Morgunblaðið - 27.03.2010, Qupperneq 44
44 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
Sudoku
Frumstig
5 9 3 8 4
9 6 4
2 8
3 5 6 8
8 3 5 9
6 7 4
7 2 9 5
5 2
6 5
2
5 3 2 1 6
7 1 5
9 5 3 7
6 9 1
1 6
4 5
1 6 5 3 4 7
8 2 1 9 6
5 2 8
3 6 5 2
9 8 7
3 1 7
3
8
6 1
7 9 3
6 9 1 4 3 8 5 2 7
5 7 3 6 1 2 8 9 4
2 8 4 9 5 7 1 6 3
7 5 9 3 6 1 4 8 2
4 1 2 8 9 5 3 7 6
3 6 8 2 7 4 9 5 1
9 4 7 1 8 6 2 3 5
8 2 6 5 4 3 7 1 9
1 3 5 7 2 9 6 4 8
2 5 6 4 7 1 3 9 8
9 1 7 6 3 8 5 2 4
4 8 3 5 9 2 1 7 6
5 7 1 8 2 4 6 3 9
3 4 9 7 6 5 2 8 1
6 2 8 3 1 9 7 4 5
7 9 5 2 8 6 4 1 3
8 6 2 1 4 3 9 5 7
1 3 4 9 5 7 8 6 2
7 5 4 9 2 1 3 8 6
8 3 9 5 4 6 1 2 7
2 6 1 7 8 3 9 5 4
4 1 8 2 6 9 5 7 3
5 7 2 3 1 4 6 9 8
3 9 6 8 7 5 2 4 1
1 2 7 6 5 8 4 3 9
6 8 3 4 9 2 7 1 5
9 4 5 1 3 7 8 6 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 27. mars,
86. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Og ég veit að boðorð
hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það
tala ég því eins og faðirinn hefur sagt
mér. (Jh. 12, 50.)
Rukkun kom frá bankanum ádögunum um ógreiddan reikn-
ing upp á fáeina þúsundkalla vegna
hraðsendingar. Viðskiptavinurinn
var viss um að þetta væru einhver
mistök því hann kannaðist ekki við
að hafa nokkru sinni tekið við send-
ingu án þess að greiða toll og annan
kostnað áður. Því var þessu ekki
ansað í fyrstu. Þegar ítrekuð hótun
barst um að senda reikninginn í lög-
fræðiinnheimtu varð að bregðast
við.
x x x
Starfsmaður fyrirtækisins sagðiað svona væri þetta í bókhald-
inu og gengu nokkur bréf á milli þar
sem viðskiptavinurinn lagði sig fram
um að upplýsa málið. Hann varð
smám saman viss um að gerðir hefðu
verið tveir reikningar fyrir sömu
sendinguna þótt upphæðin væri af
einhverjum ástæðum ekki nákvæm-
lega sú sama. Til þess að ganga úr
skugga um það þurfti að kanna gögn
í bókhaldi fyrirtækisins.
x x x
Það hefur greinilega ekki veriðgert því það næsta sem gerðist
var að enn ljótari hótun kom, nú frá
innheimtufyrirtæki. Það þykknaði
aðeins í viðskiptavininum en hann
dró andann djúpt að sér áður en
hann setti innheimtufyrirtækið, for-
stjóra fyrirtækisins og viðkomandi
starfsmann inn í málið með bréfi. Því
var tekið vel og sagt að innheimtan
yrði stöðvuð á meðan málið væri
skoðað og rætt um áframhaldandi
samband.
x x x
Síðan er liðinn rúmlega hálfurannar mánuður og ekkert hefur
heyrst. Væntanlega hefur málið
skýrst og reikningurinn verið færð-
ur til baka. En viðskiptavinurinn
hefur enga skýringu fengið og
hvorki nýja rukkun né afsök-
unarbeiðni. Hann er því ekki alveg
rólegur því hugsanlegt er að hann
eigi seinna viðskipti við þetta fyr-
irtæki. Skyldi þá afgreiðsla sending-
arinnar stöðvast vegna gamallar
„skuldar“ í bókhaldinu? Vonandi
ekki. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 auðveldur, 8
nötraði, 9 reiður, 10
greinir, 11 flýtirinn, 13
starfsvilji, 15 fjárrekst-
urs, 18 lítil tunna, 21
blekking, 22 smávaxna,
23 óþekkt, 24 þyngd-
areiningar.
