Morgunblaðið - 27.03.2010, Síða 10
Átök Undirritaður fékk að kenna á því á ruðningsæfingu,
en gætti knattarins eins vel og hann gat.
Hvað ætlar þú að gera í dag?
Þetta verður ansi fjörugur og skemmtilegur dag-
ur. Ég er nefnilega að fara að halda upp á þrí-
tugsafmælið mitt. Sjálfur afmælisdagurinn er á
sunnudaginn og það verður því mikið fjör á mið-
nætti!
Ég ætla að hafa það notalegt fyrri
part dags, fá mér kannski labbitúr
niður í bæ og safna orku fyrir
kvöldið. Í framhaldi verða veislu-
höld undirbúin. Tvær frábærar
vinkonur mínar verða veislu-
stýrur í partíinu og við erum bú-
in að skipuleggja mjög fyndinn
leik sem við þurfum að renna að-
eins yfir (vil ekki segja of mikið
hér, þetta á nefnilega að koma
á óvart og gestir eiga ekki
að fá vísbendingar í
Morgunblaðinu!). Svo
ætla ég að bjóða
dásamlegu fólki heim
til mín um kvöldið og
skemmta mér í góðra
vina hópi.
Ég er mjög spennt-
ur og svo eru allir
svo kátir þessa dag-
ana, það er vor-
stemning í loftinu og
um að gera að brosa
og hafa gaman af líf-
inu!
Jón Gunnar Ólafsson
alþjóðastjórnmála-
fræðingur
Spenntur fyrir
þrítugsafmælinu
Jón Gunnar Ólafs-
son á annasaman
en ánægjulegan
dag fyrir höndum.
10 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
R
uðningur telst vart til
þeirra íþrótta sem
hafa náð traustri fót-
festu hér á landi. Nú
virðist ætla að verða
breyting þar á, því sístækkandi hóp-
ur manna hittist nú vikulega í Sport-
húsinu og leggur stund á ruðning.
Forsvarsmaður hópsins er
Martin Kelly, en hann fluttist
til Íslands fyrir 10 árum síð-
an. Hann segist í samtali
við Morgunblaðið hafa
gert nokkrar tilraunir
til að koma af stað
ruðningsvakningu, frá
því hann fluttist til
landsins. „Það er fyrst
núna sem undirtekt-
irnir eru nægilega
góðar, mönnum fjölg-
ar hjá okkur hverja
einustu viku. Hingað
eru allir velkomnir, og
við reynum að kenna öll-
um sem koma íþróttina,“
segir hann. Fleiri Eng-
lendingar eru hluti af
þeim hóp sem hittist
fyrst, en einnig er þar að
finna Skota og Frakka,
því ruðningur er vinsæll í þessum
löndum.
Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi
Sporthússins hefur lagt hönd á plóg
til að ruðningur nái auknum vinsæld-
um hér. Þröstur hefur leyft áhuga-
mönnum um ruðning að nota aðstöðu
í Sporthúsinu gegn vægara gjaldi en
gengur og gerist, þangað til hóp-
urinn er orðinn nægilega stór.
Eintómir risar?
Blaðamaður gerði sér ferð í Sport-
húsið eitt miðvikudagskvöld, en æf-
ingar eru enn sem komið er aðeins
einu sinni í viku. Áður en haldið var
af stað óttaðist undirritaður að þurfa
að takast á sambærilega risa og sjást
í beinum sjónvarpsútsendingum frá
íþróttinni. Sá ótti reyndist ekki full-
komlega á rökum reistur, þar sem
aðeins hluti þeirra sem mættir voru
gæti talist til risa.
Ruðningur á sér
stað í Reykjavík
Reglulegar ruðnings-
æfingar eru haldnar í
Sporthúsinu í Kópavogi.
Blaðamaður brá sér af
bæ og tók þátt í þessari
íþrótt, sem vart telst
henta hverjum sem er.
Í hita leiksins Að-
eins er leyfilegt að
gefa aftur eða til
hliðar.
