIRÐINGUR
7
Fréttapistill
frá Súðavík
Jólatrésskemmtun var haldin í
Félagsheimili Súðavíkur og
tókst mjö vel. fengin voru tvö
ungmenni frá Bolungarvík til
að syngja og spila og þá mættu
auðvitað jólasveinar á staðinn
ásamt móður sinni, Grýlu. Þau
mæðginin gerðu mikla lukku,
svo ekki sé meira sagt.
Súðvíkingar kvöddu gamla árið
með stórgóðu diskóteki, sem
Frosti Gunnarsson stjórnaði og
segir meðfylgjandi mynd meira
en orð fá lýst um fjör á
staðnum.
Um eitt hundrað manns sóttu
diskótekið og telst það mjög
góð mæting hér á staðnum.
Skemmtunin fór í alla staði hið
besta fram og skemmtu menn
sér í sátt og samlyndi fram eftir
nóttu.
Atvinna í Súðavík hefur verið
næg á nýja árinu, Bessi ÍS 420
landaði í síðustu viku rúmum
48 tonnum og hélt þegar á veið-
ar aftur.
Undirbúningur er hafinn á hinu
árlega þorrablóti, en kvenfé-
lagið IÐJA sér um það að þessu
sinni. Áformað er að það verði
haldið 28. janúar.
Anna Lind.
... og dansinn dunar í Súðavík.
Gjafir til
björgunarbátsins
Kvennadeild SVFÍ á ísafirði af-
henti formlega í s.l. viku björg-
unarbátnum „Daníel Sig-
mundssyni“ tæki að andvirði
kr. 700.000. Þetta er bruna-
dæla, flotgallar og boðunar-
kerfi. Þá gaf smábátafélagið
Huginn gúmmíbjörgunarbát af
fullkomnustu gerð.
Það sem af er vetri hefur
„Daníel Sigmundsson“ verið
kallaður þrisvar út til leitar.
Hann hefur farið í fjóra sjúkra-
flutninga auk þess sem hann
hefur farið tvisvar með lækni í
vitjanir inn í Djúp. Þá hefur
báturinn verið fenginn í ýmis-
konar önnur viðvik. gs
Orðsending til
lesenda ísfirðings:
Næsta blað kemur út um 20. febrúar. Þeir sem
vilja koma efni eða auglýsingum í blaðið vins-
amlegast hafi samband við ritstjóra í símum
94-3855 eða 94-4684. Blaðstjórn.
Finnstþér
tryggingarjMnar
floKnarogol osar,
dreifðarogdýrar?
Vilt þú breyta?
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÚTIBÚIÐ ÍSAFIRÐI
Hafnarstræti 14, sími 3555
Opið 9 -12 og 13 - 17.
Ferðamálasamtök
Vestfjarða
Aðalfundur Ferðamálasam-
taka Vestfjarða var haldinn
hinn 1. desember s.l. í Félags-
heimili Patreksfjarðar. Fund-
inn sóttu 30 manns, víðs vegar
af svæðinu. Framsöguerindi
voru flutt á fundinum sem hér
segir: Reynir Adólfsson fram-
kvæmdastjóri sagði frá Ferða-
málasamtökum landshlutanna
og ræddi um ferðaþjónustu sem
atvinnugrein. Valtýr Sigur-
bjarnarson, forstöðumaður
Byggðastofnunar á Akureyri
flutti erindi um Byggðastofnun
og þátt hennar í ferðamálum.
Áslaug Alfreðsdóttir fram-
kvæmdastjóri kynnti starf og
markmið Upplýsingamiðstöðv-
ar ferðamála á íslandi, sem rek-
in er af Ferðamálaráði,
Reykjavíkurborg og Ferða-
málasamtökunum. Guðmund-
ur Lárusson framkvæmdastjóri
sagði frá útgerð Breiðafjarðar-
ferju og lýsti nýrri ferju ásamt
mannvirkjum sem henni
tengjast. Nýja ferjan mun
koma næsta vor og breytist að-
staða verulega til bóta með til-
komu hennar.
Að framsöguerindum loknum
urðu fjörugar umræður, en
framsögumenn svöruðu fyrir-
spurnum.
Fráfarandi formaður Snorri
Grímsson flutti yfirlit yfir starf-
semi Ferðamálasamtakanna
frá síðasta aðalfundi og lagði
fram rekstraryfirlit fyrir sama
tímabil.
í stjórn voru kosnir:
Pétur Bjarnason ísafirði,
formaður.
Aðrir í stjórn:
Arnór Jónatansson, ísafirði
Álfheiður Guðnad., Breiðuvík
Áslaug Alfreðsd., ísafirði
Jóhannes Ellertss., Reykjavík
Ragnar Guðm., Brjánslæk
Reinhard Reynis, Reykhólum.
Varastjórn:
Erla Hafliðadóttir, Patreksfirði
Nú nýlega voru send út bréf til
ýmissa velunnara ísfirðings,
víðs vegar um Vestfirði og þeir
beðnir að taka að sér að vera
fréttaritarar blaðsins hver á sín-
um stað. Þessi málaleitan hefur
yfirleitt fengið mjög góðar
undirtektir og þegar í þessu
blaði eru farin að sjást þess
merki.
Tilgangurinn er að sjálfsögðu
sá, að reyna að afla frétta af
Sverrir Hestnes, ísafirði.
Endurskoðendur:
Jóhann T. Bjarnason, ísafirði
Magnús R. Guðm., ísafirði.
Helsu verkefni framundan eru
kynning á Ferðamálasamtök-
unum, efling upplýsingamið-
stöðvar, m.a. með starfrækslu
útibús á Vestfjörðum og stuðla
að bættri aðstöðu til móttöku
ferðamanna á Vestfjörðum.
Ferðamálasamtök landshlut-
anna hafa með sér samtök, sem
sameiginlega beita sér fyrir því
að koma á stefnu í ferðamál-
um, og stuðla að auknu sam-
ræmi í ferðaþjónustunni.
fleiri hlutum Vestfjarða en
Stór-ísafjarðarsvæðinu. í
næsta blaði munum við væntan-
lega greina nánar frá fréttarit-
urum okkar og vonandi fáið þið
einnig að sjá efni frá þeim.
Þrátt fyrir þetta er rétt að
minna á, að blaðið er opinn
vettvangur fyrir ykkur til að
koma skoðunum ykkar á fram-
færi, eða fréttum úr byggðar-
lögunum.
ísfirðingur færir út kvíarnar
> Gömul verslun í nýjum búningí 4C
í tilefni 85 ára afmælis
verslunarinnar á þessu
ári, höfum við fært
innréttingar til nútíma-
legra tiorfs.
Við munum framvegis,
eins og undanfarin 85 ár,
bjóða upp á fjölbreytt
úrval af góðum
skófatnaði á
hagstæðu verði.
Verið velkomin í
rótgróna verslun
í nýjum búningi.
Stofnuð 1904,
************************************************************.
jSkóvarzlun Lðós
**************************************************************
Hafnarstræti 5, ísafirði, sími 3011.