Morgunblaðið - 27.03.2010, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Stöðugleika-sáttmálinnsálugi hafði
ekki síst þann til-
gang að treysta
undirstöður at-
vinnulífsins og þar með heim-
ilanna í landinu. Eitt af því
sem til stóð var að ríkis-
stjórnin greiddi götu stór-
framkvæmda. Hún hefur þess
í stað hindrað framkvæmdir
og er það eitt af þeim atriðum
sem aðilar vinnumarkaðarins
og fjöldi annarra hafa gagn-
rýnt ríkisstjórnina fyrir án ár-
angurs.
Sumir stjórnarliðar reyna
að gera lítið úr fyrirstöðu rík-
isstjórnarinnar í þessu sam-
bandi og benda á aðra þegar
rætt er um að ekkert hreyfist í
stórum atvinnumálum. Þeir
benda til að mynda á ríkis-
stofnanir og láta eins og óút-
skýrðar tafir innan þeirra séu
ásættanlegar í því atvinnu-
ástandi sem nú ríkir. Þá reyna
stjórnarliðar að halda því
fram að erlent fjármagn
skorti og snúa þannig orsök
og afleiðingu á haus.
Þeir sem enn efast um að
framkvæmdir mæti fyrirstöðu
hjá ríkisstjórninni ættu að
velta fyrir sér ræðu sem Svan-
dís Svavarsdóttir umhverfis-
ráðherra flutti á ársfundi
Náttúrufræðistofnunar í vik-
unni. Þar sagði ráðherrann: „Í
allt of langan tíma hefur nátt-
úrunni verið vikið til hliðar
fyrir framkvæmdum sem hafa
verið ákvarðaðar á grundvelli
skammtímasjónarmiða,
gróðahyggju og sérhagsmuna.
Maður hefði haldið að það
hrun sem varð hér haustið
2008 hefði kennt okkur eitt-
hvað og breytt viðhorfum
stjórnvalda, aðila vinnumark-
aðarins og almennings. En því
miður virðist svo ekki vera.“
Þessi orð segja
allt sem segja þarf
um viðhorf stjórn-
valda og ástæður
þess að hér situr
allt fast í atvinnu-
málum. Þess háttar málflutn-
ingur hefur vafalítið hljómað
vel á sellufundi á árum áður.
Úr munni ráðherra í miðri
efnahagskreppu dagsins í dag
eru þetta hins vegar aðeins
skilaboð um að enginn vilji sé
til að hleypa atvinnulífinu af
stað á ný.
Auk gamalkunnra orða-
leppa reynir ráðherrann að
halda því fram að hér hafi orð-
ið hrun í efnahagslífinu vegna
mikillar uppbyggingar í
grunnatvinnuvegum þjóðar-
innar. Staðreyndin er þvert á
móti sú að það var bankakerf-
ið sem hrundi og ein helsta
ástæða erfiðleikanna er að
menn gleymdu því að nauð-
synlegt er að byggja upp
framleiðslu til að skapa
áþreifanleg verðmæti.
Vandinn sem Ísland glímir
við er ekki aðeins alþjóðleg
fjármálakreppa og innlent
bankahrun. Ísland situr fast
vegna þess að ríkisstjórnin vill
ekki leyfa uppbyggingu at-
vinnulífsins. Ráðherrar og
aðrir stjórnarliðar bera á borð
margvíslegar afsakanir fyrir
því að ekkert gerist en um-
hverfisráðherra hefur nú tek-
ið viðhorf ríkisstjórnarinnar
saman í stuttu máli. Innan rík-
isstjórnarinnar ræður það við-
horf að uppbygging orkufreks
iðnaðar sé hvorki atvinnu-
skapandi né í almannaþágu,
heldur snúist hún um skamm-
tímasjónarmið, gróðahyggju
og sérhagsmuni. Ætli nokkr-
um manni detti í hug að hægt
sé að byggja upp nýja at-
vinnustarfsemi þegar þetta er
viðhorf stjórnvalda?
Ráðherra sýnir
atvinnulífinu mikinn
fjandskap }
Öfugsnúið viðhorf til
atvinnuuppbyggingar
Gylfa Magnús-syni fannst
við hæfi að nota
ársfund Seðla-
bankans til að
ráðaðst að ís-
lensku krónunni. Sjálfsagt
talið að hún þyrfti mest á því
að halda um þessar mundir.
Sjálfsagt hefur uppátækið
glatt kjósendur ráðherrans.