Lóðrétt | 2 óhreinkaði, 3
tilfinningalaus, 4 allmik-
ill, 5 reyfið, 6 aldurs-
skeið, 7 vaxa, 12 eykta-
mark, 14 vafa, 15 látið af
hendi, 16 snauð, 17 deil-
ur, 18 slungnu, 19 gras-
flötur, 20 duglega.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 flets, 4 þófar, 7 leggs, 8 örkin, 9 sýl, 11 skap,
13 saki, 14 eljan, 15 hörð, 17 Ægis, 20 æra, 22 lofað, 23
skúta, 24 sælir, 25 ausan.
Lóðrétt: 1 fólks, 2 ergja, 3 sess, 4 þjöl, 5 fokka, 6 rændi,
10 ýkjur, 12 peð, 13 snæ, 15 hælis, 16 ræfil, 18 grúts, 19
skarn, 20 æður, 21 assa.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 d5 3. cxd5 Dxd5 4. Rc3
Da5 5. Rf3 e6 6. Bd2 c6 7. e4 Dd8 8.
e5 Rd5 9. Bd3 b5 10. O-O a6 11. Rg5
Rxc3 12. bxc3 Ha7 13. Rxh7 c5 14.
Dg4 cxd4 15. cxd4 Hd7 16. Be3 Bb7
17. Rg5 Rc6 18. Be4 Db8
Staðan kom upp í 2. deild í seinni
hluta Íslandsmóts skákfélaga sem
lauk fyrir skömmu í Rimaskóla í
Reykjavík. Danski skákmaðurinn Ja-
cob Carstensen (2295) hafði hvítt
gegn Jóni Þór Bergþórssyni (2155).
19. Rxf7! Hxf7 svartur hefði orðið
mát eftir 19… Kxf7 20. Bg6+. 20.
Bxc6+! og svartur gafst upp enda
taflið gjörtapað eftir 20… Bxc6 21.
Dxe6+. Íslandsmót barna hefst í dag
í Vestmannaeyjum og lýkur því á
morgun, sunnudaginn 28. mars. Nán-
ari upplýsingar um mótið er að finna
á www.skak.is.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
2330.
Norður
♠ÁD953
♥92
♦9
♣ÁG943
Vestur Austur
♠KG10764 ♠82
♥D76 ♥Á108543
♦6 ♦G4
♣D52 ♣1076
Suður
♠–
♥K3
♦ÁKD1087532
♣K8
Suður spilar 7♦ doblaða.
Fyrir 80 árum kom Theodore Lig-
htner fram með þá hugmynd að dobl á
slemmu væri best nýtt til leiðsagnar
um útspil. Allar götur síðan hafa spil-
arar gefið út þúsundir stiga með mis-
ráðnum Lightner-doblum. En ekki er
alltaf við Lightner sjálfan að sakast.
Hann setti fram skýrar reglur. Ein
segir að dobl biðji um útspil í sögðum
lit blinds.
Spilið að ofan er frá Íslandsmótinu.
Suður vakti á sterku laufi og vestur
hindraði með 2♠. Norður nennti ekki
að eltast við sektina og meldaði 3♣.
„Stopp! – fjórir spaðar,“ sagði suður.
Meint sem ásaspurning fyrir utan
spaðann, en skilið sem laufstuðningur.
Norður sagði líka „stopp“ og stökk í
6♣. Suður breytti í 6♦, norður í 6G og
suður í 7♦. Allt á leifturhraða. „Dobl,“
sagði austur – lauf út og 2330 í NS.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Láttu tímann vinna með þér í við-
kvæmu fjölskyldumáli. Vertu opin/n fyrir
ástinni.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Ekki falla í þá freistni að kaupa
hluti bara af því að þú átt eitthvert fé
handbært. Láttu smáóhapp ekki pirra
þig.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Ekki búast við kraftaverkum, en
ástvinur þinn virðist svo sannarlega
leggja mikið á sig fyrir þig. Jafnvel þótt
fólk meini vel er mögulegt að það sé ekki
með allt á hreinu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Hægra heilahvel þitt er í yf-
irvinnu. Slepptu hendinni af kvíðanum og
taktu skref inn í óvissuna miklu.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Vilji er allt sem þarf hvort heldur
þig langar að ræða eitthvað eða leysa ein-
hverja manndómsþraut. Reyndu að sýna
þolinmæði og umburðarlyndi.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Farðu vel yfir allar peningafærslur
í dag og gættu þess að týna hvorki vesk-
inu né töskunni. Mundu að aðgát skal
höfð í nærveru sálar.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú ert ekki nógu harður/hörð í sam-
skiptum við aðra og þyrftir að taka þig á
og vera fastari fyrir. Þú þarft á öðru fólki
að halda þótt þú viljir ekki viðurkenna
það.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Nú þarftu að taka þér tak í
fjármálunum. Mundu samt að það eru
takmörk fyrir öllu, líka því sem hægt er
að semja um. Þú færð símhringingu sem
vekur þig til umhugsunar.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Spennan sem þú finnur fyrir
vegna nýrra kynna við einhvern er gagn-
kvæm. Frumleiki þinn laðar að ein-
staklinga sem þú getur verið stolt/ur af að
kalla vini.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú hefur haft mikið að gera að
undanförnu og þarft því á hvíld að halda.
