Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 30

Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 ÞEGAR Henry Kiss- inger fékk frið- arverðlaun Nóbels árið 1973 var haft eftir þjóð- lagasöngvara nokkrum að nú væri pólitísk ádeila úrelt þar eð mað- urinn sem látið hefði sprengja hlutlausa Kambódíu aftur til steinaldarinnar hefði verið hylltur sem frið- arhöfðingi. Tacitus hefði vafalítið talið Kissinger fullkomið dæmi um mann sem „býr til eyðimerkur og kallar þær frið“. Rómverjinn forni hefði örugg- lega fengið kjánahroll, áþekkan þeim sem ég fékk hinn 22. mars síðastliðinn þegar ég sá í Morgunblaðinu yfirlýs- ingu leiðtoga Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesjum um „pólitíska hræsni“ andstæðinga sinna. Í grein sinni ber Ragnheiður Elín Árnadóttir blak af fyrirtækinu ECA og fyrirætlunum þeirra á Íslandi á þeim grundvelli að þar sé á ferðinni meinlaust verktakabatterí með „óvopnaðar flugvélar“ sem geti veitt ýmsum vel menntuðum Íslendingum atvinnu við flugherma og slíkt. Þó getur hún ekki stillt sig um að árétta ágæti hernaðarbandalagsins NATO, „varnarbandalags sem við Íslend- ingar höfum verið aðilar að í 60 ár. Varnarbandalags sem stendur fyrir reglu- legum æfingum innan aðildarríkja sinna, m.a. á Íslandi, til þess að tryggja öryggi borgara sinna og frið og stöð- ugleika í álfunni.“ Hvort ætlar Ragn- heiður að halda því fram að hernaðaræfingar séu góðar eða að ECA eigi að mega vera hér á landi vegna þess að fyr- irtækið ætli ekki að vera með neinar hernaðaræfingar? Varla ætlar hún að leika tveimur skjöldum og ætlast svo til þess að einhver taki hana alvarlega? Ef hún er að halda því fram í alvöru að NATO tryggi frið og stöðugleika í Evrópu finnst mér rétt að benda henni á að um miðjan tíunda áratug- inn gerði NATO-þjóðin Tyrkland sprengjuárásir á Kúrda í landi sínu með samþykki og hergagnastuðningi Bandaríkjamanna, auk þess sem loft- árásir bandaríska hersins á Serbíu voru gerðar með þeim yfirlýstu vænt- ingum bandaríska herforingjans Wesley Clark að af þeim myndi leiða þjóðarmorð í Kosovo. NATO er og hefur alltaf verið stríðsbandalag heimsveldisins í vestri og Íslendingar fengu aldrei þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. Aðild Íslands að NATO var gerð að veruleika í skugga sinnuleysis gagnvart þjóðarvilja og lögregluofbeldis á Austurvelli. Og ef Ragnheiður sér ekki siðferð- islegan mun á því að skaffa herliði flugvélar til loftárása annars vegar og fisk til átu hins vegar þá er auðvitað til einskis að reyna að tala um fyrir henni. Það eitt segir hún af viti í greininni að „við megum aldrei sætta okkur við atvinnuleysi“. En hvar dregur hún sín eigin siðferðismörk? Hverju má að hennar mati fórna til að sporna við atvinnuleysi á Suðurnesj- um? Er ECA í lagi af því að fyrirtæk- ið kemur ekki með vopn hingað? Skiptir það hana engu máli að sú tækni sem ECA skaffar herjum NATO muni vera notuð til að granda saklausum borgurum í Afganistan og guð má vita hvar annars staðar í framtíðinni? Nei, það er ekki til hæfis að henda grjóti í glerhúsum og hversu mikla hræsni sem núverandi ríkisstjórn gerir sig seka um í siðferðismálum mun hún seint ná að slá pólitísk hræsnimet Sjálfstæðisflokksins. Flokks sem bauð sig fram sem eina von Íslendinga um efnahagslegan stöðugleika og stýrði svo þjóðarskút- unni í gjaldþrot. Af pólitískum metum í hræsni Eftir Símon Hjaltason Símon Hjaltason » Talsmenn Sjálfstæð- isflokksins ættu að varast gífuryrði eins og „hræsni“ í siðferð- isumræðu þar eð þeir eru alls ekki barna best- ir í þeim efnum. Höfundur er bókmenntafræðingur. