Morgunblaðið - 20.03.2010, Side 1
JAKOB Jóhann Sveinsson úr Ægi náði frábær-
um tíma í 100 metra bringusundi á Íslands-
mótinu í 50 metra laug í Laugardalnum í gær.
Jakob synti á 1:01,84 mínútum og var nálægt Ís-
landsmeti sínu í greininni. Tími Jakobs er þriðji
besti tíminn í þessari grein á árinu í Evrópu og
sá fimmti besti í heiminum. Þessi árangur trygg-
ir Jakobi keppnisrétt á Evrópumótinu í 50 metra
laug. Bryndís Rún Hansen úr Óðni setti eina Ís-
landsmet gærdagsins þegar hún synti 50 metra
flugsund á 27,65 sekúndum og bætti þar eigið
met um fjórðung úr sekúndu. kris@mbl.is
Jakob náði fimmta besta tíma ársins
Ljósmynd/Ernir
LAUGARDAGUR 20. MARS 2010
íþróttir
Upprisa Óvænt upprisa ólíkindatóls. Bode Miller fullkomnaði verðlaunasafnið í Vancouver.
Sérstakur persónuleiki og gífurlega umdeildur. Stundaði djammið á ÓL í Tórínó 4
Íþróttir
mbl.is
RÍKJANDI
meistarar í
Barcelona mæta
Arsenal í átta
liða úrslitum
Meistaradeild-
arinnar. Þessi
sömu lið áttust
við í úrslitaleik
árið 2006 þar
sem Barcelona
hafði betur, 2:1. Arsene Wenger
knattspyrnustjóri Arsenal er þó
hvergi banginn en hann metur
möguleika liðanna til jafns. ,,Ég tel
að við séum ekki sigurstranglegri
en mín skoðun er sú að okkar
möguleikar séu til jafns á við
Barcelona og þannig nálgumst við
verkefnið. Barcelona er vitaskuld
með mjög gott lið en það höfum
við líka. Þetta verða spennandi við-
ureignir,“ sagði Arsene Wenger.
Kollegi hans hjá Manchester
United, Sir Alex Ferguson, er
einnig bjartsýnn en United dróst
gegn þýska stórliðinu Bayern
München. „Sagan í leikjum á móti
Bayern München í Evrópukeppn-
inni segir manni að þetta verða
erfiðir leikir fyrir okkur og and-
rúmsloftið verður magnað,“ sagði
Ferguson en United sigraði Bay-
ern í sögulegum úrslitaleik árið
1999. kris@mbl.is.
Wenger
óttast ekki
Barcelona
Arsene Wenger
HELGA Margrét
Þorsteinsdóttir,
frjálsíþróttakona
úr Ármanni, fer
ekki til Frakk-
lands til þess að
keppa á vetr-
arkastmóti
Frjálsíþrótta-
sambands Evr-
ópu eins og til
stóð.
Helga tognaði á liðbandi við hæl í
keppni á sænska meistaramótinu í
fjölþraut fyrir tveimur vikum og
vildi hún ekki taka neina áhættu
með því að keppa í Frakklandi.
Meiðslin eru ekki alvarleg hjá
Helgu og á þriðjudag mun hún
halda til Tenerife á Kanaríeyjum í
æfingabúðir í 10 daga.
Tveir íslenskir keppendur taka
þátt í vetrarkastmótinu sem fram
fer í París. Óðinn Björn Þor-
steinsson úr FH keppir í kúluvarpi
og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni
keppir í spjótkasti. Ásdís setti Ís-
landsmet á vetrarkastmótinu á síð-
asta ári þegar það var haldið á Kan-
aríeyjum og rauf 60 metra múrinn í
fyrsta skipti í spjótkasti. Þá tók
Bergur Ingi Pétursson, Íslands-
methafi í sleggjukasti úr FH, einnig
þátt í mótinu. Hann er meiddur í
baki núna og er ekki með.
seth@mbl.is
Helga keppir
ekki í París
Helga Margrét
Þorsteinsdóttir
Meistaradeild Evrópu
8 LIÐA ÚRSLIT
Lyon - Bordeaux
Bayern München - Manchester United
Arsenal - Barcelona
Inter - CSKA Moskva
Fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum verða
leiknir 30. og 31. mars en síðari leikirnir 7. og 8. apríl.
Undanúrslitin:
B.München/Man Utd - Lyon/Bordeaux
Inter/CSKA Moskva/ - Arsenal/Barcleona
Undanúrslitin verða 20. og 21. apríl og 27. og 28. apríl.
Úrslitaleikurinn fer fram í Madríd 22. maí.
Evrópudeild UEFA
8 LIÐA ÚRSLIT
Fulham - Wolfsburg
Hamburg - Standard Liege
Valencia - Atletico Madrid
Benfica - Liverpool
Fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum verða leiknir 1. apríl
en síðari leikirnir 8. apríl.
Undanúrslitin:
Hamburg/Standard - Fulham/Wolfsburg
Valencia/Atl.Madrid - Benfica/Liverpool
Undanúrslitin verða 22. apríl og 29. apríl.
Úrslitaleikurinn fer fram í Hamborg 12. maí.