Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli Engin vettlingatök Ruðningstæklingar eru góð skemmtun. Árangursríkast er að keyra aðra öxlina í mitti andstæð- ings og grípa um fætur hans, og færa síðan takið neðar eftir því sem jafnvægi hins tæklaða minnkar. Það getur verið erfitt að venjast reglum leiksins. Fyrir þann sem hef- ur fyrst og fremst leikið körfuknatt- leik eða knattspyrnu, getur verið strembið að venja sig af því að gefa boltann og taka síðan á sprett fram. Undirritaður hefur fyrst og fremst fylgst með ruðningi í sjónvarpi, en aldrei spilað fyrr en nú. Um leið og knötturinn barst honum í hendur kom ekkert annað til greina en að taka af stað frá miðjum vallarhelm- ingi og freista þess að skora, eftir ep- ískan sprett í gegnum vörn andstæð- inganna. Það tókst ekki, enda veita varnarmenn í ruðningi sjaldnast silkihanskameðferð. Til að útrýma óþarfa áhyggjum er þó rétt að taka fram að undirritaður varð ekki fyrir neinum langvarandi meiðslum. Fljótt lærist að lykillinn að skil- virkum sóknarleik felst í sendinga- fléttum og hlaupum, en það á líkleg- ast við um flestar knattíþróttir. Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Á vefsíðunni Notsoboringlife.com (Ekki svo leiðinlegt líf) má finna alls- konar skemmtilegar hugmyndir að áhugamálum og upplýsingar um hvernig á að stunda þau. Samkvæmt síðunni má flokka áhugamál niður í sjö flokka; leiki/ íþróttir, öfgafullar íþróttir (fjallaklif- ur eða fallhlífarstökk), öðruvísi áhugamál (bjórbruggun), söfnun, úti- veru (garðyrkju) og listir. Vefsíðan hefur að geyma lista yfir hugmyndir að 229 áhugamálum og bætist stöðugt við hann. Einnig er listi yfir fimmtíu vinsælustu áhuga- málin, efst þar á lista er lestur, næst sjónvarpsgláp og númer þrjú er að verja tíma með fjölskyldunni. Það er stungið upp á mörgum skemmtilegum áhugamálum á síð- unni, t.d. að reykja pípu, og leiðbein- ingar um hvernig á að byrja á því. Vefsíðan: www.notsoboringlife.com Morgunblaðið/Sverrir Áhugamál Það má alltaf prófa fallhlífarstökk ef manni leiðist. Leiðist þér? Rétt er öfugt, öfugt rétt, eins er lygin sanna; sannleikurinn sýnir prett og svik til allra manna. Úr bókinni Öfugmælavísur: Eignaðar Bjarna Jónssyni Borgfirðingaskáldi. Helgafell, Reykjavík 1946. Öfugmælavísan Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sólarlag Öfugt eða rétt? Sannleikurinn sýnir prett lífrænt lífrænt lífrænt lífrænt lífrænt lífrænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.