Morgunblaðið - 27.03.2010, Side 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
✝ Þóra Frímanns-dóttir, fv. hús-
freyja og verkakona á
Siglufirði, fæddist í
Neðri-Sandvík í
Grímsey 19.12. 1921.
Hún andaðist á sjúkra-
deild Heilbrigðisstofn-
unar Fjallabyggðar á
Siglufirði 21.3. sl.
Foreldrar hennar
voru Emilía Guðrún
Matthíasdóttir f. 26.7.
1894, d. 3.7. 1969, hús-
freyja, og Frímann
Sigmundur Frímanns-
son f. 9.10. 1879, d. 23.3. 1934 út-
vegsbóndi í Grímsey. Systkini Þóru
eru Guðný Frímannsdóttir, fv. hús-
mæðrakennari í Reykjavík og víðar,
f. 30.9. 1920, d. 22.1. 1983; Sigríður
Frímannsdóttir, fv. húsfreyja í
Reykjavík, f. 20.6. 1926, d. 2.5. 1967;
og Matthías Frímannsson, cand. the-
ol. og löggiltur skjalaþýðandi, fv.
framhaldsskólakennari og leið-
sögumaður, Kópavogi, f. 30.12.
1932. Fyrri maki Þóru var Ingi-
mundur Vilhelm Sæmundsson, vél-
virki, f. 26.5. 1921 í Hnífsdal, d.
ist þá með foreldrum sínum til Hrís-
eyjar og bjó þar í eitt ár. Síðan flytja
þau aftur út til Grímseyjar. Á 13. ári
missti hún föður sinn og flutti móðir
hennar þá til Akureyrar með systk-
inahópinn, en Þóra varð eftir hjá afa
sínum og ömmu, sr. Matthíasi Egg-
ertssyni og Mundíönu Guðnýju Guð-
mundsdóttur, úti í Grímsey og
fermdist þar. Seinnipart sumars fór
hún í vist til Árna Kristjánssonar
tónlistarkennara í Reykjavík og
frænku sinnar, konu hans, Önnu
Steingrímsdóttur, og dvaldi hjá
þeim í eitt og hálft ár, við barnapöss-
un. Þaðan fór hún til Patreksfjarðar
eitt sumar (1936), til Gísla Bjarna-
sonar skipstjóra og Nönnu Guð-
mundsdóttur konu hans. Var svo í
Reykjavík hjá ömmu sinni og afa,
um hríð, svo á Haugum í Stafholt-
stungum í Borgarfirði sumarið 1937,
en fór um haustið í nám í Reykholts-
skóla í Borgarfirði og útskrifaðist
þaðan vorið 1939. Var það sumar í
vist á Akureyri, hjá Ásgeiri Matt-
híassyni kaupmanni, móðurbróður
sínum, og konu hans. Þaðan fór hún
til Siglufjarðar og bjó þar til ævi-
loka.
Útför Þóru verður gerð frá Siglu-
fjarðarkirkju í dag, laugardaginn
27. mars 2010 og hefst athöfnin kl.
14.
10.12. 1988. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: Frímann Emil, f.
12.6. 1941, hann á þrjú
börn, er fráskilinn; Rí-
key, f. 1.6. 1942, hún á
þrjár dætur, er frá-
skilin; og Þorsteinn, f.
3.12. 1943, d. 17.1.
1963. Seinni maki
Þóru var Kristján Æg-
ir Jónsson, vélstjóri,
sjómaður og verka-
maður, f. 4.5. 1921 að
Stóra-Grindli í Grind-
um í Fljótum, Skaga-
firði, d. 15.12. 1993. Börn þeirra eru:
Gylfi, f. 10.11. 1946, hann á fjögur
börn, er í sambúð með Jóhönnu
Finnborgu Magnúsdóttur; Lýður, f.
3.7. 1948, hann á fjóra syni, er frá-
skilinn; Jón, f. 19.5. 1953, barnlaus
og einhleypur; Sigurður, f. 21.9.
1958, hann á þrjú börn af fyrra
hjónabandi, núverandi kona hans er
Arnheiður Jónsdóttir og eiga þau
tvö börn; og Matthías, f. 1.6. 1960,
eiginkona hans er Hanna Ólafsdóttir
og eiga þau þrjú börn. Þóra ólst upp
í Grímsey fram undir 1930, en flutt-
Elsku mamma, um síðustu helgi
háðirðu erfiðustu orrustu lífs þíns og
jafnframt þá ójöfnustu. Ég er þakk-
látur fyrir að hafa fengið að vera hjá
þér þessa daga og allt þar til yfir lauk.
