Morgunblaðið - 26.03.2010, Page 3

Morgunblaðið - 26.03.2010, Page 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is VALSMENN komu í veg fyrir að Haukar fögnuðu deildarmeistaratitli í N1-deild karla í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöldi. Þeir mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og slógu öll vopn úr höndum einbeiting- arlausra leikmanna Hauka. Haukar náðu sér aldrei á strik og töpuðu sín- um fyrsta leik á heimavelli í deild- inni á þessari leiktíð, 24:20. Valur var yfir allan leikinn, þar á meðal einu marki að loknum fyrri hálfleik, 10:9. Leikmenn Vals voru greinilega staðráðnir í að sækja stig á Ásvöllum í gær. Mikil stemning var í her- búðum liðsins frá fyrstu mínútu á sama tíma og Haukar virkuðu ann- ars hugar. Vörn Vals var góð og að baki hennar var Hlynur Morthens frábær. Hann varði alls 19 skot í leiknum sem skiptust eins jafnt og mögulegt var á milli hálfleika. Vörn Hauka var lengst af nokkuð góð og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður var einn af fáum leik- mönnum liðsins sem náðu að standa upp úr meðalmennskunni. Sókn- arleikurinn var í molum. Aron afar óhress „Við vorum bara alls ekki tilbúnir í leikinn. Valsmenn mættu með bak- ið upp að vegg. Þeir þurftu nauðsyn- lega á stigum að halda til að vera með í baráttunni um sæti í úr- slitakeppninni. Staða okkar er þægi- legri í efsta sæti deildarinnar og þá er eins menn mínir telji að þeir geti bara komið með hálfum huga til leiks,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið í leikslok í gær en þá hafði hann ný- lokið við að tala yfir sínum leik- mönnum í búningsklefanum. Þar tal- aði hann bæði tæpitungulaust og af miklum styrk svo undir tók á Ásvöll- um. „Það er alveg ljóst að menn verða að leggja meira í andlegan und- irbúning á leikdag þótt ekki sé mikið undir í leikjum. Við lékum eins og höfuðlaus her í sókninni lengst af. Það var alveg sama hvað við reyndum að gera, ekkert gekk,“ sagði Aron Krist- jánsson. Morgunblaðið/Ómar Stöðvaður Þórður Rafn Guðmundsson komst lítt áleiðist gegn Elvari Friðrikssyni, Valsmanni. Valsmenn mikið betri  Fyrsta tap Hauka á Ásvöllum í vetur  Aron las mönnum pistilinn í leikslok Ásvellir, úrvalsdeild karla, N1- deildin, fimmtudaginn 25. mars 2010. Gangur leiksins: 0:2, 2:3, 2:5, 5:6, 5:8, 9:10, 9:12, 12:14, 12:16, 14.18, 17:23, 20:24. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveins- son 10/8, Elías Már Halldórsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 2, Einar Örn Jónsson 1, Heimir Óli Heim- isson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmunds- son 17 (þar af 7 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Vals: Fannar Þór Friðgeirsson 8, Elvar Friðriksson 5/3, Arnór Þór Gunnarsson 3/1, Orri Freyr Gíslason 2, Sigurður Eggertsson 2, Sigfús Páll Sigfússon 2, Jón Björgvin Pét- ursson 1, Ingvar Árnason 1. Varin skot: Hlynur Morthens 19 (þar af 6 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Magnús Jónsson og Arn- ar Sigurjósson, fínir. Áhorfendur: 523. Haukar – Valur 20:24 Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is NÚ fer að verða tímabært að hætta að kalla ungu strákana í Stjörnunni efnilega því miðað við frammistöð- una í 33:28 sigri á HK í Mýrinni í gærkvöldi eru þeir alveg að verða menn. Oft skilur á milli reynslu og aldurs þegar lið missa dampinn en þegar Garðbæingar spýttu rækilega í lófana og tóku leikinn í sínar hend- ur á lokasprettinum mátti sjá hvern- ig sjálfstraustið óx. Gömlu menn- irnir, ef hægt er að setja slíkan stimpil á menn eins og Vilhjálm Halldórsson og Þórólf Nielsen, ekki orðnir þrítugir, skiluðu þó sínu en það var þó sá gamli, eins og Stjörnu- strákarnir kalla Roland Eradze, sem kom liðinu í gang með frábærri markvörslu í byrjun síðari hálfleiks. Hinn 19 ára Tandri Konráðsson telst enn einn af þeim ungu en hefur fengið