Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 BÚIST er við mikilli umferð al- mennings við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi í dag og næstu daga. Af því tilefni þykir Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu rétt að vara við hættulegum eiturgufum er fylgja eldgosum sem þessu. Um er að ræða brennistein, flúor, koltvísýring og kolmonoxíð sem er lyktarlaust og banvænt. Efnin eru leysandi og geta valdið var- anlegum lungnaskaða andi maður þeim að sér. Eiturgösin eru þung og leka með jörðinni. Fólk er því varað við að fara inn í Hrunagil þar sem hraun lekur nú niður, því gilið er þröngt og líklegt að mikið sé um eiturgös þar. Einnig er fólki sem er uppi á Fimmvörðuhálsi við eldstöðvarnar bent á að forðast lægðir ef veður er stillt, halda sig á hólum og hæðum og standa und- an vindi. Morgunblaðið/RAX Fagurt Eiturefni geta leynst í gos- gufum frá eldgosinu. Banvæn eiturgös við eldstöðvar Í dag, laugardag, heldur Samfylkingin flokkstjórnar- fund á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13:00 með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar undir yfirskriftinni „Brýn verkefni framundan“. Síðan tekur til máls Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sem fjallar um erindi Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum. Þá mun Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráð- herra fjalla um ný úrræði í skuldavanda heimilanna. Að loknum framsöguræðum munu fulltrúar mál- efnanefnda gera grein fyrir umræðum og frummæl- endur, auk Ragnheiðar Hergeirsdóttur bæjarstjóra á Selfossi og Kristjáns L. Möller samgönguráðherra, sitja fyrir svörum í um- ræðum um komandi sveitarstjórnarkosningar og stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Fundir flokkstjórnar eru opnir öllu samfylkingarfólki. Mál- efnanefndir flokksins funda á Hótel Loftleiðum frá kl. 9.00 um morguninn. Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SURTSEYJARSTOFA verður opn- uð í Vestmannaeyjum í sumar. Þar verður sýningin „Surtsey – jörð úr ægi“ sem Nátt- úrufræðistofnun Íslands setti upp í Þjóðmenningar- húsinu fyrir þremur árum. Áformað var að koma upp Surts- eyjarstofu á árinu 2008, sama ár og eyjan var sam- þykkt á heims- minjaskrá Menningarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO). Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur var ráðin til þess verks og að hafa umsjón með friðlandinu. Vegna efnahagserf- iðleikanna fengust ekki fjárveitingar til verksins. Lovísa segir að nú hafi fengist heimild frá umhverfisráðuneytinu til að hefja framkvæmdir við Surtseyj- arstofu. Hún hefur fengið tilboð um húsnæði á góðum stað í Vestmanna- eyjum og segir að Surtseyjarstofa verði opnuð í sumar, væntanlega í júlí. Áformað er að í framtíðinni verði Surtseyjarstofa í safnahúsi sem Vest- mannaeyjabær hefur hug á að reisa og mun heita Eldheimar. Þar verða Heimaeyjargosinu einnig gerð skil. Sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína til Vestmannaeyja og Lovísa seg- ir að búast megi við mikilli aukningu í sumar og næstu ár með tilkomu Landeyjahafnar og styttri siglingar- leið til Eyja. Upplýsingaskilti um úteyjar Sýningin „Surtsey – jörð úr ægi“ verður tekin úr pappakössunum og sett upp í Surtseyjastofu eins og gert var ráð fyrir þegar hún var sett sam- an í Þjóðmenningarhúsinu á árinu 2007. Þar er rakin myndunar- og þró- unarsaga Surtseyjar og spáð um framtíð eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin. „Það er verið að vinna að verkefn- inu af fullum krafti núna. Ég er búin að bíða eftir þessu í tvö ár og hlakka mikið til að opna stofuna með öllum þeim fróðleik og upplýsingum sem eru til um Surtsey,“ segir Lovísa. Jafnframt vinna Umhverfisstofnun og Vestmananeyjabær að því að und- irbúa