Þú sýndir ótrúlega eljusemi en eitt-
hvað varð undan að láta.
Þú hafðir einstaka lund. Ég minn-
ist þess aðeins að þú hafir þrisvar á
lífsleiðinni skipt skapi. Fyrst þegar
ég var að spila fyrir þig á harmonikku
16 ára gamall. Þá tókstu þessi hrika-
legu dansspor og ég fékk hláturskast.
Þér var hins vegar ekki hlátur í huga
þar sem danssporin stöfuðu af heift-
arlegum sinadrætti.
Þú reiddist mér í annað sinn þegar
þú fannst áfengislykt úr svefnher-
berginu mínu, þegar ég var sextán
ára og nýfarinn að fikta við vín. Ég
hafði læst að mér. Þú kallaðir: „Matt-
hías, ertu farinn að drekka eins og
bræður þínir? Ég hélt að það myndi
rætast úr þér.“ Ég svaraði: „Nei,
mamma mín, ég er að gera tilraun í
eðlisfræði.“ „Nú, fyrirgefðu, elskan
mín,“ sagðir þú og ég dauðskamm-
aðist mín fyrir að hafa platað þig.
Reyndar bætti ég ráð mitt síðar á
árinu þegar ég hætti alfarið að
drekka eftir aðeins nokkur skipti.
Þú reiddist mér í þriðja og síðasta
sinn þegar við vorum á leið til
Reykjavíkur. Þarna hef ég verið orð-
inn ríflega tvítugur og þú tæplega
sextug. Til að það færi sem best um
þig í aftursætinu hafði ég sett sæng
undir þig. Við vorum nýbúin að kaupa
ís þegar ég keyrði yfir hraðahindrun.
Ég heyrði vein úr aftursætinu og
varð litið í baksýnisspegilinn. Sá þá
undir iljarnar á þér. Síðan lentirðu
aftur en ísinn varð eftir í loftklæðn-
ingunni. Ég fékk hláturskast en þú
höfuðverk. En þér rann reiðin fljótt
eins og í hin skiptin tvö.
Þar sem það var alltaf svo stutt í
grínið hjá þér, mamma mín, verð ég
að minnast á þegar Guðmunda,
tengdamóðir mín, sagði að ef þér liði
illa ættirðu að hringja í Orð dagsins
og leita þér huggunar þar. Eina nótt-
ina gastu ekki sofnað og ákvaðst að
fara að orðum tengdamóður minnar.
En þú hringdir í vitlaust númer og í
snaróðan Dana sem blótaði þér í sand
og ösku á dönsku og óskaði þér alls
ills. Þetta bjargaði nóttinni, því þú
hlóst fram undir morgun.
Elsku mamma, þú varst einstök
móðir. Hlý og falleg, hugulsöm, kær-
leiksrík og alltaf til staðar. Þú hugs-
aðir alltaf fyrst um aðra en síðast um
sjálfa þig. Þú varst hógvær og af
hjarta lítillát og þín verður sárt sakn-
að.
Sextán ára gamall samdi ég lag og
ljóð um þig sem þú fékkst að heyra í
fyrsta sinn fyrir síðustu jól. Ég læt
ljóðið verða mín lokaorð til þín. Takk
fyrir samfylgdina, mamma mín. Ég
mun elska þig að eilífu.
Mamma mín, ljóð ég sendi þér,
lítill drengur þér ást sína ljær.
Af því að efst í huga mér
ætíð verður þú móðir mín kær.
Mamma mín, er upp sú rennur tíð
að þú dreng þínum hverfur á braut
munu tárvotir hvarmar endurspegla
minning’ þína í aldanna skaut.
Þinn sonur,
Matthías Ægisson.
Nú burtu’ ertu farin, þú, blíðasta sál,
og besta og tryggasta móðir,
og komin í dýrð, inn í krossberans land,
– á kærleikans, eilífu slóðir.
Þá vegur er genginn í veröldu hér
og vik eru’ á brautinni þinni,
með fullmeintum hug en við fátækleg
orð,
við fyrir allt þökkum. Að sinni.
Þú varst okkur mikið, já, vernd bæði’
og skjól,
er vindarnir gnauðuðu og börðu,
því alltaf stóð faðmurinn opinn og hlýr
í oftlega lífinu hörðu.
