Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 45

Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 45
Dagbók 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG SKAR MIG Á DÓSINNI UTAN AF KATTAMATNUM ÞÍNUM Í DAG ÉG VONA AÐ ÞÚ KUNNIR AÐ META ÞAÐ SEM ÉG GERI FYRIR ÞIG ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞAÐ SÉ EKKI BLÓÐ Í MATNUM MÍNUM ÉG TALA EKKI VIÐ ÞIG FRAMAR EFTIR ÞAÐ SEM GERÐIST! ÉG MYNDI EKKI TALA VIÐ ÞIG ÞÓ VIÐ VÆRUM ÚTI Á HAFI, Í LOFTINU EÐA Á TUNGLINU! EN EF VIÐ HITTUMST Í MIÐRI Á? STJÓRNVÖLD SEGJA AÐ REGLULEG HREYFING SÉ MJÖG MIKILVÆG FYRIR FANGA VILTU ÞÁ EKKI SKIPULEGGJA FÓTBOLTAMÓT FYRIR OKKUR ÚTI Í GARÐI? NEI, BADA BING TEKUR ÞETTA LANGAN TÍMA? GRÍMUR, ER EINHVER MEÐ LEIÐINDI ÚT Í ÞIG? ÉG GÆTI SÉÐ UM HANN. ÉG ÞEKKI NÁUNGA SEM ÞEKKIR NÁUNGA SEM ÞEKKIR NÁUNGA SEM... VERTU RÓLEGUR, ÉG Á BARA ÞRJÁ NÁUNGA EFTIR ÉG VEIT EKKI, ADDA... ER ÞESSI BÓK EKKI ALVEG GAGNSLAUS. VARSTU EKKI AÐ TALA VIÐ LÖGFRÆÐING? JÚ, EN ÞÓKNUNIN ER 50.000 kr. KANNSKI ER BÓKIN EKKI SVO SLÆM SJÁÐU, LALLI! FYRRVERANDI LÖGGA SKRIFAÐI BÓK UM HVERNIG HÆGT ER AÐ LOSNA UNDAN HRAÐASEKTUM. ÉG GET FENGIÐ HANA FYRIR 2.000 kr. FRÁBÆRT! ENGINN SÁ MIG GRÍPA ÞETTA VESKI ÞETTA VAR EKKI FALLEGA SAGT... ÉG ER AUGLJÓSLEGA EKKI „ENGINN“ ÞETTA ERT ÞÚ! ÞETTA VESKI PASSAR EKKI VIÐ SKÓNA ÞÍNA! Bíllyklar töpuðust BÍLLYKLAR, með fjarstýringu í, töpuðust í Frostafold í Grafar- vogi í kringum 22. mars, finnandi vinsam- lega hringi í síma 564- 2099. Þjófagengi HVENÆR ætli komi að því að Íslendingar losni við þessi þjófa- gengi sem virðast þríf- ast hér á landi? Manni finnst alltaf verið að segja sömu fréttirnar: ,,Mennirnir eru þekktir afbrotamenn, en eftir af þeir höfðu játað, var þeim sleppt.“ Hvað er að? Af hverju eru mennirnir ekki sendir heim til sín? Er það virkilega svo að réttarkerfið hér sé svo gallað að glæpamenn megi brjóta af sér aftur og aftur áður en þeir eru lokaðir inni? Fólk er hvatt til að læsa húsum sínu og loka gluggum en það virðist nú ekki stoppa þessa menn að allt sé læst. Öll fangelsi eru full er algeng setning, er þá ekki upplagt að hafa lögin þannig að það sé hægt að skófla þessu liði heim til sín, 1, 2 og 3? Ég vil ekki trúa því að Íslendingar hafi ekki þann rétt að geta sent glæpamenn úr landi. Mér sýnist við hafa duglegan dóms- málaráðherra og vonandi tekur hann á þessum málum. Kristín. Gleðistund í Furugerði TIL borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik: Mig langar að senda kærar kveðjur og þakkir fyrir gleði- stundina sem þið veitt- uð okkur sem búum í Furugerði 1 nú í vik- unni. Þetta skemmti- lega fólk var komið til að gleðja okkur íbúana. Þarna söng Júlíus Vífill gullfallega, Jón Karl spilaði undir og fór líka með ýmislegt spaugilegt til að kitla svolítið hlát- urtaugarnar. Fleiri borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokkins voru mættir til að spjalla við okkur, engar ræður, sögðu þau, heldur bara að eiga skemmtilega stund saman. Sannarlega tókst þeim það, þessu góða fólki. Ég óska þeim góðs gengis í komandi kosningum. Svona dugmikið og jákvætt fólk á stjórnmálasviðinu er gulls ígildi, ekki síst á erfiðum tímum. Endurtek þakkir fyrir mig og kveðjur til ykkar allra. Sigrún Elíasdóttir. Ást er… … stelpan þín með gleraugu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Kvæðið Eyjafjallajökull birtist íöðru tölublaði Klaustur- póstsins árið 1822 og stóð til skýr- ingar: „Kvæði á fæðingardegi Frið- riks konúngs sjötta, þann 28da janúar árið 1822.“ Það á vel við nú: Tindafjöll skjálfa, en titrar jörð, tindrar um fagrahvels boga, snjósteinninn brjáðnar, en björg klofna hörð, brýzt þar fyrst mökkur um hárlausan svörð og lýstur upp gullrauðum loga. Hver þar svo brenni mjög, ef þú spyr að, Eyjafjalla skallinn gamli er það. Spyrjir þú svo, hví hann hljómi svo hart og hósti upp vikri og eldi, að mökkur sjest eldslitur myrkrið um svart, svo miðnættið verður sem hádegið bjart og glóri í gulllögðum feldi, gjörla jeg þori að greina þjer, að gleðilog og fagnaðarsöngur er það. Veit hann að skjöldunginn Ísland á einn, allra sem reyndist því beztur, og sem til hjálpar því hvergi var seinn, og haginn því sá hann ei vera þann neinn, að vildi’ ei því væri’ hann sem mestur. Fæsta jeg þurfa hjer fræða mun, að Friðrik sjötti Danakongur er það. Gamall því Eyfjalla skallinn við ský skekur hinn snjóhvíta feldinn, og flytur svo lofdrápu fylki á ný, sem fornaldar skáldin, en hörpu hans í strengjunum stirnir á eldinn, en hljómurinn dynur, svo allir vjer að Eyjafjalla heyrum skáldið er það. Allir vjer biðjum með eldjökli því auðnu konungi til handa, sem norðurljós fegursta norðrinu í nái hans vegsemd ljóma’ yfir ský, og lengur en logafjöll standa; og fjallsins svo hrópandi fetum í spor: Friðrik sjötti lifi, konungur vor! Pétur Stefánsson langar ekki til Mekka og skýrir það svo: Ég frétti af fimmtugum Tékka sem fékk sér í tána í Mekka. Hann var laminn að bragði af löggu sem sagði; „Það er lögbrot að fá sér að drekka.“ Hólmfríður Bjartmarsdóttir sá þetta í öðru ljósi: Pétur er aumur, með ekka hann ætlaði að fá sér að drekka á bæjarins bar en bardaman þar þessi fallega, er farin til Mekka. Vísnahorn pebl@mbl.is Af eldgosi og Mekka Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.