Morgunblaðið - 20.03.2010, Síða 3

Morgunblaðið - 20.03.2010, Síða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2010 Íslenska landsliðið í íshokkí, skipaðleikmönnum 18 ára og yngri, tap- aði í dag gegn Rúmeníu 7:3 í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins sem fram fer í Eistlandi. Ísland hef- ur þar með lokið keppni en liðið vann einn leik og tapaði fjórum. Tómas Ómarsson kom Íslendingum yfir á 6. mínútu í 1. leikhluta. Rúmenar jöfn- uðu þegar 11.33 mínútur voru liðnar af leiknum og þeir komust yfir 20 sekúndum síðar. Jóhann Leifsson jafnaði metin fyrir Ísland á 25. mín- útu í 2. leikhluta en Rúmenar skor- uðu tvö mörk í röð á 36. og 38. mín- útu og komust í 4:2. Björn Sigurðarson minnkaði muninn fyrir Ísland í upphafi 3. leikhluta en Rúm- enar skoruðu þrjú næstu mörk á 46., 52., og 56. mínútu og tryggðu sér 7:3 sigur.    Júlíus Jón-asson lands- liðsþjálfari kvenna í hand- knattleik valdi tvo nýliða fyrir tvo leiki sem fram fara í und- ankeppni Evr- ópumótsins í lok mars og byrjun apríl. Arna Erlings- dóttir úr KA/Þór og Rebekka Skúladóttir úr Val voru valdar í 16 manna hópinn en næstu tveir leikir eru gegn Bretum. Sá fyrri fer fram í London 31. mars, og síðari leikurinn fer fram í Laugardalshöll 3. apríl. Ís- land er þar í riðli ásamt Austurríki, Frakklandi og Bretlandi. Leikið er heima og að heiman og komast tvö efstu liðin áfram úr riðlinum. Markverðir: Berglind Íris Hans- dóttir, (Valur), Íris Björk Sím- onardóttir (Fram). Aðrir leikmenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (Val- ur), Arna Erlingsdóttir (KA/Þór), Arna Sif Pálsdóttir (Horsens HK), Ásta Birna Gunnarsdóttir (Fram), Elísabet Gunnardóttir (Stjarnan), Hanna G. Stefánsdóttir (Haukar), Harpa Sif Eyjólfsdóttir (Stjarnan), Hrafnhildur Skúladóttir (Valur), Karen Knútsdóttir (Fram), Rakel Dögg Bragadóttir (Levanger), Re- bekka Rut Skúladóttir (Valur), Rut Jónsdóttir (Team Tvis Holstebro), Stella Sigurðardóttir (Fram), Sunna Jónsdóttir (Fylkir).    Allar líkur eruá því að mið- herjinn Zydrunas Ilgauskas gangi á ný í raðir NBA liðsins Cleveland Cavaliers. Ilgaus- kas, sem er 34 ára, var sendur til Washington Wiz- ards í leikmannaskiptum í febrúar er í viðræðum við forráðamenn Cleveland þess efnis að semja á ný við félagið sem hann hefur ávallt leikið með.    Tinna Jó-hannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hafnaði í 11. sæti á Dr. Donnis Thompson In- vitational mótinu sem fór fram á Hawai í vikunni. Mótið var hluti af bandaríska há- skólagolfinu þar sem Tinna keppir fyrir San Francisco háskólann. Tinna lék 54 holur á 228 höggum og endaði á 12 höggum yfir pari vallar. Tinna byrjaði frábærlega í mótinu og varð í 2. sæti eftir fyrsta hring sem hún lék á pari en eftir það hall- aði undan fæti hjá henni.Vefsíðan kylfingur.is greindi frá.    Stefán Már Stefánsson úr GRhafnaði í 18. sæti á Polaris World Conando mótinu á Spáni sem lauk á fimmtudag. Stefán lék hring- ina þrjá á samtals á fjórtán yfir pari. Fólk sport@mbl.is s sitt skína tvangur fyrir menn til að láta ljós sitt eikmenn okkar eru ekki með. Nú fá i, fyrst þennan við Færeyinga og síð- u viku. Þetta er það sem ég vil, það er aðeins þannig getum orðið betri og par landsliðið hverju sinni,“ segir að skipta leiknum mikið milli leik- ki vera ljóst. „Það er erfitt að segja til eftir því hvernig leikurinn þróast . u skýr og þau eru að vinna leikinn,“ landsliðsþjálfari í kanttspyrnu karla. KNATTSPYRNUMAÐURINN Hannes Þ. Sigurðsson, sem er á mála hjá sænska 1. deildarliðinu Sundsvall, er á förum frá