Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 4

Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is NOKKUR dæmi eru um að fólk sem hefur haldið í gönguferð á Fimm- vörðuháls til að berja gosstöðvarnar augum hafi verið vanbúið, jafnvel að- eins í strigakóm og gallabuxum. Nokkrir hafa gefist upp í Baldvins- skála sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá gosinu og þurft að fá mat gefins, því ekkert var nestið. Þekkt veðravíti Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir fólki að gönguleiðin sé löng og erfið og nauðsynlegt að búa sig vel. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, minnir á að gönguferðin á Fimm- vörðuháls geti tekið um 12 tíma, með því að fólk dvelji um stund við gos- stöðvarnar. Félagið hafi töluverðar áhyggjur af því að fólk fari af stað án nægilegrar þekkingar og án þess að búa sig nógu vel. Ganga á Fimm- vörðuháls sé ekkert grín, leiðin að gosstöðvunum sé um 15 km löng en reikna megi með að fólk gangi um 34 km alls. Nauðsynlegt sé að vera í góðum gönguskóm, í góðum og hlýj- um fatnaði og í vind- og vatns- heldum hlífðarfatnaði. „Fimmvörðuháls er þekkt veðra- víti og fólk hefur jafnvel orðið úti þar að sumarlagi,“ segir Ólöf. Slæmt veður getur skollið á með litlum fyr- irvara og á hálsinum er lítið skjól. Þótt svæði í 5 km radíus frá gos- inu sé ekki lengur skilgreint sem hættusvæði er alls ekki hættulaust að nálgast gosið. Hætta er á hruni úr hraunjaðrinum og frá eitruðum gas- tegundum sem stíga upp af hrauninu en þær geta valdið varanlegum skaða á lungum. Gosgangan er ekkert grín  Dæmi um að fólk hafi haldið á Fimmvörðuháls í strigaskóm og gallabuxum  Löng og erfið ganga  Góður búnaður og orkuríkt nesti lífsnauðsynlegt Morgunblaðið/Árni Sæberg Vekur mikinn áhuga Ferðamenn virða fyrir sér gosið í gær. Mikill fjöldi snjósleða fór um svæðið og að minnsta kosti þrjár þyrlur voru á sveimi. FERÐAMÁLASTOFA beinir þeim tilmælum til ferðamanna sem vilja berja gosið í Eyjafjallajökli augum, að ganga veginn upp Fimmvörðu- háls frekar en að fara göngustíg- inn. Sveinn Rúnar Traustason, um- hverfisstjóri Ferðamálastofu, segir mikla bleytu vera í göngustígnum, en veginn töluvert þurrari. Straum- ur göngugarpa á stígnum muni því líklega valda á honum miklum skemmdum. Þótt göngufólki sé bent á að ganga veginn frekar en að fara hina hefðbundnu gönguleið, er veg- urinn lokaður fyrir bílaumferð. Lögreglan á Hvolsvelli fékk í gær upplýsingar um að einhverjir jeppamenn hefðu ekki látið sér segjast heldur ekið upp veginn og valdið á honum skemmdum. Lögregla hafði hins vegar hvorki tök á né tíma til að hafa uppi á við- komandi. Fólk gangi veg- inn frekar en göngustíginn „ÞETTA hefur verið mjög við- burðarík vika, það er óhætt að segja það,“ segir Þorkell Freyr Sigurðsson, framreiðslumað- ur hjá Hótel Hvolsvelli. Alveg frá því gosið hófst hafi verið gríðarlegur straumur ferðamanna, aðallega íslenskra en einnig er- lendra, sem bæði gista og snæða á hótelinu. Sömu sögu er að segja af veitingastaðnum Gallerí Pizza á Hvolsvelli. Staðurinn var troðfullur af spenntum ferðalöngum í gær frá morgni til kvölds. Talsvert meira hefur verið að gera á veitinga- staðnum en gengur og gerist. Mikið að gera í veit- ingasölu á Hvolsvelli Nóg er að gera á Hótel Hvolsvelli. SLYSAVARNA- FÉLAGIÐ Landsbjörg verð- ur með sérstakan viðbúnað á Fimmvörðuhálsi um