Morgunblaðið - 27.03.2010, Side 11

Morgunblaðið - 27.03.2010, Side 11
Morgunblaðið/Golli Engin vettlingatök Ruðningstæklingar eru góð skemmtun. Árangursríkast er að keyra aðra öxlina í mitti andstæð- ings og grípa um fætur hans, og færa síðan takið neðar eftir því sem jafnvægi hins tæklaða minnkar. Það getur verið erfitt að venjast reglum leiksins. Fyrir þann sem hef- ur fyrst og fremst leikið körfuknatt- leik eða knattspyrnu, getur verið strembið að venja sig af því að gefa boltann og taka síðan á sprett fram. Undirritaður hefur fyrst og fremst fylgst með ruðningi í sjónvarpi, en aldrei spilað fyrr en nú. Um leið og knötturinn barst honum í hendur kom ekkert annað til greina en að taka af stað frá miðjum vallarhelm- ingi og freista þess að skora, eftir ep- ískan sprett í gegnum vörn andstæð- inganna. Það tókst ekki, enda veita varnarmenn í ruðningi sjaldnast silkihanskameðferð. Til að útrýma óþarfa áhyggjum er þó rétt að taka fram að undirritaður varð ekki fyrir neinum langvarandi meiðslum. Fljótt lærist að lykillinn að skil- virkum sóknarleik felst í sendinga- fléttum og hlaupum, en það á líkleg- ast við um flestar knattíþróttir. Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Á vefsíðunni Notsoboringlife.com (Ekki svo leiðinlegt líf) má finna alls- konar skemmtilegar hugmyndir að áhugamálum og upplýsingar um hvernig á að stunda þau. Samkvæmt síðunni má flokka áhugamál niður í sjö flokka; leiki/ íþróttir, öfgafullar íþróttir (fjallaklif- ur eða fallhlífarstökk), öðruvísi áhugamál (bjórbruggun), söfnun, úti- veru (garðyrkju) og listir. Vefsíðan hefur að geyma lista yfir hugmyndir að 229 áhugamálum og bætist stöðugt við hann. Einnig er listi yfir fimmtíu vinsælustu áhuga- málin, efst þar á lista er lestur, næst sjónvarpsgláp og númer þrjú er að verja tíma með fjölskyldunni. Það er stungið upp á mörgum skemmtilegum áhugamálum á síð- unni, t.d. að reykja pípu, og leiðbein- ingar um hvernig á að byrja á því. Vefsíðan: www.notsoboringlife.com Morgunblaðið/Sverrir Áhugamál Það má alltaf prófa fallhlífarstökk ef manni leiðist. Leiðist þér? Rétt er öfugt, öfugt rétt, eins er lygin sanna; sannleikurinn sýnir prett og svik til allra manna. Úr bókinni Öfugmælavísur: Eignaðar Bjarna Jónssyni Borgfirðingaskáldi. Helgafell, Reykjavík 1946. Öfugmælavísan Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sólarlag Öfugt eða rétt? Sannleikurinn sýnir prett lífrænt lífrænt lífrænt lífrænt lífrænt lífrænt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.