Björn Bjarnason, fyrrver-
andi ráðherra, segir hins
vegar á vefsíðu sinni: „Mér
þykir einsýnt að skyn-
samlegast sé fyrir ríkis-
stjórn Jóhönnu að
kalla ESB-
umsókn sína til
baka, áður en hún
skaðar álit lands
og þjóðar meira
en orðið er.“ Og Björn bætir
við: „Ég minni á, að fyrir
bankahrunið höfðu einkum
fjármálajöfrar krafist nýrrar
myntar, hin íslenska væri of
lítil fyrir þá. Nú væru áhrif
þeirra engin og þörfin fyrir
nýja mynt jafnframt horfin
með þeim rökum sem þeir
beittu.“
Fundur SÍ notaður
til að vega að gjald-
miðli þjóðarinnar}
Horfin rök notuð
E
nginn er líklega fegnari gosinu á
Fimmvörðuhálsi en ríkisstjórn
Íslands. Ef undanskildir eru
jarðvísindamenn, Ómar og
Raxi. Stjórnin og Icesave hafa
varla komist að í fréttum vikunnar. Sjálfsagt
ekki einu sinni verið nefnd á Facebook. Og
verða varla í þessari njósnaferð um fésbókina.
Ekki oftar.
-
Kona fyrir vestan: Húrra fyrir Jóni Gnarr!
Fólk vill að stjórnmál séu skemmtileg og nið-
urstaða könnunar Fréttablaðsins í gær kemur
því varla nokkrum á óvart.
-
Kona fyrir austan: Gnarr verður vonandi
ekki í hlutverki Georgs Bjarnferðarsonar
þegar hann sest í borgarstjórastólinn. Nema
rétt á meðan fundir standa yfir. Eða eru menn ekki alltaf
í einhverju hlutverki? Varla þeir sjálfir, hefur mér sýnst.
-
Kona fyrir norðan: Jón fer vonandi ekki í klippingu.
Hann minnti á Tinna þar sem hann gekk með hundinn
við Tjörnina í gær og ræddi við blaðamann Fréttavefjar
Morgunblaðsins. Toppurinn horfði til himins.
-
Kona fyrir sunnan: Ég heyrði ekki betur en hundur
borgarstjórans tilvonandi héti Tobbi. Eins og hundur
Tinna. Líktist honum meira að segja.
-
Karl fyrir norðan: Hvers vegna fá bara konur að
skrifa í pistlinum í dag? Hvar er jafnréttið?
Og lýðræðið er ekki til að hafa í flimtingum.
Stjórnmál og grín fara ekki saman. Nema á
Alþingi.
-
Unglegur blaðamaður á miðjum aldri fyrir
norðan: Konurnar eru líklega bara fre...
ákveðnari. Ég fæ ekki stjórnað þessu frekar
en aðrir miðlar; þær ryðjast hér inn.
-
Karl, vill ekki segja hvar: Já, hvar er jafn-
réttið? Nú er meira að segja búið að banna
stelpum að dansa. Það er ekki lengur gott að
búa í Kópavogi. Alþingismenn ættu að
skammast sín fyrir að auka atvinnuleysið.
Stóriðja nauðsynleg, sama hvað hún kallast.
-
Fyrir 8 mínútum: Stjórnmál og grín fara
víst saman. Og Jón Gnarr ætti að verða fjármálaráð-
herra. Helst sem Bjarnfreðarson. Sá leiðindagaur yrði
ekki lengi að fá útlendingana til að semja. Það yrði góður
raunveruleikaþáttur. Tveir glaðlegir saman við borð,
Georg og Brown. Ha ha ha!
-
Konan fyrir austan: Skapti og Skafti verða vænt-
anlega komnir í góð embætti fljótlega eftir kosningar.
Gnarr ætlar að hygla vinum sínum. Voru Skapftarnir
ekki örugglega vinir hans í bókunum?
-
Sá unglegi: Þarf ég þá að flytja suður? Eða er nóg að
búa í Borgar-hlíð hér í póstnúmeri 603? skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Stjórnmál í gamni og alvöru
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
G
ígurinn á Fimmvörðu-
hálsi kann að vera rétt
um viku gamall, en sá
myndarlegi hraun-
bingur sem þar hefur
hlaðist upp hefur engu að síður þeg-
ar kallað fram fjölda hugmynda að
nafngift.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landmælingum Íslands fá svæði á
Íslandi nöfn eftir mismunandi leið-
um. Sveitarfélög ákveða t.d. nöfn á
nýjum byggðum sem fara svo í
gegnum samþykktaferli hjá Ör-
nefnanefnd og þá hefur fjöldi ör-
nefna orðið til í gegnum tíðina hjá
bændum í tengslum við landnytjar.