helgina en þá er búist við mikl- um fjölda ferða- manna. Björg- unarsveitarmenn verða við gosstöðvarnar og á vissum stöðum á leiðinni upp hálsinn, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Lögreglan á Hvolsvelli mun einn- ig auka viðbúnað sinn um helgina og fær hún aðstoð frá öðrum emb- ættum. Aukinn viðbúnaður vegna ferðamanna Einungis fólk sem vant er fjall- göngum að vetri til ætti að reyna uppgöngu, að mati Slysavarna- félagins Landsbjargar. Veður á hálsinum getur breyst hratt og því þurfa þeir er ætla að ganga að eld- stöðvunum að vera afar vel búnir og hafa eftirfarandi atriði í huga:  Fylgist með veðurspá og farið eftir henni.  Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum.  Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um.  Góður fatnaður er að sjálfsögðu algert lykilatriði. Best er að klæðast nokkrum lögum af fatnaði sem verður að anda og ysta lagið þarf að vera vatns- helt.  Takið með lágmarks skyndi- hjálparbúnað og orkuríkan mat.  Góður fjarskiptabúnaður er mikilvægt öryggistæki. Ekki er GSM samband á öllum stöðum á leiðinni.  GPS staðsetningartæki og átta- vita ættu allir að hafa með- ferðis. Kunnátta til að nota slík tæki þarf auðvitað að vera til staðar.  Svefnpoki, einangrunardýna og vatnsheldur utanyfirpoki eða lítið tjald geta skilið á milli lífs og dauða ef til þess kemur að ferðalangur þarf að liggja utan- dyra af einhverjum orsökum  Betra er að snúa við í tíma held- ur en að koma sér í ógöngur. Nákvæmari upplýsingar er að finna á vef Landsbjargar, www.landsbjorg.is. Góður fatnaður og undirbúningur er lykilatriði REKSTRARFORSENDUR kúabúa munu bresta með niðurfellingu tolla sem fylgja mun inngöngu Íslands í Evrópusambandið, sagði Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda, í setningarræðu á aðal- fundi sambandsins. „Niðurfelling tolla mun leiða af sér verulegan markaðssamdrátt ís- lenskra mjólkurafurða og þar með munu núverandi rekstarforsendur greinarinnar bresta. Verst er þó að aðildarumsóknin sem slík skapar óvissu í starfsumhverfi greinarinnar, því ekki mun liggja fyrir fyrr en við undirskrift, hvað leynist í mjölpoka aðildarsamningsins,“ sagði hann. Jafnframt sagði Sigurður athygli vekja að ákvörðunin hefði verið tekin á sama tíma og stjórnsýslan og at- vinnulífið heyr harða baráttu við end- urreisn efnahagslífisns. Þá hlyti sá niðurskurður sem orðið hefur á fjár- lögum að veikja stjórnsýsluna í því vandasama verkefni sem aðildarvið- ræður við Evrópusambandið er. Þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir hrun verði það áfram Sigðurður vakti einnig máls á skuldastöðu kúabænda, sem eins og margir aðrir hafa glímt við forsendu- brest í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Hann sendi fjármálafyrirtækjum skýr skilaboð. „Það hefur verið skil- yrðislaus krafa Landssambands kúa- bænda í þessu efni, að öll þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir hrun verði það áfram. Undir þessu liggur krafa um að leiðréttur verði, eftir því sem að- stæður leyfa, sá forsendubrestur sem þarna varð,“ sagði Sigurður í setning- arræðunni. Umsókn veldur óvissu  Formaður Landssambands kúabænda segir niðurfellingu tolla grafa undan rekstrinum  Hrunið olli forsendubresti Morgunblaðið/Þorkell Verndaðir Kúabændur óttast áhrif tollaniðurfellingar í ESB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.