Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 6

Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VERÐI frumvarp efnahags- og við- skiptaráðherra um breytingar á sam- keppnislögum að lögum mun Sam- keppniseftirlitið fá nýjar og víðtækari heimildir til að grípa inn í starfsemi fyrirtækja, m.a. með því að skipta upp markaðsráðandi fyrirtæki. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra væntir skjótrar afgreiðslu á frumvarpinu. „Ég hef þetta náttúrulega ekki í hendi mér en þetta var samþykkt í ríkisstjórn í morgun [gærmorgun] og fer þá fyrir þingflokka og verður svo vonandi lagt fyrir Al- þingi fyrir páska. Síðan er það auðvitað Alþingis að ákveða hvaða framgang frumvarpið fær, en mínar vonir standa til þess að málið verði klárað fyrir sumarhlé.“ – Hvaða þýðingu mun frumvarpið hafa? Mun þetta auka völd Samkeppniseftirlitsins verulega? „Þetta er reyndar í nokkrum liðum en einn þátturinn er að gefa eftirlitinu ákveðið tæki sem gerir því kleift að grípa inn í og skipa fyrir um breytingar á skipulagi fyrir- tækja. Það er auðvitað mjög áhrifamikið tæki en vand- meðfarið. En vissulega gefur þetta, að mínu mati, eftirlit- inu tæki, sem það hefur kannski ekki haft til þessa, til að taka á vandamálum við ákveðnar kringumstæður.“ Eftirlitið ákveðið inngrip í matvörumarkað – Nú eru eigendur Haga umsvifamiklir á matvöru- markaðnum. Má ætla að þessilög muni hafa það í för með sér að það verði breytingar á matvörumarkaði? „Ég þori engu að spá um það og í raun og veru get ég ekki gefið nein fyrirheit um það, því að ef eftirlitið fær þessa heimild er það þess að taka ákvörðun um það hvernig það beitir henni.“ Fái heimild til að skipta upp markaðsráðandi fyrirtæki Viðskiptaráðherra tjáir sig ekki um áhrif á matvörumarkað Gylfi Magnússon Auki gegnsæi í hlutafélögum Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG held að þetta sé einn liður í al- mennri tiltekt í regluverki viðskipta- lífsins og auðvitað er gegnsæi eitt af því sem menn hafa kallað mjög eftir og bent á að hafi skort á að undan- förnu. Þannig að þetta er ákveðið svar við þeirri þörf og þeirri um- ræðu,“ segir Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra aðspurður um frum- varp sem ætlað er að stuðla að auknu gegnsæi í hlutafélögum. „Ég vona að frumvarpið verði af- greitt á þessu þingi, það er að segja fyrir sumarhlé, en það er auðvitað þingsins að ákveða það.“ – Myndi frumvarpið girða að stórum hluta fyrir krosseignatengsl og þann skort á gagnsæi sem færð hafa verið rök fyrir að hafi ríkt hér? „Já. Þetta er að mínu mati stórt skref í þá átt en ég ætla svo sem ekk- ert að vekja neinar falsvonir um að þetta muni leysa öll slík vandamál. Við reynum hvað við getum og þetta er mikilvægt skref.“ Meira þarf að koma til Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn tals- manna frumvarpsins, telur að meira þurfi að koma til eigi að girða fyrir krosseignatengsl og raðeignarhald. „Ég held að það þurfi að gerast töluvert meira því að uppfinninga- semin er svo mikil sem og þjálfunin í að finna göt í kerfinu. Menn hafa orðið svo mikla reynslu af þessu. Ég held því að það þurfi að búa til gegnsætt eignar- hald og banna lánveitingar til eigenda sinna og eigenda þeirra [...] Þannig getum við endurvakið traustið sem hvarf. Ég nefni sem dæmi í fylgiriti 1 með frumvarp- inu hvernig menn geta búið til tóm félög sem virðast hafa eigið fé en hafa ekkert eigið fé. Og sýni fram á að það er veila í hlutafélagaforminu sem felst í því að menn geti keypt í eigendum sínum einhvers staðar lengst úr fjarlægð. Þá fara peningar í hring – menn geta lánað einhverjum eiganda sín- um sem kaupir síðan niður alla keðj- una. Þeir peningar geta farið hring eftir hring. Það er það sem er mesta veilan og ég tel og vona að þetta frumvarp muni útiloka það.“ Alþjóðlegur vandi – Hvað á ríkisstjórnin þá að gera í framhaldinu? „Um leið og hlutafélög fara að eiga í hlutafélögum fara að myndast skrítnir hlutir eins og krosseignar- hald. Þetta er leyft um allan heim og býr til vandamál sem við höfum því miður kynnst. Vandinn er sá að við getum ekki verið að breyta hluta- bréfalögum á Íslandi ein og sér held- ur á breytingin að vera í takt við það sem er að gerast í heiminum.