Morgunblaðið - 26.03.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 26.03.2010, Síða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is ÞESSI stórsigur heimamanna var þó allt annað en sannfærandi. Eftir síðustu ferð Tindastólsmanna til Keflavíkur átti undirritaður ekki von á miklu frá þeim en þeir sýndu svo sannarlega að með góðri baráttu höfðu þeir í fullu tré við lið Keflvík- inga. Ekki var þó laust við að Keflvíkingar hefðu vanmetið gesti sína, í það minnsta framan af leik. Hálfleiksræða Guðjóns Skúlasonar hefur verið hnitmiðuð að því að herða varnarleik sinna manna og keyra upp hraðann. Það var einmitt það sem gerðist í seinni hálfleik og hægt og bítandi juku heimamenn forskotið og enduðu með að sigra með 21 stigi. Tambúrína í stúkunni Leikurinn náði hinsvegar aldrei þeirri fyllingu að vera úrslitakeppnisleikur. Þetta leit út eins og hver annar deildarleikur þar sem stemmningin var döpur að undanskilinni tambúrínu í stúkunni sem örfáir stuðningsmenn Tindastóls voru mættir með og studdu sitt lið. Gestirnir stóðu sig ágæt- lega en þurfa svo sannarlega meira framlag frá Svavari Birgissyni sem hefur nú í tvo leiki í röð skorað aðeins 3 stig í Toyotahöllinni og telst það ekki mikið á þeim bænum. Reynslubolti Keflvík- inga Sverrir Þór Sverrisson var sáttur með sig- urinn. „Þetta var ágætis leikur hjá okkur og aðal- atriðið er náttúrlega að við unnum. Tindastóll er með gott lið og við vitum það alveg en þrátt fyrir þennan stórsigur tel ég okkur geta gert betur en við gerðum hér í kvöld. Við klárum þennan leik sannfærandi en þannig séð voru þeir aldrei langt undan. Þessi leikur er búinn og nú stefnum við að því að klára þetta fyrir norðan,“ sagði Sverrir Þór. „Við komum aftur“ Karl Jónsson þjálfari Tindastólsmanna var kok- hraustur í lok leiks þrátt fyrir tapið. „Það eins sem okkur vantaði uppá til að sigla þennan leik í gegn var bara örlítið uppá trúna á verkefnið. Mér fannst eins og við værum alltaf að bíða eftir að Keflavík myndi rúlla yfir okkur. Það var markmið okkar að hanga inní leiknum eins lengi og við mögulega gætum. Fyrri hálfleikur var nákvæm- lega eins og við lögðum hann upp og við vorum að spila vel þá en það vantaði eins og ég segi uppá trúna. Við lögum þetta og það verður alvöru leik- ur á Króknum og við komum hingað aftur til Keflavíkur í oddaleik, það er alveg á hreinu,“ sagði Karl í samtali við Morgunblaðið. Hnitmið- uð hálf- leiks- ræða Ljósmynd/Skúli Sigurðsson Átök Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflvíkingur, reynir að ná boltanum af Cedric Isom, leikmanni Tinda- stóls, í leiknum í gærkvöld. Keflvíkingar hafa 1:0 forystu í einvígi liðanna og fara norður á sunnudag. Keflvíkingar sigruðu Tindastól í gærkvöldi með 94 stigum gegn 75 í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. Skagfirðingar mættu til Keflavíkur nokkuð sprækir og náðu að halda ágæt- lega í við heimamenn framan af leik en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum.  