Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 10
Átök Undirritaður fékk að kenna á því á ruðningsæfingu, en gætti knattarins eins vel og hann gat. Hvað ætlar þú að gera í dag? Þetta verður ansi fjörugur og skemmtilegur dag- ur. Ég er nefnilega að fara að halda upp á þrí- tugsafmælið mitt. Sjálfur afmælisdagurinn er á sunnudaginn og það verður því mikið fjör á mið- nætti! Ég ætla að hafa það notalegt fyrri part dags, fá mér kannski labbitúr niður í bæ og safna orku fyrir kvöldið. Í framhaldi verða veislu- höld undirbúin. Tvær frábærar vinkonur mínar verða veislu- stýrur í partíinu og við erum bú- in að skipuleggja mjög fyndinn leik sem við þurfum að renna að- eins yfir (vil ekki segja of mikið hér, þetta á nefnilega að koma á óvart og gestir eiga ekki að fá vísbendingar í Morgunblaðinu!). Svo ætla ég að bjóða dásamlegu fólki heim til mín um kvöldið og skemmta mér í góðra vina hópi. Ég er mjög spennt- ur og svo eru allir svo kátir þessa dag- ana, það er vor- stemning í loftinu og um að gera að brosa og hafa gaman af líf- inu! Jón Gunnar Ólafsson alþjóðastjórnmála- fræðingur Spenntur fyrir þrítugsafmælinu Jón Gunnar Ólafs- son á annasaman en ánægjulegan dag fyrir höndum. 10 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is R uðningur telst vart til þeirra íþrótta sem hafa náð traustri fót- festu hér á landi. Nú virðist ætla að verða breyting þar á, því sístækkandi hóp- ur manna hittist nú vikulega í Sport- húsinu og leggur stund á ruðning. Forsvarsmaður hópsins er Martin Kelly, en hann fluttist til Íslands fyrir 10 árum síð- an. Hann segist í samtali við Morgunblaðið hafa gert nokkrar tilraunir til að koma af stað ruðningsvakningu, frá því hann fluttist til landsins. „Það er fyrst núna sem undirtekt- irnir eru nægilega góðar, mönnum fjölg- ar hjá okkur hverja einustu viku. Hingað eru allir velkomnir, og við reynum að kenna öll- um sem koma íþróttina,“ segir hann. Fleiri Eng- lendingar eru hluti af þeim hóp sem hittist fyrst, en einnig er þar að finna Skota og Frakka, því ruðningur er vinsæll í þessum löndum. Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins hefur lagt hönd á plóg til að ruðningur nái auknum vinsæld- um hér. Þröstur hefur leyft áhuga- mönnum um ruðning að nota aðstöðu í Sporthúsinu gegn vægara gjaldi en gengur og gerist, þangað til hóp- urinn er orðinn nægilega stór. Eintómir risar? Blaðamaður gerði sér ferð í Sport- húsið eitt miðvikudagskvöld, en æf- ingar eru enn sem komið er aðeins einu sinni í viku. Áður en haldið var af stað óttaðist undirritaður að þurfa að takast á sambærilega risa og sjást í beinum sjónvarpsútsendingum frá íþróttinni. Sá ótti reyndist ekki full- komlega á rökum reistur, þar sem aðeins hluti þeirra sem mættir voru gæti talist til risa. Ruðningur á sér stað í Reykjavík Reglulegar ruðnings- æfingar eru haldnar í Sporthúsinu í Kópavogi. Blaðamaður brá sér af bæ og tók þátt í þessari íþrótt, sem vart telst henta hverjum sem er. Í hita leiksins Að- eins er leyfilegt að gefa aftur eða til hliðar. Á morgun, sunnudag, kl. 14 verður boðið upp á skapandi listsmiðju í Hafnarborg fyrir börn og foreldra í tengslum við sýninguna Í barnastærð- um. Sköpunarsmiðjan er tækifæri fyrir unga sem aldna sýningargesti að láta ljós sitt skína en sýningin er notuð sem innblástur í hugleiðingar um hönnun og vinnu á verkstæði. Örnám- skeiðið er fyrir börn og fullorðna í fylgd með þeim og er þátttaka ókeyp- is, öllum heimil og allt efni er á staðn- um. Á sýningunni Í barnastærðum er sýnd bæði íslensk og alþjóðleg hönn- un sem veitir innsýn í heillandi heim hönnunar fyrir börn. Sýningargestir á öllum aldri kynnast leikföngum og húsgögnum sem eru sérstaklega gerð fyrir börn og sækja innblástur í leiki þeirra og hugmyndaheim. Þá er einnig heilt herbergi tileinkað kassabílaleik en nemendur í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands hönnuðu og smíðuðu kassabíla innblásna af hug- myndum frægra hönnuða. Ungir sýn- ingargestir geta ekið um safnið í kassabílunum og prufað notagildi þeirra. Sýningin stendur til 2. maí. Í Hafn- arborg er opin alla daga kl. 12-17 nema þriðjudaga og á fimmtudögum 12-21. Endilega … Morgunblaðið/Einar Falur Dráttarvél Hönnun fyrir börn er til sýnis í Hafnarborg í Hafnarfirði. … farið með börnin í Hafnarborg Staðurinn um helgina er Kaffi Rósen- berg á Klapparstíg. Rósenberg heldur uppi tónleikamenningu höfuðborg- arinnar með tónleikum á nánast hverju kvöldi þar sem fjölbreyttir tónlist- armenn stíga á svið. Allir aldurshópar sækja staðinn og þar myndast oft heimilisleg stemning og/eða band- brjálað stuð. Um helgina er Klúbbur Blúshátíðar á Rósenberg. Í kvöld koma fram Devil’s Train, Davíð Þór Jónsson, Rattlesnake’s Daddies og síðan verður blúsdjamm fram á nótt. Annað kvöld verður ljóða- upplestur og Stone Stones, Bee Bee and the Bluebirds og Klassart leika. Staðurinn Blúsklúbbur á Rósenberg Morgunblaðið/Ómar Tónar Bubbi hefur leikið á staðnum. Dólómítarnir eru án efa einn frægasti fjallgarður Alpanna. Stórbrotin náttúra, sögulegt mikilvægi og sérstæð menning eru ástæður þess að fjallgarðurinn var tekinn inn á heimsminjaskrá UNESCO fyrr á þessu ári. Í þessari vikuferð verður gengið um alla helstu staðina sem hafa gert Dólómítafjöllin fræg í aldanna rás, ekki bara hjá fjallgöngufólki, heldur einnig hjá skíðamönnum alls staðar að úr heiminum. Áhugamenn um menningu, listir, góða matseld og eðalvín hafa einnig sótt í svæðið. Göngurnar verða í kringum alla þekktustu og fallegustu tindana, Sella, Cortina, Catinaccio, Lavaredo og San Martino. Ferðin er á ákjósanlegasta tíma með tilliti til hæðar og hitastigs en hægt verður að haga göngum eftir óskum og getu hópsins. Gist er allan tímann á sama hótelinu í bænum Canazei og farið í ferðir út frá því. Fararstjóri: Guðrún Sigurðardóttir Verð: 212.200 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, ferðir til og frá flugvelli í Mílanó, hótelgisting, hálft fæði, og íslensk fararstjórn. 7. - 14. júlí Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Gönguferð um Dólómítana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.