félaginu. Hannes á eitt ár eftir af samningi sínum við Sunds- vall. Viðræður um nýjan samning hafa staðið yfir í nokkurn tíma en þær hafa nú siglt í strand og líklegt er að hann verði seldur þegar opnað verður fyrir félagaskipti í sumar. ,,Nú er það orðið ljóst að ég skrifa ekki undir nýjan samning og það er reyndar búið að stefna í þetta í nokk- urn tíma. Nú er bara spurning hvort ég fari þegar glugginn opnast í sumar eða hvort ég klári tímabilið og fari þá án greiðslu eftir tímabilið,“ sagði Hannes í samtali við Morgunblaðið í gær. Hannes kom til Sundsvall frá norska liðinu Viking fyrir tímabilið 2008 og gerði þriggja ára samning við sænska liðið. Hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, skoraði 10 mörk í 22 leikjum. ,,Ég hefði kosið að fara frá félaginu í janúarglugganum en það gekk ekki eftir. Sundsvall hefur verið með allt of háan verðmiða á mér. Það hefur haft tækifæri til að lækka verðið en hefur ekki gert það. Ef félagið ætlar sér að fá eitthvað fyrir mig þá hljóta þeir menn sem stjórna félaginu að lækka verðið. Umboðsmaður minn hefur sagt mér að það sé áhugi til staðar hjá öðrum liðum og nú er bara að finna rétta liðið,“ sagði Hannes en að hans sögn vill Sundsvall fá 3-4 milljónir sænskra króna fyrir hann sem jafn- gildir 55-70 milljónum íslenskra króna. Peter Larsson yfirmaður knatt- spyrnumála hjá Sundsvall segir í sænska blaðinu Sundsvall Tidning að Hannes sé dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins en hann segir að félagið hafi greitt nálægt 7 milljónum króna fyrir Íslendinginn sem jafngildir 125 milljónum íslenskra króna. Spurður hvort til greina komi að koma heim til Íslands í sumar og spila í Pepsi-deildinni sagði Hannes; ,,Ég útiloka ekkert . Ég hef hins vegar mestan áhuga á að reyna fyrir mér á meginlandi Evrópu en maður veit ekki hvað tekur við,“ sagði Hannes. gummih@mbl.is Hannes Sigurðsson á förum frá Sundsvall VIGNIR Svavarsson landsliðsmaður í handknattleik hefur gert tveggja ára samning við þýska 1. deildarliðið Hann- over-Burgdorf. Aron Kristjánsson var nýlega ráðinn þjálf- ari liðsins en Vignir lék undir hans stjórn hjá danska liðinu Skjern á sínum tíma. Með Hannover-Burgdorf leikur Hannes Jón Jónsson og þá gengur Heiðmar Felixson til liðs við félagið í sumar frá Lübbecke eins og Morgunblaðið greindi frá á fimmtudaginn. Vignir færir sig um set í Þýskalandi en hann hefur verið í tvö ár hjá Lemgo. „Þetta er í höfn og bara formsatriði að klára málið. Það voru prentvillur í samningnum sem ég skrifaði undir og ég þarf því að skrifa aftur undir, “ sagði Vignir þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann sagði ráðningu Arons hafa skipt máli í ákvarðanatök- unni. „Eftir EM fór ég að velta fyrir mér hvaða möguleikar væru í stöðunni. Mig langar að prófa að búa í einhverri borg eftir að hafa búið í litlum bæjum bæði í Danmörku og Þýskalandi síðustu fimm árin. Það voru nokkur lið sem komu til greina og Burgdorf var eitt þeirra. Ég þekki Aron mjög vel bæði sem þjálfara og persónu og veit fyrir hvað hann stend- ur. Það var því mjög freistandi að fara þangað og skemmtilegt að hafa nokkra Íslendinga á svæðinu,“ sagði Vignir. Samningur hans við Lemgo rennur út í vor og ekki var áhugi fyrir því að fram- lengja hann, hvorki af hálfu Lemgo né Vignis. „Það má segja að þessi tvö ár í Lemgo hafi verið vonbrigði, bæði innan vallar sem utan. Ég taldi mig vera að fara til toppfélags í handboltanum en reynsla mín af þessu félagi er bara ekkert sérstök.