uppsetningu skiltis með upplýs- ingum um heimsminjasvæðið Surtsey og úteyjar Vestmannaeyja. Skiltinu verður komið fyrir á á vesturströnd Heimaeyjar, þar sem gott útsýni er til eyjanna. Surtseyjarstofa verður opnuð í Eyjum í sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg Surtsey Aðeins vísindamenn mega stíga fæti á heimsminjasvæðið Surtsey en ferðafólk má fljúga yfir og sigla allt í kringum eyjuna. Í HNOTSKURN »Surtsey varð til í eldgosisem hófst í nóvember 1963. Hún er yngsta eyja landsins og hefur verið vernd- að friðland frá upphafi. »Surtsey var tekin á heims-minjaskrá UNESCO á árinu 2008. Sýningin „Surtsey – jörð úr ægi“ verð- ur sett þar upp Lovísa G. Ásbjörnsdóttir ÚR BÆJARLÍFINU Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Hvað er að frétta? Svona spyr enginn hér um slóðir þessa dagana enda verður hér varla þverfótað fyr- ir fréttamönnum sem sýna myndir og segja fréttir margoft á dag. Til- efnið er að sjálfsögðu eldgosið í Eyjafjallajökli. Hógværir Rang- æingar eru vart vanir slíkri umfjöll- un, maðurinn í næsta húsi er orðinn landskunnur og krakkarnir tala óhrædd við fréttamenn.    En sennilega er þetta bara byrjunin. Að sjálfsögðu mun áhugi fréttamanna dvína með tímanum þó eldgosið dvíni ekki. Ljóst er að framundan er ein stærsta ferða- mannahelgi ársins. Hingað munu streyma ferðmenn til að berja undur náttúrunnar augum og upplifa smæð mannsins á eigin skinni.    Undirbúningur undir móttökurn- ar er þegar hafinn. Gera á bílastæði við Fljótsdal og jafnvel koma þar upp einhverri aðstöðu. Merkja á gönguleið uppá Þórólfsfell þar sem virða má dýrðina fyrir sér án allt of mikillar fyrirhafnar. Þeir sem leggja leið sína í næsta nágrenni eldgossins verða varla aðrir en þaulvanir göngugarpar og útivistarmenn.    Hótel Rangá hefur þegar auglýst tilboð á gistingu og þyrluflugi yfir svæðið og nú bíða menn spenntir eftir fleiri krassandi tilboðum ferða- þjónustuaðila. Eldgos hefur alltaf hleypt lífi í ferðamennsku á svæð- inu.    Menn deila um viðbrögð við gos- inu af hálfu almannavarna. Sumir telja sig svikna vegna þess að ekki var haft samband við þá, þrátt fyrir búsetu á hættusvæði. Það hlýtur að vera óþægileg tilfinning. Nú gefst öllum tækifæri á að láta vita af því sem aflaga hefur farið. Þrátt fyrir pirring einstakra gamalla kalla á Reykjavíkursvæðinu þá eru íbúar hér afar þakklátir fyrir að upplifa öryggistilfinningu. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að taka ákvarðanir við þessar aðstæður og við sem búum við hættuna viljum frekar vera kölluð út einu sinni of oft en einu sinni of sjaldan.    Garpur skal það heita fjallið sem er að fæðast. Það finnst und- irritaðri við hæfi þar sem hraunið hefur þegar runnið yfir gönguleið allra þeirra fræknu göngugarpa sem gengið hafa Fimmvörðuhálsinn. Hógværir Rang- æingar heimsóttir RANGÁRÞING EYSTRA Morgunblaðið/Steinunn Ósk Jarðeldur Eldgosið eins og það blasir við frá Fljótshlíðinni. HALDNIR verða á Selfossflugvelli í dag tónleikar um Sigurð Karls- son verktaka, sem lést á sl. ári. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og verða í flugskýli, en Sigurður var flugáhugmaður. Samkoman hefst með listflugi Björns Thoroddsens. Ágóði af tón- leikunum rennur til Parkinson- samtakanna. Karlakór Selfoss er í aðalhlutverki en Sigurður var með- al söngmanna þar. Tónleikar sem hefj- ast með listflugi Sigurður Karlsson Ljúfengt Berja-strudel að hætti Jóa Fel -einstakt með morgunkaffinu DETTUR ÞÚ Ef þú kaupir Homeblest eða Maryland kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 3 x 50.000 kr. úttektir 48 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! Í LUKKUPOTTINN Útivistarleikur Homeblest & Maryland E N N E M M / S IA / N M 40 48 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.