Karl bjartsýnn á að ná fram oddaleik  Eins og hver annar deildaleikur HVAR svarar íþróttamaður gagnrýni og illu umtali. Jú, inni á vellinum, og það hefur Eiður Smári Guðjohnsen svo sannarlega gert upp á síðkastið. Besti knattspyrnumaður þjóðarinnar, ef ekki sá besti sem Ísland hefur alið af sér, er farinn að sýna snilli sína á nýjan leik og hefur gefið því fólki sem hefur haldið því fram að hann væri búinn á því, langt nef. Á nokkrum dögum hefur Eiður Smári unnið hug og hjörtu stuðnings- manna Tottenham og eins og hann hefur sjálfur sagt hefur hann öðlast nýtt knattspyrnulíf með endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina. Eiður, sem hefur borið hróður íslenskrar knattspyrnu út um víða veröld í ára- raðir og er sá íslenski íþróttamaður sem hefur náð lengst í íþrótt sinni, er enn og aftur að sigrast á mótlæti. Það skiptust á skin og skúrir hjá honum hjá stjörnum prýddu liði Barcelona en að hafa náð að spila yfir 100 leiki í bún- ingi Katalóníuliðsins og skora 10 mörk fyrir liðið í deildinni er stórkostlegur árangur sem vart verður jafnaður af íslenskum knattspyrnumanni. Vistaskiptin til Mónakó reyndust Eiði ekki heillavænleg. Á þeim fimm mánuðum sem hann dvaldi í fursta- ríkinu náði hann ekki að fóta sig og komst ekki í takt við franska boltann. Skiptin til Mónakó voru mistök en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Eið- ur fékk sem betur fer líflínu. Honum var bjargað frá leiðinlegu liði Mónakó og er farinn að leika listir sínar á grænum grundum í vöggu knattspyrn- unnar þar sem hann komst í hæstu hæðir á ferli sínum hjá Chelsea á sín- um tíma og hefur fundið leikgleðina. Hárrétt að velja Tottenham Sumir héldu því fram að Eiður hefði gert rangt með því að snúa baki við West Ham á síðustu stundu og þiggja frekar tilboð Tottenham en það er að koma á daginn að sú ákvörðun hans var hárrétt. Harry Redknapp, knatt- spyrnustjórinn magnaði sem hefur áratuga reynslu í faginu, lagði mikið á sig til að klófesta Íslendinginn og í við- tölum við enska fjölmiðla upp á síð- kastið hefur hann farið lofsamlegum orðum um Eið Smára. ,,Það er þess virði að fylgjast með honum á æfing- unum. Hann er frábær fótboltamaður og það spilar enginn með Chelsea og Barcelona nema að vera frábær,“ sagði Redknapp, sem hefur lagt ofurkapp á að halda Eiði í herbúðum liðsins á næstu leiktíð. Það kemur ekki á óvart miðað við hvernig Eiður fellur inn í þetta stórskemmtilega lið sem Totten- ham hefur á að skipa. Mætir Hermanni á Wembley Það eru skemmtilegir tímar fram- undan hjá Eiði Smára. Hann átti sinn þátt að tryggja Lundúnaliðinu farseð- ilinn á Wembley þar sem hann kemur til með að mæta félaga sínum Her- manni Hreiðarssyni, leikmanni Portsmouth, í undanúrslitum bik- arkeppninnar en þeir félagar mætast einmitt í deildinni á laugardaginn. Hermann varð fyrstur Íslendinga til að verða enskur bikarmeistari þegar Portsmouth fór alla leið fyrir tveimur árum og nú getur Eiður leikið sama leik. Eiður varð tvívegis Englands- meistari með Chelsea og vann deilda- bikarinn með félaginu. Hann varð Spánarmeistari, bikarmeistari og Evr- ópumeistari með Barcelona og nú get- ur hann bætt enn einum titli í safnið með því að vinna enska bikarinn. Redknapp sagði þegar hann fékk Eið til liðs við sig að hann gæti leikið mikilvægt hlutverk með liðinu á loka- spretti tímabilsins og reynsla hans og hæfni ætti eftir að koma liðinu vel. Eiður hefur svarað kalli Redknapps með frábærum hætti í síðustu leikjum og hefur stimplað sig rækilega inn með liðinu sem nú síðustu vikur tímabilsins berst fyrir því að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Leiðin er grýtt að því sæti því eftir