Oft minna t.a.m. örnefni við sjó á út-
veg og nöfn inn til sveita á land-
búnað.
Örnefni þurfa að falla að íslensku
málkerfi, en aðrir viðmiðunarþættir
sem nafngift varðar eru lausari í
sniðum – t.d. hvort örnefnið vísar til
atburðar, staðar í næsta nágrenni,
eða eðlis umrædds staðar. Áður var
það hlutverk örnefnanefndar að
finna nýjum náttúruvættum heiti og
má nefna bæði Surtsey og Eldfell í
Vestmannaeyjum sem dæmi um
slíkt. Þónokkuð var liðið á gosið í
báðum tilfellum áður en þessir stað-
ir hlutu núverandi nöfn. Að sögn
Þóru Bjarkar Hjartardóttur, for-
manns Örnefnanefndar, voru þá
komnar fram fleiri tillögur að nöfn-
um.
Í dag fara hins vegar Landmæl-
ingar og nafnfræðingar yfir ný ör-
nefni og gæta þess að þau standist
kröfur sem til þeirra eru gerðar, svo
að þau megi skrá og setja á kort.
Upplýsingastreymið annað
Í byrjun næstu viku munu fulltrú-
ar Landmælinga, Stofnunar Árna
Magnússonar og Örnefnanefndar
funda um verkferla tengda örnefn-
um og nafngiftum. Að sögn Eydísar
Líndal, forstöðumanns Landupplýs-
ingasviðs Landmælinga, er þó ólík-
legt að nafn verði komið á gíginn að
fundi loknum. Gígurinn verði engu
að síður til umræðu, sem og verk-
ferlarnir almennt.
„Aðstæður nú eru aðeins öðru vísi
en í gosinu í Vestmannaeyjum, eða
þegar Surtsey gaus,“ segir hún.
Ekki hafi verið jafn hávær krafa um
nafngift þá og nú. „Í dag höfum við
bæði vefmiðla og blogg og upplýs-
ingastreymið á skoðunum einstakl-
ingsins er einfaldlega allt annað.“
Full ástæða sé því til að fara yfir
ferlið og verkefnið sé áhugavert.
Líkt og mismunandi skoðanir eru
á því hvaða nafn gígurinn á að
hljóta, þá eru ekki allir á einu máli
um hvenær það eigi að gerast.
Þannig telja sumir happasælast að
nefna staðinn strax svo ekki festist
fleiri nöfn við hann. „Þröskuldar
fyrir vestan, sem einnig hafa verið
nefndir Arnkötludalsheiði eru dæmi
um stað sem tvö nöfn hafa verið not-
uð um,“ segir Eydís.
Aðrir eru hins vegar þeirrar
skoðunar að best sé að láta tímann
líða og sjá þá hvernig svæðið þróast.
„Gosið er nýhafið og það getur allt
breyst á þessu svæði,“ segir Þóra
Björk. Verði hins vegar nafn valið í
næstu framtíð sé ekki ólíklegt að
það vísi til þess að um eldgíg er að
ræða.
Nafnið þarf að falla
að íslensku málkerfi
Morgunblaðið/RAX
Gígur, fjall eða fell? Svæðið í kringum eldgíginn á Fimmvörðuhálsi kann
að eiga eftir að taka miklum breytingum á gostímanum.
Örnefni taka gjarnan heiti sitt af
aðstæðum og staðháttum, eða
vísa til atburða sem þar hafa
gerst. Þau þurfa auk þess að falla
að íslensku málkerfi.
STUNGIÐ hefur verið upp á fjöl-
mörgum og fjölbreyttum nöfn-
um fyrir gíginn á Fimmvörðu-
hálsi í netheimum undanfarna
daga. Mismikil alvara kann þar
að leynast að baki og e.t.v. upp-
fylla ekki öll þau skilyrði að
geta birst á korti.
Hér er birt brot nafna-
hugmyndanna:
Fimmvörðubóla
Varða
Funi
Funafell
Skuld
Skjaldborg
Þórðarfjall (til heiðurs Þórði
Tómassyni í Skógum)
Enron
Lauga
Steina
Vörðufell
Hraunfell
Hruni
Hálsafell
Þórugígur (til heiðurs Þóru
Arnórsdóttur fréttakonu)
Gíslafell (til heiðurs Gísla
Einarssyni fréttamanni)
Hrunafell (ábending frá Þórði
í Skógum)
Grefill
Fjölbreytt nafnahefð