Að leita til þín með hin leyndustu mál
og leiðann og ótalmörg sárin,
var gott. Því í hvert sinn með gleði á
brá
þú gafst okkur bros þín á tárin.
Svo kenndirðu ljúf okkur kristinna trú.
Til konungsins sanna að biðja.
Að liðsinna því sem er lasburða og
veikt.
Hvern lítinn og beygðan að styðja.
Æ gerðir þér far um að græða hvert
sár,
og gæsku í heiminn að færa.
Sú bæn þín til himins var borin og leidd
í bjarma af ljósinu skæra.
Og vegna þess alls sem í vitund nú býr,
er vandinn þeim meiri að kveðja.
Að hafa ekki lengur að halda’ í og sjá
þá hönd sem allt reyndi að gleðja.
Við horfum í tómið og harmur er stór.
Og hér eru dagarnir kaldir.
En mynd þín í hjarta’ okkar, mild og svo
björt,
í minningu lifir. Um aldir.
Þín börn,
Frímann, Ríkey, Þorsteinn, Gylfi,
Lýður, Jón, Sigurður og Matthías
Elsku tengdamamma, mig langar
að skrifa nokkur orð um hvað þú
varst mér dýrmæt. Þú varst alltaf svo
yndisleg og hlý við mig. Ég man þeg-
ar ég kom fyrst inn á heimilið með
Matta fyrir þrjátíu og þremur árum,
þá tókstu svo vel á móti mér. Þá var
ég 19 ára gömul og ég man að ég var
svo rosalega feimin. Þú bauðst mig
velkomna inn á heimilið og í fjölskyld-
una og vannst mig með því að sýna
mér fjölskyldumyndir. Eftir skamma
stund var eins og við hefðum þekkst
lengi og ég varð ekki feimin eftir það.
Þú varst mér rosalega dýrmæt
sem tengdamamma, vinkona og
mamma. Mig langar að þakka þér
hvernig þú varst við börnin mín sem
elskuðu þig og að koma til þín og vera
hjá þér. Við vissum alltaf þegar við
nálguðumst göngin að við fengjum
yndislegar bollur og kartöflustöppu
sem við hlökkuðum alltaf til að borða.
Ég man eitt skiptið þegar þú hrós-
aðir mér svo mikið fyrir hvað ég þvoði
vel og passaði vel upp á hlutina. Þú
baðst mig um að þvo fyrir þig hunda-
fötin (varst alltaf í sérfötum hjá Gylfa
út af hundinum, föt sem átti að þvo á
30 gráðum). Þú baðst mig um að skola
þetta fyrir þig. „Ekki málið,“ sagði ég
og skellti þessu í þvottavélina. Svo
skildum við ekkert í því hvað þvotta-
vélin var lengi að. Þá kannaði ég á
hvaða prógram ég hafði stillt og viti
menn, það var suða. Út úr þvottavél-
inni kom pínulítið pils og peysa. Ég
var miður mín en þú hlóst og fannst
þetta bráðfyndið. „Svona gerast hlut-
irnir stundum,“ sagðirðu með mikilli
yfirvegun.
Þóra, ég elska þig mikið. Mér
fannst dýrmætur tími þegar ég kom
til þín 13. desember með Matta og
það kvöld er svo ofarlega í huga mér.
Þar áttum við innilegt samtal sem var
mér mjög dýrmætt.
Ég elska þig mikið og á góða minn-
ingu um yndislega tengdamóður sem
ég er þakklát fyrir.
Takk fyrir hvað þú varst yndisleg
amma. Matthías Jochum, Eva Ösp og
Ægir Óli elska þig út af lífinu.
Takk fyrir allt sem þú varst mér.
Guð blessi minningu þína.
Þín tengdadóttir,
Hanna Ólafsdóttir.
Elsku amma Þóra, eða amma á
Sigló, eins og ég kallaði þig alltaf á
yngri árum. Ég á svo erfitt með að
trúa því að þú sért farin. Mér finnst ég
enn geta hitt þig í sumar og spjallað
við þig um daginn og veginn. Þú varst
alltaf svo létt í lund og iðaðir af lífs-
gleði. Þú varst hefðarkona, alltaf svo
vel til höfð. Ég man hvernig ég gat
gleymt mér tímunum saman uppi á
lofti í fata- og skartgripaskápunum
þínum. Alltaf leyfðirðu mér að máta
fötin þín og skartgripi.