“ kris@mbl.is Árin tvö hjá Lemgo voru Vigni vonbrigði Vignir Svavarsson Eftir Guðmund Karl sport@mbl.is „PLANIÐ var að koma hingað og stela þessum leik og það gekk sem bet- ur fer upp en þetta var rosalega erf- iður leikur,“ sagði Jón Halldór. Leik- urinn var jafn en Keflavík var skrefinu á undan lengst af leiknum. Hamar náði að knýja fram framlengingu en Koren Schram jafnaði, 88:88, þegar 17 sek- úndur voru eftir á klukkunni. Í framlengingunni náði Hamar for- ystunni og leiddi með einu stigi þegar 10 sekúndur voru eftir. Kirsti Smith tók þá til sinna ráða og setti niður glæsilegan þrist langt fyrir utan teig þegar 4,9 sekúndur voru eftir á klukk- unni. Hamar óð fram í sókn en skot Koren Schram missti marks og Kefl- víkingar fögnuðu ógurlega. Birna Valgarðsdóttir var mikilvæg- asti hlekkurinn í sóknarleik Keflvík- inga og hún lék mjög vel ásamt Kirsti Smith. Pálína Gunnlaugsdóttir setti niður margar mikilvægar körfur og Bryndís Guðmundsdóttir sömuleiðis en hún tók af skarið og skoraði síðustu fjögur stig Keflavíkur í venjulegum leiktíma. Hjá Hamri var Julia Demirer allt í öllu og þó Keflvíkingar hafi ekki fund- ið neina leið til að stöðva hana verða fleiri leikmenn Hamars að taka af skarið í sókninni. Demirer skoraði 10 af 12 stigum Hamars í framlenging- unni og lék frábærlega með fjórar vill- ur á bakinu. Hvergerðingar hittu mjög illa í leiknum og settu einungis niður fimm þriggja stiga skot úr 25 til- raunum. „Varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur, þær fá mikið af opn- um skotum sem þær nýttu vel. Á með- an vorum við að misnota galopin skot fyrir utan. Við erum með betri skot- menn en þetta, við þurfum bara að ná fókus og setja opnu skotin okkar nið- ur. Ef við ætlum okkur að gera eitt- hvað í þessu einvígi þá þurfum við að vinna næsta leik. Við tökum bara eitt skref í einu en það er á hreinu að við teljum okkur geta hampað þeim stóra,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars í leikslok. Keflavík er nú 2:1 yfir og getur tryggt sér sigur í rimmunni á heimavelli. Ljósmynd/Guðmundur Karl Stáltaugar Kristi Smith skoraði sigurkörfu Keflavíkur í gær. Hér er hún í baráttunni gegn Koren Schram, leikmanni Hamars.  Smith skoraði sigurkörfu Keflavíkur „Jesús minn! Þetta var svakalegt. Ég held að hjartað þoli ekki mikið meira en þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvalds- son, þjálfari Keflavíkur, ylvolgur eftir æsispennandi þriðja leik Keflavíkur og Hamars í Hveragerði í gærkvöldi. Kristi Smith tryggði Keflavík sigurinn í fram- lengingu með risastórum þristi utan af velli. „Hjartað þolir ekki mikið meira en þetta“ Hamar – Keflavík 101:103 Hveragerði, úrvalsdeild kvenna, Iceland Ex- press deildin, undanúrslit, þriðji leikur föstu- daginn 19. mars 2010. Gangur leiksins: 0:6, 12:8, 18:17, 23:22, 25:33, 31:38, 39:45, 45:52, 55:55, 61:63, 66:71, 72:73, 74:80, 88:88, 95:92, 99:97, 101:103. Stig Hamars: Julia Demirer 39, Koren Schram 14, Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Fanney Guðmundsdóttir 12, Sigrún Ámundadóttir 10, Hafrún Hálfdánardóttir 6, Íris Ásgeirsdóttir 4, Guðbjörg Sverrisdóttir 3. Fráköst: 24 í vörn – 18 í sókn. Stig Keflavíkur: Kristi Smith 26, Birna Val- garðsdóttir 25, Pálína Gunnlaugsdóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Marín Rós Karlsdóttir 11, Rannveig Randversdóttir 8, Svava Stefánsdóttir 4, Hrönn Þorgrímsdóttir 3. Fráköst: 22 í vörn – 13 í sókn. Villur: Hamar 21 – Keflavík 23. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Eggert Þór Aðalsteinsson, slakir. Áhorfendur: 122.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.