Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 8
8 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Íslenskir þingmenn áttu athyglis-verðan fund í húsakynnum starfs- félaga í Lundúnum. Þar var mest rætt um Icesave. Margt kom þægi- lega á óvart.     Einn hópur breskra þingmannatók undir þau sjónarmið að Ís- lendingum bæri engin skylda til að borga fyrir einkafyrirtæki sem stæði ekki í skilum.     Annar hópur virt-ist lítið þekkja til málsins en var mjög opinn fyrir að heyra sjónarmið Ís- lands og var vel móttækilegur fyrir rökum þess.     Þriðji hópurinn taldi að þetta málteldist til hinna smærri mála á Bretlandi og það væri skýringin á að þingmennirnir þekktu ekki mjög vel til þess.     Þó er ljóst að einn þingmaðurhafði algjörlega misskilið málið. Hann var þó ekki breskur. Það var Árni Þór Sigurðsson. Hann sagði að Íslendingarnir hefðu lagt áherslu á að finna pólitíska lausn á málinu en ekki lögfræðilega lausn.     Er ekki nóg að Steingrímur og Jó-hanna spili sífellt á eigið mark í þeim landsleikjum sem þau taka þátt í? Þarf Árni Þór líka að dúkka upp í vitlausu liði?     Þeir sem ekki hafa góða lagalegastöðu forðast að ræða mál á lög- fræðilegum grundvelli og vilja alls ekki fara með mál fyrir dómstóla. Hinir, sem hafa lögin sín megin, eru ekki á því róli.     Reyndar ættu báðir aðilar að getasætt sig við niðurstöðu trúverð- ugra dómstóla. Er þetta of flókið fyrir Árna Þór? Árni Þór Sigurðsson Enn farinn úr liði Veður víða um heim 26.3., kl. 18.00 Reykjavík 5 léttskýjað Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri -1 snjókoma Egilsstaðir 0 snjókoma Kirkjubæjarkl. 3 léttskýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 7 skúrir Ósló 1 skúrir Kaupmannahöfn 10 heiðskírt Stokkhólmur 9 heiðskírt Helsinki 2 skúrir Lúxemborg 9 skýjað Brussel 13 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 8 skýjað London 11 skýjað París 11 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 15 skýjað Berlín 21 heiðskírt Vín 21 léttskýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 18 skýjað Madríd 10 skýjað Barcelona 19 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 heiðskírt Aþena 14 heiðskírt Winnipeg 2 léttskýjað Montreal -8 léttskýjað New York 4 skýjað Chicago 0 heiðskírt Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 27. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:04 20:04 ÍSAFJÖRÐUR 7:06 20:11 SIGLUFJÖRÐUR 6:49 19:54 DJÚPIVOGUR 6:32 19:34 STARF leik- og grunnskóla verður undir sama þaki í Krikaskóla í Mos- fellsbæ sem var tekinn formlega í notkun í gær. Skólinn nýi verður fyrir börn á aldrinum eins til níu ára og verður kennt allan daginn, allan ársins hring. Markmiðið með því er meðal annars að mæta þörf- um foreldra, sem flestir hverjir vinna úti allan daginn. Byggingin er ekki skólinn sjálf- ur. Hún er einungis umgjörð um faglegt og metnaðarfullt starf í anda einstakrar skólastefnu, sagði Haraldur Sveinsson bæjarstjóri við opnun skólans. Skólastefnan sem fylgt verður í Krikaskóla er afrakstur samkeppni sem haldin var fyrir tveimur árum. Sigurvegari hennar var hópur sem nefnir sig Bræðingur. Liðsmenn hópsins færðu skólanum gjöf í gær og hið sama gerði bæjarstjórn Mos- fellsbæjar. Krikaskóli í Mosfells- bæ opnaður í gær Morgunblaðið/Ernir Krikaskóli Ekki var laust við að undrunarsvipur væri í andlitum krakkanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.