Eitt sinn, þegar ég var átta ára, kom
ég niður af háaloftinu í fullum skrúða.
Ég var komin í stígvélin þín meira að
segja og þau voru svo stór á mig að ég
dró þau nánast á eftir mér. Mér fannst
ég vera agalega fín og ég man að þú og
pabbi fóruð með mig niður í fjöru og á
torgið á Siglufirði til að taka mynd-
band af mér.
Þegar við systkinin komum norður
til þín var þrennt á kristaltæru. Við
fengum fiskibollur í brúnni sósu og
kartöflustöppu með, sem var algjört
lostæti, ömmunammi og síðast en ekki
síst trúðum við því að í garðinum þín-
um væri mesti hitinn þegar sólin skein.
Enginn vafi lék á því, Matti bróðir var
duglegur að gera kannanir í öðrum
görðum og í bænum sjálfum.
Ég er óendanlega stolt af þér, Þóra
amma mín, hvernig þú brostir alltaf
framan í lífið. Þú kvaddir á afmælis-
daginn minn 21. mars síðastliðinn, 88
ára að aldri, eða á báðum áttum eins
og þú orðaðir það svo skemmtilega eitt
sinn. Mér er heiður að fá í framtíðinni
að minnast þín á afmælisdegi mínum,
því ég mun alltaf vera ömmustelpan
þín. Þú varst mér mikil fyrirmynd í líf-
inu, smakkaðir aldrei áfengi og það
var alltaf stutt í húmorinn hjá þér.
Það er svo sérstakt að fyrir tæpum
tveimur mánuðum fór ég í Kolaportið
því ég ætlaði að byrja að safna mér an-
tík bollastelli. Ég fann ekki neina bolla
sem mig langaði í en þegar ég fór í
einn básinn sá ég tvo gullfallega kö-
kudiska og ég fékk á tilfinninguna að
ég ætti að kaupa þá. Þegar ég ætlaði
að fara að borga sá ég bolla alveg eins
og þú áttir og gerði mér þá grein fyrir
því að kökudiskarnir voru líka úr
samskonar stelli. Merkilegast við
þetta allt saman er að það var aðeins
einn bolli eftir og var hann merktur
marsmánuði. Þennan bolla lét ég
Matta bróður gefa mér fyrirfram í af-
mælisgjöf og mun ég alltaf muna eftir
þeirri afmælisgjöf, elskulega amma
mín.
Margs er að minnast, elskan mín, og
man ég hvað mér fannst alltaf gott að
knúsa þig, því það stafaði svo mikilli
hlýju frá þér. Þú varst oft með Coolwa-
ter, sama ilmvatn og ég notaði þegar
ég var unglingur, sem var vel lýsandi
fyrir þína léttu lund.
Ég sakna þín svo mikið, elsku amma
mín.
Kveðja,
Eva Ösp Matthíasdóttir.
Elsku amma mín á Sigló, nú ertu
farin frá okkur. Ég mun sakna þín
óendanlega mikið en ég veit að þú ert
komin á betri stað.
Um þig á ég margar og góðar
minningar. Þú varst alltaf svo góð við
mig og fannst mér ekkert betra en að
knúsa þig þegar ég sá þig. Alltaf þeg-
ar ég fór með mömmu og pabba og
systkinum mínum norður á Siglufjörð
hlakkaði ég mikið til. Það var alveg
sama hvenær sólarhringsins við kom-
um til þín, alltaf varstu tilbúin með
fiskibollur í brúnni sósu í pottinum og
sást til þess að allir fengju nóg.
Þér þótti ekki leiðinlegt að segja
sögur og man ég sérstaklega eftir
tveim sögum sem þú sagðir mér frá
því ég var lítill. Fyrri sagan var þannig
að við Davíð frændi vorum í heimsókn
hjá þér og þú varst að baka pönnukök-
ur handa okkur þegar annar okkar
gaspraði: „þetta er mín sexta pönnu-
kaka“ og þá segir hinn „þetta er líka
mín sexta“.
Hin var á þá leið að ég var að horfa á
sjónvarpið og táknmálsfréttir fóru af
stað. Hleyp ég þá inn til þín í eldhúsið
og segi við þig að það vanti batterí í
kallinn í sjónvarpinu.
