Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 46
46 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
FÖSTUDAGINN langa flytja
einsöngvarar úr röðum kórs
Langholtskirkju, strengja-
kvartett og tenórsöngvarinn
Þorbjörn Rúnarsson Jóhann-
esarpassíuna eftir J.S. Bach.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Einsöngvararnir eru auk Þor-
björns María Vigdís Kjart-
ansdóttir, Vala Sigríður Guð-
mundsdóttir Yates, Arnheiður
Eiríksdóttir, Lilja Dögg Gunn-
arsdóttir, Andri Björn Róbertsson og Magnús
Guðmundsson. Ingvar E. Sigurðsson les písl-
arsögu Jóhannesarguðspjallsins og hugleiðingar
og útleggingar Bachs á píslarsögunni í kórum og
aríum verða fluttar á þeim stöðum sem við á.
Tónlist
Jóhannesarpassían
í Langholtskirkju
Johann
Sebastian Bach
ÞRIÐJI og síðasti hluti Nót-
unnar, uppskeruhátíðar tón-
listarskóla, verður haldinn í
Langholtskirkju í dag og hefst
kl. 11:00 með grunnnáms- og
miðnámstónleikum, en fram-
haldsnámstónleikar verða kl.
13:00. Á þessum tónleikum
verða flutt valin tónlistaratriði
frá öllum fernum svæðis-
bundnu tónleikunum á upp-
skeruhátíðinni sem fram hafa farið undanfarið.
Lokaathöfn fer síðan fram kl. 16:00 og þá verða
veittir verðlaunagripir fyrir framúrskarandi tón-
listaratriði og nemendur sem fá slíkar viðurkenn-
ingar flytja sín verk. Menningarmálaráðherra og
borgarstjóri verða viðstaddar.
Tónlist
Uppskeruhátíð
tónlistarskólanna
Langholtskirkja.
DOUGLAS Brotchie flytur
barokktónlist á nýtt Wegs-
cheider-barokkorgel Hafnar-
fjarðarkirkju á þriðjudag kl.
12:15-12:45. Douglas hefur sér-
staklega valið efnisskrána með
tilliti til hljóms hljóðfærisins
sem er í upprunalegum þýsk-
um mið-átjándu aldar stíl, og
hyggst spila verk eftir Otto
Olsson, Johann Pachelbel,
Georg F. Kaufmann, Johann
Caspar Kerll og Georg Muffat.
Douglas Brotchie er fæddur í Skotlandi en hef-
ur búið hér í aldarfjórðung og starfar sem org-
anisti og kórstjóri Háteigskirkju.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Tónlist
Barokktónlist á
barokkorgel
Douglas
Brotchie
Ég velti því alltaf
fyrir mér af hverju
öll þessi blúslög væru um
konur og kynlíf 48
»
Í KVÖLD verður
frumsýnt leik-
verkið Eilíf óham-
ingja eftir Andra
Snæ Magnason
og Þorleif Örn
Arnarsson á Litla
sviði Borgarleik-
hússins. Verkið
gerist í óræðu
herbergi þar sem
fimm sögu-
persónur eru saman komnar til að
ræða málin. Dr. Matthildur er með
fjóra mismunandi einstaklinga til
meðferðar og allir tengjast þeir á ein-
hvern hátt. Hún hefur sett skjólstæð-
ingum sínum skýrar reglur. Útrás,
Icesave, Ísland og Stjórnarskrá eru
allt orð á bannlista hjá doktornum og
krefst hún þess að allt verið lagt á
borðið og ekkert skilið eftir inni í
skápum til að safna ryki, engum verði
hleypt út fyrr.
Blaðamaður náði í Þorleif þar sem
hann var á kaffihúsi í miðborginni á
hraðri leið á æfingu og spurði hann út
í verkið og hvernig það hefði verið að
vinna með svona viðkvæmt og erfitt
þjóðfélagslegt umfjöllunarefni.