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF., BORGARTÚNI 34 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 511 1515, www.gjtravel.is • outgoing@gjtravel.is Vorferð til Norður-Þýzkalands 08.-13.maí Flogið til Kaupmannahafn- ar, dvalið að Damp í Þýzkalandi. Fjölbreyttar skoðunarferðir innifaldar. Fararstjóri Gunnar Guðmundsson Verð frá krónum 98.900,- . Vestfjarðaferð 19. - 22.júní Fjögurra daga ferð um Vestfirði með gistingu og fæði. Leiðsögumaður Emil Örn Kristjánsson. Verð frá krónum 84.500,- Fjallavötn og fagrar strendur. Skemmtileg og fræðandi ferð um Norður Ítalíu 5.-12. júlí Allar skoðunarferðir innifaldar auk ½ fæðis. Fararstjóri Guðný Margrét Emilsdóttir. Verð frá krónum 219.900,- Helsinki og Tallinn 17.- 22. ágúst Spennandi ferð til Helsinki, þar sem einnig verður farið í heimsókn til Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Fjöbreyttar skoðunarferðir innifaldar. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson. Verð frá krónum 140.840,- Helgarferð til Brussel 10. - 13. september Stutt en yfirgripsmikil ferð til belgísku borganna Brussel og Brügge. Gist á Hotel Crowne Plaza, skoðunar- ferðir innifaldar. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson. Verð frá krónum 89.900,- Ferð um Suður-England 16.-20. september Ein af vinsælustu ferðun- um okkar. Sjáið borgir og þorp í hjarta Englands. Allar ferðir og hálft fæði innifalið. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson. Verð frá krónum 124.800,- Færeyjaferð 8. - 11. október Hví ekki að breyta til og heimsækja vini okkar og granna í austri? Fjölbreytt og skemmtileg ferð. Skoðunarferðir og ½ fæði innifalið. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson. Verð frá krónum 118.750,- Rínarsigling 14. - 18. október Sigling á Rín, einu helzta stórfljóti Evr- ópu, þar sem hún rennur um hinn fagra og rómaða Rínardal. Siglt er á góðu skipi með prýðis vistarverum. Fæði og drykkir innifalið meðan á siglingu stendur. Gist um borð í 3 nætur en síðustu nóttina er gist í Strasbourg í Frakklandi. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson. Verð frá krónum 157.500,- Við bjóðum vandaðar og skemmtilegar borgar-, menningar- og náttúruferðir þar sem mikið er innifalið í verði ferðarinnar. Skipuleggjum einnig ferðir fyrir sérhópa jafnt innanlands sem utan, t.d. árshátíðarhópa, starfsmannaferðir, vinnuferðir o.fl. Leitið nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.gjtravel.is/isl eða www.ferdir.is eða hringið í síma 511-1515. Spennandi hópferðir Innanlands og utan       20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA        50 kassar utan um augnakonfekt.        5.000 umslög af heppilegri stærð.        2.000 bæklingar með afar djúpum pælingum.                                 ! " # $       !        "  %  &   !   !   %!  '     #         ##     (      )         *+,-   &  #$                   ( $                   .  /  / !   ,0 '    & (/ &  (        ! (   (               (!           ! &  $    ##    "   ##           /   111   + #,$    0$    ,2   , Hestamenn athugið! Til sölu sumarhús og beitiland á fallegum stað í Bláskógabyggð. Um er að ræða nýtt 60 fm sumarhús með svefnlofti á 0.6 ha. lóð ásamt 7 ha. beitilandi. Verð 25 milljónir. Upplýsingar í síma 893 8808.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.