Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 37

Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 ✝ Helga Guðjóns-dóttir var fædd 5. janúar 1919 á Litlu- Háeyri á Eyrarbakka og lést 17. mars 2010. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson formaður á Litlu- Háeyri f. 28.10. 1865, d. 21.12. 1945 og Jó- hanna Jónsdóttir frá Minna-Núpi í Gnúp- verjahreppi f. 1.11. 1879, d. 4.4. 1957. Systkini Helgu voru Sigurður f. 9.2. 1903, d. 7.1. 1987; Halldóra Guðrún f. 13.8. 1905, d. 27.11. 1988; Jón f. 10.1. 1908, d. 27.6. 1982; Margrét f. 26.10. 1910, d. 19.6. 1989, maki: Ragnar Jónsson f. 1905, d. 1992; fóst- með bræðrum sínum Jóni og Sigurði á Litlu-Háeyri eftir að móðir þeirra veiktist og dó. Helga var í Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1937-39. Hún lærði garðyrkju í Gróðrarstöð Akureyrar 1940 og vann eftir það í gróðrarstöð á Húsavík. Hún lærði til klæðskera hjá Sigríði Sveinsdóttur klæðskerameistara í Reykjavík og nam leiklist í leiklistarskóla Ævars R. Kvaran 1950. Hún var í stjórn ungmennafélags og leikfélags Eyr- arbakka um árabil og lék í mörgum sýningum leikfélagsins. Hún sótti námskeið í Kennaraskóla Íslands og var handavinnukennari við Barna- skóla Eyrarbakka á árunum 1957- 1973. Helga bjó ein á Litlu-Háeyri eftir fráfall bræðra sinna en síðustu tvö árin dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu á Kumbaravogi á Stokkseyri. Útför hennar verður gerð frá Eyrarbakkakirkju 27. mars 2010 og hefst athöfnin kl. 14. urdóttir: Bára Brynj- ólfsdóttir, f. 1945. Þórdís f. 8.12. 1912, d. 26.11. 1973, maki: Ög- mundur Krist- ófersson, f. 1907, d. 2000. Börn: Jóhanna, f. 1945, d. 2000 og Auðbjörg f. 1948. Brynjólfur Halldór f. 19.11. 1915, d. 6.7. 1946, maki: Fanney G. Hannesdóttir, f. 1922, d. 2009. Börn: Bára f. 1945 og Brynjólfur Guðjón, f. 1946. Sig- ríður f. 11.5. 1921, d. 1.10. 1982, maki: Sigurður Ó. Haraldsson, f. 1911, d. 1992. Barn: Valgerður K. Sigurðardóttir, f. 1956. Helga var ógift og barnlaus og hélt heimili Helga Guðjónsdóttir, föðursystir mín, var falleg kona, vel vaxin, kvik í hreyfingum og glaðsinna. Hún var eigi að síður skapmikil og stolt. Hún var ógift og barnlaus og hélt heimili fyrir bræður sína Jón og Sigurð eftir að móðir þeirra dó. Ég er að hluta til alinn upp hjá þeim og þar var gott að vera. Lífið var fjölbreytt og margt að starfa eins og var á mörgum heim- ilum á Eyrarbakka á þessum árum þar sem var bæði búskapur og kart- öflurækt. Á uppvaxtarárum sínum á Bakk- anum kynntist hún ungmennafélags- hreyfingunni þar sem lögð var áhersla á heilbrigt líferni, íþróttir og samheldni. Þessi viðhorf einkenndu hana alla tíð. Hún fékk þekkingu og reynslu í garðyrkju á Laugarvatni og Akureyri og hafði alla tíð mikinn áhuga á garðrækt og kom sér upp fallegum garði við Litlu-Háeyri. Helga var listfeng og fjölhæf. Hún spilaði á mandólín, málaði myndir og tók ljósmyndir, meira að segja lit- myndir sem var fátítt á þeim árum og fékk þær framkallaðar í Ameríku. Hún hafði mikinn áhuga á leiklist og starfaði í leikfélagi Eyrarbakka á gullaldarárum þess og tók þátt í flestum uppfærslum þess. Hún lék m.a. eitt aðalhlutverkið í Lénharði fógeta og var sú sýning með þeim eftirminnilegustu. Síðasta hlutverk hennar var í sýningunni Margt býr í þokunni og skemmta margir sér enn yfir minningunni um