Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
✝ Sigursteinn Ólafs-son fæddist að
Syðra-Velli í Flóa 6.
ágúst 1914. Hann lést
á hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi 20. mars sl. For-
eldrar hans voru
Ólafur Sveinn Sveins-
son, f. 1889, d. 1976
og Margrét Steins-
dóttir, f. 1890, d.
1970. Sigursteinn var
elstur sextán systk-
ina. Þau eru: Guðrún,
f. 1915, býr í Reykja-
vík; Sveinbjörn, f. 1916, býr í Hafn-
arfirði; Ólafur, f. 1917, d. 2005, bjó
í Hafnarfirði; Ingvar, f. 1919, d.
2007, bjó í Reykjavík; Gísli, f. 1920,
dó sem ungbarn; Ólöf, f. 1921, d.
2007, bjó á Selfossi; Guðfinna, f.
1922, d. 2008, bjó í Tungu í Fljóts-
hlíð; Kristján, f. 1923, býr í Reykja-
vík; Soffía, f. 1924, býr á Selfossi;
Margrét, f. 1925, býr á Selfossi;
Sigurður, f. 1928, býr í Þorláks-
höfn; Gísli, f. 1929, d. 1991, bjó í
Reykjavík; Aðalheiður, f. 1930, býr
á Selfossi; Jón, f. 1931, býr á Sel-
fossi, Helgi, f. 1934, býr í Þorláks-
ára til sjóróðra til Grindavíkur.
Tók vélstjórapróf upp úr tvítugu
og gerðist vélstjóri á bátum. Þá tók
við sjómannsferill við síldveiðar á
sumrin og vetrarvertíðar. Sigur-
steinn og Guðrún byrjuðu sinn bú-
skap í Vestmannaeyjum 1940 en
haustið 1941 fluttu þau til Stokks-
eyrar og þá fór Sigursteinn að
keyra á eigin vörubíl fyrir breska
setuliðið við flugvallargerð í Kald-
aðarnesi í Flóa. Þau hjónin fluttu á
Selfoss 1943 og Sigursteinn réðst
til Kaupfélags Árnesinga sem
mjólkurbílstjóri og síðan við bíla-
viðgerðir. Síðan starfaði hann í
nokkur ár á Bifreiðastöð Steindórs
í Reykjavík sem rútubílstjóri og hjá
versluninni Höfn á Selfossi sem
flutningabílstjóri milli Selfoss og
Reykjavíkur. Frá 1954 starfaði
hann á verkstæðum kaupfélagsins
á Selfossi, lengst á bíla- og vara-
hlutalager eða til ársins 1989, en
þá lét hann af störfum, 75 ára að
aldri. Eftir starfslok tók hann virk-
an þátt í starfi aldraðra á Selfossi.
Síðasta árið var hann á hjúkr-
unarheimilinu Ljósheimum á Sel-
fossi, þá farinn að líkamsburðum
en hugurinn skýr.
Útför Sigursteins fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 27. mars 2010,
og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett
verður í Laugardælakirkjugarði.
höfn. Eiginkona Sig-
ursteins var Guðrún
Dagbjört Giss-
urardóttir frá Vot-
múla í Flóa, f. 30.
nóvember 1910, d. 8.
nóvember 1990.
Þeirra sonur er Sæv-
ar Sigursteinsson, f.
6. júlí 1941, rafvirki á
Selfossi. Eiginkona
hans er Sigrún Gerð-
ur Bogadóttir, f. 20.
apríl 1948, sjúkraliði.
Þeirra börn eru: a)
Sigurður Bogi, f.
1971, blaðamaður í Reykjavík. b)
Sigursteinn Gunnar, f. 1974, flug-
virki í Danmörku. Kona hans er
Hrund Brynjólfsdóttir, f. 1974.
Dætur þeirra eru, Alexandra
Nadia, f. 1994, Ísabella Diljá, f.
2001, og Emilíana Eik, f. 2004. c)
Ragnhildur Sævarsdóttir, f. 1982,
nemi, búsett á Hjálmsstöðum í
Laugardal. Maður hennar er Daní-
el Pálsson, f. 1981. Sonur þeirra er
Kári, f. 2007.