Á morgun, sunnudag, kl. 14 verður
boðið upp á skapandi listsmiðju í
Hafnarborg fyrir börn og foreldra í
tengslum við sýninguna Í barnastærð-
um. Sköpunarsmiðjan er tækifæri fyrir
unga sem aldna sýningargesti að láta
ljós sitt skína en sýningin er notuð
sem innblástur í hugleiðingar um
hönnun og vinnu á verkstæði. Örnám-
skeiðið er fyrir börn og fullorðna í
fylgd með þeim og er þátttaka ókeyp-
is, öllum heimil og allt efni er á staðn-
um.
Á sýningunni Í barnastærðum er
sýnd bæði íslensk og alþjóðleg hönn-
un sem veitir innsýn í heillandi heim
hönnunar fyrir börn. Sýningargestir á
öllum aldri kynnast leikföngum og
húsgögnum sem eru sérstaklega gerð
fyrir börn og sækja innblástur í leiki
þeirra og hugmyndaheim. Þá er einnig
heilt herbergi tileinkað kassabílaleik
en nemendur í vöruhönnun við
Listaháskóla Íslands hönnuðu og
smíðuðu kassabíla innblásna af hug-
myndum frægra hönnuða. Ungir sýn-
ingargestir geta ekið um safnið í
kassabílunum og prufað notagildi
þeirra.
Sýningin stendur til 2. maí. Í Hafn-
arborg er opin alla daga kl. 12-17 nema
þriðjudaga og á fimmtudögum 12-21.
Endilega …
Morgunblaðið/Einar Falur
Dráttarvél Hönnun fyrir börn er til sýnis í Hafnarborg í Hafnarfirði.
… farið með börnin í Hafnarborg
Staðurinn um helgina er Kaffi Rósen-
berg á Klapparstíg. Rósenberg heldur
uppi tónleikamenningu höfuðborg-
arinnar með tónleikum á nánast hverju
kvöldi þar sem fjölbreyttir tónlist-
armenn stíga á svið. Allir aldurshópar
sækja staðinn og þar myndast oft
heimilisleg stemning og/eða band-
brjálað stuð.
Um helgina er Klúbbur Blúshátíðar á
Rósenberg. Í kvöld koma fram Devil’s
Train, Davíð Þór Jónsson, Rattlesnake’s
Daddies og síðan verður blúsdjamm
fram á nótt. Annað kvöld verður ljóða-
upplestur og Stone Stones, Bee Bee
and the Bluebirds og Klassart leika.
Staðurinn
Blúsklúbbur
á Rósenberg
Morgunblaðið/Ómar
Tónar Bubbi hefur leikið á staðnum.
Dólómítarnir eru án efa einn frægasti fjallgarður Alpanna. Stórbrotin náttúra,
sögulegt mikilvægi og sérstæð menning eru ástæður þess að fjallgarðurinn var
tekinn inn á heimsminjaskrá UNESCO fyrr á þessu ári. Í þessari vikuferð verður
gengið um alla helstu staðina sem hafa gert Dólómítafjöllin fræg í aldanna rás, ekki
bara hjá fjallgöngufólki, heldur einnig hjá skíðamönnum alls staðar að úr heiminum.
Áhugamenn um menningu, listir, góða matseld og eðalvín hafa einnig sótt í svæðið.
Göngurnar verða í kringum alla þekktustu og fallegustu tindana, Sella, Cortina,
Catinaccio, Lavaredo og San Martino. Ferðin er á ákjósanlegasta tíma með tilliti til
hæðar og hitastigs en hægt verður að haga göngum eftir óskum og getu hópsins.
Gist er allan tímann á sama hótelinu í bænum Canazei og farið í ferðir út frá því.
Fararstjóri: Guðrún Sigurðardóttir
Verð: 212.200 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, ferðir til og frá flugvelli í Mílanó, hótelgisting,
hálft fæði, og íslensk fararstjórn.
7. - 14. júlí
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Gönguferð um
Dólómítana