hana. Helga æfði hlutverkin oft heima við heim- ilisstörfin, bæði í leikritum sem átti að sýna og eins önnur bara af því þau voru svo skemmtileg. Stundum bað hún mig að vera hvíslara fyrir sig. Oft tók hún þátt í undirbúningi 17. júní-hátíðarhaldanna á Bakkanum og lék þá gjarnan í stuttum þáttum. Loftið á Litlu-Háeyri var heimur út af fyrir sig með m.a. leikbúningum leikfélagsins og búningum sem hún hafði búið til sjálf ásamt gömlum 78 snúninga hljómplötum með mörgum okkar bestu einsöngvurum. Á inniteppudögum fengum við frændsystkinin oft að leika okkur með búningana hennar og máta okk- ur inn í ýmis hlutverk. Við spiluðum hljómplöturnar á gamlan upptrekkt- an grammófón en fjöðrin var slitin svo ég varð að handsnúa plötudisk- inum. Ég hef oft undrast að Helga skyldi leyfa okkur þetta en viðhorf hennar var: „Þau kynnast þá þessum söngperlum.“ Helga var mikil hann- yrðakona og kenndi handavinnu við Barnaskóla Eyrarbakka í mörg ár. Hún leyfði nemendum sínum að koma heim til sín hvenær sem var ef þeir þurftu tilsögn. Hún las þá stundum sögur fyrir stelpurnar og reyndi að miðla þeim fróðleik og fannst mörgum þeirra þetta mikil upplifun og minnast þess ennþá með hlýju. Hún var söngelsk og söng oft við heimilisstörfin. Hún söng í mörg ár í kirkjukór Eyrarbakkakirkju og var það henni afar mikilvægt því hún var í eðli sínu félagslynd. Tækifærum til félagslegra samskipta fækkaði stöð- ugt hin síðari ár en hún prjónaði og las þá því meira. Helga vakti áhuga minn á bókmenntum og góðum lífs- gildum og er ég henni þakklátur fyr- ir það og hlutdeild hennar í uppeldi mínu. Blessuð sé minning hennar. Brynjólfur G. Brynjólfsson. Vorið virðist vera að koma. Runn- ar farnir að bruma og rabarbarinn farinn að spretta í garðinum við Litlu-Háeyri. Helga frænka var vorsins barn og hennar líf og yndi að rækta blóm og matjurtir enda hafði hún lært garðyrkju á Akureyri. Garðurinn hennar má nú líta sinn fíf- il fegri. Þegar Helga var í blóma lífs- ins var þetta einn af fallegri blómst- urgörðum á Bakkanum þrátt fyrir erfið skilyrði í saltrokinu á Eyrar- bakka. Þar voru margar tegundir blóma. Ekki skemmdu gömlu vagn- hjólin sem lokuðu garðinn af. Helga móðursystir okkar var hæfileikarík kona, glaðlynd, listræn og afskaplega falleg á yngri árum. Hún lærði til klæðskera í Reykjavík og kenndi handavinnu í Barnaskóla Eyrarbakka í mörg ár. Góðlyndi Helgu og ljúfmennska sýndi sig best í því að heimili hennar var nemend- unum alltaf opið og áhugasamar stelpur komu til hennar á sumrin til að fá leiðsögn og efni. Hugur Helgu stóð til leiklistar og veturinn 1950 fór hún að læra leiklist í leiklistarskóla Ævars R. Kvaran. Á þeim árum var blómatími Leikfélags Eyrarbakka og þær systur Helga og Sirrí voru máttarstólpar þess. Léku í flestum þeirra leikrita sem sett voru upp og saumuðu búninga. Til eru myndir af Helgu í burðarhlutverki í Lénharði fógeta. Helga frænka giftist aldrei þó að „biðlarnir væru margir“ eins og systur hennar sögðu. Hún hélt heim- ili með bræðrum sínum Sigurði og Jóni á Litlu-Háeyri. Við systkina- börn hennar fimm vorum send til dvalar á Eyrarbakka á sumrin. Átt- um að létta eitthvað undir með Helgu en vorum mest úti við leik eða í heyskap með Nonna. Systkinin voru ákaflega barngóð og börn löð- uðust að þeim. Brynjólfur frændi okkar var að miklu leyti alinn upp af þeim