Sigursteinn ólst upp við almenn
sveitastörf. Fór sextán ára gamall
á vertíð til Vestmannaeyja og 18
„Ertu kominn yfir dagskiptalín-
una?“ spurði afi þegar ég hringdi í
hann frá Ho Chi Min-borg í Víet-
nam. Þetta sérstaka orð hafði ég
aldrei heyrt áður, hvar er línan
sem skiptir dögum? Og svona var
hann, síspurull og fræðandi. Mikið
hefði hann annars notið ferðar
austur til Víetnams og þess að
kynnast dugmikilli þjóð sem hefur
á síðustu árum risið úr öskustó
eymdar og fátæktar, rétt eins og
íslenska þjóðin gerði á þeirri löngu
ævi sem hann sjálfur lifði. Víet-
nömum tókst að leggja mesta
hernaðarveldi heimsins að velli
með einstakri útsjónarsemi sem
líkust var því að músin léki á kött-
inn. Sá sigur féll vel að þeim póli-
tísku viðhorfum sem hann hafði
alla tíð.
Ég skynjaði í þessu samtali okk-
ar, eins og ég raunar vissi, að hon-
um var brugðið og máttur fór
þverrandi. Allt gat gerst. Ferðin
heim var kappflug yfir hálfan
hnöttinn um að hitta hann lifandi
og því náði ég. Á sjúkrabeðnum
spurði hann mig um ferðalagið.
Áhugi hans á umhverfi sínu var
jafnmikill og áður. Eftir þetta sam-
tal kvöddumst við. Í síðasta sinn.
„Segðu mér eitthvað frá Syðra-
Velli,“ sagði ég við afa, þá kannski
sex ára gamall. Mér þótti strax ævi
hans vera forvitnilegt ævintýr.
Frásagnir afa og ömmu – Guð-
rúnar Dagbjartar Gissurardóttur –
voru fróðlegar og gamlar myndir í
snjáðum albúmum fylltu í eyður.
Fljótlega var ég farinn að punkta
eitt og annað niður eftir þeim og
svo dró afi gamla ritvél fram. Því-
líkt galdratæki hef ég aldrei vitað
enda sat ég alla daga við vélina og
pikkaði með tveimur puttum. Rit-
vélin varð örlagavaldur í mínu lífi
og ég ákvað tíu ára að verða blaða-
maður.
Frá degi til dags fylgdist afi ná-
kvæmlega með því hvað við systk-
inin þrjú værum að fást við, hvar
við værum stödd og hvernig okkur
vegnaði. Það kom líka af sjálfu sér,
því við þurftum að hringja nánast
daglega í afa sem okkur fannst svo
skemmtilegur.
Mér er næst að halda að hann
hafi lesið velflest sem ég skrifaði
og var einatt að benda mér á um-
fjöllunarefni. Systkinin mín geta
svipaða sögu sagt: það sem við tók-
um okkur fyrir hendur var hans
upplifun. Það var ævintýri þegar
afi hélt bíósýningar. Gamlar slæds-
myndir voru settar í sýningarvél-
ina og svo fórum við í hringferð um
landið og afi sýndi myndir úr
ferðalögum, af flóðum í Ölfusá og
fleiru. Nú er það bíó búið þó sýn-
ing lífsins haldi áfram.
Það er löng leið frá Íslandi til
himnaríkis, sagði kerlingin í Gullna
hliði Davíðs Stefánssonar þegar
hún kom með sálina hans Jóns síns
til Lykla-Péturs. Jú, þangað er
sjálfsagt dágóður spölur en fljót-
farinn. „Ungum fannst mér ég
þurfa að flýta mér. Þetta hefur
ekkert breyst. Hvert þangað sem
för minni er heitið er hugurinn
kominn þangað fyrr en varir. Ég
hef því jafnan farið hratt yfir,“ seg-
ir afi í óprentuðum endurminning-
um sem ég skráði eftir honum.
Stundum er sagt að líðan fram-
liðinna ráðist að nokkru af því
hvernig til þeirra er hugsað. Á
kveðjustund þegar góðar minning-
ar er mér efst í huga efast ég því
ekki um eilíflega velferð afa míns,
Sigursteins Ólafssonar, sem nú er
okkur horfinn yfir dagskiptalínuna.
Sigurður Bogi Sævarsson.
Að eiga góðan vin er nokkuð sem
enginn skyldi vanmeta.
