Morgunblaðið - 18.03.2010, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
6 Fréttir
• Gefur þér aukna orku og vellíðan
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Hefur góð áhrif gegn streitu
• Er slakandi og bætir svefn
Opið virka daga frá kl. 9 -18
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Verð frá 9.750 kr.
Nálastungudýnan
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
NÝHERJI skilaði af sér ársskýrslu fyrir ár-
ið 2009 á aðalfundi fyrir skömmu, en ljóst er
að fyrirtækið hefur ekki farið varhluta af
þeim samdrætti sem hefur átt sér stað í ís-
lensku efnahagslífi. Forstjórinn Þórður
Sverrisson segir að mikil hagræðing hafi átt
sér stað hjá fyrirtækinu og að erlend verk-
efnastaða sé mikið að styrkjast.
Lækka launakostnað um 800 milljónir
Árið 2009 var ár sviptinga í efnahagslífinu,
segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja.
Hann segir sitt fyrirtæki ekki hafa verið
undanskilið: „Við höfum þurft að gera mikl-
ar breytingar hér heima sem og erlendis.
Hjá okkur starfa í dag um 600 manns, þar af
eru 430 á Íslandi. Starfsfólki okkar hér
heima hefur því fækkað um á annað hundr-
að manns frá „hruni“,“ segir Þórður. Hann
bendir á að krónutala launa og launatengdra
gjalda haldist óbreytt í ársreikningnum,
sökum þess að starfsmenn erlendra dótt-
urfyrirtækja fái greitt í erlendri mynt. „Við
höfum þó náð að lækka launakostnaðinn hér
heima um nær 800 milljónir,“ segir Þórður.
Heimild til 40% hlutafjáraukningar
Á aðalfundi Nýherja 19. febrúar síðastliðinn
fékk stjórn félagsins samþykki þess efnis að
auka megi hlutafé félagsins um allt að 120
milljónir að nafnvirði. Þar er um að ræða
ríflega 40% hlutafjáraukningu. Þórður segir
stjórn félagsins nú vinna að fyrsta hluta
slíkrar hlutafjáraukningar, en heimild
stjórnar sé til þriggja ára. „Fjárhagsskipan
fyrirtækisins verður eðlilegri að hlutafjár-
aukningunni lokinni. Við erum í stórum
verkefnum erlendis og því mikilvægt að
fjárhagsstaðan sé sterk,“ segir forstjórinn.
Aukin áhersla á erlend verkefni
Þórður segir erlenda verkefnastöðu Nýherja
og dótturfyrirtækja hafa batnað mjög á und-
anförnum mánuðum. „Til að mynda var um
þriðjungur verkefna TM Software fenginn
að utan. Þá kom tæplega helmingur þjón-
ustutekna Applicon ehf. að utan síðustu sex
mánuði ársins í fyrra. Fram að gengishruni
var afar lítill hluti verkefna fyrirtækisins
fenginn frá erlendum viðskiptavinum,“ segir
hann. Þórður segir að áhersla Nýherja í dag
sé að auka umsvifin erlendis frekar: „Dótt-
urfyrirtæki okkar í Danmörku, Applicon,
var til að mynda að gera stóran samning við
DSB, aðaljárnbrautarfyrirtæki Dana, um
uppsetningu stórra fjárhagskerfa. Við erum
einnig að vinna í fleiri stórum samningum
erlendis,“ segir Þórður, sem vill þó ekki
upplýsa hvaða samninga um ræðir.
„Stóru verkefnin okkar erlendis eru hjá
okkar fyrirtækjum úti, eins og Applicon í
Danmörku og Svíþjóð og Dansupport í Dan-
mörku. Gjaldeyrishöftin hafa í sjálfu sér
ekki áhrif á þá starfsemi. Hins vegar geta
þau haft áhrif á erlenda fjárfestingu. Inn-
flutningur tæknibúnaðar til Íslands er auð-
vitað stór hluti starfsemi Nýherja hér
heima. Tekjur vegna seldra vara hér heima í
ár eru sama krónutala og í fyrra, þótt verð-
lagningin haldist auðvitað í hendur við gengi
krónunnar. Þróunin er þó nærri því sem við
áttum von á samkvæmt okkar áætlunum,“
segir Þórður.
Aðstæður íslenskra fyrirtækja eru að
sögn Þórðar feikilega erfiðar um þessar
mundir og of lítið hafi breyst til batnaðar á
því hálfa öðru ári sem er frá hruni fjár-
málakerfisins. „Það er margt sem þarf að
laga, án þess að ég vilji sérstaklega telja
upp einstök atriði. Kannski liggur beinna
við að spyrja sig hvað hafi raunverulega
verið gert til að bæta umhverfið varanlega.