systkinum. Oft var kátt á hjalla þegar systkini Helgu að sunnan bar að garði. Þá var spaugað og vísum kastað fram. Heimilið var öllum opið og marga bar að garði. Karlarnir í nágrenninu komu í morgunkaffi til skrafs og ráðagerða. Alltaf var kaffi á könn- unni hjá Helgu, smurt brauð á borð- um og bakkelsi. Helga var söngelsk og hlustaði mikið á tónlist. Hljómuðu óperur, kórverk og einsöngslög í stofunni á Litlu-Háeyri. Þegar við hjálpuðum Helgu í húsverkunum gekk hún ann- aðhvort um með vindil „til að fá góða lykt í húsið“ eða æfði sálmasöng. Hún söng í kirkjukór Eyrarbakka- kirkju í um 50 ár. Þegar við vorum að reyna að fá hana suður um jólin tók hún það ekki í mál. Hún varð að syngja aftansöng og messu daginn eftir! Eftir alvarleg veikindi varð Helga ekki söm og áður. Hún gerðist ein- ræn og einangraðist. Eftir dauða bræðra hennar jókst einsemd henn- ar mikið og í mörg ár hefur Helga búið ein með Trygg. Helga fékk hægt andlát á Kumb- aravogi þar sem hún hafði dvalist í rúm tvö ár. Við þökkum kærlega fyr- ir góða umönnun og hlýju starfs- fólks. Kirkjukór Eyrarbakkakirkju á þakkir skildar fyrir góða samfylgd í áranna rás og þá gleði sem kórfélag- ar veittu Helgu með söng á níræð- isafmæli hennar á síðasta ári. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ( V. Briem) Valgerður K. Sigurðardóttir, Auðbjörg Ögmundsdóttir. Helga Guðjónsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNATANSDÓTTUR, Bröttugötu 2, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til Sjúkrahússins á Akranesi, A-deild, fyrir frábæra hjúkrun. Við þökkum Krabbameinsfélaginu í Borgarnesi frábæra aðstoð í erfiðum veikindum. Jón S. Pétursson og börn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför kærrar móður okkar, GUÐLAUGAR INGVARSDÓTTUR frá Norðfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- deildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað og öllu starfsfólki sjúkrahússins. Fríður, Björn, Ingvar, Margrét, Atli, Hákon, Anna, Jóhanna og Guðlaug. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Vallarbraut 6, Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Garðvangi fyrir einstaklega góða umönnun og hlýlegt viðmót. Þórmar Guðjónsson, Elías Þórmarsson, Anna Eyjólfsdóttir, Jóhanna Þórmarsdóttir, Björn Kristinsson, Árni Geir Þórmarsson, Linda Stefánsdóttir, Adda Þórunn Þórmarsdóttir, Fredrik Plott, Gunnar Þór Þórmarsson, Jenný Olga Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til ykkar kæru vinir og ættingjar sem sýnduð samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengda- móður, ömmu og systur, GUÐRÚNAR ÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR, Víkurströnd 6, Seltjarnarnesi, og heiðruðuð minningu hennar. Sigurður Gizurarson, Júlía Jónsdóttir, Dagmar Sigurðardóttir, Baldur N. Snæland, Magnús Sigurðsson, Karen Z. Zurga, Júlía Sigurðardóttir, Gizur Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Arnar Loftsson, barnabörn og systkini. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR HALLSSON, Hvassaleiti 101, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánudaginn 29. mars kl. 13.00. Margrét Halldóra Sveinsdóttir, Guðný Ásgeirsdóttir Stäuble, Markus Stäuble, Ásgeir Ásgeirsson, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, afabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.