Morgunblaðið - 20.03.2010, Page 4

Morgunblaðið - 20.03.2010, Page 4
Í HNOTSKURN »Bode Miller er fæddur 12.október árið 1977 í Easton í New Hampshire í Bandaríkjunum. »Hann hefur unniðtil 5 einstaklings- verðlauna á Ólymp- íuleikum og á heimsmeist- aramótum hefur hann einnig unn- ið til 5 verðlauna, þar af eru fjórir gullverðlauna- peningar.  Bode Miller fullkomnaði verð- launasafnið í Vancouver  Sig- ursælasti skíðaíþróttmaður Bandaríkjanna  Sérstakur per- sónuleiki og gífurlega umdeildur  Stundaði djammið á Ól- ympíuleikunum í Tórínó 4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2010 ALLS hefur Miller nú unnið fimm ól- ympíuverðlaun en hann skaust fram á sjónvarsviðið með látum tímabilið 2001-2002. Bandaríkjamenn héldu þá leikana á heimavelli í Salt Lake City. Miller vann þar til tvennra silf- urverðlauna og hafði fyrr á tíma- bilinu unnið tvo sigra í heimsbik- arnum. Síðan þá hefur Miller nánast unnið allt sem hægt er að vinna. Auk fyrrnefndra ólympíuverðlauna hefur Miller unnið til fimm verðlauna á heimsmeistaramótum, þar af eru fern gull. Tvenn þeirra komu í St. Moritz 2003 og tvenn tveimur árum síðar í Bormio. Ofan á þetta bætast 32 sigr- ar í heimsbikarnum og tvívegis hefur hann sigrað í samanlagðri stiga- keppni heimsbikarsins, 2005 og 2008. Það sem Bode Miller hefur um- fram ýmsa aðra keppinauta sína er hversu fjölhæfur hann er. Miller stát- ar til dæmis af sigrum í heimsbik- arnum í öllum fimm alpagreinunum, bruni, risasvigi, tvíkeppni, stórsvigi og svigi. Eins hefur hann unnið til verðlauna í fjórum þessara greina á Ólympíuleikum og einnig fjórum á HM. Þessi fjölhæfni hefur vitaskuld gert það að verkum að verðlaunasafn- ið er jafn glæsilegt og raun ber vitni. Með jafn glæsilegan feril og Bode Miller mætti ætla að hann væri þjóð- hetja í heimalandinu. Þó vissulega sé virðing borin fyrir afrekum Millers þá er staðreyndin sú að hann er víða óvinsæll. Ekki síst á meðal þeirra blaðamanna sem fjalla hvað mest um alpagreinar og stórmótin í kringum þær. Þær óvinsældir hefur Miller að vissu leyti kallað yfir sig sjálfur með ýmsum yfirlýsingum í gegnum tíðina. Sannur íþróttaandi Miller var þó vinsæll framan af ferlinum og sérstaklega þótti hann sýna sannan íþróttanda á Ól 2002. Þá missti hann af hliði þegar hann var á góðri leið með að vinna sín þriðju verðlaun. Í stað þess að hætta þá rölti hann til baka og kláraði ferðina þrátt fyrir að tapa mörgum sek- úndum í íþrótt þar sem sek- úndubrotin ráða úrslitum. Einnig hreif hann margan skíðaáhugamann- inn með tilþrifum sínum á HM 2005. Miller missti þá annað skíðið þegar honum hlekktist á ofarlega í brekk- unni. Hann hélt hins vegar sínu striki á aðeins einu skíði og var einungis 30 sekúndum á eftir fyrsta manni þegar hann datt loksins þegar marklínan var í sjónmáli. Afdrifaríkt viðtal í 60 minutes Þær vinsældir sem Miller vann sér inn með þessum tilþrifum dvínuðu þó mjög þegar kom að leikunum í Tórínó 2006. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 minutes í janúar 2006 hraunaði Miller yfir skíðaíþróttina sem hann sagði ónýta. Á meðan á leikunum í Tórínó stóð sagðist hann ítrekað vera að skíða eins og honum þætti skemmti- legast. Engin verðlaun vann hann á leikunum en hann sagðist ánægður að leikunum loknum því hann hefði skemmt sér konunglega í tvær vikur. Í kjölfarið á þessum undarlegu yf- irlýsingum fékk hann mjög slæma umfjöllun í bandarískum og alþjóð- legum fjölmiðlum. Væntingarnar höfðu verið gríðarlega miklar og rætt var um möguleikann á fimm gull- verðlaunum. Miller var á stórum samningi hjá Nike sem auglýsti fyrir leikana með slagorðinu: „Sláumst í för með Bode.