Ég og amma mín eigum að ég hygg
Íslandsmet í spiluðum ólsen ólsen spil-
um á fjórum dögum. Ég var þá átta
ára og amma að verða 70 ára. Við spil-
uðum 400 spil á þessum fjórum dögum
og ég skrifaði allt niður og fór svo að
ég vann 200 og amma 200. Ég vakti
greyið ömmu rosa spenntur að spila kl.
sjö á morgnana. Hún samþykkti þetta
ef hún mætti liggja í sófanum sínum.
En amma átti eitt trikk sem ég var
alltaf svo hræddur við: hún sagðist
trekkja sig í gang og alltaf þegar hún
byrjaði að gera það þá hélt ég að spilið
væri búið, en þetta gerði hún bara til
að slá á létta strengi sem var hennar
aðalsmerki. Alltaf svo stutt í húmorinn
og hláturinn hjá henni ömmu.
Eitt sumarið þegar Ægir Óli, bróðir
minn, var í maganum á mömmu fór ég,
Eva Ösp, systir mín, og pabbi norður
til ömmu um hásumar. Það var rosa-
lega gott veður og amma var með hita-
mæli í glugganum hjá sér og ég sá
hann fara upp í 40 gráður. Við það rýk
ég af stað niður í bæ og tjái öllum sem
ég sá að það sé 40 gráða hiti í garð-
inum hjá ömmu Þóru, alveg rosalega
stoltur af hitamollunni í garðinum hjá
ömmu minni.
Svo áttum við mjög góðar stundir á
jólunum þar sem amma kom oft í mat
til okkar ásamt Jónsa og Frímanni,
bræðrum pabba. Fannst það vera al-
gjör hápunktur jólanna að fá ömmu í
heimsókn.
Síðasta sumar fórum við til Siglu-
fjarðar og áttum við yndislega stund
með ömmu á Siglufirði öll fjölskyldan.
Tókum myndir af okkur öllum saman.
Amma þvílíkt fín, enda vissu þeir vel
sem þekktu ömmu að henni fannst
voðalega gaman að gera sig sæta og
fína.
Mér fannst rosalega gott að geta
kvatt þig vel, amma mín, um síðustu
helgi. Í mínum huga ertu algjör hetja
og ég mun halda uppi þinni minningu
um ókomin ár.
Hvíl í friði, elsku fallega amma mín.
Ég elska þig.
Matthías Jochum Matthíasson.
Amma mín var yndisleg kona. Hún
var falleg, sterk, brosmild, hlý, auð-
mjúk og hláturmikil. Stórkostleg
manneskja. Ég hef alla tíð verið mikil
ömmustelpa. Það voru ófáar stundirn-
ar sem við sátum saman og spjölluðum
og þá var mikið hlegið. Alla tíð hef ég
hringt í ömmu ef ég var eitthvað leið.
Það var nóg að heyra í henni röddina.
Það var öruggt mál að að því samtali
loknu var ég brosandi. Mér hefur oft
verið líkt við hana. Ekki í útliti heldur
hvernig ég er. Það þykir mér mikill
heiður. Það var oft gert grín að því að
það væri ekki ákjósanlegt að sitja á
milli okkar því báðar töluðum við mik-
ið og lá hátt rómur.
Amma hélt mikið upp á fólkið sitt.
Hún var stolt af öllum sínum afkom-
endum og bað mig reglulega að telja
saman hvað þeir væru nú orðnir marg-
ir. Mig minnir að sú tala sé í 66 eins og
er. Ég er viss um að nú situr hún hjá
afa, ásamt Steina syni sínum, Siggu
sonardóttur, systrum sínum og for-
eldrum, segir sögur og hlær.
Eitt af því síðasta sem amma mín
sagði við mig fyrir rúmum mánuði síð-
an var „Ég elska þig Salla mín“. Það
þykir mér svo dýrmætt. Ég þakka fyr-
ir allar þær stundir sem ég hef fengið
að deila með henni og þau rúmlega 30
ár sem ég hef verið þeirrar gæfu að-
njótandi að hafa þekkt hana. Stórt
skarð er höggvið í hjarta mitt. Minn-
ingarnar geymi ég sem gull.
Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég
sakna þín sárlega.
Þín
Salóme.
Þóra Frímannsdóttir
Erfidrykkjur af alúð
Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju.
Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta.
Sím i : 525 9930
hot e lsaga@hot e lsaga. is
www . hot e l saga. is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
9
1
0
1
3