fyrstu vikuna í apríl tekur við svakalegt prógramm hjá lið- inu. Tottenham mætir toppliðunum þremur í beit, fyrst Arsenal, þá Chelsea og loks Manchester United og í millitíðinni er undanúrslitaleikurinn í bikarnum. Vonandi verður framhald á góðu gengi Eiðs Smára á lokaspretti tíma- bilsins. Hann er frábær sendiherra ís- lenskrar knattspyrnu og þjóðin á að vera stolt yfir því að eiga fótboltamann í þeim gæðaflokki. gummih@mbl.is Eiður gefur gagnrýnisröddum langt nef Á VELLINUM Guðmundur Hilmarsson Ívar Ingimars-son, fyrirliði enska knatt- spyrnuliðsins Reading, þarf að gangast undir uppskurð á morg- un og spilar þar með ekki aftur fyrr en á næsta tímabili. Ívar meiddist í leik gegn Middlesbrough á laugardaginn og verður þar með ekki með í þeim níu leikjum sem Reading á eftir í 1. deildinni á þessu tímabili.    Tony Mowbray, knattspyrnu-stjóra skoska úrvalsdeildarliðs- ins Celtic, var í gær sagt upp störf- um hjá félaginu. Celtic steinlá fyrir St. Mirren, 4:0, í skosku úrvalsdeild- inni í fyrrakvöld og það var kornið sem fyllti mælinn. Þetta var 13. tap- leikur liðsins á tímabilinu og er það tíu stigum á eftir erkifjendum sínum í Rangers sem á að auki tvo leiki til góða. Mowbray var ráðinn stjóri hjá Celtic í stað Gordons Strachans síð- astliðið sumar en áður var hann við stjórnvölinn hjá WBA. Neil Lennon mun stýra liði Celtic út leiktíðina. Lennon, sem er 38 ára gamall, lék með Celtic í sjö ár en árið 2007 yf- irgaf hann liðið og gekk í raðir Nott- ingham Forest. Hann var fyrirliði Celtic og leiddi liðið til sigurs í deild- inni og bikarnum fyrir þremur ár- um.    Michel Plat-ini, forseti evrópska knatt- spyrnusambands- ins, UEFA, telur að baráttan um heimsmeistaratit- ilinn í knatt- spyrnu í Suður- Afríku í sumar komi til með að standa á milli Bras- ilíumanna, Evrópumeistara Spán- verja og Englendinga. „Ég sé þrjú lið sem hafa burði til að vinna heims- meistaratitilinn; Brasilíu, England og Spán. Það verður erfitt að vinna nokkur önnur lið en þau hafa ekki nægilega mikinn styrk í öllum hópn- um til að verða meistari,“ sagði Plat- ini við fréttamenn á þingi UEFA í Tel Aviv í Ísrael.    Brasilía hefur unnið heimsmeist-aratitilinn fimm sinnum, Eng- land einu sinni, 1966, en Spáni hefur aldrei tekist að hampa styttunni eft- irsóttu. Spánverjar eru efstir á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA, Brasilíumenn eru í öðru sæti en Englendingar eru í áttunda sæti á listanum. Fólk sport@mbl.is Keflavík – Tindastóll 94:75 Toyota-höllin, úrslitakeppni karla, 8-liða úrslit, fyrsti leikur, fimmtudag 25. mars 2010. Gangur leiksins: 10:15, 25:22, 34:29, 46:43, 61:51, 74:66, 81:72, 94:75 Stig Keflavíkur: Draleon Burns 21, Þröstur Leó Jóhannsson 19, Gunnar Einarsson 18, Hörður A. Vilhjálmsson 14 Urule Ig- bevboa 12, Sigurður Þorsteinsson 6, Gunnar Stefánsson 3, Sverrir Þ. Sverrisson 1. Fráköst: 28 í vörn – 8 í sókn. Stig Tindastóls: Cedric Isom 27, Donatas Visockis 14, Helgi Rafn Viggósson 10, Friðrik Hreinsson 9, Axel Kárason 6, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar A. Birgisson 3, Sigmar L. Björns- son 2. Fráköst: 23 í vörn – 19 í sókn. Villur: Keflavík 21 – Tindastóll 18. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Einar Skarphéðinsson. Áhorfendur: 350.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.