Í þér átti ég minn besta vin. Allt
frá því ég svaf sem lítið barn undir
hlýrri sæng þinni og þar til ég
kvaddi þig góða nótt í hinsta sinn.
Þú studdir mig með ráðum og
dáð, þú gafst mér hlýtt faðmlag
þegar ég þurfti þess og þú bauðst
fram aðstoð þína á ögurstundu.
Þegar ég strauk að heiman varst
það þú sem ég leitaði til, þú tókst
mér opnum örmum án þess að
segja nokkurt orð, líkt og sönnum
vini sæmir. Í minningunni höfðum
við aldrei neitt annað en kálböggla
í matinn, brauð með majónesi í
kaffinu og síðan dönsuðum við Óla
skans fyrir svefninn. Inni á milli
spiluðum við svarta Pétur og þú
fræddir mig á meðan um engjaslátt
og verbúðarlíf.
Saman grétum við yfir þeim ör-
lögum að við yrðum ekki alltaf
saman, að þú ættir einn daginn eft-
ir að yfirgefa mig.
Elsku afi minn, ég sakna þín við
hvern andardrátt og hvert það tár
sem ég felli er til minningar um
þig.
Hvíl í friði, ég hlakka til að hitta
þig aftur.
Ragnhildur Sævarsdóttir.
Sigursteinn Ólafsson
Gógó frænka mín
og móðir æskuvin-
konu minnar hefur kvatt þessa
jarðvist, á 83 aldursári. Það sem
einkenndi hana í mínum huga var
hjartahlýja og fallegt bros.
Minningabrot frá bernskuárun-
um í Eyjum raðast upp. Margt
var brallað og í huganum finnst
mér alltaf hafa verið sól og blíða í
Jóna Guðrún
Ólafsdóttir
✝ Jóna GuðrúnÓlafsdóttir fædd-
ist að Víðivöllum í
Vestmannaeyjum 17.
nóvember 1927. Hún
lést á Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum 12.
mars 2010.
Útför Jónu Guð-
rúnar fór fram frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 20. mars
2010.
Eyjum á þessum ár-
um.Við börnin hlup-
um um fagurgræn
túnin og upp á
Helgafell. Heyjuðum
á Skottó. Klifruðum
á snúrustaurunum.
Lékum okkur í búð-
arleik, í kofanum í
Ólafshúsum, og
fengum afnot að bíl-
skúrnum hjá Edda
og Gógó fyrir
dúkkuleikina. Lífið
var svo áhyggjulaust
og afslappað. Oftast
voru til heimabakaðar kökur fyrir
okkur krakkana og eflaust hurfu
lítrar af mjólk í tugatali ofan í
krakkaskarann með kökunum
góðu hjá Gógó.
Ég var daglegur gestur á Víði-
völlum fram á unglingsár, þar
sem við Guðfinna vinkona mín
vorum nær óaðskiljanlegar, og
það breytti engu fyrir Gógó að
bæta einni stelpu við hópinn.
Stundum læddumst við líka heim
til mín eða ömmu í Óló þegar við
vildum vera í ró og næði og laus-
ar við krakkaskarann.
Lífið lék ekki alltaf við Gógó,
þótt brosið væri oftast á sínum
stað. Hún fékk sinn skammt af
mótlæti og á örfáum árum þurfti
hún að sjá á eftir eiginmanni sín-
um, barnabarni og tveimur börn-
um, sem öll féllu frá, langt um
aldur fram. Gógó lét þó ekki bug-
ast og stóð sem klettur í hafinu,
enda alin upp í Eyjum við brim
og öldurót. Hún vissi sem var að
ekki þýddi að deila við dómarann.
Gógó átti við heilsubrest að
stríða síðustu árin og dvaldi á
Hraunbúðum þar sem hún var
umvafin ást og umhyggju barna
sinna og starfsfólks Hraunbúða.
Gógó hefur nú fengið hvíldina
og efalaust hefur hún fengið góð-
ar móttökur hjá eiginmanni,
börnum og barnabarni við kom-
una á æðra tilverustigið.
Hvíl þú í friði, elsku Gógó.
Erla Ólafía Gísladóttir.
Elsku amma mín.