„Það var næstum því ómögulegt að
skrifa þetta. Hvernig getur þú skrifað
leikverk um eitthvað sem þú og aðrir
eruð algjörlega komin með ógeð á, við
vorum eiginlega að skrifa um atburði
sem á að vera ómögulegt að skrifa
um. Nú er unnið hörðum höndum við
að gera upp síðastliðin 20 ár og und-
irbúa næstu 30. Hvernig getur ein-
hver umræða verið í gangi um hluti
sem allir eru ónæmir fyrir?“
Andri Snær og Þorleifur Örn vildu
gera sjálfstætt framhald af leikverk-
inu Eilíf hamingja sem sett var upp
2008, þar sem þjóðfélagið er skoðað
eftir hrun og reyna að halda því frá að
verða að verki þar sem grínið væri
tekið fram yfir alvöru málsins.
„Hér eru öskurkórar úti um allt og
þeir sem láta hæst í sér heyr eru
hagsmunaaðilar, hvort sem það eru
skuldarar eða peningamenn, þessir
kórar hafa allir rétt fyrir sér sem ger-
ir það að verkum að enginn hefur
rangt fyrir sér og þar af leiðandi
verða málin ekki leyst.“ Eða eins og
Þorleifur segir hvernig getur átt sér
stað umræða um mál sem allir eru
orðnir ónæmir fyrir.
Síðastliðin ár hafa hafa Andri Snær
og Þorleifur Örn tekið viðtöl við þús-
undir Íslendinga og má sjá erfiði
þeirrar vinnu í verkinu á fjölum
Borgarleikhússins.
matthiasarni@mbl.is
Leikverkið Eilíf óhamingja
Umræða Sólveig Arnarsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum í
Elífri óhamingju sem frumsýnt verður á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld.
Í HNOTSKURN
» Leikverkið „Eilíf óham-ingja“ verður frumsýnt í
kvöld í Borgarleikhúsin.
» Í verkinu er bannað aðminnst á allt sem tengist
efnahagsástandinu.
» Verkið er sjálfstætt fram-hald leikritsins „Eilíf ham-
ingja“ sem Andri Snær
Magnason og Þorleifur Örn
skrifuðu saman árið 2008.
Bannað að
segja Icesave!
Þorleifur Örn
Arnarsson
SEGJA MÁ að þessi mánuður hafi
óforvarandis orðið einskonar
Schnittke-mánuður, því fjölmargir
tónlistarmenn og -flokkar hafa glímt
við verk rússneska tónskáldsins Alf-
reds Schnittke á undanförnum vik-
um. Kammersveit Reykjavíkur er
þar á meðal því hún heldur tónleika í
dag í Þjóðmenningarhúsinu kl. 17:00
undir yfirskriftinni Mozart ... plús
Schnittke.
Á efnisskrá tónleikanna er þó ekki
bara Schnittke, því hún hefst með
óbókvartett í F-dúr og píanókvartett
í Es-dúr eftir Mozart. Þar næst
verður Schnittke í boði því flutt
verður verkið Moz-Art samið fyrir
óbó, hörpu, sembal, fiðlu, selló og
kontrabassa þar sem tónskáldið
leikur sér með ýmis brot úr verkum
Mozarts.
Einnig verður fluttur píanókvart-
ett sem Schnittke samdi eftir ófull-
gerðri skissu frá æskuárum Gustavs
Mahlers, en fyrsti þáttur úr þessum
píanókvartett Mahlers hefur varð-
veist og verður einnig leikinn á tón-
leikunum.
Sérstakur gestur Kammersveit-
arinnar er píanóleikarinn Sebast-
iano Brusco en Kammersveitin lék
nýverið píanókvartett Mozarts með
honum á tvennum tónleikum í Sag-
restia del Borromini, skrúðhúsinu
við kirkju heilagrar Agensar við Na-
vona-torg í Róm.
Kammersveitina skipa á þessum
tónleikum Una Sveinbjarnardóttir
fiðluleikari, Matthías Nardeau óbó-
leikari, Guðrún Hrund Harðardóttir
lágfiðluleikari, Sigurgeir Agnarsson
og Margrét Árnadóttir sellóleikarar,
Richard Korn kontrabassaleikari,
Katie Buckley hörpuleikari, Guðrún
Óskarsdóttir semballeikari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari.
arnim@mbl.is
Tónleikar í Þjóðmenningarhúsinu
Mozart ... plús Schnittke í
boði Kammersveitarinnar
Morgunblaðið/Ernir
Vakning Kammersveit Reykjavíkur æfir Mozart og rússneska tónskáldið
Schnittke í Þjóðmenningarhúsinu fyrir tónleikana sem fram fara í kvöld.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
LISTAHÁTÍÐ mun á annan í hvíta-
sunnu, mánudaginn 24. maí kl. 20,
standa fyrir tímamótatónleikum þar
sem Megas, ásamt hljómsveit,
strengjakvintett og barnakór, horfir
fram á merkan feril sinn í bakssýnis-
spegli á stórtónleikum.
