Morgunblaðið - 27.03.2010, Side 28
28 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
ÞAÐ VAR fyrir
nokkrum árum að
morgni föstudagsins
langa að ég fékk mér
göngutúr. Allt var
einhvernveginn svo
napurt, dapurt og
drungalegt. Skýin á
himninum voru svört
og mjög áberandi,
þau beinlínis angr-
uðu mig. Þau minntu
mig á syndir mínar.
Þau voru allt í kringum mig,
hvert sem ég leit. Mér fannst þau
elta mig, ég komst ekki undan
þeim. Tilfinningin var yfirþyrm-
andi, mér fannst ég eins og í
fjötrum. Það sem eftir lifði dags
var ég utan við mig, var þögull
og hugsi.
Það var svo eftir fréttirnar í
Sjónvarpinu laugardagskvöldið
fyrir páskana að ég fór aftur út
til þess að viðra mig. Til að
hugsa minn gang og biðja. Mér
varð litið upp í himininn til vest-
urs. Við mér blasti blóðrautt sól-
arlagið. það huldi skýin, ég sá
þau ekki, þau virtust horfin. það
var eins og sólarlagið hefði
brennt þau upp eða eins og málað
hefði verið yfir þau með ótrúlega
fallegri rauðri málningu. Upplif-
unin var einstök og er mér mjög
eftirminnileg. Hvílík fegurð.
Kaldur svitinn spratt fram á
mér og rann niður eftir líkama
mínum, ég fékk gæsahúð. Á þess-
ari stundu upplifði ég á nýjan
hátt hvernig blóð
Jesú hylur syndir
mínar og hreinsar
þær burt.
Svo rann páska-
dagsmorgunn upp,
dýrðlegur og fagur.
Ég vaknaði snemma
og hélt fótgangandi
til kirkju. Á leiðinni
varð mér litið upp í
himininn, þangað sem
sólarlagið hafði verið
kvöldið áður. Nú var
himinninn fagurblár
og svo ólýsanlega tær og bjartur.
Hann var blár svo langt sem aug-
að eygði, með hvítum þunnum
rákum á stöku stað. Hinn óend-
anlegi blámi minnti mig á lífið.
Hið óendanlega líf, eilífðina. Og
hvítu rákirnar minntu mig á heil-
agan anda Guðs eða englana hans
sem vísa okkur veginn að hliðum
himnanna, þangað sem frelsarinn
sjálfur bíður okkar og tekur
fagnandi á móti okkur með opinn
faðminn sinn og segir: Velkominn
vinur, lífið mitt er þitt.
Hið fyrra var farið, allt var
orðið nýtt. Lífið hafði náð yf-
irhöndinni. Lífið hafði sigrað.
Til umhugsunar um
bænadaga og páska
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn
Þorkelsson
»Hið fyrra var farið,
allt var orðið nýtt.
Lífið hafði náð yfirhönd-
inni. Lífið hafði sigrað.
Höfundur er rithöfundur og
áhugamaður um lífið.
NÝLEGA barst
mér sú frétt að til
stæði að minnka
kröfur um dönsku-
kunnáttu íslenskra
stúdenta. Þannig á í
framtíðinni að vera
mögulegt að ljúka ís-
lensku stúdentsprófi
án þeirrar dönsku-
kunnáttu sem flestir
íslenskir námsmenn
búa við í dag. Margt
má segja um tengsl Íslands og
Danmerkur í gegnum tíðina. Þar,
eins og annars staðar, hafa
skipst á skin og skúrir og oft
hafa skiptin verið æði ójöfn. Oft-
ast skúrir á Íslandi á meðan sól
hefur skinið í heiði yfir Dan-
mörku.
Því verður þó ekki neitað að
margt gott hefur hlotist af þeim
nánu tengslum sem löndin hafa
haft og hafa þá sérstaklega góðir
hlutir fallið Íslandi í skaut á und-
anförnum árum og áratugum. Á
skrifandi stundu er t.d. áætlað að
um 3.000 íslenskir námsmenn
dveljist við nám í Danmörku. Og
annað eins af fólki hefur sest hér
að svona „á þessum síðustu og
verstu“. Tölurnar eru áreið-
anlega svipaðar fyrir Noreg og
Svíþjóð, svo með snöggum hug-
arreikningi má sjá að hátt í 10%
Íslendinga njóta daglega góðs af
kunnáttu sinni á öðru Norð-
urlandamáli.
Margir hafa reynt að hefja
vistina í Baunaveldi með því að
beita fyrir sig enskunni. Og þrátt
fyrir að margir komist í gegnum
margra ára nám án
þess að geta gert sig
vel skiljanlega á máli
innfæddra, getur það
varla talist vænleg
lausn. Sérstaklega
ekki fyrir þá sem íl-
endast að námi
loknu.