Það er ótrúlega
skrítið til þess að
hugsa að þú sért far-
in frá okkur. Einhvern veginn er
maður svo sjálfselskur að manni
þykir sjálfgefið og sjálfsagt að
þeir sem manni þykir vænt um
verði alltaf til staðar. Það er ekki
langt síðan þú hélst upp á 80 ára
afmælið þitt og það hefði aldrei
hvarflað að mér að rúmum tveim-
ur mánuðum síðar myndir þú
kveðja þennan heim. En þrátt
fyrir skyndileg veikindi þá er ég
svo þakklát fyrir að hafa getað
kvatt þig á spítalanum, setið við
hliðina á þér, haldið í höndina þín
og strokið þér um rauða fallega
hárið þitt. Undir það síðasta
varstu orðin mjög þreklítil og
veik og þó þú hafir ekki getað tal-
að mikið þá hélstu fast í höndina
á þeim sem heimsóttu þig og
svaraðir með augunum og með
því að kinka kolli.
Minningarnar eru margar,
sandkökurnar þínar góðu,
mömmukökurnar á jólunum með
þykka kreminu og hunangskakan
með ennþá þykkara kremi. Það
verður skrítið að heimsækja
mömmu og pabba í sumar og sjá
þig ekki sitjandi með þeim úti á
palli. Myndin í huga mínum er
mjög skýr, þú með sólgleraugu,
búin að bretta síðbuxurnar upp
að hnjám í skyrtu eða peysu sitj-
andi með fæturna dregna að þér í
sólinni.
Þú hafðir mikinn húmor enda
mamma þín húmoristi með ein-
dæmum. Það var alltaf mjög gam-
an að segja þér sögur því þú lifðir
þig svo inn í þær, sast kímin á
svip og tókst þátt í umræðunni.
Sérstaklega fannst mér gaman að
segja þér sögur af elskulega litla
Anna Guðmundsdóttir
✝ Anna Guðmunds-dóttir fæddist í
Odda á Ísafirði hinn
30. desember 1929.
Hún lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut 8.
mars sl.
Útför Önnu fór
fram frá Bústaða-
kirkju 19. mars 2010.
gaurnum mínum,
honum Emil Darra.
Þá varst þú í essinu
þínu og gerðir grín
og hlóst. Mér fannst
líka mjög skemmti-
legt og fyndið að
heyra ykkur syst-
urnar tala um per-
sónur í sjónvarps-
þáttum eins og um
vini eða kunningja
væri að ræða. Svo
mikið lifðir þú þig
inn í þættina. Þú
varst smekkmann-
eskja mikil, gekkst alltaf í fal-
legum og fínum fötum, hélst fal-
legt heimili og gafst fallegar og
vandaðar gjafir. Þú varst dugleg
að prjóna og sauma út og á ég fal-
legt handverk eftir þig sem ég
mun varðveita. Á yngri árum
saumaðir þú einnig föt á börnin
þín. Þessi myndarskapur virðist
ekki hafa náð að erfast til mín, en
þó finnst mér mjög gaman að
baka.
Þótt þú værir ekki há í loftinu
varstu því stærri persónuleiki
með ákveðnar skoðanir og lífssýn.
Það var mér mikið kappsmál
þegar ég var lítil að ná þér í hæð
og mældum við okkur reglulega
hvor við aðra. Ég man sérstak-
lega þegar ég bauð þér í heim-
sókn í fyrstu íbúðina mína í Háa-
gerðinu í kaffi. Ég vildi gera vel
við ömmu mína og hellti upp á
kaffi og bakaði fyrir hana marm-
araköku. Þá sagði amma mér
sögu og að hún hefði heitið því að
borða aldrei marmaraköku aftur
um ævina, en mér til mikillar
ánægju breytti hún út af þeirri
ákvörðun og fékk sér kökusneið.
Það verður skrítið að halda upp
á næstu afmæli og hátíðisdaga án
þess að þú sért með okkur.
Elsku amma, söknuðurinn er
mikill en einnig er ég svo þakklát
fyrir að þú hafir verið hjá okkur í
80 ár og að þú varst umvafin um-
hyggju þinna nánustu þína síð-
ustu daga. Ég veit að þú vakir yf-
ir okkur og ert í góðum
félagsskap afa Helga.
Guð geymi þig.
Edda Björk
og fjölskylda.
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem
birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.