Eftir áratugaferil kemur Megas
nú í fyrsta sinn fram á Listahátíð í
Reykjavík, ásamt einvalaliði tónlist-
armanna, og flytur meðal annars
nýjar útsetningar tónskáldsins
Þórðar Magnússonar, sonar Megas-
ar á verkum föður síns og er þetta í
fyrsta sinn sem feðgarnir vinna sam-
an.
Meðal tónlistarmanna sem koma
fram á tónleikunum eru Ágústa Eva
Erlendsdóttir, Birgir Baldursson,
Birgir Bragason, Bryndís Halla
Gylfadóttir, Eðvald Lárusson, Einar
Melax, Guðlaugur Kristinn Óttars-
son, Hávarður Tryggvason, Helga
Þórarinsdóttir, Hjörleifur Valsson,
Hörður Bragason, Sigrún Eðvalds-
dóttir og Zbigniew Dubik. Þetta er
sannarlega enn ein skrautfjöðurinn í
hatt þessa merka listamanns sem er
einn mikilvægasti dægurtónlist-
armaður íslenskrar tónlistarsögu.
Undanfarin misseri hefur Megas
verið á mikilli listrænni siglingu og
hafa nokkrar plötur hans með Senu-
þjófunum þótt mikið afrek.
Aðför að lögum
Megas heldur tónleika á Listahátíð
Sonur hans útsetur lög eftir hann
Morgunblaðið/Heiddi
Meistarinn Magnús Þór Jónsson
eða Megas kemur fram á listahátíð.
Kl. 10:30 Innreiðin í Jerúsalem.
Skrúðganga með „pálmagrein-
ar“ upp Skólavörðustíg að Hall-
grímskirkju. Biskup Íslands
helgar aðalhurð Hallgríms-
kirkju.
Kl. 11:00 Hátíðarmessa í Hall-
grímskirkju með biskupi Ís-
lands og prestum Hallgríms-
kirkju. Frumflutningur:
Introitus fyrir kór, 2 trompeta
og orgel eftir Gunnar A. Krist-
insson. Flytjendur: Mótettukór
Hallgrímskirkju, stjórnandi
Hörður Áskelsson, Ásgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Örn
Pálsson trompetar, Oddur
Björnsson og Sigurður Þor-
bergsson básúnur, Björn Stein-
ar Sólbergsson orgel.
Leiðsla – Opnun myndlistarsýn-
ingar Kirkjulistahátíðar við lok
hátíðamessunnar. Ólöf Nordal
myndlistarmaður sýnir verk í
forkirkju og kirkjuskipi Hall-
grímskirkju og að messu lok-
inni verður frumflutt nýtt lag
eftir Jón Nordal tónskáld, föður
myndlistarmannsins, við sálm
Hallgríms Péturssonar „Gefðu
að móðurmálið mitt“. Sýningin
er unnin í samvinnu við íbúa við
Sjafnargötu í Reykjavík.
Kl. 12:45 Ólöf Nordal talar um
verk sitt í forkirkjunni
Kl. 14:00 Ensk messa. Prestur
er sr. Halldór Reynisson, verk-
efnastjóri á Biskupsstofu. For-
söngvari Guðrún Finnbjarnar-
dóttir, Björn Steinar
Sólbergsson orgel.
Kl. 17:00 Amen höfuðskepn-
anna fjögurra – Opnunar-
tónleikar Kirkjulistahátíðar
2010. Messa fyrir orgel og
segulband byggð á textum eftir
Olov Hartman. Hans Ola Erics-
son, organisti frá Svíþjóð, flytur
eigið verk þar sem hann leikur á
Klais-orgel Hallgrímskirku í
bland við hljóm Schnittcker-
orgela víða að. Tæknistjórnun:
Ríkharður H. Friðriksson tón-
skáld.
Kirkjulistahátíð