tækifæri í vetur og sýndi þeg- ar á reyndi að hann getur spjarað sig í djúpu lauginni. Reyndar leit ekki vel út með hann því í síðari hálf- leik lagðist hann fyrir aftan við vara- mannabekkinn því hann fékk of hraðan hjartslátt. Það jafnaði sig en sló ekkert á baráttuandann. „Ég varð að gefa 150% í þetta, það fór allt í gang og allt inni,“ sagði Tandri hinn brattasti eftir leikinn. „Við höfum alltaf verið í veseni með fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks og ákváðum gefa allt okkar og rúmlega það í leikinn og þegar við fáum þrjú hraðaupphlaup kom það okkur í gang. Við þeir ungu í liðinu höfum fengið meiri ábyrgð í vetur og notum tækifærið til að komast í gang. Ég hef lært mikið af þessu tímabili, við erum að þroskast og verðum bara betri og betri.“ Línujaxlinn Atli Ævar Ingólfsson í HK var ekki eins kátur. „Ég þoli ekki að tapa og er í hrikalegri fýlu núna, við erum auðvitað mjög svekktir í klefanum núna og verðum í klukkutíma en verðum bara að koma sterkari til baka. Við höfum sýnt betri liðsheild en þetta í vetur og grátlegt að missa leikinn í vit- leysu en það er ekki hægt að kenna neinum nema okkur sjálfum um það,“ sagði Atli Ævar eftir leikinn. Morgunblaðið/hag Dýrmætt Vilhjálmur Halldórsson og félagar lönduðu mikilvægum sigri gegn HK í gærkvöld. Strákarnir orðnir menn  Baráttusigur ungu strákanna í Stjörnunni á HK, 33:28  Annar sigur þeirra í röð með mikilli baráttu  Stórleikur Rolands í markinu kveikti í Garðbæingum. Mýrin, úrvalsdeild karla, N1-deildin, fimmtudaginn 25. mars 2010. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:2, 4:3, 5:4, 5:6, 7:7, 7:11, 8:13, 10:13, 12:16, 14.16, 15:17, 19:17, 19:19, 21:21, 23:22, 23:24, 26:24, 27:26, 30:26, 30:28, 33:28. Mörk Stjörnunar: Vilhjálmur Hall- dórsson 10/4, Daníel Einarsson 7, Tandri Konráðsson 6, Kristján Svan Kristjánsson 4, Þórólfur Nielsen 2, Eyþór Magnússon 2, Jón Arnar Jóns- son 1, Sverrir Eyjólfsson 1. Varin skot: Roland Valur Eradze 15/1 (þar af 4 til mótherja), Svavar Már Ólafsson 5 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk HK: Valdimar Fannar Þórsson 6/1, Atli Ævar Ingólfsson 5, Bjarki Már Elísson 5, Sverrir Hermannsson 5/1, Ragnar Hjaltested 4/3, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15 (þar af 4 til mótherja), Lárus Helgi Ólafsson 1 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: Um 235. Stjarnan – HK 33:28 „VIÐ vorum ótrúlega vel einbeittir í þessum leik. Það hreinlega small allt saman hjá okkur, ekki síst í varnarleiknum,“ sagði Hlynur Morthens sem átti frábæran leik í marki Vals gegn Haukum á Ásvöll- um í gærkvöldi. Hann var með um 50% markvörslu, varði alls 19 skot. „Við skiptum yfir í 6/0 vörn úr framliggjandi 3/2/1 vörn sem við höfum verið að leika mest upp á síð- kastið. Þessi breyting skilaði sér fullkomlega því Haukum gekk mjög illa að koma skotum á markið. Það var helst að þeir næðu að fiska vítaköst,“ sagði Hlynur en Haukar fengu átta vítaköst í leiknum sem öll nýttust. Það nægði þó ekki. „Það er frábært að halda Hauk- um í tuttugu mörkum á þeirra heimavelli.“ sagði Hlynur og bætti við að ekki hefði komið til greina að leyfa Haukum að fagna deild- armeistaratitli að þessu sinni. Máttu ekki fagna aftur „Þeir hafa nýverið fagnað bik- artitli fyrir framan nefið á okkur og því kom ekki til greina að leyfa þeim að fagna öðrum titli á skömm- um tíma eftir sigur á okkur. Framundan eru þrír úrslitaleikir hjá okkur og þá verðum við alla að vinna til þess að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni. Annað kemur ekki greina því baráttan um sæti í úrslitakeppninni er það hörð, ekki síst eftir að botnliðin tóku upp á því að vinna leik eftir leik,“ sagði Hlyn- ur Morthens, markvörður Vals sem mætir Akureyri á Hlíðarenda í næstu umferð. iben@mbl.is Hreinlega allt small saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.