Að nokkru leyti hafa menn troðið marvað-
ann við það verkefni.“
Þórður segir að veita þurfi auknu fjár-
magni inn í hagkerfið svo hjól atvinnulífs-
ins geti snúist á ný. Annars vegar þurfi að
opna meira fyrir erlenda fjárfestingu, en
einnig sé brýnt að Seðlabanki Íslands
lækki sína stýrivexti. „Þannig losnar um
allt það fjármagn sem liggur verkefnalaust
í bankakerfinu og það mun þá leita inn í at-
vinnulífið. Við verðum að halda áfram að
stunda hér viðskipti eins og í öðrum vest-
rænum markaðshagkerfum.“
Hann bætir við að á Íslandi hafi átt sér
stað nánast fordæmalausir atburðir: „Það
er auðvitað hægt að tína til ýmsa hluti og
gerast götudómari um þá atburði og
ábyrgð á þeim, en það er ekki til neins því
þau mál munu skýrast í framtíðinni. Ég tel
að áhrif samdráttarins í hagkerfinu séu
ekki komin fram að fullu. Einnig er erfitt
að segja til um hver áhrif þess verða að svo
stór hluti fyrirtækja í landinu er kominn í
eigu lánardrottna og kröfuhafa. Það eru í
raun fáir farnir að velta fyrir sér hvaða
áhrif slík tilhögun hefur áhrif á atvinnulífið
í heild til langs tíma,“ segir hann.
Eiga ekki að halda lengi á fyrirtækjum
„Það að svona stór hluti fyrirtækjanna
skuli vera í eigu kröfuhafa og banka er
óeðlilegt. Slíkt fyrirkomulag samræmist
ekki því vestræna markaðshagkerfi sem
við viljum reka hér á Íslandi. Erlendis eiga
bankar ekki fyrirtæki, það er reglan.
Kröfuhafar selja fyrirtæki ef þau lenda í
höndunum á þeim. Þetta er vandasöm
staða hjá kröfuhöfum á Íslandi og við eig-
um eftir að sjá á næstu mánuðum hvernig
mun ganga hjá bönkunum og öðrum kröfu-
höfum að koma þessum fyrirtækjum far-
sællega aftur í hendur fjárfesta,“ segir
hann.
Virkur hlutabréfamarkaður mikilvægur
Þórður nefnir að mikilvægt sé að hluta-
bréfamarkaður nái aftur tiltrú almennings
og fjárfesta. Mikilvægt sé að fyrirtæki sjái
sér hag í að skrá hlutafé sitt á markað.
„Virkur hlutabréfamarkaður er mikilvægur
hluti þess hagkerfis sem við viljum búa við.
Þess vegna er það ásetningur okkar í Ný-
herja að vera áfram í Kauphöllinni, og við
vonum að hún muni ná fyrri styrk að nýju.“
Forstjórinn áréttar að mikilvægt sé að
vandað sé til verka þegar ný fyrirtæki eru
skráð í Kauphöllina, „Það verður að takast
vel til. Mikilvægt er að fyrirtæki í góðum
rekstri komi á ný í Kauphöllina og vandað
verði til verka við val á fyrirtækjum og
skráningu þeirra til að traust almennings á
Kauphöllinni verði endurreist,“ segir Þórð-
ur að endingu.
Áhrif samdráttar hagkerfisins
ekki komin fram að fullu
Forstjóri Nýherja segir að rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sé feikilega erfitt um þessar mundir Erlend verkefnastaða Nýherja hefur
batnað mjög og fyrirtækið stefnir á aukna starfsemi erlendis í gegnum erlend dótturfélög Afleiðingar þess að stór hluti atvinnulífsins er í
höndum banka og kröfuhafa eru ekki komnar fram að fullu Mikilvægt er að vandað sé til verks þegar fyrirtæki eru skráð á markað
Morgunblaðið/Golli
Þórður Sverrisson „Ég tel að áhrif samdráttarins í hagkerfinu séu ekki komin fram að fullu.
Einnig er erfitt að segja til um hver áhrif þess verða að svo stór hluti fyrirtækja í landinu sé
kominn í eigu lánardrottna og kröfuhafa. Það er í raun fáir farnir að velta fyrir sér hvaða áhrif
slík tilhögun hefur áhrif á atvinnulífið í heild til langs tíma.“
SAMKEPPNI meðal lággjaldaflugfélaga sem fljúga
yfir Atlantshafið kemur til með aukast í sumar. The
Wall Street Journal segir frá því að lággjaldaflug-
félagið Sun County Airlines hyggist fljúga einu sinni í
viku frá Minneapolis til Stansted-flugvallar í London í
sumar. Millilent verður í Gander í Nýfundnalandi á
leiðinni og verður flugtíminn níu tímar. Samkvæmt
frétt Wall Street Journal mun farseðillinn aðra leið-
ina kosta 416 Bandaríkjadali eða ríflega 50 þúsund
krónur.
Fram kemur í fréttinni að Icelandair sé eina flug-
félagið sem bjóði lægri fargjöld en gengur og gerist á
flugleiðinni yfir Atlantshafið en sem kunnugt er þurfa
farþegar að millilenda í Keflavík. Sun County Airlines
muni fljúga á milli Minneapolis og London frá júní til
ágúst í sumar.
Fór í greiðslustöðvun í kjölfar fjársvika eiganda
Sun County Airlines fór í greiðslustöðvun í október
árið 2008 í kjölfar þess að stærsti hluthafinn, Tom
Petters, var handtekinn fyrir fjársvik. Hann var síðar
fundinn sekur fyrir dómstólum. Fram kemur í um-
fjöllun blaðsins að endurskipulagning rekstrar flug-
félagins frá því að greiðslustöðvunin tók gildi hafi
gengið vel og var hagnaður af rekstri þess í fyrra.
ornarnar@mbl.is
Keppa við Icelandair
Bandaríska lággjaldaflugfélagið Sun County Airlines flýgur frá Minneapolis til
Stansted-flugvallar í London í sumar Millilent í Gander á Nýfundnalandi