“ Eftir leik- ana spurði einn íþrótta- blaða- maðurinn í pistli sínum: „Hvert? Á barinn?“ Það fór ekki fram hjá nein- um að Miller hafði verið á djamminu á leikunum og hann dró ekki heldur dul á það í viðtölum. Ekki jukust vinsældir Millers þeg- ar hann ákvað vorið 2007 að slíta sig frá bandaríska landsliðinu. Hann æfði og keppti á eigin vegum í tvö ár. „Bode verður að gera það upp við sig hvort hann sé ey- land,“ sagði landsliðsþjálfarinn Phil McNichol að loknum leikunum í Tór- ínó. Á þeim tíma féllu margir sér- fræðingarnir í þá gryfju að afskrifa kappann. Jafnframt klóruðu margir sér í höfðinu yfir þessum undarlega íþróttamanni. Töldu ýmsir að finna mætti skýringar á hegðun Millers í heimilisaðstæðum hans í uppvext- inum. Miller mun hafa alist upp við hippalegar aðstæður eins og það var kallað, og var hvorki vatn né rafmagn á heimilinu. Einnig þótti mörgum sem Miller væri lítill keppnismaður. Hann teldi sig frekar vera í keppni við fjallið sjálft heldur en dauðlega keppinauta sína. Enginn maður er eyland Árið 2009 var hans versta á ferl- inum í skíðabrekkunum. Miller, sem glímdi við ökklameiðsli og gerir raun- ar enn, mistókst að vinna mót á keppnistímabilinu í fyrsta skipti í átta ár. Nú töldu margir blaðamenn að nóg væri komið og Miller gaf sjálfur í skyn að nú færu skíðaklossarnir á hilluna frægu. Miller kom því mörg- um á óvart þegar hann sneri aftur í bandaríska landsliðið síðastliðið haust og hóf undirbúning fyrir leik- ana í Vancouver. Hann missti þó tals- vert úr vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í blaki. Smám saman tókst Miller þó að koma sér í gang og sigur í tvíkeppni í heimsbikarnum um miðj- an janúar á þessu ári var honum væntanlega mikilvægur. Hans fyrsti sigur í heimsbikarnum í liðlega tvö ár. Engu að síður gat Miller farið á leikana í Vancouver án þess að of mikil pressa væri á honum. Vissulega var fjallað um möguleika hans á því að næla loksins í ólympíugull en hann var ekki á meðal þeirra allra líkleg- ustu. Andrúmsloftið í kringum Miller fyrir leikana í Vancouver var því tals- vert ólíkt því sem var fyrir leikana í Tórínó. Þá var hann með væntingar Bandaríkjamanna á herðunum og var beinlínis andlit bandarískra keppenda á leikunum. Miller hafði skreytt nánast allar hugsanlegar tímaritaforsíður í Bandaríkjunum. Einum fjölmiðla- manni varð að orði að miðað við um- fjöllunina þá væri engu líkara en hann héldi við Angelinu Jolie! Þessi skrautlegi skíðamaður hefur í það minnsta skráð nafn sitt rækilega í sögubækurnar. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá hefur hann af- rekað meira en aðrir skíða- íþróttamenn Bandaríkjanna. Miller hefur ekki gefið neitt út á það hvort hann ætli sér að halda áfram að keppa í fremstu röð. Hann er slíkt ólíkindatól að ómögulegt er að segja fyrir um hvað hann ætlar sér. Reuters Umdeildur Banda- ríkjamaðurinn Bode Miller er sérstakur íþróttamaður og afar umdeildur. Bandaríski skíðakappinn Bode Miller var óumdeilanlega ein helsta stjarna vetrarólympíuleikanna sem haldnir voru í Vancouver á dögunum. Miller vann til þrefaldra verðlauna á leikunum og fékk alla málmana, gull, silf- ur og brons. Var þetta hans fyrsta ólympíugull og full- komnaði Miller þar með glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hann er nú sigursælasti skíðaíþróttamaður Banda- ríkjanna frá upphafi en er þó ekki þjóðhetja eins og svo oft er með framúrskarandi íþróttamenn. Miller er nefnilega ekkert sérstaklega vinsæll og hefur verið nokkuð uppátækjasamur í gegnum tíðina enda virðist hann vera fremur sérstakur per- sónuleiki. Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is Óvænt upprisa ólíkindatóls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.