Gott ráð er að leita skjóls hjá trún-
aðarvini.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Verkir eru skilaboð frá líkama
þínum til hugarins. Hafðu augun opin og
ekki láta sárindi í fortíðinni hindra að þú
nýtir tækifærið nú.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ættir að horfast í augu við það
að þú þarfnast athygli. Sýndu skoðunum
annarra virðingu og leitaðu samkomulags
við þá.
Stjörnuspá
27. mars 1918
Stjórnarráðið auglýsti að
eina og sömu stafsetningu
skyldi nota í skólum, skóla-
bókum og öðrum bókum
sem landssjóður gæfi út eða
styrkti. Þá var meðal ann-
ars ákveðið að rita skyldi je
í stað é og s í stað z. Því var
breytt rúmum áratug síðar.
27. mars 1943
Varðskipið Sæbjörg stóð
breska togarann War Grey
að ólöglegum veiðum við
Stafnes. Togarinn sigldi
áleiðis til Englands með
stýrimann varðskipsins og
stoppaði ekki fyrr en varð-
skipið Ægir hafði elt togar-
ann uppi og skotið þrjátíu
skotum að honum. Farið var
með togarann til Reykjavík-
ur.
27. mars 1963
Skagafjarðarskjálftinn. Mik-
ill jarðskjálfti, um 7 stig,
fannst víða um land um kl.
23.15. Upptökin voru norður
af mynni Skagafjarðar. Hús
léku á reiðiskjálfi, fólk varð
óttaslegið og sumir héldu
sig utandyra alla nóttina.
27. mars 1967
Snjóflóð féll úr Bjólfi á
Seyðisfirði á síldarverk-
smiðju Hafsíldar. Fimmtán
hundruð fermetra geymslu-
hús lagðist saman.
27. mars 1998
Kristín Hermannsdóttir,
sem fæddist 17. febrúar
þetta ár, var heiðruð sem
tuttugu þúsundasti Kópa-
vogsbúinn.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Ingvar Gýgjar
Jónsson, fyrrver-
andi byggingar-
fulltrúi frá Gýgj-
arhóli, er átt-
ræður í dag.
Hann er að heim-
an.
80 ára
GUNNAR Oddsson, fyrrverandi knattspyrnuþjálf-
ari ætlar að taka það rólega á afmælisdaginn. „Fjöl-
skyldan ætlar að eyða helginni saman í sumarbústað
í Húsafelli,“ segir Gunnar. En bústaðardvölin var
sérstaklega ákveðin með það í huga að hægt yrði að
njóta afmælisdagsins í rólegheitum. „Við njótum
þess að borða góðan mat og svona.“
Gunnar kveðst ekki vera mikið fyrir afmælishald.
„Ég efndi til afmælisveislu með vinum og fjölskyldu
er ég varð fertugur og fór svo til New York í kjöl-
farið, sem var virkilega gaman. En annars hafa af-
mælin verið á hóflegum nótum.“ Er hann horfi til baka sé þó eftir-
minnilegt hve afmælisdaginn virtist oft bera upp á páska í æsku. „Ég
man t.d. eftir nokkrum afmælisdögum sem bar upp á föstudaginn langa
og það var lítið varið í það. Þá þurfti maður að hafa sig hægan og það
voru fáir tilbúnir að mæta í afmæli á þeim degi,“ segir Gunnar. Afmæl-
isfögnuðurinn hafi þá yfirleitt verið fluttur yfir á annan dag.
Hann hefur undanfarið tekið sér hlé frá knattspyrnuþjálfun og nýtur
þess. „Nú er ég í hvíld og er að upplifa nýja tíma án þess að vera of djúpt
sokkinn í boltann og hef fyrir vikið meiri tíma til að sinna fjölskyldunni
og öðrum áhugamálum.“ annaei@mbl.is
Gunnar Oddsson, 45 ára
Bar oft upp á páskana
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is