Morgunblaðið - 27.03.2010, Side 25

Morgunblaðið - 27.03.2010, Side 25
Fréttir 25ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ANGELA Merkel, kanslari Þýska- lands, virðist hafa verið helsti sigur- vegarinn í deilunni um Grikkland á tveggja daga leiðtogafundi Evrópu- sambandsins sem lauk í gær. Merkel fékk vilja sínum framgengt í deilu við leiðtoga Frakklands og fleiri ríkja um hvernig koma ætti Grikkj- um til hjálpar vegna gífurlegs skuldavanda þeirra. Sigurinn er þó blandin beiskum eftirkeim, að mati þýskra fjölmiðla. Merkel fékk því meðal annars framgengt að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn tæki þátt í aðstoðinni við Grikkland þrátt fyrir andstöðu Nicolas Sarkozy, forseta Frakk- lands, og fleiri ráðamanna á evru- svæðinu sem voru tregir til að senda þau skilaboð að eitt evrulandanna þyrfti að leita ásjár AGS. Þessi niðurstaða markar tímamót í sögu Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, því þetta er í fyrsta skipti sem óskað er eftir afskiptum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af málefn- um evrusvæðisins. Á fundinum náðu leiðtogar ESB- landanna samkomulagi um að evru- löndin og AGS myndu veita Grikk- landi lán að andvirði allt að 22 millj- arða evra ef landið fær ekki lán á viðráðanlegum kjörum á fjármála- mörkuðum. Samkvæmt samkomu- laginu kæmi þriðjungur lánanna frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og tveir þriðju frá evrulöndum með tvíhliða samningum milli þeirra og Grikk- lands. Markmiðið með samkomulaginu er að tryggja að Grikkland fái lán á fjármálamörkuðum með hagstæðari kjörum, þannig að landið þurfi ekki aðstoð evrulandanna eða Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Merkel gat því farið heim með þau skilaboð til þýskra kjósenda að þeir þyrftu ekki að borga brúsann vegna óráðsíu grískra stjórnvalda í efnahagsmál- um. Myntbandalagið „í gjörgæslu“ „Angela Merkel sigrar, Evruhópurinn hefur samþykkt neyðaráætlun fyrir Grikkland með skilyrðum hennar,“ sagði vefútgáfa þýska vikublaðsins Spiegel. Blaðið bætti við að þótt Merkel hefði verið harðskeytt áður á leiðtogafundum ESB hefði hún alltaf verið tilbúin að gefa eftir þar til nú. „Í þetta skipti lét hún ekki undan, hún varð jafnvel harðari í afstöðu sinni,“ sagði Spiegel. „En sigurinn er dýrkeypt- ur: í augum hinna ESB-þjóðanna hefur „Ungfrú Evrópa“ breyst í „Frau Nein“. Hætta er á að ímynd okkar stórskaðist.“ Þýska viðskiptablaðið Handels- blatt sagði að Merkel hefði sýnt kraft sem minnti á „Járnfrúna“ Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, en sigur- inn væri „beiskur“. Blaðið lýsti Merkel sem „járnkanslara“, með skírskotun til Ottos von Bismarcks, fyrsta kanslara Þýskalands 1871- 1890, en sagði að hún hefði þurft að „brjóta marga postulínsdiska til að fá vilja sínum framgengt“. Nú væri „lítil von“ um að Merkel gæti talið aðra leiðtoga ESB á að setja harðari reglur um fjárlagahalla evrulanda eða að hægt yrði að víkja síbrotaríkj- um úr myntbandalaginu. Financial Times Deutschland tók í sama streng, sagði að reglur mynt- bandalagsins væru úreltar. „Í mála- miðlunarsamkomulaginu felst að gríski sjúklingurinn er úr hættu í bili,“ sagði blaðið. „En niðurstaðan er óneitanlega sú að nú er annað komið í gjörgæslu: myntbandalagið í heild sinni.“ „Beiskur sigur“ fyrir Merkel  Þýski kanslarinn fékk vilja sínum framgengt í deilunni um aðstoð við Grikki  Þýskir fjölmiðlar telja að sigur Merkel geti reynst dýrkeyptur  Grikkland úr hættu í bili en myntbandalagið sagt í gjörgæslu „Ungfrú Evrópa“ varð að „Frau Nein“ á leiðtogafundi Evrópu- sambandsins og hafði betur í deilunni um hvernig koma ætti Grikkjum til hjálpar vegna skuldavanda þeirra. Föst fyrir Nicolas Sarkozy ræðir við Angelu Merkel á fundi ESB. GRÍSKIR fjölmiðlar fögnuðu samkomulagi leiðtoga ESB um að koma Grikklandi til hjálpar ef þörf krefði og niðurstaða fund- arins varð til þess að skulda- tryggingarálag á grískum ríkis- skuldabréfum lækkaði verulega. Gengi evrunnar hækkaði gagn- vart dollarnum. „Við getum andað aftur,“ sagði gríska dagblaðið Ta Nea. Grískir stjórnmálaskýrendur sögðu þó að ef Grikkir fengju lán frá evrulöndunum og Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum þyrftu þeir að uppfylla ströng skilyrði sem gætu leitt til frekari götu- mótmæla í Grikklandi. „Getum andað aftur“ IMELDA Marcos, fyrrverandi for- setafrú Filippseyja, veifar til stuðn- ingsmanna sinna í bænum Batac þar sem hún hóf kosningabaráttu sína í gær vegna þingkosninga sem fram fara 10. maí. Imelda Marcos er orðin áttræð og hóf baráttuna með því að kyssa glerlíkkistu ein- ræðisherrans fyrrverandi, Ferdin- ands Marcos, sem var við völd í 20 ár þar til honum var steypt af stóli í byltingu árið 1986. Reuters IMELDA SÆKIST EFTIR ÞINGSÆTI HÆGT hefur á eyðingu skóga í heiminum í fyrsta skipti frá því að mælingar hófust, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Skóglendi heimsins nemur nú alls um fjórum milljörðum hektara og á ári hverju minnkar skóglendið um 13 milljónir hektara, eða 120.000 ferkílómetra. Skógrækt hefur aukist í mörgum löndum og ræktaðir skógar eru nú um 7% af öllu skóglendi í heim- inum, að sögn FAO. Skóglendið í Asíu stækkaði um 2,2 milljónir hektara á ári að meðal- tali á síðasta áratug, einkum vegna mikillar skógræktar í Kína, á Ind- landi og í Víetnam. Skóglendið minnkaði mest í Suður-Ameríku, um fjórar milljónir hektara. Estudio R. Carrera fyrir 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0 Afríka Asía EvrópaNorður- og Mið- Ameríka EyjaálfaSuður- Ameríka SKÓGAREYÐING Í HEIMINUM Heimild: Sameinuðu þjóðirnar Indlandshaf Atlantshaf Kyrrahaf Skógareyðingin í heiminum minnkaði á síðasta áratug, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna sem segja þetta fyrsta merkið um að baráttan fyrir verndun skóga sé að bera árangur. Árlega minnkar þó skógarþekjan í heiminum um 120.000 ferkm. Stærð skóglendis, 1990-2010 (milljarðar hektara) Breytingar á stærð skóga, 2005-2010 2000 2010 1990 250-500 250-500 50-250 50-250 > 500 > 500 +50/ -50 St æ kk un M in nk un Þúsundir hektara á ári Hægir á eyðingu skóganna BARACK Obama Bandaríkjaforseti og Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, hafa komið sér sam- an um nýjan sáttmála um kjarnorkuafvopnun. Samkvæmt sáttmálanum má hvort ríki eiga 1.550 kjarnaodda. Rússar þurfa að fækka kjarnaoddum sínum um rúm 30% og Bandaríkjamenn um 25% miðað við síðasta afvopnunarsamning landanna. Forsetarnir ræddust við í síma í gær og bundu það fastmælum að undirrita afvopnunarsáttmál- ann í Prag 8. næsta mánaðar. Viðamesti sáttmáli í tæp 20 ár Obama sagði að þetta væri viðamesti afvopnunarsáttmáli í tæpa tvo áratugi, eða frá því að START-samningurinn um fækkun langdrægra kjarnorkueldflauga var undirritaður árið 1991. „Með þessum sáttmála senda Bandaríkin og Rúss- land – tvö mestu kjarnorkuveldi heimsins – skýr skilaboð um að þau ætli að vera í fylkingarbrjósti,“ sagði Obama. „Með því að standa við skuldbind- ingar okkar samkvæmt alþjóðasáttmálanum um bann við útbreiðslu kjarnavopna eflum við baráttu okkar í heiminum gegn útbreiðslu vopnanna og fyrir því að önnur ríki standi við skuldbindingar sínar.“ Obama lýsti því yfir í ræðu í Prag fyrir tæpu ári að langtímamarkmið sitt væri að stuðla að heimi án kjarnavopna. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, og öld- ungadeild Bandaríkjaþings þurfa að staðfesta sáttmálann. Í öldungadeildinni þurfa tveir þriðju þingmannanna að samþykkja sáttmálann en fréttaskýrendur segja að svo kunni að fara að repúblikanar reyni að hindra staðfestingu hans. Samningaviðræðurnar um nýja sáttmálann höfðu dregist á langinn, meðal annars vegna deilu um áform Bandaríkjamanna um að koma upp eld- flaugavarnakerfi í Evrópu. Óljóst var í gær hvern- ig deilan var leyst. Robert Gates, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að sáttmálinn myndi ekki hindra áformin um eldflaugavarnirnar. Stjórnvöld í Kreml sögðu þó að „lagalega bind- andi“ tengsl væru á milli árásarvopna og eld- flaugavarnakerfa í nýja sáttmálanum, eins og Rússar höfðu krafist. Sömdu um kjarnorkuafvopnun  Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands náðu samkomulagi um fækkun kjarnorkuvopna  Löndin eiga að fækka kjarnaoddum sínum um 25-30% Reuters Sátt Hillary Clinton utanríkisráðherra og Obama kynna sáttmálann í Hvíta húsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.