En hvernig liti
dæmið út í dag ef ís-
lenskt námsfólk hefði
ekki verið skyldað í
dönskukennslu sem
hluta af stúdents-
prófi (Og sem enginn
tók sjálfviljugur)? Ef ekki hefðu
verið þessi sterku tengsl land-
anna á milli, svo sem t.d. tvöfald-
ur skattaafsláttur fyrir þá ís-
lensku námsmenn sem vinna
fyrir sér á sumrin eða meðfram
náminu? Já, og þjóðfélag sem
tekur opnum örmum á móti Ís-
lendingum á meðan flestum öðr-
um er haldið úti (Væntanleg eru
móttökurnar ekki svo hlýjar í
Hollandi eða á Bretlandseyjum í
augnablikinu). Er enskuvæðingin
virkilega komin svo langt á leið
að Íslendingar eiga auðveldara
en aðrir með að fá landvistar- og
starfsleyfi í Bandaríkjunum og
Englandi en á Norðurlöndunum?
Skyldi það vera tilviljun að tæp-
lega helmingur íslenskra náms-
manna, sem stunda nám erlendis
og þiggja námslán, stundar ein-
mitt nám í Danmörku? Og hlut-
fallið er mun stærra ef við teljum
Noreg og Svíþjóð með. Eða er
eitthvað til í því að við eigum
meiri samleið með þessum mott-
um prýddu frændum okkar en
við viljum hafa hátt um?
Við skulum ekki gleyma því að
eftir að ungir íslenskir náms-
menn hafa lokið námi sínu hér í
Danaveldi eru þeir margir hverj-
ir með sumarvinnunni sinni og
meðfylgjandi skattgreiðslum
búnir að tryggja sér að danska
ríkið kosti nám barnanna þeirra.
Alla leið að doktorsnáminu. Og
borgar þeim laun á meðan! En
það er auðvitað smámál fyrir ís-
lenska ríkið að gera slíkt hið
sama. Kostar ekki nema eins og
eina virkjun.
Með því að slaka á kröfum um
dönskukunnáttu íslenskra náms-
manna er verið að gera helmingi
íslenskra námsmanna í námi er-
lendis erfitt fyrir. Loka þeim
leiðum sem best hafa reynst og
takmarka möguleikana. Er það
svona sem framtíðin á Nýja Ís-
landi lítur út? Slegið á útréttar
hendur, þegar við þurfum mest á
þeim að halda?
Danska þykir víst ekki svöl
lengur. Einskis virði í allri
enskuvæðingunni. Nei, þá finnst
sumum betra að hafa góð tök á
grundvallaratriðunum, þessum
sem virkilega skipta máli: „Kudd
jú plís sjó mí ðe vei tú ðe sjopp-
ingmol?“
Eftir Birgi Fannar
Birgisson »Niðurskurður á
dönskukennslu fyrir
stúdentspróf hefur víð-
tæk áhrif þegar til
lengri tíma er litið.
Birgir Fannar
Birgisson
Höfundur er sjálfstætt starfandi
iðnhönnuður.
Kennsla í kreppu
Endurbygging í takt við söguna
Vorið 2007 skemmdust húsin Austurstræti 22 og Lækjargata 2 mikið í eldsvoða. Ákveðið
var að endurreisa húsin og endurgera götumynd hornsins Austurstræti-Lækjargata.
Byggingar sem nú er verið að reisa á horni Lækjargötu og Austurstrætis eru alls tæplega
2.500 m² að flatarmáli og rúmlega 9.000 m³ eða um tvisvar sinnum stærri en þær byggingar
sem þarna stóðu fyrir brunann. Þar af er kjallari um 800 m², Lækjargata 2 ofan kjallara um
756 m², bakhús (Lækjargata 2b, Nýja bíó) ofan kjallara og með aðalstigakjarna um 724 m²
og loks er húsið Austurstræti 22 ofan kjallara með útbyggingu um 220 m².
Kjallarinn er að miklu leyti ætlaður fyrir veitingastað með framleiðslueldhúsi og starfsman-
naðstöðu fyrir verslanir. Gert er ráð fyrir t.d. verslunum, þjónustu og kaffihúsi á jarðhæð og
t.d. skrifstofum, félagsstarfsemi eða gallery á efri hæðum.
Lóðin á horni Lækjargötu og Austurstrætis er í hjarta miðborgarinnar og ein af verðmætu-
stu byggingarlóðum borgarinnar. Hér er því um að ræða eignir á frábærum stað.
Allar nánari upplýsingar veita eingöngu eftirfarandi fasteignasölur:
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
TIL SÖLU EÐA LEIGU
Lækjargata 2, 2b og Austurstræti 22