“ Pétur Blöndal Skiptar skoðanir um áhrif frumvarps SAMKVÆMT upplýsingum frá stærstu ferðaskrif- stofum og flugfélögum landsins verða a.m.k. 8 þús- und Íslendingar á faraldsfæti erlendis um páskana. Straumurinn liggur annars vegar til heitari staða á borð við Tenerife, Kanaríeyjar, Alicante og Suður- Spán og hins vegar til borga á borð við London, Kaupmannahöfn, Orlando, Berlín og Dublin. Að mati viðmælenda hefur farþegum fjölgað milli ára, en mismikið þó eftir tegundum ferða. Einnig benda þeir á að landsmenn hafi almennt bókað páskaferð- ina fyrr þetta árið en í fyrra. Reikna má með að a.m.k. 3-5 þúsund Íslendingar ferðist með Icelandair páskadagana. Að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, dreifist farþegafjöldi á flesta áfangastaði fyrirtæk- isins sem eru á annan tuginn. Segir hann aukningu í bókunum milli ára vera á bilinu 15-20%. Spurður hvaða áfangastaðir séu vinsælastir nefnir Guðjón Orlando annars vegar og Norðurlöndin hins vegar. Alls verða um það bil 600 farþegar erlendis á vegum ferðaskrifstofunnar VITA, að sögn Björns Guðmundssonar markaðsstjóra fyrirtækisins. Seg- ir hann viðskiptavini helst sækja í golfferðir til Spánar, sólarlandaferðir til Kanarí og borgarferðir til Dublin. Segir hann aukninguna í bókunum milli ára vera um 70%, þó bókunartölur séu enn nokkuð langt frá því sem sást fyrir efnahagshrun. Bendir hann á að leiguflugsbransinn hafi í kjölfar hrunsins dregist saman um 45-50%. Býst við góðu ferðasumri í ár Að sögn Tómasar Gestssonar, framkvæmda- stjóra Heimsferða, verða tæplega 400 manns á þeirra vegum á Suður-Spáni og á Kanaríeyjum yfir páskadagana. Segir hann þetta ívið fleiri farþega en í fyrra, en athygli veki að viðskiptavinir hafi byrjað að bóka páskaferðina þegar í janúar og það sé fyrr en í fyrra. Hjá Rannveigu Guðmundsdóttur, fjármálastjóra Ferðaskrifstofu Íslands ehf., fengust þær upplýs- ingar að straumurinn liggi helst til Tenerife og Kanarí en þangað séu allar vélar fullar, en einnig sé talsverður fjöldi að fara til Alicante. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir fyrirtækið munu flytja 500-600 far- þega til Alicante um páskana og 400-500 farþega til Berlínar jafnframt því sem einhver fjöldi sé á leið til Varsjár. „Auk þess eru mörg þúsund manns að fara út með okkur til Kaupmannahafnar og London um páskana,“ segir Matthías og tekur fram að hann eigi von á góðu ferðasumri í ár. Segir hann aukninguna í bókunum nú um páskana vera 12-15% samanborið við í fyrra. „En almennt eru bókanir það sem af er ári 40% fleiri milli ára.“ silja@mbl.is Þúsundir á leið út um páskana  Mun fleiri Íslendingar hyggjast leggja leið sína til útlanda um páskana í ár en í fyrra  Stór hluti farþeganna sækir í sólina suður á bóginn en borgarferðir eru líka vinsælar hjá landanum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í sól og sumaryl Suðrið heillar. „STEMNINGIN sem myndast hefur í tengslum við þetta átak er mjög skemmtileg. Þetta hefur haft góð áhrif á starfsandann. Í raun held ég að það hafi verið leyndur draumur mjög margra lögreglumanna að safna í mottu en eiginkonurnar ekki viljað það. En núna fengu menn loksins tækifæri,“ segir Þórir Ing- varsson rannsóknarlögreglumaður. Tæplega fjörutíu lögreglumenn í liði höfuðborgar- svæðisins hafa tekið þátt í átakinu Mottu Mars. Menn úr nánast öllum deildum lögreglunnar hafa tekið þátt í átakinu, bæði yfirmenn og lægra settir. Mottuhópnum, það er þeim úr honum sem heimangengt áttu, var svo safnað saman til myndatöku á tröppum lögreglustöðv- arinnar við Hverfisgötu í gærmorgun. Þórir segir sterka vitund vera fyrir baráttunni gegn krabbameini meðal lögreglumanna, sem fyrr í vikunni kvöddu einn úr sínum röðum, Svein Bjarka Sigurðsson, sem lést úr þessum illvíga sjúkdómi. Mönnum sé því ljúf skylda að leggja málefninu lið, en áheit á lögreglumenn í þessu átaki eru samanlagt um 90 þúsund krónur og renna þeir peningar óskiptir til Krabbameinsfélags Ís- lands og baráttu starfs þess. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus MOTTUR VORU LEYNDUR DRAUMUR Ármú la 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · Fax 533 5061 · t epp i@stepp · www.s t epp . i s Bjóðumheildarlausnir þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Taktu upp símann eða sendu okkur línu og við göngum í málið. Ó ! · 1 3 1 3 6 teppi@stepp.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.